Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 27
ilbylinn sem gekk yfir Galveston. En íbúar Galveston höfðu ekki hugmynd um hvað að þeim stefndi. Ofviðrið kom þeim í opna skjöldu. Loftvogin hækkaði aðeins á föstu- dagskvöld. En sjórinn var enn svo úfinn að það varð ekkert úr nekt- arsundi karlmanna það kvöldið. Um 200 Galvestonbúar höfðu þá venju að fá sér sundsprett, berstrípaðir, í heitum sjónum í næturmyrkrinu. Öldugangurinn var orðinn svo mikill á laugardagsmorgun að fólki hætti að lítast á blikuna. En veðurstofan spáði engu illu. 6.000 fórust Fjöruborðið fór síhækkandi. Göt- ur og gangstéttir fóru smátt og smátt á kaf. Isaac sendi síðasta skeytið til Washington klukkan 14:30. Hann tilkynnti um yfirvofandi flóð og spáði fyrir um mannslát. Lín- urnar voru komnar úr sambandi þegar bróðir hans, sem vann hjá honum, reyndi að senda skeyti klukkutíma seinna. Hann náði þó símsambandi við Houston og las fyr- ir texta til veðurstofunnar í Was- hington. Hann sagði að hálfur bær- inn væri kominn á kaf og stöðugt færi hækkandi í flóanum. Hann skip- aði þeim, sem hann talaði við, að hafa ekki orð á þessu við neinn í Houston. Það gæti skaðað framtíðarhorfur Galveston-hafnar í samkeppninni við Houston ef það fréttist að bærinn færi af og til á kaf. Vindurinn jókst og loftvogin lækk- aði. Þakplötur fóru að fjúka upp úr hádegi. Eftir stórbruna árið 1885 var íbúum Galveston skipað að nota steinplötur í stað timburs í húsþök. Steinplöturnar ollu miklu tjóni í fár- viðrinu laugardaginn 8. september. Vindmælirinn á veðurstofunni í Galveston mældi 100 mílna hraða áð- ur en hann fauk af en talið er að vind- urinn hafi farið upp í 120 mílur eða 192 km hraða. Öldurnar urðu 20 fet eða 6 metra háar og rifu með sér það sem á vegi þeirra varð. Íbúar Ashton Villa voru öruggir í húsinu. Allir gluggar brotnuðu og trén í garð- inum rifn- uðu upp með rótum. Dóttir Mattildu minntist þess seinna hvernig hún þurfti að færa sig ofar og ofar í stigann á ganginum eftir að kjallarinn fylltist og vatnið fór að flæða inn á fyrstu hæð. Hún var komin upp í miðjan stiga eða í 10. tröppu þegar vatnið hætti loks að hækka. Veðrinu slotaði um miðnætti. 6.000 af 38.000 íbúum Galveston höfðu farist. Hálfur bærinn var ónýt- ur. Nokkrir sem höfðu misst allt sitt bættust í hópinn í Ashton Villa. Bettie sýndi nýja hlið á sér. Hún varð sér úti um kálf, slátraði honum og vann hann sjálf. Allir undir henn- ar þaki höfðu nóg að borða. Og hún hjálpaði öðrum af fremsta megni. Það kom í ljós að spillta stúlkan í Galveston var gull af manni. Staðreyndir skolast til Isaac missti konu sína í hvirfil- bylnum. Hann mætti ekki til vinnu fyrr en 17. september. Í fyrsta skeytinu sem hann sendi Washing- ton segir að hvirfilbylurinn sem gekk yfir Galveston hafi vafalaust verið einn af mikilvægastu veðurviðburð- um heimssögunnar. Hann sagði að það hefði verið varað tímanlega við stormi í Galveston og nágrenni. Hann tók ekki fram við hvers kyns stormi var varað. Útgáfa Willis Moore á sögunni af hvirfilbylnum kom honum á óvart þegar hann las hana í Houston Post rúmri viku seinna. Blaðið hafði gagnrýnt veður- stofuna fyrir að hafa ekki varað við fellibylnum. Moore fullyrti í löngu svari að veðurstofan í Galveston hefði þegar á föstudagsmorgun hengt út varúðarfána við hvirfilbyl og Isaac hefði sýnt sérstaka hetju- dáð með því að reyna að koma skila- boðum til lands þegar óveðrið var skollið á. Hvort tveggja var vitleysa en með tíð og tíma sneri Isaac þess- um misskilningi sér í vil og fullyrti að hann hefði bjargað 6.000 mannslífum með því að æða um eyjuna á föstu- dag og hvetja fólk til að gæta fyllstu varúðar. Sagnfræðingar hafa löngum tekið útgáfu veðurstofunnar í Washington trúanlega og staðið í þeirri meiningu að íbúar Galveston hafi verið viðbún- ir veðrinu sem stefndi á bæinn. Erik Larson komst að öðru þegar hann fór að skoða skeytin sem gengu á milli Galveston og Washington og ástandið á veðurstofu Bandaríkj- anna almennt. Hann ætlaði sér í upp- hafi að skrifa um gamalt morð í Galveston en fékk meiri áhuga á hvirfilbylnum þegar hann fór að lesa meira um hann. Á endanum skrifaði hann bókina Isaac’s Storm sem kom út 1999 og vakti strax verðskuldaða athygli. Íbúar Galveston tóku saman höndum eftir hvirfilbylinn og hækk- uðu eyjuna. 16 kílómetra langur og 5 metra hár flóðveggur var reistur meðfram Mexíkóflóa. Hús voru hækkuð og sandi dælt undir þau. Það er til dæmis enginn kjallari lengur í Ashton Villa. Hann var fylltur sandi og há girðingin í kringum húsið er styttri en hún var í upphafi. Á sum- um stöðum í miðbænum er hægt að sjá að göturnar liggja nú hærra en þær gerðu þegar byggingarnar voru reistar við þær. Galvestonbúar voru brátt tilbúnir að hefjast handa þar sem frá var horfið fyrir fellibylinn. En nýtt babb kom í bátinn. Rúmu ári eftir óveðrið fannst olía rétt hjá Houston. Þar með voru bjartar framtíðarhorfur hafnarinnar í Galveston brostnar. Höfnin í Houston var dýpkuð og blómaskeið Galveston var á enda. Hamförunum í Galveston er lýst á spennandi hátt í Isaac’s Storm. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 27 Að breyta fjalli! Fréttabréf frá Cape Town Þetta var titill á listilega vel skrifaðri bók eftir einn minnis- stæðasta fréttamann sjónvarps frá upphafi, Stefán Jónsson. Ekki virðast allir fréttamenn jafn vel máli farnir og hann var, en verst er þegar fréttamenn í skjóli starfs síns og stöðu halla réttu máli á opinberum vettvangi, eins og átt hefur sér stað nýlega í umfjöllun um Suður- Afríku. En meira um það síðar á öðrum vettvangi. Mér datt þessi bókartitill í hug, þegar auglýsing í Morgunblaðinu klúðraðist og Borðfjallinu var breytt, svo að það varð óþekkjan- legt. Með þessum formerkjum eru skrifin og stundum lítt hirt um afleiðingar. Að jafnaði tekur það milljónir ára að breyta fjöllum að nokkru ráði, en almenningsálit hefur ekki sama hörkustig og lætur fljótt undan rógnum, veðrast skjótt. Ég hef átt því láni að fagna að sjá mikið af heiminum og dýrð hans. Ekkert land hefur brennt sig eins inn í vitund mína og Suð- ur- Afríka frá fyrstu kynnum. Ég hef góð tengsl við landið, er í eðli mínu náttúrubarn, og við fyrstu kynni af Suður- Afríku settist eitthvað af henni að í vitund minni og býr þar síðan. Um Cape Town og nágrenni hennar á ég svo góðar minningar, að ekkert getur skyggt á þær, þær eru partur af sjálfum mér, meðan mér endist líf. Í dag var ég nokkrum sinnum í símasambandi við Cape Town, þar sem sólin skein á heiðum himni, suðaustan strekkingurinn, sem kallaður er Cape-Doktor vegna þess að hann hreinsar loftið og ber alla mengun á haf út,hafði hægt um sig, rétt gældi við vit manns, og hitastigið var 27 °. Veðurfarið er talið eitt það heilnæm- asta á jörðu, himneskt er orðið yfir það.Tvær ungar íslenskar stúlkur, sem dvalist hafa undanfarna mánuði í Suður-Afríku við störf fyrir Rauða krossinn, höfðu samband og staðfestu að þær hlökkuðu til að hitta þessa 400 Íslendinga, sem eru að láta ferða- draum sinn rætast og upplifa Suður- Afríku í fyrsta sinn. Þær Dögg og Hjördís hafa sent fréttabréf til Morgunblaðsins að und- anförnu og láta vel af dvöl sinni. Meðan farþegar Heimsklúbbsins dveljast þar um páskana, ætla þær að ganga í lið með starfsfólki okkar og hjálpa farþegum með ráðum og dáð. „Við verðum svo stoltar af að sýna alla þessa fegurð hér,“ sögðu þær, “og við erum orðnar það kunnugar, að við getum bent fólki á hvar gott er að versla, og minnstu ekki á matinn, hann er hvergi betri en samt svo ódýr, og hágæðavín, margverðlaunuð á spottprís! Auðvitað verður maður að sýna aðgát gegn hættum, en það er alls staðar í heiminum í dag. Við myndum ekki vilja dveljast í Jóhannesar- borg, en hér er dásamlegt að vera, við höfum hvergi séð aðra eins fegurð og hér í Cape Town og nágrenni, það eru svo margir falleg- ir staðir að skoða, það er endalaust! Okkur finnst Íslendingar, sem eiga þess kost að koma hingað á svo auðveldan hátt og fyrir ótrúlega lítinn pening, eiga ofsalega gott,” sögðu þær stöllur í lok samtalsins. „Við ræðum þetta betur við þig, þegar þú kemur að ljúka undirbúningnum eftir viku, og hittum þig á Cape Sun, sem er það flottasta, sem við höfum séð á ferðum okkar.“ Þessar heilbrigðu, fordómalausu stúlkur hafa séð tvo heima Suð- ur-Afríku, allsleysi og allsnægtir og taka hlutunum með ró, yfir- vegun og skynsemi. Þær gera sér ljóst, að allt á sér orsakir, vinna líknarstarf í þágu góðs málefnis, gera sér ljóst að markmiðin eru langsótt, heiminum verður ekki breytt í allsherjarparadís eins og hendi sé veifað, hverjir sem halda um stjórnartaumana. Skrif þeirra sýna heilbrigða lífssýn, sem ekki er blinduð af ofstæki af neinu tagi. Þannig er þessu farið með góða ferðamenn, þeir skoða, álykta, dást að dásemdum tilverunnar og bergja á bikar gleðinn- ar, taka heim með sér lærdóm reynslunnar og visku, sem ekki fæst af bókviti einu saman, fá smám saman heildstæða mynd af heiminum og fólkinu, sem hann byggir. Þetta er lífskúnst, sem fleiri og fleiri tileinka sér með góðum ferðum og bættum lífsstíl. Stórferð Heimsklúbbsins-Príma til Suður-Afríku um næstu páska er stórviðburður hjá lítilli þjóð, sem ekki má gera ráð fyrir að hægt sé að endurtaka nema með margra ára millibili og þá e.t.v. á allt öðrum forsendum. Með góðri samvisku er hægt að hvetja fólk til þátttöku í þessu menningarframtaki, sem í ferðinni felst, því að ferðin er vel undirbúin og full af lífsgæðum, sem almenningur á annars varla aðgang að. Góð viðbrögð fólks, sem kemur auga á gæðin og yfirburði ferðarinnar, ber að þakka, en hvetja hina, sem enn eru tvístígandi og hafa ekki gert upp hug sinn að grípa tæki- færið og skoða einn áhugaverðasta part heimsins, áður en ferðin lokast alveg. Uppselt er nú í tvær ferðir á „Blómaleiðinni“ og Durban með sinni austurlensku dulúð og töfrum allt um kring, er næstum lokuð. Enn eru sæti til og frábær aðstaða í merkustu borg landsins, Cape Town, með ótal yndisstaði innan borgar- marka og utan, með ferðum á Borðfjallið, hinn örlögum vafna Góðrarvonarhöfða, Vínlöndin, Robbeneyju, Kirstenbosch o.fl. o. fl. Sannkölluð sæludvöl í einni fegurstu og hreinustu borg heims. Suður-Afríka er mesta útivistar paradís heimsins, en auk þess full af list og menningar viðburðum af öllu tagi. Enginn hugsandi ferðalangur getur sleppt svona tækifæri, ekki er víst að það bjóð- ist aftur. Rétt til að snerpa á undirbúningnum er ég að skreppa til Cape Town um helgina. Kannski sendi ég ykkur póstkort úr sumar- dýrðinni þaðan, en annars sjáumst við í Suður-Afríku um páskana! Með kærri Heimsklúbbskveðju. Ingólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.