Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vesturgötu 2, sími 551 8900 Hunang spilar frá miðnætti MALENA, nýjasta mynd Giuseppe Tornatore (Cinema Paradiso) bygg- ist á smásögu Luciano Vincenzoni sem skrifaði yfir 100 kvikmynda- handrit, þ.á m. spagettívestra Sergio Leone. Myndin gerist í ítalska hafn- arbænum Castelcuto í heimsstyrjöld- inni síðari, nánar tiltekið á árunum frá því að stríðsþátttaka Mussolinis hefst 1940 og þar til Bandaríkjamenn ná eyjunni á sitt vald 1943. Þegar hin guðdómlega Malena (Monica Belluci) gengur um götur bæjarins (við kvik- myndatónlist Ennio Morricone) á háum hælum og í stuttu pilsi stöðvast allt líf. Karlmenn og unglingsdrengir fylgja henni girndaraugum á meðan konurnar líta hana fjandsamlegum augum öfundsýkinnar. Í huga karla jafnt sem kvenna er hún hóra, en hinn 13 ára gamli Renato sér Malenu (Magdalenu) í madonnumynd og fylgist með hverju skrefi hinnar dul- arfullu þokkagyðju sem hann dýrkar. Hann elskar hana úr fjarlægð og þeg- ar hann ímyndar sér að þau séu sam- an verður unglingurinn að John Wayne í Stagecoach eða Tarzan. Kvenleg á ítölsku Hafi einhver blaðamannanna hald- ið að Bellucci væri aðeins „femme fatale“ á hvíta tjaldinu eða á auglýs- ingaspjöldum Miramax, og kæmi síð- an hversdagslega fyrir í viðtalinu á Four Seasons-hótelinu í Berlín, þá skjátlaðist viðkomandi. Bellucci tek- ur á móti gestum sínum í skærrauð- um þröngum jakka sem er svo fleginn að litlu munar að naflinn gægist upp fyrir borðbrúnina. Belluci, sem er ættuð frá ítölsku þorpi, hóf feril sinn sem fyrirsæta samhliða lögfræði- námi. Hún varð fljótlega heimsþekkt fyrirsæta og í upphafi síðasta áratug- ar hóf hún feril sinn sem leikkona. Hún lék í nokkrum frönskum kvik- myndum en auk þess fór hún með lít- ið hlutverk í Bram Stoker’s Dracula í leikstjórn Francis Ford Coppola og í Under Suspicion þar sem hún lék á móti Gene Hackman og Morgan Freeman. Bellucci byrjar á því að greina frá tengslum sína við ítalska kvikmynda- gerð. „Ítalska kvikmyndin hefur átt sér ólík tímabil. Ég ólst upp við myndir Federicos Fellini, Robertos Rosselini og Luchinos Visconti. Þetta var frá- bær tími en þegar á leið varð erfitt að gera kvikmyndir á Ítalíu hvort sem það var af pólitískum eða efnahags- legum ástæðum. Þetta ástand varð til þess að ég fluttist til Parísar fyrir fimm árum þar sem að ég gat ekki gert það sem mig langaði til að gera í heimalandi mínu. Eftir að ég hafði leikið í frönskum jafnt sem banda- rískum myndum var ég farin að bíða örvæntingarfull eftir góðum tilboðum frá Ítalíu. Loksins kom Malena. Þótt ég hafi starfað lengi í Frakklandi og Bandaríkjunum var mjög mikilvægt fyrir mig að fá hlutverk í ítalskri mynd með ítölskum leikurum. Það skiptir mig miklu að ná alþjóðlegri at- hygli með ítalskri mynd þar sem ég samsama mig ítalskri menningu og þeim kvenleika sem þar er að finna. Ég varð leikari vegna þess að mig dreymdi um að verða eins og Sophia Loren, Gina Lollobrigida og Claudia Cardinale. Í mínum huga er Malena kvenleg á sama hátt og þessar leik- konur. Ítalskar leikkonur greina sig t.d. frá frönskum leikkonum sem sveiflast milli þess að vera kona og barn. Þetta er þessi Lolita-fegurð. Hins vegar var Sophia Loren þegar orðin kona þegar hún var átján ára. Ítölsku leikkonurnar sem ég nefndi voru fallegar, sterkar, kvenlegar og á sama tíma voru þær mæður. Frönsk menning skynjar konur með allt öðr- um hætti en ítölsk menning.“ Belluci segir að um þessar mundir eigi sér stað breytingar í ítalskri kvikmyndagerð: „Á síðasta ári voru gerðar frábærar ítalskar myndir, t.d. 100 Steps og The Last Kiss, en alls mætti nefna tíu titla. Ég held að ítölsk kvikmyndagerð sé að ná sér upp úr lægðinni.“ Tungumál líkamans Smásagan Malena hafði legið mörg ár í skrifborðsskúffunni hjá Torna- tore. Hann var að taka upp auglýs- ingu fyrir Dolce & Gabanna með Bell- ucci þegar hann uppgötvaði að hún yrði fullkomin í hlutverki Malenu. Þegar Tornatore veitir síðasta blaða- mannahópi dagsins viðtal er hann orðinn of þreyttur til að tala ensku og lætur því túlk um að snúa sjarmer- andi ítölskunni yfir á ensku: „Það var ekki fyrr en ég hitti Bellucci sem ég fór að hafa trú á að hægt væri að gera þessa mynd. Fram að þeim kynnum var ég efins. Þegar ég skrifaði kvik- myndahandritið var það með Bellucci í huga. Eftir að ég hitti hana tók ég að ímynda mér hana sem leikkonu í myndinni og myndin varð áþreifan- legri. Þar sem Malena segir lítið í myndinni þurfti ég í rauninni að skrifa leynilegt handrit sem lýsti hlutverki Bellucci í þeim atriðunum þar sem þögnin er ráðandi. Við unn- um mikið með það hvernig hún ætti að ganga, hreyfa sig og hvert hún ætti að horfa. Framan af lítur hún alltaf niður þegar hún gengur um göturnar en það breytist í lokin. Hún verður að tala með líkamanum til þess að auðvelda okkur að skilja per- sónuleika hennar. Stundum er eitt- hvað að gerast í huga hennar án þess að hún segi orð. Af og til varð ég því að finna upp á einhverju sem Bellucci gat hugsað um meðan að hún lék ákveðin atriði þar sem að hún hafði engan texta til að fara eftir.“ Áður hafði Bellucci lýst þessu sér- kenni myndarinnar fyrir gestum sín- um: „Þegar ég sá handritið og mér varð ljóst að Malena talar mest lítið í þessari mynd varð ég fegin að Torna- tore átti að leikstýra myndinni. Ég spurði sjálfan mig hvernig ég ætti að fara að því að skapa þessa persónu með fáeinum línum. Ég varð að not- ast við tungumál líkamans. Ég sagði við sjálfa mig að sérhver listamaður hefði sitt eigið hljóðfæri. Ef þú ert pí- anóleikari áttu píanó, sértu gítarleik- ari áttu gítar, og ef þú ert leikari er líkaminn hljóðfæri þitt. Ég reyndi að skapa Malenu með höndunum, líkam- anum, andlitinu, augunum. Það var líkt og einræða ætti sér stað innra með mér í hverju atriði sem ég lék í. Með því að herma eftir munnlegri tjáningu með líkamanum varð mögu- legt að leika án orða. Ég var t.d. heill- uð af The Piano með Holly Hunter. Hún mælir ekki eitt einasta orð í myndinni en leikur hennar er samt stórkostlegur. Það eru svo margar leiðir til að tjá sig, vera leikkona. Fyr- ir tíu dögum lauk ég við gamanmynd- ina Asterix þar sem ég leik Kleópötru á móti Gérard Depardieu. Ekki þá Kleópötru sem Elizabeth Taylor lék á sínum tíma heldur Kleópötru úr teiknimyndasögunni sem er létt geggjuð og talar út í eitt. Hún er þannig gjörólík Malenu og það er skemmtilegt að hafa tækifæri til að gera ólíka hluti.“ „Valdið er enn í höndum karlmanna“ – Kom reynslan af fyrirsætustarf- inu sér vel þegar kom að því að leika með líkamanum? „Nei, ljósmyndir eru kyrrstæðar á meðan kvikmyndin er hreyfing. Fáar fyrirsætur eiga auðvelt með að verða leikarar þar sem þetta tvennt er gjör- ólíkt. Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna sem fyrirsæta. Þetta var góður tími, ég ferðaðist mikið og ég var sjálfstæð og frjáls. Ég er nútíma- kona og því gjörólík Malenu sem maður getur einungis skilið þekki maður það hugarfar sem var ráðandi á Sikiley á þessum árum. Staða kon- unnar í samfélaginu var annaðhvort móðir eða eiginkona. Konur voru að- eins til í gegnum karlmenn. Ég er oft spurð hvort ég sé þeirrar skoðunar að ástandið í dag sé enn svipað því sem við sjáum í myndinni. Ég held að það séu ótal margir staðir í heiminum þar sem ástandið er verra en í þessari kvikmynd. Ótal margar konur hafa ekki rétt til að yfirgefa heimaland sitt nema þær séu í fylgd eiginmanns, bróður eða sonar. Á opinberum vett- vangi eru þessar konur ekki persónur án karlmanns. Þetta er hræðilegt og þetta á sér ennþá stað. Ég held að ástandið á fimmta áratugnum sem myndin lýsir sé ekki svo fjarri okkur. Við konur þurfum ennþá að berjast fyrir réttindum okkar. Valdið er ekki enn komið í okkar hendur.“ Þegar blaðakona spyr Bellucci hvaða möguleika konur eigi á frama í samfélaginu nú á dögum svarar hún: „Ég held að valdið sé enn í höndum karlmanna. Í hópi þeirra blaðamanna sem ég tala við þessa stundina eru t.d. sex karlmenn en aðeins tvær konur.“ Í kjölfarið fylgir taugaveiklunarlegur hlátur nokkurra karlkyns blaða- manna og Bellucci bætir: „Mér þykir leitt að segja það, en svona er þetta.“ Eykur fegurðin framamöguleika konunnar? „Að sjálfsögðu. Ef þú ert vel gefin og veist hvernig þú getur notað feg- urðina þá er hún auðvitað tromp. Það að ég komi úr fyrirsætubransanum skipti mjög miklu máli og ástæðan fyrir því að ég komst inn í heim kvik- myndanna var að ég er falleg. Þegar Francis Ford Coppola bauð mér hlut- verk var það ekki sökum þess að ég væri heimsins besta leikkona heldur vegna þess að hann hafði séð mig á ljósmyndum. Síðan þurfti ég að sjálf- sögðu að leggja hart að mér, sækja leiklistartíma og læra frönsku og ensku.“ Önnur blaðakonan spyr Bellucci að lokum hvort hún hafi einhvern tíma óskað þess að hún væri ekki svona falleg? „Nei, ég er það sem ég er og þekki sjálfa mig ekki öðruvísi.“ Að loknu viðtalinu spyr hollenski blaðamaðurinn Belluci hvort hann megi láta taka mynd af sér við hlið hennar. Þegar leyfið er komið þrýstir hann sér upp að fegurðardrottning- unni og minnir einna helst á ræsti- tækni sem biður um að fá mynd af sér við hlið bankastjórans. Að því loknu heldur hann föstum tökum í hina dýr- mætu filmu á meðan starfsfólk Mira- max tilkynnir rauðklæddu þokka- gyðjunni að bílstjórinn sé tilbúinn og flugvélin bíði hennar úti á velli. Coppola valdi mig vegna fegurðarinnar, ekki hæfileikanna Tornatore og Belluci við tökur. Nýjasta kvikmynd kunnasta samtíma- leikstjóra Ítala, Giuseppe Tornatore, heitir Malena. Myndin gerist á tímum síðari heimsstyrjaldar og fjallar um aðdáun nokkurra smástráka á þokkadís sem ber nafn myndarinnar. Davíð Kristinsson hitti að máli í Berlín leikstjórann og aðalleikkonuna Monicu Belluci. Ítalska kvikmyndin Malena var frumsýnd hérlendis í gær Hin gullfallega Monica Belluci.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.