Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERÐ á bensíni hækkar um 90 aura í dag. Hjá Olíufélaginu og Olís hækkar verð á 95 oktana og 98 oktana bensíni um 90 aura, en hjá Skeljungi breytist einungis verð á 95 oktana bens- íni. Eftir hækkunina kostar 95 oktana bensín 99,70 kr. lítrinn hjá þessum þremur olíufélög- um. 98 oktana bensín kostar eftir verðbreytingu 104,40 kr. hjá Olíufélaginu og Olís. Verð á öðru eldsneyti, þar á meðal 99 oktana Shell V-Power, breytist hins vegar ekki, en það kostar 125 kr. Ofangreint verð er án af- sláttar sem víða er boðið upp á á bensínstöðvum. Verð hjá ÓB- bensíni breytist ekki, en þar kostar 95 oktana bensín 95,30 kr. Engar breytingar verða á dísilolíu eða öðrum tegundum eldsneytis. Olíufélögin vísa til verð- hækkana á heimsmarkaði í rökstuðningi sínum fyrir verð- breytingunni. Fram kemur í tilkynningu Olís að gengi Bandaríkjadollars gagnvart krónu hafi verið hagstæðara sem vinni gegn frekari hækk- un. Bensínið hækkar Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Þórsarar í góðum málum í 1. deildinni / B4 Ætlum að gera Tékkum lífið leitt / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM ÁKVEÐIÐ hefur verið að flýta flutningi bráðageðdeildar frá Kleppsspítala á geðsvið Landspítal- ans við Hringbraut. Jóhannes Gunn- arsson, lækningaforstjóri á Land- spítala, segir að ástæðan sé skortur á starfsfólki. Hann segir einnig að í vetur sé fyrirhugað að flytja bráða- geðdeildina í Fossvogi í geðdeildar- húsið við Hringbraut. „Það er stefna spítalans að draga saman þá starfsemi sem saman á. Það var grundvöllur að sameiningu spítalanna að gera það. Þetta gildir um geðsviðið eins og allar aðrar deildir. Það var tekin um það ákvörð- un fyrir nokkru að færa bráðamót- töku geðlækninganna í húsið við Hringbraut. Það var ákveðið fyrr í sumar að deildin í Fossvogi flytti í húsnæði sem í áraraðir hefur verið notað í aðra starfsemi í geðdeildarhúsnæð- inu við Hringbraut. Þessi deild mun hafa svipað pláss og áður. Á Kleppi eru bráðadeildir og við viljum flytja þá bráðastarfsemi inn á Hringbraut, en okkur þykir að þessi bráðastarf- semi hafi verið of dreifð. Þessi flutn- ingur mun gerast fyrr en við upp- haflega ráðgerðum. Ástæðan er sú að tvær bráðadeildir á geðsviði eru núna reknar á hálfum afköstum vegna mannaflaskorts. Þess vegna höfum við ákveðið að draga þessa starfsemi saman á einn stað þannig að okkur nýtist sá mannafli sem við höfum sem best. Ein af bráðadeild- unum á Kleppi verður flutt mjög fljótlega og deildin í Fossvogi verður flutt í nóvember eða desember. Þetta er sú stefna sem við verðum að fylgja, en hún byggist á því að nýta mannafla, húsnæði og fé eins vel og hægt er,“ sagði Jóhannes. Bráðageðdeildir LSH fluttar að Hringbraut BRETI sem handtekinn var með sex kíló af hassi í farangri sínum á Kefla- víkurflugvelli 8. júlí sl. var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Maðurinn neitaði frá upphafi sakargiftum og sagði að fíkniefnunum hefði verið komið fyrir í töskunni án vitundar sinnar. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur segir að frásögn Bretans sé öll með ósennileikablæ og losaraleg í at- riðum sem máli skipta. Ferðamáti hans og það sem hann segir um til- gang með ferðum sínum hingað, ann- arsvegar í maí sl. og svo aftur í júlí, sé í hæsta máta tortryggilegt. Þá hafi dómari skoðað ferða- töskuna gaumgæfilega. Farangur mannsins var hafður í töskunni og þyngd, sem samsvaraði hassinu, var bætt í. Dómarinn handfjatlaði töskuna með og án þyngdaraukans og komst að þeirri niðurstöðu að um- búnaður fíkniefnanna, svo og þyngd þeirra, útiloki að ákærði hafi ekki vitað af þeim. Þá verði að telja það algerlega fráleitt að ætla að aðrir reyni á þennan hátt að flytja efnin til landsins án vitneskju og samþykkis ákærða. Engin skynsamlega ástæða væri til að efast um að Bretinn hefði vísvitandi flutt hassið hingað til lands. Auk refsingarinnar var Bretinn dæmdur til greiðslu málsvarnar- launa verjanda sína, Sveins Andra Sveinssonar, hrl. Pétur Guðgeirsson kvað upp dóm- inn en Svavar Pálsson sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Breti dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir smygl á sex kílóum af hassi Frásögnin talin vera losaraleg Í JÚLÍMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 15,5 milljarða króna og inn fyrir 17,2 milljarða króna og voru vöruskiptin í júlí því óhagstæð um 1,7 milljarða króna, en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 4,0 milljarða á föstu gengi. Halli var á vöruskiptunum við út- lönd fyrstu sjö mánuðina, nam 11,5 milljörðum króna en á sama tíma ár- ið áður voru þau óhagstæð um 24,3 milljarða á föstu gengi. Fyrstu sjö mánuði ársins var vöruskiptajöfnuð- urinn því 12,8 milljörðum króna hag- stæðari en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 7,5 milljörðum eða 8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar að stórum hluta af útflutningi á áli og auknum skipaútflutningi. Sjávaraf- urðir voru 63% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu sjáv- arafurða má einna helst rekja til aukins útflutnings á fiskimjöli. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 5,2 milljörðum eða 4% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur sam- dráttur hefur orðið í innflutningi á flutningatækjum                                   !"#$%     '                                        !    "!#       !     "  #   !  $   $! % $% " $     &     '  $   &!   '   (            () *+,) , (+)-   ),,,    ( ..,+ ,, ++./  ,)-, ( 0+)/ ) .+01  0 1/++ . */** . -+*. . /,//         ,, /()+ , ,-.-   , .-.0     ( --*, .* +*11 ,/01 , .(/) 0 1/(,   + (*(( , *1,. ( 1((* ) +0/*      !"     2,(,3 4((03 "    41.3 2(-13   4-.3 2(,(3 2+.3    4-+,3 4-,13 4+++3 2-,(3     #$%&' () *  + ),#*-                  & "  !% ! % '    Halli á vöruskipt- um 11,5 milljarðar ÞAU tímamót urðu í sögu Lands- síma Íslands í gær, að síðasti hlut- hafafundur fyrirtækisins sem rík- isfyrirtækis var haldinn. Fundinn sat m.a. eini hluthafi fyrirtæk- isins, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Á fundinum var verið að ganga frá ýmsum breytingum á sam- þykktum sem taldar voru nauð- synlegar í aðdraganda einkavæð- ingar fyrirtækisins. Á fundinum bar eini hluthafi hlutafélagsins, samgönguráð- herra, upp tillögu um breytingar á samþykktum hlutafélagsins. Skemmst er frá því að segja að tillagan var samþykkt af ráð- herra. Á myndinni eru frá vinstri: Sig- urgeir H. Sigurgeisson fundarrit- ari, Jakob Falur Garðarsson, að- stoðarmaður samgönguráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir, skrif- stofustjóri samgönguráðuneytis, Jón Birgir Jónsson ráðuneytis- stjóri, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra, Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans, Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans og Andri Árnason, lögmaður Landssímans. Morgunblaðið/Sverrir Síðasti hluthafa- fundur Landssímans Blaðinu í dag fylgir rit Leikfélags Reykjavíkur, „Málgagn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.