Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á bygg- ingu álvers og rafskautaverksmiðju í tveimur áföngum í Reyðarfirði þar sem gert er ráð fyrir allt að 420.000 tonna álframleiðslu og 233.000 tonna framleiðslu á rafskautum á ári. Hins vegar setur Skipulagsstofnun tvö skilyrði fyrir fram- kvæmdum vegna umtalsverðrar mengunar sem af álverinu og rafskautaverksmiðjunni muni hljótast. Skilyrðin eru í fyrsta lagi þau að engin búseta verði innan ákveðinna marka í kringum álverið og rafskautaverksmiðjuna og í öðru lagi að fylgst verði náið með styrk mengandi efna í lofti, á jörðu og í sjó innan og utan skilgreindra þynn- ingarsvæða umhverfis álverið. Að mati Skipulagsstofnunar verða umhverfis- áhrif álverksmiðju í Reyðarfirði margvísleg en þyngst vegi þar annars vegar áhrif á loft og sjó og hins vegar áhrif á samfélagið. Fyrirhuguð raf- skautaverksmiðja er talin hafa í för með sér um- talsverða losun mengunarefna en samkvæmt upplýsingum Reyðaráls hf. er slík verksmiðja skilyrði fyrir hagkvæmni þess að starfrækja ál- ver af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Að mati Skipulagsstofnunar ætti að vera hægt að uppfylla gildandi kröfur samkvæmt íslenskum reglugerðum og kröfum Evrópusambandsins varðandi mengunarviðmið í sjó og andrúmslofti í Reyðarfirði að því skilyrði uppfylltu að engin bú- seta verði innan marka þynningarsvæðis verk- smiðjunnar. Í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur fram að bygging og rekstur álversins muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf á Austurlandi, sem m.a. verða fólgin í fjölda nýrra starfa við álverið. Gert er ráð fyrir að um 610 manns vinni í álverinu þegar seinni hluta framkvæmda lýkur árið 2012. Þá gerir Skipulagsstofnun ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu og rekstur álversins muni leiða til samþjöppunar byggðar í Fjarðabyggð og öðrum sveitarfélögum á Mið-Austurlandi. Það verði hins vegar hugsanlega á kostnað jaðarsvæða á Aust- urlandi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, segist gleðjast yfir úrskurði Skipulags- stofnunar varðandi byggingu álvers í Reyðar- firði. Hún telur úrskurðinn ekki óeðlilegan og að skilyrðin séu ekki óyfirstíganleg sem þar eru sett fram. „Það má segja að það sé komin upp svolítið sérkennileg staða þegar maður horfir á Noral- verkefnið sem slíkt. Hvað varðar úrskurð Skipu- lagsstofnunar þá er álverið jákvætt og höfnin, línan og vegurinn, en hins vegar virkjunin ekki. En það er náttúrlega með þennan úrskurð eins og aðra að það er ekki þar með sagt að þetta sé niðurstaðan, því nú á eftir að koma í ljós hvort um kæru verður að ræða og þá er það ráðherra sem á síðasta orðið,“ sagði Valgerður. Fallist á álver í Reyðarfirði með tveimur skilyrðum  Skilyrði sett/34–35 SALA á nýjustu sólóplötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, hef- ur gengið vel, að sögn Dereks Birkets, útgefanda Bjarkar hjá út- gáfufyrirtækinu One Little Indian. Búið er að selja 1,2 milljónir ein- taka á heimsvísu, en platan kom út í Evrópu á miðvikudag. Platan vermir efstu sæti í Frakklandi og á Spáni og fjórða sætið í Þýska- landi. Á miðvikudag var platan í áttunda sæti breska listans. Sölu- tölur fyrir Norðurlöndin birtast ekki fyrr en á mánudag en þess má geta að síðasta plata Bjarkar, Homogenic, fór í efsta sæti danska vinsældalistans þegar hún kom út í september 1997. Í umfjöllun um plötuna sem birtist á síðum Lesbókar í dag segir meðal annars: „Vespertine er vitnisburður um að Björk hefur ekki staðnað sem tónlistarmaður, heldur stigið ákveðið skref í til- tekna átt.“ Plata Bjarkar, Vespertine, komin í efsta sæti á Spáni 1,2 milljónir seldar  Sagan af/C4–6 NÝTT fiskveiðiár hefst í dag, 1. september, í skugga gildistöku laga um veiðistjórn krókabáta sem skiptar skoðanir eru um. Þeir Skarphéðinn Gíslason og Einar Guðmundsson, á krókaafla- marksbátnum Jóni Emil ÍS, lönd- uðu síðasta afla gamla fiskveiði- ársins á Suðureyri í gær. Þeir segja að mikil óvissa ríki um framtíð smábátaútgerðar á Vest- fjörðum og að öllu óbreyttu legg- ist línuútgerð þeirra nánast af. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörn Fiskveiðiáramót gengin í garð  Erum að berjast/22-23 LYFJAVERSLUN Íslands hf. hefur falið lögmanni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að ganga frá því með formlegum hætti að Jóhann Óli Guð- mundsson skili 170 milljónum króna af nafnverði hlutafjár í Lyfjaverslun sem honum höfðu verið afhentar sem greiðsla upp í kaupverð á Frumafli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjaverslun í tengslum við hálfs- ársuppgjör félagsins sem birt var í gær. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu í júlí síðastliðnum að ákvörðun meirihluta fyrri stjórnar Lyfjaversl- unar um kaup á Frumafli hafi verið ólögmæt. Tap af rekstri félagsins Rekstrarniðurstaða Lyfjaverslun- ar á fyrstu sex mánuðum þessa árs var neikvæð um 32 milljónir króna en á sama tíma í fyrra var hins vegar hagnaður upp á 32 milljónir. „Lyfjaverslun Íslands er að reyna aðbeina athyglinni frá lélegum rekstrarárangri að hlutum, sem ekki hafa neitt með þann árangur að gera,“ sagði Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Frumafls, inntur eftir viðbrögðum sínum við umræddri ákvörðun Lyfjaverslunar Íslands. Lögmanni falið að innheimta hlutafé  Gengistap ástæða/24 Enn deilt um Frumafl innan Lyfjaverslunar LÖGREGLAN í Árnessýslu hand- tók einn mann og lagði hald á 165 lítra af landa og um 900 lítra af gambra, auk suðutækja og annars búnaðar til landaframleiðslu við hús- leit í grennd við Flúðir í gær. Landinn var á milli 40 og 45% að styrkleika og gambrinn á mismun- andi framleiðslustigi en styrkleiki hans var á bilinu 3–10%. Maðurinn, sem var handtekinn, viðurkenndi að hafa staðið að fram- leiðslunni og að hann væri einn við- riðinn málið. Engin skýring fékkst hjá honum á því magni landa og gambra sem hjá honum fannst. Lög- reglan í Árnessýslu hafði haft grun um starfsemina og hafði haft málið til rannsóknar uns látið var til skarar skríða. Hald lagt á hundruð lítra af bruggi HJÖRTUR Jónsson og Ísak Guðjónsson, keppendur í al- þjóðlega rallinu Rally Reykja- vík, féllu úr keppni í gær er þeir veltu bifreið sinni tvisvar, í fyrra skiptið á sérleið um Gunnarsholt, þar sem þessi mynd var tekin. Þeim tókst að gera við bifreiðina í hádegis- hléi en för þeirra endaði ekki vel á Lyngdalsheiðinni þegar þeir veltu bifreið sinni í annað sinn og urðu þar með að hætta keppni. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Impreza bættu við forskot sitt í rallinu í gær og hafa nú rúm- lega þriggja og hálfrar mínútu forskot á Sigurð Braga Guð- mundsson og Rögnvald Pálmason á MG Metro. Morgunblaðið/Gunnlaugur Úr leik eftir veltu  Hjörtur og /B4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.