Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 57 DAGBÓK                         !"     #!$$ Sundfélagið Ægir Innritun iðkenda fer fram laugardaginn 1. september frá kl. 10-14 í Breiðholtslaug við Austurberg. INNRITUN Sund er holl og góð íþrótt FYRIR nokkrum árum vann Hannes Hlífar Stefánsson glæstan sigur á Lost Boys mótinu sem haldið var í Ant- werpen. Mótshaldarar sáu þó ekki ástæðu til að bjóða honum aftur á það en það hefur nú verið flutt til Amst- erdam. Mótið í ár var eins og endranær skipað mjög sterkum skákmönnum. Sig- urvegari mótsins, Loek Van Wely (2695), hafði hvítt gegn landa sínum Friso Nijboer (2551). 31. Bxf5! He8 31... gxf5 gekk ekki upp sökum 32. Hd8+ og hvítur vinnur. Í framhaldinu kemur svartur engum vörnum við. 32. Bd7 h6 33. Bxe8 Bxe8 34. Bxh6 He6+ 35. Kf2 Rc6 36. Bg5 Kf7 37. He1 og svartur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Loek Van Wely 7½ vinning af 9 mögu- legum. 2.-5. Emil Sutovsky, Ivan Sokolov, Jeroen Piket og Jan Timman 6½ v. 2. um- ferð Skákþings Íslands, landsliðsflokks, fer fram 1. september kl. 17:00 í íþrótta- húsinu við Strandgötu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú kemur þér beint að efn- inu og stefnir ótrauður að takmarkinu. Skortur á reglusemi háir þér þó. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Varastu að gera of mikið úr hlutunum. Það veldur bara vonbrigðum, þegar hið sanna kemur í ljós. Láttu ekki van- þakklæti annarra slá þig út af laginu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu þér grein fyrir því að þú nærð engum árangri án fórna og fyrirhafnar. Ef þú ætlar að auðvelda þér alla hluti verður ekkert úr þeim. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki hugfallast, þótt svo virðist sem samstarfsmenn þínir kunni ekki að meta framlag þitt. Það er óaðfinn- anlegt og þinn tími kemur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er auðvelt að hrífast með straumnum og láta hann bera sig. Það skilar hins vegar engu, því atorkan felst í að fara á móti straumnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu ekki að þröngva óraunhæfum hugmyndum þínum upp á vini og vanda- menn. Sambönd eiga að þróast af sjálfu sér en ekki fyrir endalausar kröfur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það krefst mikils að þjóna öðrum og þú ættir ekki að leggja það á þig, nema það sé það sem þú endilega vilt. Þá hefur þú enga afsökun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Svo kann að fara að náinn vin- ur valdi þér þungum von- brigðum í dag. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt þér takist ekki að upp- fylla allar þær kröfur sem til þín eru gerðar, skaltu ekki fyllast af áhyggjum. Í raun eiga aðrir ekki kröfur á þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhvers konar ringulreið leggst yfir umhverfi þitt í dag og þú átt fullt í fangi með að hafa þitt á hreinu. Sýndu sjálfstæði styrk og þolin- mæði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Farðu þér hægt í skuldbind- ingum í dag og reyndar ættir þú að fresta öllu sem ekki þarf nauðsynlega að afgreiða á stundinni. Treystu á innsæi þitt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vinátta er dýrmæt svo þú mátt ekkert gera sem spillir henni. En um leið þarftu að hafa augun opin og muna að vinur er sá er til vamms segir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gættu orða þinna í samskipt- um við samstarfsmenn þína í dag. Einhver þeirra er ekki heiðarlegur í þinn garð og þú þarft að finna út hver það er. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT Í FORNÖLD Á JÖRÐU Í fornöld á jörðu var frækorni sáð, það fæstum var kunnugt, en sumstaðar smáð. Það frækorn var guðsríki, í fyrstunni smátt, en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt. Þá dundu yfir stormar og hretviðrin hörð, og haglél og eldingar geisuðu um jörð. Það nístist af frosti, það funaði af glóð, en frjóvgaður vísir þó óskemmdur stóð. Og frækornið smáa varð feiknar stórt tré. Þar fá mátti lífsins í stormunum hlé. Það breiddi sitt lim yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústað, á dáinna gröf. Í skjóli þess þjóðirnar þreyta sitt skeið og þreyttur fær hressing á erfiðri leið, í skjóli þess hrakinn og vesall fær vörn, þar velja sér athvarf hin saklausu börn. – – – Valdimar Briem Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. sept- ember, er níræð Rósa Páls- dóttir frá Bjargi, nú til heimilis að Dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd. Eig- inmaður hennar var Bjarni Jóhann Jóhannsson sem lést 1971. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 2. september, verður sjötugur Ársæll Egilsson, skipstjóri, Hamraborg, Tálknafirði. Eiginkona hans er Jóhanna Guð- mundsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. sept- ember, verður sextug Conny Hansen, Torfufelli 11, Reykjavík. Hún og eig- inmaður hennar, Baldur Sveinn Scheving, verða að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 2. september, er fimm- tugur Snorri Guðmundsson, Fjarðarseli 7, Reykjavík. Af því tilefni taka hann og eig- inkona hans, Lilja Jónsdótt- ir, á móti ættingjum og vin- um á morgun, sunnudag, kl. 17–19 í félagsheimili Vals að Hlíðarenda í Reykjavík. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. sept- ember, verður sjötug Beta Guðrún Hannesdóttir, Hamrabergi 7, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Björnsson. Í tilefni þessa taka þau á móti ættingjum og vinum í dag eftir kl. 15 á heimili sínu, Hamrabergi 7. ÞÚ ert í vestur og heldur á 10 háspilapunktum. Makker þinn hefur opnað á 15–17 punkta grandi, en samt hafa mótherjarnir göslast upp í fjóra spaða. Þetta er ósvífni og þeir verða látnir blæða. Norður ♠ ÁG876 ♥ 8 ♦ 4 ♣ 1087652 Vestur ♠ 4 ♥ KD1095 ♦ K976 ♣ D43 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 grand 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Þú trompar út, enda ljóst að NS fá varla marga slagi til hliðar við spaðann. Því er um að gera að fella saman trompin þeirra. Sagnhafi tekur á spaðaás, spilar tígli á ás og … Hafirðu einhverjar athugasemdir er þetta rétti tíminn til að koma þeim á framfæri. Norður ♠ ÁG876 ♥ 8 ♦ 4 ♣ 1087652 Vestur Austur ♠ 4 ♠ K5 ♥ KD1095 ♥ Á76 ♦ K976 ♦ D1082 ♣ D43 ♣ ÁKG9 Suður ♠ D10932 ♥ G542 ♦ ÁG53 ♣ -- Tígulkóngurinn þinn verð- ur að fara undir ásinn! Ef ekki, gerist þetta: Sagnhafi trompar tígul, trompar lauf, trompar tígul og enn lauf. Spilar svo tígulgosa og hend- ir hjarta! Þú færð á kónginn og getur ekki trompað út. Sagnhafi nær því að trompa á víxl og fær samtals níu slagi á spaða og einn á tígulás. Brids er einfalt spil.            NYTJAJURTAGARÐURINN í Grasagarði Reykjavíkur var opnaður sumarið 2000. Á hverju vori eru ræktaðar ýms- ar tegundir nytjajurta sem gefa sýnishorn af því sem hægt er að rækta hér á landi. Nytjajurtir eru jurtir sem nýttar eru af manninum svo sem til matar, sem krydd, til lækninga eða sem fóðurjurtir fyrir skepnur. Í dag, laugardaginn 1. sept- ember kl. 10, verða matjurtir teknar upp úr nytjajurtagarð- inum. Boðið verður upp á að bragða á krydd- og matjurtum og gestum gefst tækifæri á að fræðast um ræktun, umhriðu og geymslu þeirra. Dagskrána annast Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður og Auður Jóns- dóttir garðyrkjufræðingur. Mæting er við lystihúsið í Grasagarðinum. Uppskeru- hátíð í Grasa- garðinum FRÉTTIR FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Prestahnúk og í Þór- isdal á morgun, sunnudag. Þetta er áætluð um 4 – 6 tíma ganga og 600 m hækkun. Fararstjóri er Jóhannes Eggertsson. Verð er 2.800 kr. en 2.500 kr. fyrir félaga FÍ. Brottför verður frá BSÍ kl. 8 með viðkomu í Mörkinni 6. Ferð á Prestahnúk og Þórisdal SVAVAR Gestsson sendiherra af- henti á fimmtudainn, 30. ágúst sl., Karli Gústafi XVI Svíakonungi trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Svíþjóð. Afhenti trúnaðarbréf MÁNUDAGINN 3. september, kl. 20 verður kynning í Sjálfboðamið- stöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins inna af hendi. Meg- intilgangur kynningarinnar er að afla sjálfboðaliða á öllum aldri í 4-10 tíma á mánuði til þeirra fjölbreyttu verkefna sem unnin eru í þágu mannúðar, enda er sjálfboðastarf undirstaða Rauða kross hreyfingar- innar hér á landi sem um heim allan. Dæmi um verkefni í höndum sjálf- boðaliða eru: heimsóknir til las- burða fólks, sölubúðir, skyndihjálp, símaviðtöl, unglingastarf, handverk, átaksverkefni o.fl. Allir sem vilja vita meira um framlag sjálfboðaliða Rauða krossins til samfélagsins eru velkomnir á kynningarfundinn. Kynning á sjálfboðastarfi Rauða krossins ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.