Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Afmælishátíð SKB Boðnir upp línudansskór Ingibjargar Í DAG verður framhaldið afmælisdagskráStyrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB) sem hófst í gær og lýkur á morgun. Dagskráin í dag hefst klukkan 11 í Fjölskyldugarðinum en þá munu félagar í Fornbíla- klúbbi Íslands bjóða félags- mönnum SKB í ökuferð um borgina. Rósa Guðbjarts- dóttir er framkvæmdstjóri SKB, hún var spurð hvern- ig starfi félagins hefði mið- að á þeim tíu árum sem það hefur starfað. „Helsta hlutverk þessa félags hefur verið að styðja fjárhagslega og félagslega við bakið á fjölskyldum þeirra barna sem greinast með krabbamein, innan sjúkrahúsa sem utan. Grundvöllur neyðarsjóðs sem félagið starfrækir var lagður árið 1993 í stórri lands- söfnun á Stöð 2. Félagið hefur líka beitt sér fyrir réttindabaráttu félagsmanna og það sem hefur áunnist á þessum árum er að það hafa verið rýmkaðar reglur um umönnunarbætur og réttur fjöl- skyldnanna vegna ferðakostnaður innanlands sem utanlands hefur verið bættur. Þetta gildir fyrir fólk sem t.d. kemur til Reykjavíkur ut- an af landi með börn sín í meðferð og þegar leita þarf út fyrir land- steinanna eftir aukinni læknisað- stoð. Það er einnig ýmislegt annað sem við erum að berjast fyrir sem er styttra á veg komið. Þá er efst í huga réttur foreldra langveikra barna til launaðs leyfis vegna veik- inda krabbameinssjúkra barna – en nú er rétturinn 7 til 10 dagar og erum við þar langt á eftir t.d. Norð- urlöndunum. Einnig er mjög mik- ilvægt að komið verði á sálrænni aðstoð inni á spítölunum fyrir börn og aðstandendur þegar barn grein- ist með krabbamein. Félagið legg- ur mikla áherslu á að eftirlit verði aukið með þeim börnum sem lifa krabbamein af því að mörgum ár- um eftir að krabbameinsmeðferð lýkur geta alls kyns alvarlegar af- leiðingar komið í ljós, líkamlegar, andlegar og félagslegar.“ – Hvað gerist á hátíðinni? „Í gær byrjaði hátíðin á að opn- uð var afmælissýning í Kringlunni þar sem saga og starfsemi SKB er sett upp í máli og myndum og stendur sú sýning til 9. september. Einnig eru þar sýndar myndir eftir börn innan félagsins, þar sem þau tjá minningar sínar frá sjúkrahúss- vistinni. Í dag ætla félagsmenn, auk þess að aka með Fornbíla- klúbbi, að skemmta sér saman í Fjölskyldugarðinum. Þangað munu Solla stirða og Maggi mjói úr Latabæ koma í heimsókn. Dag- skránni lýkur á því að SAM-bíóin bjóða félagsmönnum á nýja fjöl- skyldumynd. Á morgun ætlum við að bjóða félagsmönnum og velunn- urum til kaffisamsætis í Súlnasal Hótel Sögu klukkan 15, þar munu forseti Ís- lands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, séra Pálmi Matthíasson og Benedikt Axelsson, for- maður SKB, flytja ávörp. Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg skemmta börnunum með söng og gítarspili og klukkan 16.30 hefst uppboð til styrktar SKB, þar mun Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, bjóða upp línudansskó sína og Selma Björnsdóttir söngkona skóna sem hún kom fram í á Evrópusöngva- keppninni árið 1999. Hörður Magnússon knattspyrnumaður býður upp fótboltatreyjuna sína. Öllum er frjálst að koma og bjóða í þessa hluti, félaginu til styrktar. Dagskránni lýkur með því að Jó- hann Örn dansari skemmtir börn- um á öllum aldri.“ – Eru margir félagsmenn í SKB? „Það eru fjölskyldur um 170 barna sem greinst hafa með krabbamein. Auk þeirrar aðstoðar sem félagið leggur til á meðan meðferð barna stendur yfir er tals- vert félagslíf í gangi. Má þar nefna opin hús í húsnæði SKB á Suður- landsbraut 6, en félagið er að flytja á næstunni að Hlíðarsmára 14. Við höfum einnig haldið útihátíð á hverju ári í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu. Einnig eru jólasamkomur og ýmislegt annað gert til að reyna að gleðja börnin. Unglingahópur er starfandi og Angi, hópur foreldra sem misst hafa börn úr krabba- meini. Félagið hefur greitt undan- farin ár fyrir tíu börn í sumarbúðir Paul Newman á Írlandi, sem eru fyrir langveik börn.“ – Hvernig gengur að halda úti þessum rekstri félagsins? „Það tekst með dyggri aðstoð einstaklinga og fyrirtækja en félagið er algjörlega sjálfstæð ein- ing. Félagið á tvær íbúðir í Reykja- vík sem nýtast foreldrum allra langveikra barna og rekur einnig hvíldar- heimili á Flúðum. „Við fáum reglulega til okkar lækna til að skýra frá því nýjasta sem er að gerast á þessu sviði og stundum hafa komið til okkar félagsráðgjafar, sálfræðingar og prestar sem hafa flutt fróðleg er- indi. Fólk heldur mikilli tryggð við þetta félag, líka þeir sem misst hafa börn. Fólki finnst gott að koma saman og hittast, bæði til að gera sér glaðan dag og ræða þessa sameiginlegu reynslu.“ Rósa Guðbjartsdóttir  Rósa Guðbjartsdóttir fæddist 29. nóvember 1965 í Reykjavík. Hún tók stúdentspróf frá Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og BA-próf í sjórnmála- og fjöl- miðlafræði frá Háskóla Íslands. Hún stundaði nám í almanna- tengslum við háskólann í Tampa í Flórída og hefur starfað við blaðamennsku við DV og frétta- mennsku á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Nú er hún fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Rósa er gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau tvo syni. Helsta hlut- verkið að styðja félags- menn fjár- hagslega og félagslega. GJALD fyrir talningu á íslenskri smámynt í bönkum er mismunandi eftir bankastofnunum og ekki gilda skýrar reglur um hvenær gjald er tekið af fólki sem kemur með upp- safnaða smámynt og óskar eftir að fá henni skipt í seðla heldur er það met- ið eftir magni hverju sinni. Í öllum bönkunum fá viðskiptavinir viðkom- andi banka þjónustuna frítt. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka fer gjaldtaka fyrir taln- ingu myntar mjög eftir aðstæðum. Jafnan sé ekki tekið gjald fyrir taln- ingu myntar þegar um er að ræða einstaklinga með minni háttar fjár- hæðir. Hins vegar er gjald tekið fyrir talningu myntar fyrir verslanir og fyrirtæki enda séu þau ekki að öðru leyti í viðskiptum við bankann og er útseld vinna bankamanns að lág- marki 600 krónur en talning myntar fellur undir lágmarksgjald. Bankinn segir ástæðuna fyrir þessari gjald- töku vera þá að bankinn leggi til starfsmann, rekstur véla og umbúðir sé myntin hólkuð á staðnum. Auk þess komi til kostnaður vegna send- ingar myntar til Seðlabanka Íslands. Í Landsbanka fengust þær upplýs- ingar að gjaldtaka fyrir talningu á smámynt fari eftir því hversu mikið magn er um að ræða og hve mikill tími fer í að telja peningana. Komi fólk með nokkurt magn af mynt og tíma taki að telja hana sé gjald tekið fyrir það samkvæmt útseldri vinnu en lágmarksgjald er 500 krónur, en bankinn skoði þetta eftir því magni sem fólk kemur með hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis er tekið 1.650 króna gjald fyrir taln- ingu á smámynt en almennt séð gildi þetta þó einungis um verslunareig- endur og fólk í fyrirtækjarekstri sem kemur reglulega með smámynt til skipta í bankanum. Bankinn hafi ekki tekið gjald af almenningi í þessum er- indagjörðum. Í Búnaðarbanka er hins vegar eng- in gjaldtaka fyrir talningu smámynt- ar og gildir þá engu hvort um er að ræða viðskiptavini bankans eða ekki. Magn og tími ræður gjaldtöku vegna talningar á smámynt HLUTA af skipsflaki hefur rekið á fjöru við útfall Höfðakvíslar á Mýrdalssandi. Talið er víst að hér sé um að ræða hluta af tvíbytnu Philips-liðsins sem fékk á sig brotsjó um 1300 kílómetra vestur af Írlandi 10. desember í fyrra. Talsverð leit var gerð að skútunni á sínum tíma en hún var metin á um 600 milljónir íslenskra króna. Áhöfnin yfirgaf skútuna er hún varð fyrir skemmdum í óveðri. Tvíbytnan var í reynslusiglingu en ætlunin var að hún tæki þátt í kappsiglingu kringum hnöttinn sem hófst í Barcelona á Spáni um síðustu áramót. Hönnun skútunnar þótti byltingarkennd og var hún stærsta tvíbytna sem smíðuð hafði verið til keppnissiglinga. Skips- skrokkarnir voru hvor um sig tæp- ir 40 metrar á lengd. Í lok maí í fyrra fann Lóðsinn í Vestmannaeyjum stórt rekald austur af eyjunum og reyndist það vera annar hluti tvíbytnu Philips- liðsins. Var flakið dregið inn til hafnar í Vestmannaeyjum. Þá fannst um 15 metra langur hlutur, sem talinn er vera úr kili skút- unnar, út af Hornafjarðarósi í vor. Hluturinn var dreginn inn til Hafnar í Hornafirði. Síðastliðinn sunnudag fannst 10– 15 metra langur hluti úr flaki skútunnar. Að sögn lögreglunnar í Vík gerði ferðamaður lögreglu viðvart um að hlutur væri á reki við Höfðafjöru. Lögregla taldi fyrst að um flugvélarvæng væri að ræða. Þyrla frá Landhelgisgæsl- unni var kölluð á staðinn og stað- festi Thorben Lund, sigmaður á TF SIF, að menn teldu þetta hluta af flaki tvíbytnunnar sem fórst vestur af Írlandi. Thorben sagðist fyrst hafa komið auga á flakið 8. júní s.l. þar sem það rak á svip- uðum slóðum. Hann sagði flakið merkt auglýs- endum en að öðru leyti væri erfitt að átta sig á hvaða hluta skipsins væri um að ræða. Líklegast þykir að þetta sé hluti af kilinum eða mastri. Að sögn lögreglunnar í Vík hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort flakið verður fjarlægt. Hluta flaks Philips-liðsins rak á land á Höfðafjöru Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Brakið sem rak á land við útfall Höfðakvíslar á Mýrdalssandi reyndist 72 feta langt. Í baksýn er Hjörleifshöfði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.