Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 31 Hurðarhúnar F.S. Dørrgreb, Englerupvej 128, DK-4100 Ringsted, Danmörk.www.dorgreb.dk Fáið sendan bækling! 1870-1930 ÖNNUR sýning útilistaverkefn- isins „Listamannsins á horninu“ verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16, á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Bandaríski lista- maðurinn Eileen Olivieri Torpey býður gestum og gangandi að njóta með sér vettvangsverksins „Söfnunar“. Verkið fjallar um þrá mannsins til þess að hafa áhrif á og/eða ná valdi yfir náttúrinni, eins og lista- maðurinn segir sjálfur: „Þá nota ég ílát og vatn sem myndlíkingu fyrir hringrás lífsins og bið þá sem fram hjá fara að staldra við og gefa því kyrrlátlega gaum.“ Eileen Olivieri Torpey kláraði masters-gráðu í myndlist frá Rut- gers-háskólanum í New Bruns- wick vorið 2001 og B.A.-gráðu í myndlist frá Lewis og Clark- skólanum í Portland í Oregon fylki 1990 en hún býr nú og starf- ar í New York. Henni hafa hlotn- ast ýmsir styrkir, þeirra á meðal hinn eftirsótti Giza Daniels- Endesha styrkur og nú síðast var henni veittur styrkur frá banda- ríska sendiráðinu á Íslandi til þátt- töku í verkefninu „Listamaðurinn á horninu“ sem styrkt er af menn- ingarborgarsjóði. Eileen Torpey hefur unnið jafnt með skúlptúr, myndband, ljós- myndir og innsetningar en sýning hennar „Söfnun“ stendur í tvær vikur. Morgunblaðið/Arnaldur Eileen Olivieri Torpey vinnur að sýningu sinni í garðinum. Hringrás lífsins gefinn gaumur SJÓNRÆNT barnaleikhús frá Litháen, Vaivoryksté, verður í Nor- ræna húsinu í dag, laugardag, kl. 13– 14. Sýningin er ætluð ungum börnum en Vaivoryksté er litháska og þýðir regnbogi. Litríkar verur tala, hreyfa sig, syngja, dansa og breyta um stærð og skipta um lit. Bak við glugga með lituðu gleri skapa leikararnir A. Butvilas, P. Mendeika og S. Berno- taite með röddum og plastbrúðum tugi persóna en leikhúsið nálgast mjög tækni teiknimyndanna. Sýningarnar eru á íslensku, textinn er stuttur þar sem lifandi hreyfingar og atvik eru aðalatriðið og tónlist sem er sérstaklega samin fyrir leikhúsið. Sýningin tekur 30–50 mínútur. Aðgangur er ókeypis. Sjónrænt barnaleik- hús á ferð TORFI Jónsson opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardag kl. 16. Torfi er fædd- ur 2. apríl 1935 á Eyrarbakka. Hann lauk námi við listaháskólann í Ham- borg 1962. Torfi hefur tekið þátt í fjölda sýn- inga bæði innanlands og utan. Þessi sýning sýnir kalligrafíu og vatnslitaverk sem unnin eru á rísp- appír (japanskan pappír). Listhús Ófeigs er opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga kl. 11– 16.00. Sýningin stendur til 19. sept- ember. Kalligrafía hjá Ófeigi BJARNI Jónsson listmálari sýnir um þessar mundir verk sín í veit- ingahúsinu Svörtuloftum á Hellis- sandi. Þar gefur m.a. að líta myndir frá Snæfellsnesi, fantasíur, heim- ilidamyndir, þjóðlífsmyndir o.fl. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga og tekið þátt í sýningum erlendis. Bjarni Jónsson á Svörtuloftum ♦ ♦ ♦ LISTIR „HÉR myndast oft skemmtileg stemmning, viss fastakúnnahópur mætir alltaf með körfur undir hend- inni svo þetta er alveg eins og í út- löndum,“ segir Jón Jóhannsson, glerlistamaður, sem búsettur er í Frakklandi á veturna, en kemur til Íslands á sumrin til að starfrækja grænmetismarkaðinn á Mosskógum í Mosfellsdal, og anda að sér ferska loftinu eins og hann segir sjálfur. „Við nágrannarnir seljum það sem vex í görðunum hverju sinni og kem- ur hver með sína framleiðslu. Úr mínum garði seljum við meðal ann- ars sex tegundir af salati, rófur blómkál og kryddjurtir og geta gest- ir jafnvel fengið að tína það sjálfir úr garðinum ef þeir vilja. Svo kemur Diddú alltaf með nýlagaðar ítalskar tómata- og pestósósur og Sveinbjörn Jóhannesson frá Heiðarbæ með ný- veiddan silung úr Þingvallavatni.“ Markaðurinn hefur verið starfrækt- ur í fjögur sumur og segir Jón hug- myndina hafa kviknað hjá nokkrum félögum sem fannst vanta slíkan markað í verslunarflóru Íslendinga. Hann er opinn á laugardögum frá klukkan 13-18 og verður starfræktur fram í miðjan september eða eins og veður leyfir. „Yfirleitt náum við sjö helgum á ári. Þegar grænmetið loks- ins kemur er mikill hraði í vextinum, til dæmis voru á mánudaginn komnir sextíu blómkálshausar á plönturnar í staðinn fyrir þá sem ég hafði skorið af laugardaginn á undan.“ Spilar harmonikkutónlist og djass „Hér er sérstaklega gaman þegar veður er gott,“ segir Kristín Björg Gunnarsdóttir, sem starfrækir grænmetismarkað við garðyrkju- miðstöðina Lund við Vesturlands- veg, sem opinn er miðvikudaga til föstudaga frá 15-18 og um helgar frá 12-18. Þar er ýmiss konar grænmeti í boði, m.a. alls kyns salat, kartöflur, kál og kryddjurtir og nokkrar ávaxtategundir eins og plómur, blá- ber og ferskjur. Hún segir hug- myndina vera að fá handverksfólk í lið með sér og að vonandi verði fljót- lega farið að selja handverksmuni á markaðnum. Kristín segir hugmyndina að markaðnum upprunna í Bandaríkj- unum þar sem hún ólst upp, en tekur fram að grænmetið sem hún selur sé allt íslenskt. „Ég hef mjög gaman af þessu og finnst sérstaklega skemmtilegt að fá fólk hingað sem gefur sér tíma til að slappa af, setjast niður og spjalla. Ég spila gjarnan harmonikkutónlist eða jazz og hér er alltaf kaffi á könnunni.“ Morgunblaðið/Billi Grænmetismarkaðirnir verða starfræktir fram í miðjan september. Ýmiss konar góðgæti er á boðstólnum á Mosskógum. Margt gómsætt í boði á græn- metismörkuðum Á þessum árstíma leggja margir leið sína á grænmetismarkaðina í Mosfellsdalnum og við Vesturlandsveg því þar fæst meðal annars ferskt íslenskt græn- meti, sósur og silungur. Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir Blómkál ásamt ýmsu öðru grænmeti má finna á markað- inum í Mosfellsdalnum sem opinn er í dag frá kl. 13 til 18. Á KYNNINGARFUNDI Borgar- leikhússins um vetrarstarfið kynnti Katrín Hall listdansstjóri verkefna- skrá Íslenska dansflokksins. Fyrsta verkefnið er Plan B, nýtt verk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur við tónlist eftir Hall Ingólfsson. Ólöf hefur samið fjölmörg dansverk, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. M.a. hefur Íslenski dansflokkurinn flutt verk Ólafar, Maðurinn er alltaf einn, bæði hér- lendis og erlendis. Plan B var frum- sýnt í Salisbury í Englandi 1. júní 2001. Þá verður frumflutt nýtt verk eft- ir Katrínu Hall við tónlist eftir Pan Sonic og Barry Adamsson, The Hymn of the 7th. Illusion, í flutningi Hljómeykis. Tónverkið er samið að beiðni Til- raunaeldhússins og er samvinnu- verkefni ÍD og Tilraunaeldhússins. Í október verður frumsýnt nýtt verk eftir Láru Stefánsdóttur við tónlist Leifs Þórarinssonar, „Da“ Fantasía fyrir sembal í flutningi Guðrúnar Óskarsdóttur. Er horfi ég í augun þín… Komdu í kvöld… Hvar ertu…? Við gleym- um stund og stað… Komdu og vertu hjá mér… er yfirskrift söng- og danssýningar þar sem „uppáhalds- lögin“ hljóma. Frumsýning er áætl- uð í nóvember á stóra sviðinu. Dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur verða síðan í samstarfi um eina sýningu þar sem flutt verða dansverk eftir Richard Wherlock og Itzik Galili. Wunderbar eftir Richard Wher- lock er samið við tónlist eftir Jo- hann Strauss og Gioacchino Rossini. Richard Wherlock hefur starfað sem listrænn stjórnandi ýmissa dansflokka, m.a. BerlinBallett við Komische Oper í Berlín. Nú í haust verður Richard Wherlock listrænn stjórnandi dansflokksins Ballett Ba- sel í Sviss. Through Nana’s eyes eftir Itzik Galili er samið við tónlist Toms Waits. Itzik Galili er fæddur í Tel Aviv í Ísrael. Hann hefur samið yfir 40 dansverk og starfað við fjölda dansflokka um heim allan. Frumsýning í febrúar á stóra sviðinu. Þá efna Íslenski dansflokkurinn og Listahátíð í Reykjavík til sam- vinnu um nýtt verk upp úr sögu eft- ir Halldór Laxness og er frumsýn- ing fyrirhuguð í maí. Undanfarin ár hefur Íslenski dansflokkurinn vakið athygli er- lendis og hlotið góðar viðtökur. Í september er áætluð ferð til Linz í Austurríki með verkin Mað- urinn er alltaf einn, Elsa og Kraak I. Að sögn Katrínar Hall hefur verið óskað eftir sýningum dansflokksins víða um heim og er verið að vinna úr þeim óskum. Dagskrá Íslenska dansflokksins á komandi vetri Sýnir fjögur ný dansverk í vetur Morgunblaðið/Arnaldur Katrín Hall listdansstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.