Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ D rykkjaframleiðand- inn Vífilfell hefur gefið í skyn í bréfi til foreldra skóla- barna að Manneld- isráð Íslands styðji að íslensk skólabörn drekki Svala þar sem „...mörg börn eru illfáanleg til þess að taka með sér grænmeti og ávexti í skólann, litlar hendur ráða illa við börk og hýði og brauðið subbast út af nið- urskornum appelsínum. Til er lausn á þessu vandamáli, safar og safadrykkir eins og t.d. Svali. Svali er þægileg og handhæg lausn bæði fyrir nemendur og kennara,“ að sögn Vífilfells. Fyr- irtækið hefur matvælafræðing á sínum snærum og í samtali við Morgunblaðið þurfti sá fræð- ingur að verja athæfi fyr- irtækisins og benti á að í Svala væri safi sem jafn- gilti u.þ.b. einni appelsínu og kallaði hann Svala einnig hollan drykk, til þess fallinn að auka neyslu barna á fæðu úr ávaxtaflokkinum. Egils appelsín mun seint teljast hollur drykkur, en ku innihalda einhvern ávaxtasafa. Mega for- eldrar skólabarna búast við svip- aðri vitleysu frá Ölgerðinni og barst frá Vífilfelli? Sultugerðir munu e.t.v. ota sinni vöru að for- eldrum með þessum hætti til að auka neyslu skólabarna á fæðu úr ávaxtaflokknum? Skólarnir þurfa svo kannski að koma sér upp frystikistu í hverri stofu til að börnin geti tekið með sér ávaxta- frostpinna að heiman, samkvæmt ráði einhverrar ísgerðarinnar? Matvælafræðingur Vífilfells benti á að ekki mætti fara einstigi í þessu máli. Aukin sykurneysla íslenskra barna væri ekki ein- göngu vegna sykraðra ávaxta- drykkja, heldur einnig vegna sykraðra mjólkurvara. Þetta er að vísu rétt ábending, en réttlætir ekki skrif Vífilfells. Raunin er þó sú að það sem íslensk börn borða oft fyrrihluta dags sem und- irstöðu, er sykrað morgunkorn, sykraðar mjólkurvörur og sykr- aðir ávaxtadrykkir. Í þeim óteljandi tegundum af morgunverðarmjólkurvörum á ís- lenskum matvörumarkaði er það aðeins skyr, súrmjólk og hrein jógúrt sem ekki er bætt sykri. Í örfáum tilvikum er sykurinn skertur og tilbúin sætuefni notuð til að ná fram því sæta bragði sem íslensk börn eru orðin vön og krefjast. Hér verður ekki haldið áfram predikunum um berstrípað hæg- fæði eða seinmeti eins og mér barst ábending um að kalla and- stæðu skyndibitans. Því ætla ég ekki að reka áróður fyrir því að strípa mjólkurmarkaðinn og hafa þar aðeins mjólk, rjóma, mysu og skyr, ásamt undanrennu og súr- mjólk, líkt og einhver íhaldsmað- urinn áleit að brauðmarkaðurinn væri best kominn með rúgbrauði, heilveitibrauði, franskbrauði og normalbrauði eins og í gamla daga. Það er ekki leiðin. Hins vegar væri fær leið að huga að börn- unum og því sem fyrir þeim er haft í litskrúðugum kæliskápum matvöruverslananna. Engja- þykkni með 17 grömmum af sykri í hverjum 100 grömmum? Hrís- mjólk með 20 g í 100 g? Þá er skárri kostur óskajógúrt, þó með 11 g, léttjógúrt með sætuefni og mjólkursykri eða léttjógúrt án sætuefnis með 13 g af sykri. Eða bara hrein jógúrt með ferskum ávöxtum að eigin vali. Nú er það svo að íslenskir neyt- endur þurfa að leggjast í rann- sóknarvinnu til að finna hollar mjólkurvörur sem henta þeim og börnunum þeirra, innihalda kalk og D-vítamín, eru sykurlitlar, og eftir því sem við á fitulitlar. Þegar um 15 g af kolvetni eru í hverjum 100 g af mjólkurvöru má reikna með að um 4 g séu náttúrulegur mjólkursykur en afgangurinn við- bættur sykur. En við höldum áfram að raða sykruðum mjólk- urvörum, sykruðu mjólkurkorni og sykruðum ávaxtasafa í inn- kaupakörfurnar og bera á morg- unverðarborð. Það gefur augaleið að þetta mun hafa áhrif á almennt heilsufar þjóðarinnar, holdafar og tannheilsu. Markaðssetning á mjólk- urvörum er mikið á þann veg að þær séu fitulitlar, sem hentar flestum fullorðnum, en hið óheyri- lega sykurmagn í hverri dollu hentar hvorki börnum né full- orðnum. Íslensk börn hafa vanist miklu sykurmagni í fæðunni og er svo komið að 15 ára börn neyta að meðaltali um 100 gramma af sykri á dag en það jafngildir 44 syk- urmolum. Samkvæmt nýrri rann- sókn neyta tveggja ára börn 32 gramma af sykri á dag og ljóst að sykurneysla íslenskra barna byrj- ar snemma og eykst ár frá ári. Yfir kókópöffsáti Íslendinga standa margir agndofa og þarf það ekki að koma á óvart. Fólk sem lítur kókópöffs sömu augum og hafragraut í staðinn fyrir að leggja kúlurnar að jöfnu við Nóa- kropp á sér varla viðreisnar von eða hvað? Hvað með hugarfars- breytingu í þessum efnum, börn- unum og fullorðnum til hagsbóta? Börnin fylla nú upp í orkuþörf sína með sykraðri fæðu á öllum vígstöðvum, en fá nauðsynleg næringarefni af skornum skammti. Þetta gerir þau slöpp og einbeitingarlítil, viðkvæmari og feitari. Flestir reyna að halda í nammidag einu sinni í viku en halda þess á milli í reglur um til- tölulega hollt fæði. Með því úrvali sem er í íslenskum mat- vörubúðum er það ekki svo auð- velt og ekki allt hollt sem haldið er á lofti sem hollustu. Auðveld- ara er að ná í sykraða fæðu af öllu tagi. Margar af áðurnefndum mjólk- urvörum eiga betur heima innan um búðinga, ís og aðra eftirrétti sem notaðir eru til hátíðabrigða, eins og næringarfræðingar hafa bent á, en ekki innan um mjólk- urvörur sem markaðssettar eru sem nauðsyn á hvers manns morgunverðarborði og kalk- uppspretta í fæðu barna og full- orðinna. Ávaxta- flokkurinn Skólarnir þurfa svo kannski að koma sér upp frystikistu í hverri stofu til að börnin geti tekið með sér ávaxtafrost- pinna að heiman, samkvæmt ráði ein- hverrar ísgerðarinnar? VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is FYRIRTÆKI hafa verið að birta afkomu- tölur þessar vikurnar en segja má að geng- istap, þ.e. gjaldfæring skulda vegna veikingar krónunnar, sé rauður þráður í þessum af- komutölum. Þegar fyrirtæki hafa tekið erlend lán til að fjármagna innlenda sölu hefur ástæðan því miður verið sú að nú- verandi hátt vaxtastig veikir samkeppnis- hæfni innlendra fyrir- tækja gagnvart erlend- um keppinautum sínum. Því fylgir ávallt áhætta og má segja að geng- istöpin í dag séu afleiðing slíkra að- gerða, sem til skemmri tíma veittu ódýrt fjármagn. Áhrif vaxta á rekstrarniðurstöðu Vaxtastig hefur aukist jafnt og þétt hér á landi undanfarin ár. „Áhættulaus“ íslensk ríkisskulda- bréf eru nú með um tvöfalt hærri ávöxtunarkröfu en sambærileg bréf í Bandaríkjunum og evruríkjum, þar sem vextir hafa verið að lækka á sama tímabili. Þetta er slæmt fyrir rekstur fyrirtækja því aukinn vaxta- kostnaður bítur hægt og sígandi hagnað þeirra og til að bæta gráu of- an á svart eykur ávöxtunarkröfu gerða til hlutabréfa, hann. Staðan í dag og þróun undanfarin ár er afar svipuð því vaxtaástandi sem ríkti í Bandaríkjunum. Annað grafið sýnir hvernig hagn- aður fyrirtækja í Bandaríkjunnum, sem hlutfall af veltu, náði lágmarki um 1985 í kjölfar vaxtaástands sem svipar mjög til stöðunnar í dag og þróun undanfarinna ára hérlendis. Lækki vextir hér á landi ekki næstu misserin eru líkur á því að hagnaður fyrirtækja á Íslandi valdi áfram von- brigðum vegna óyfirstíganlegs fjár- magnskostnaðar. Samkvæmt upp- lýsingum frá þjóðhagsstofnun var hagnaður fyrirtækja af vergri landsframleiðslu aðeins um 3,5% árin 1994 til 1997 og, eins og grafið sýnir, er saman- burðurinn við banda- rísk fyrirtæki verðugt umhugsunarefni. Vextir og fjárfest- ingamöguleikar Fyrir u.þ.b. tveimur árum skrifaði ég grein, sem birtist í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins, þar sem ávöxtunar- kröfur ríkisbréfa og hlutabréfa voru bornar saman. Niðurstaða greinar- innar var að íslensk hlutabréf væru ofmetin gagnvart skuldabréfum allt að 50%. Eðlilega ráku sumir upp stór augu enda mikil bjartsýni þá í gangi varðandi framtíðina og vextir virtust vera aukaatriði. Var m.a. bent á sjáv- arútveg sem vænlegan fjárfestingar- kost! Tölurnar tala sínu máli í dag um þá ávöxtun sem íslensk hlutabréf hafa veitt síðan greinin var birt, og er ekki fjarri lagi að skuldabréf hafi veitt ávöxtun umfram hlutabréfum eins og ofmatið á hlutabréf gaf til kynna á þessu tímabili. Menn hafa keppst við að útskýra af hverju afkoman hefur ekki verið betri í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að íslensk hlutabréf voru gróflega ofmetin í mörg ár. Óraunhæfar væntingar um að gríð- arleg hagnaðaraukning væri handan hornsins réðu ríkjum, í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að vaxtalegt umhverfi íslenskra fyrir- tækja gerir þeim það nánast óger- legt að skila hagnaði, hvað þá ásætt- anlegri arðsemi. Líklegt má teljast að verði ekki breyting á núverandi vaxtastefnu muni gengi íslenskra hlutabréfa halda áfram að lækka. Sala ríkisfyrirtækja Á næstkomandi mánuðum ráðger- ir ríkið að selja stóran hluta af eign- um sínum í Landsbanka Íslands og Landssímanum til erlendra fjár- festa. Almenn bjartsýni hefur ríkt um söluna og hækkuðu t.d. hlutabréf Landsbankans tímabundið um rúm- lega 10% í kjölfar tilkynningar um slík söluáform. Núverandi vaxtastig hérlendis á hins vegar eftir að verða þrándur í götu þeirra söluáforma. Miðað við óbreytt ástand þess hljóta skulda- bréf í dag að vera ótvírætt betri fjár- festingarkostur en hlutabréf. Það vekur því athygli að þrátt fyrir öfl- uga kynningu á íslenskum ríkis- skuldabréfum á erlendri grundu hef- ur áhugi þaðan látið á sér standa. Ástæðan er fyrst og fremst sú að flökt krónunnar gerir fjárfestingar á Íslandi fyrir erlenda aðila, jafnvel í ríkisskuldabréfum, áhættusama. Þetta hlýtur að vera umhugsunar- efni fyrir ríkisstjórnina. Ef íslensk ríkisskuldabréf hafa vakið takmark- aðan áhuga erlendra fjárfesta, hver getur áhugi þeirra hugsanlega verið á innlendum fyrirtækjum? Flökt krónunnar og hátt vaxtastig hér á landi gerir það að verkum að erlend- ir aðilar hafa litla ástæðu til þess að sýna áhuga á þeim útboðum sem framundan eru, nema ef gengi hluta- bréfanna sé mun lægra en það er í dag. Nýlegar hækkanir á þaki hús- bréfalána eykur enn frekar á þenslu í landinu. Þessar hækkanir draga tennurnar úr mætti hás vaxtastigs því hér á landi, eins og ég hef áður Í fjötrum árangurs- lausrar vaxtastefnu? Már Wolfgang Mixa Vextir Vaxtabætur verði afnumdar hið fyrsta, segir Már Wolfgang Mixa, til að skapa rými til vaxtalækkana. FYRIRHUGAÐ ál- ver Reyðaráls á Reyð- arfirði hefur orðið til- efni margvíslegra blaðaskrifa. Fjallað hefur verið um málið frá ýmsum sjónarhorn- um, en í grein þessari verður sjónum beint að áhættu eða óvissu þeirri, sem tengist byggingu og rekstri ál- versins. Tilefni skrif- anna eru m.a. greinar sem tveir stjórnar- menn í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins hafa birt, um að álverið sé sérstök áhættufjárfesting, og að um sé að ræða atvinnuþróunarverk- efni fremur en hefðbundna fjárfest- ingu í atvinnulífinu. Meginboðskap- ur greinanna er sá að fjárfesting í álveri sé of áhættumikil til að lífeyr- issjóðum sé stætt á því að koma þar að. Hverjir eru óvissuþættirnir? Í fjárfestingarfræðum jafngildir óvissa áhættu og því verður hér jöfn- um höndum talað um óvissu- eða áhættuþætti. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir helstu óvissuþætti í sam- bandi við byggingu og rekstur álvers á Reyðarfirði. Til samanburðar eru síðan sömu óvissuþættir sýndir þeg- ar um er að ræða kaup á nýju fiski- skipi, en kaup fiskiskipa heyra til al- gengustu fjárfestinga atvinnu- fyrirtækja hérlendis. Plúsmerki er notað sé um að ræða litla áhættu af viðkomandi þætti, en mínusmerki sé áhætta af honum veruleg eða mikil. Sjá töflu. Sé litið á helstu óvissu- eða áhættu- þætti á byggingartíma álvers og fiskiskips sést að þeir eru mjög svipaðir. Í báðum til- vikum er um að ræða þekkta tækni, þ.e. þau fyrirtæki sem taka að sér smíði eða útvegun efnis í viðkomandi framkvæmdir hafa áratuga reynslu af nákvæmlega sams konar verkefnum og það er því ekkert í smíðinni eða byggingunni sjálfri sem ætti að koma á óvart. Vegna þessa geta þau fyrirtæki sem bjóða í verkin gert föst verðtilboð og smíðaverðið er því hægt að áætla með töluverðri vissu. Í báðum tilvik- um er hins vegar um það að ræða að efnið til smíðanna og helstu tæki koma að mestu erlendis frá og því eru smíði fiskiskips og álvers háð gengisáhættu á smíðatímanum. Lækki gengi krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum á smíðatíman- um hækkar kostnaður af smíðinni í krónum. Megináhættuþættir við ál- ver og fiskiskip eru því hinir sömu á byggingartíma. Óvissa á rekstrartíma Þegar byggingartímanum lýkur og rekstur hefst verður samanburð- urinn hins vegar mjög hagstæður ál- verinu. Sé byrjað á framleiðslumagni get- ur útgerðaraðili fiskiskipsins aldrei verið viss um það hvaða magn hann kemur til með að veiða (aðfanga- áhætta). Óvissuþættirnir þar eru margir og lúta m.a. að því hvernig út- hlutaður kvóti breytist milli ára, hvernig aflabrögð eru, sem fer eftir veðri, hafís, hafstraumum o.fl. þátt- um sem útgerðaraðilinn hefur enga stjórn á. Álverið hefur hins vegar langtímasamning um innkaup helstu aðfanga og um sölu afurða og getur því áætlað framleitt magn mjög ná- kvæmlega langt fram í tímann. Þetta gerir það að verkum að álverið getur alltaf keyrt á fullum afköstum meðan afköst fiskiskipsins eru mismikil eftir aðstæðum. Óvissa er hins vegar um verð af- urðanna í báðum tilvikum, sem háð eru markaðsaðstæðum á hvorum markaði fyrir sig. Ál er hins vegar sá Álver er áhættulítil fjárfesting Davíð Björnsson Áhætta Auðvitað, segir Davíð Björnsson, er enginn atvinnurekstur áhættulaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.