Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni, sími 553 2888 ASK Teg. 1182 - Háir og lágir Litir Camel, svartir, brúnir, beige, rautt, rauðbrúnir Primo piano Teg. 7332 Litir Bordo og svartir Zinda Teg. 7117 Litir Bordo, svartir og brúnir Fluxa Teg. 10052 Litir Svartur og hvítur Gardenia Teg. 1385 Litur Svartir Verð 14.990,- Gardenia Teg. 218014 Litur Svartir Fluxa Teg. 10825 Litir Camel og svartir Fluxá Teg. 10834 Litir Brúnir, Camel og svartir Verð 14.990,- Verð 16.900,- Verð 16.800,- Verð 13.700,- Verð 9.990,- Verð 13.700,- Verð 16.990,- i l i, í i Á SÍÐASTLIÐNU vori lögðum við Guðjón A. Kristjánsson fram frumvarp til laga um frestun á gildistöku laga um veiðar smá- báta. Tilgangur þess var að koma í veg fyrir kvótasetningu á þær tegundir fiska sem þorskaflahámarksbát- ar máttu veiða frjálst. Aðallega var hér átt við ýsu og steinbít. Samstaða hinna fögru hljóma Þetta var skilyrt við það að endurskoðunarnefndin væri enn að störfum og ekki tímabært að kvótasetja þessa smábáta eða breyta öðru er lýtur að 23 daga kerfinu eða 40 daga kerfinu. Það er einföld staðreynd veru- leikans að þetta frumvarp kom fram. Við Guðjón vorum og erum sann- færðir um að margir stjórnarsinnar séu sömu skoðunar og við, þótt þeir hafi ekki treyst sér til að fylgja okk- ur að málum í vor, að minnsta kosti ekki op- inberlega. Því er það fagnaðarefni að svo skýr stuðningur sé nú að koma fram við það sem við gerðum þá, sérstaklega hjá Einari Oddi Kristjánssyni. En því miður, nú er 1. sept- ember upp runninn og heldur seint í rassinn gripið að blása í lúðra samstöðu hinna fögr- um hljóma. Já, þess gafst kostur fyrir fáein- um vikum, en það var því miður ekki þegið, er boðað var til sameiginlegs fundar þingmanna Vestfjarðakjördæmis. Það sem blasir nú við eru nauða- samningar margra eigenda smábáta við lánastofnanir, svo sem sparisjóði á Vestfjörðum og ef til vill Byggða- stofnun (vonandi sýnir hún mildi). Það er skýlaus siðferðileg skylda þessara aðila og annarra lánastofn- ana, sem að málinu koma, að koma til móts við þá sem á því þurfa að halda með lækkun vaxta (ný lög um vexti heimila það) og mikilli lengingu lána. Nema þessar stofnanir hafi áhuga á að eignast mikið af smábátum. Nauðasamningar smábátaeigenda Karl V. Matthíasson Nauðasamningar Við blasa, segir Karl V. Matthíasson, nauða- samningar margra eigenda smábáta við lánastofnanir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. ÉG er einn margra tónlistarkennara, sem hrakist hafa frá kennslu sökum slakra kjara. Þó hefur það starf veitt mér ómælda ánægju í gegnum árin, þ.e. vinnan með ungu fólki. Að styðja við bak þeirra og hvetja. Að leiða þau áfram í gegn- um leyndardóma þess að ná árangri. Að geta miðlað áfram þeirri ánægju og lífsfyllingu, sem tónlistin hefur veitt mér frá unga aldri. Það að sjá ár- angur þegar vel geng- ur og jafnvel finna þakklæti og hlý- hug fyrrverandi nemenda. Það hlýjar mér um hjartarætur og margar góðar minningar á ég frá þeim 30 árum sem liðin eru síðan ég hóf minn tónlistarferil, fyrst sem nemandi, síðar kennari og skóla- stjóri. En því miður er ég ekki svo hepp- in að vinna reglulega í Lottóinu eða öðru happdrætti því það virðist vera eina leiðin til að lifa sómasam- legu lífi í þessu starfi. Hvað þá ef maður hefur leyft sér þann munað að eignast fjölskyldu og vill bjóða fjölskyldumeðlimum eitthvað fleira en hugljúfar minningar, því hvorki skilar það mat á borðið né borgar nám þeirra, hvað þá tómstundir. Það var því fyrir rúmu ári að ég tók mér umhugsunarfrest, fékk ársleyfi til að skoða aðra möguleika. En kennslan og allt umstangið sem fylgir togaði. Því varð ég glöð þegar ég frétti að sótt hefði verið um stofnun stöðu aðstoðarstjórnanda á mínum gamla vinnustað. Ég var spurð hvort ekki kæmi til greina að ég kæmi aftur „heim“ ef það gengi eftir. Það var svo eftir margra mán- aða volk í nefnd á veg- um viðkomandi bæjar- yfirvalda að svar kom; samþykkt fyrir stöðu aðstoðarstjórnanda við skólann. Fullur trúnaðartrausts um að vel yrði staðið að mál- um hringdi minn fyrr- um yfirmaður og bauð mér nýja stöðu og bætt kjör. Það ætti reyndar eftir að ganga frá lausum endum, s.s. hver launahækkunin yrði sem að sjálfsögðu fylgdi aukinni ábyrgð og nýjum titli. Síðan leið tíminn og nú, „korteri fyrir skólasetningu“, kom svar frá fulltrúum sveitarstjórnar. Þeirra lokaboð (hærra færu þeir ekki) var eins launaflokks hækkun! Til að skýra út hvað felst í slíkum „rausnarskap“ þá þýðir það fyrir mig hækkun úr rúmlega 120.000 í u.þ.b. 125.000 á mánuði. Til að ná þeim launaflokkum, sem um ræðir, liggur að baki tónlistarkennara- menntun, BA-próf og 18 ára starfs- ferill sem kennari, þar af 7 ár sem skólastjóri. Það fylgdi reyndar með tilboðinu að þar sem enn væri ósamið við tónlistarkennara mætti búast við „ríflegri“ hækkun þar of- an á að loknum kjarasamningum. Lái mér hver sem vill að treysta ekki í blindni á þann ásetning að stefnt sé að því að bæta kjör tónlist- arkennara almennt þar sem sömu aðilar og gerðu mér þetta smánar- boð eiga sæti í samninganefnd sveitarfélaga og ekkert hefur þok- ast þar í samningsátt frá því nóv- ember sl. og himin og haf ber enno í milli deiluaðila. Við hverju er þá að búast?! Því miður er þetta nöturleg- ur raunveruleikinn sem blasir við tónlistarkennurum í dag. Það er því með sárum söknuði að ég kveð starfsvettvang minn og mitt áætlaða ævistarf. Ég sendi hins vegar hugheilar baráttukveðj- ur til þeirra tónlistarkennara, sem enn hafa það þrek og langlundar- geð, sem þarf til að halda áfram þrátt fyrir að traðkað sé á sjálfs- virðingu þeirra. Að hin margra ára þrotlausa vinna við öflun menntun- ar á sviði tónlistar sé svo grátlega lítils virði. Og ekki síður að sá góði árangur, sem sést á blómlegu tón- listar- og menningarlífi hér á landi, skuli í engu þakkaður þeim sem að baki standa, nefnilega tónlistar- kennurum. Nú er mér allri lokið! Kristrún Helga Björnsdóttir Tónlist Sá góði árangur, sem sést á blómlegu tónlist- ar- og menningarlífi hér á landi, segir Kristrún Helga Björns- dóttir, er í engu þakk- aður þeim sem að baki standa, nefnilega tón- listarkennurum. Höfundur er fyrrverandi tónlistarkennari. mbl.is VIÐSKIPTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.