Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Mikkalína MaríaAlexandersdótt- ir fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 18. marz 1914. Hún lést á Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi 29. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar Línu voru Al- exander Jóhannsson sjómaður á Suður- eyri, f. á Eyri í Ön- undarfirði, 31.10. 1892, d. 29.11. 1979, og fyrri kona hans, Berta Guðrún Dan- íelsdóttir frá Vöðlum í Önundar- firði, f. á Sæbóli á Ingjaldssandi 6.8. 1893, d. 31.8. 1916. Seinni kona Alexanders var Margrét Sig- urðardóttir, f. 1900, d. 1943. Al- systir Línu er Kristín, f. 2. apríl 1915, maki Björn Steindórsson, látinn. Hálfsystkini Línu eru: Sig- urður, f. 25. nóvember 1920, maki Kristín Eyjólfsdóttir, látin; Björg- vin, f. 17. september 1923, maki Hrefna Jóhannsdóttir, látin; Guð- munda Berta, f. 11. marz 1926, lát- in, maki Þórir Daníelsson; og Jó- hann, f. 14. október 1934, maki Kristín Antonsdóttir. Lína giftist 1. júní 1941 eftirlifandi eiginmanni sínum Ingólfi Jónssyni, sjómanni, f. á Suðureyri 9. ágúst 1917. Ing- ólfur er sonur Jóns Hálfdans Guð- Björgvini Sveinssyni, f. 20.10. 1966, og eiga þau tvær dætur, Tönju Dís, f. 2.10. 1999, og Camillu Rós, f. 1.8. 2001, c) Halldóra, f. 22.12. 1968, gift Magnúsi Gunnars- syni, f. 18.4. 1966, og eiga þau fjög- ur börn, Jakob Daníel, f. 7.11. 1988, Júlíu, f. 18.12. 1990, Lilju Líf, f. 1.6. 1995, og Enok, f. 3.4. 1997. 3) Arnfríður Ingibjörg, skólaliði í Hafnarfirði, f. 29.9. 1947, gift Pálma E. Adólfssyni, f. 12.2. 1950. Synir þeirra eru a) Þröstur, f. 30.5. 1965, kvæntur Arndísi Magnús- dóttur, f. 21.5. 1967 og eiga þau fjórar dætur, Lindu Björk, f. 29.9. 1986, Andreu Ósk, f. 4.2. 1991, Helgu Rut, f. 3.4. 1995 og Brynju Sif, f. 23. 9. 1998, b) Adólf, f. 11.3. 1971 og c) Ingólfur, f. 8.9. 1981. 4) Hafsteinn, kafari á Ísafirði, f. 20.5. 1950, kvæntur Guðrúnu Kristjönu Kristjánsdóttur, f. 20.6. 1951. Syn- ir þeirra eru: a) Hafþór , f. 12.9. 1970, í sambúð með Ragnheiði Stefánsdóttur, f. 9.8. 1979, og eiga þau einn son, Ingólf Örn, f. 11.5. 2001, b) Róbert, f. 5.1. 1975, kvæntur Guðnýju Erlu Guðnadótt- ur, f. 10.8. 1976, og eiga þau eina dóttur, Elvu Rún, f. 7.5. 2000, og c) Stefán Þór, f. 28.4. 1980. Afkom- endur Línu og Ingólfs eru því 35 talsins. Lína stundaði ýmis störf ásamt húsmóðurstörfum frá giftingu, lengst af í Steinbúð (Garðastíg 4) á Suðureyri. Lína flutti síðan með eiginmanni sínum til Akraness 1984 og átti þau heima þar síðan, fyrst á Hjarðarholti 8, en á Dval- arheimilinu Höfða frá árslokum 1993. Útför Línu fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mundssonar frá Gelti í Súgandafirði og Arn- fríðar Guðmundsdótt- ur frá Laugum. Ing- ólfur og Lína eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jónína Jó- hanna, ljósmóðir á Akranesi, f. 10.4. 1941, gift Ásmundi Ólafssyni, f. 25.11. 1938. Synir þeirra eru: a) Ingólfur Geir Gissurarson, f. 4.12. 1962, kvæntur Mar- gréti Björk Svavars- dóttur, f. 11.12. 1963, og eiga þau þrjár dætur, Jónínu f. 7.11. 1985, Sigurbjörgu Ölmu, f. 1.11. 1990, og Línu Maríu, f. 10.11. 1997, b) Þórður Ásmundsson, f. 28.4. 1968, kvæntur Elínu Gunn- laugu Alfreðsdóttur, f. 28.6. 1970, og eiga þau tvö börn, Stefaníu, f. 19.4. 1994, og Ásmund, f. 4.1. 1996, c) Stefán Orri Ásmundsson, f. 18.3 1971, lést af slysförum 13. 5. 1977. 2) Magnús Daníel, vélstjóri í Kópa- vogi, f. 11.3. 1944, kvæntur Mar- gréti Guðjónsdóttur, f. 27.10. 1944. Börn þeirra eru a) Guðjón, f. 18.8. 1965, kvæntur Bjarnheiði Jane Guðmundsdóttur, f. 30.11. 1965, og eiga þau tvær dætur, Margréti, f. 10.7. 1989, og Guðrúnu Ósk, f. 23.3. 1993, b) Inga María, f. 11.9. 1966, í sambúð með Magnúsi Nú þegar fögru sumri hallar og haustið og vetur ganga í garð kveður elskuleg tengdamóðir mín þennan heim, 87 ára að aldri, og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Árið 1966 varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að eignast hana fyrir tengda- móður. Fyrir einlæga vináttu hennar og fyrir sérstæða nærveru í þau 35 ár sem liðin eru síðan vil ég þakka af heilum hug og fyrir þau samskipti öll, sem aldrei bar skugga á. Það er oft vanmetið hve dýrmætt það er fyrir ungt og oft lítt sjálfbjarga fólk að eiga að góða foreldra og tengdaforeldra, sér í lagi við upphaf búskapar, og þeg- ar eitthvað bjátar á eða sorgin bankar uppá. Lína var hollráð við slíkar aðstæð- ur og einnig hafði hún sérstakt lag á að koma skilaboðum og ráðleggingum til skila á réttan hátt, og svo lítið bar á. Þá var skapferli hennar þannig að flestum leið vel að vera nálægt henni. Maður fylltist óútskýrðri öryggis- kennd í hennar góðu návist; batteríin hlóðust og birta tók að nýju. Eftir erf- iðan vinnudag jafnaðist ekkert á við að leita til hennar eftir jákvæðum styrk og hollráðum. Ung að árum hafði hún hug á að læra hjúkrun en af því námi gat því miður ekki orðið vegna ýmissa ytri aðstæðna. Voru þetta henni nokkur vonbrigði, þótt ekki hafi hún látið þau í ljósi. Ekki er að efa að hjúkrunar- og umönnunarstörf hennar hefðu komið samfélaginu í góðar þarfir. Þrátt fyrir skort á bóknámi hentuðu eðlisþættir hennar einkar vel til þess að hjálpa öðrum og byggja upp allt það sem orðið hafði fyrir hnjaski, því oft er það svo að þeir sem hafa eingöngu brjóst- vitið til að byggja á ásamt heilbrigðri eðlisgreind rata einmitt hina réttu leið. Greindur nærri getur – reyndur veit þó betur, sagði gömul vitur kona. Lína hafði ung sýnt af sér snilld í handverki, en þar var hún jafnvíg á fínt prjón, hekl og útsaum. Hún fékk útrás í þessu listræna fari sínu og má segja að allt léki í höndunum á henni. Það varð henni því mikill missir þegar hún missti sjónina fyrir nokkrum ár- um. En hún lagði ekki upp laupana heldur viðaði að sér hljóðbókum og spilaði í útvarpinu sínu ýmsan þjóð- legan fróðleik og skáldsögur. Einnig blandaði hún mjög geði, bæði við starfsfólk og íbúa Höfða, en hinir já- kvæðu eiginleikar hennar juku á vin- sældir hennar og eignaðist hún marga vini á heimilinu. Þó svo að ýmsir vestfirskir eigin- leikar hafi verið ríkir í fari hennar má segja að hún hafi frekar verið dæmi- gerður heimsborgari, bæði í fram- göngu og fasi, sem og í allri hugsun. Hún beitti málfari sínu þannig að un- un var á að hlusta, og jafnvel kónga- fólk sat ekki betur í stól en hún eða beitti höndum og göngulagi. Við Jónína höfum ekki eingöngu átt þau Ingólf og Línu að góðum foreldr- um og tengdaforeldrum, heldur myndaðist traustur félagsskapur okkar í milli, sem aldrei bar skugga á. Við höfum átt margar góðar stundir í sumarbústaðnum í Svínadal. Einnig höfum við ferðast saman vítt og breitt um landið, bæði um Vestfirði, útí Eyj- ar og hringveginn. Öll þessi ferðalög og aðrar samverustundir hafa skilið eftir fjársjóði sem ekki glatast. Slíkar samverustundir staðfesta að fram- undan sé í raun betra líf með blóm í haga, og sæta langa sumardaga. Fyr- ir þetta allt viljum við þakka á þessari kveðjustund. Blessuð sé minning þín. Þinn einlægur tengdasonur, Ásmundur. Laugardagurinn 29. október síð- astliðinn reyndist ekki alveg sá gleði- dagur sem ég og fjölskylda mín ætl- uðum. Því til stóð að fara uppá Akranes einu sinni sem oftar til að heimsækja bæði foreldra mína sem fengu afhenta nýja íbúð þann dag og einnig að heimsækja ömmu Línu og afa Ingólf, sem við gerðum mjög reglulega. En áður en af því varð þá hafði hún elsku amma mín ákveðið að nú væri rétti tíminn fyrir hana að yf- irgefa þetta jarðlíf og halda til himna- ríkis þar sem henni hefur örugglega verið tekið opnum örmum, enda vand- fundinn sá einstaklingur sem þar ætti frekar heima, að jarðvist lokinni. Þrátt fyrir erfið veikindi bróðurpart æfi sinnar hafði amma náð nokkuð háum aldri eða 87 árum og var heilsa hennar síðustu árin orðin nokkuð bágborin, þó aldrei vildi hún kannast við að eitthvað mikið væri að hjá sér. Hún bar sínar byrðar í kyrrþey og vildi aldrei að fyrir sér væri mikið haft. Undir það síðasta sá hún nánast ekkert og gekk við göngugrind, en alltaf var hugurinn og andinn jafn hreinn og elskulegur. Hjartahlýjan og hugulsemin hjá henni ömmu minni, bæði í minn garð og annarra, var alveg einstök og snart hvern mann sem kynntist henni. Það var hreint unun að koma í heimsókn til ömmu og afa á Höfða og sjá hvernig þau ljómuðu við að heilsa uppá og tala við börnin mín, okkur hjónin og í rauninni alla sem til þeirra komu. Afi og amma bjuggu nær allan sinn aldur á Suðureyri við Súgandafjörð, byggðu þar bú og yndislegt heimili sem nefnt var Steinbúð sem stóð rétt ofan við fjörukambinn og hafði útsýni útá fjörðinn og upp til fjalla. Þau voru búin að vera gift í rúm 60 ár og hjóna- band þeirra var eins og vel rekið einkafyrirtæki sem skilaði ríkulegum arði. Fjögur mannvænleg börn, 12 barnabörn og talsvert af barnabarna- börnum eru komin til sögunnar. Það var mitt stóra lán í lífinu að vera elsta barnabarn þeirra afa og ömmu og var ég fæddur í hjónarúmi þeirra fyrir um 40 árum. Skírður var ég eftir afa og dvaldi hjá þeim í Steinbúðinni fyrstu æviárin auk þess sem ég var þar hvert sumar frammá unglingsár. Mikil var tilhlökkunin hjá mér á hverju vori yfir því að vera að fara til ömmu og afa á Súganda, því þar var maður umvafin ástúð og umhyggju auk þess sem markvisst var unnið að því hjá þeim hjónum að kenna manni hin réttu gildi í lífinu hvort sem var í framkomu eða til vinnu. Minnist ég ennþá hversu gott mér fannst að byrja daginn fyrir vestan á því að fara og heilsa uppá ömmu og Jönu í þvottahúsi frystihússins. Það var ógleymanlegt fyrir ungan dreng að hlusta og horfa stundarkorn á þessar samrýndu og elskulegu konur vinna störf sín. Það var einstakt að vera sumargestur á Súganda í þá daga í kringum 1970-80 og lenti maður í ýmsum ævintýrum. Mikið var dvalið og leikið við sjávarsíðuna og ósjaldan kom maður holdvotur heim eftir að hafa dottið ýmist alveg eða að hluta til í sjóinn. En amma gerði nú ekki veður útaf því og tók öllu með sinni alkunnu ró og jafnaðargeði. Það voru reyndar fleiri barnabörn sem dvöldu hjá ömmu og afa sumarlangt og er ég viss um að þau hafa öðlast sömu reynslu og ég. Amma og afi fluttu á Akranes 1984 og bjuggu þar síðan. Síðustu ár- in á dvalarheimilinu Höfða og býr afi þar nú enn. Alltaf fannst mér jafn ótrúlegt hversu gott minni hún amma hafði. Hún mundi ótrúlega vel hina smæstu atburði sem gerðust og ámargslungnum ættartengslum kunni hún góð skil, vissi ávallt hverra manna þessi og þessi var sem tengd- ust mannlífinu fyrir vestan. Þó heils- an hafi verið farin að bila eins og oft gerist hjá fólki á háum aldri þá var amma alltaf með höfuðið og sálina í lagi og fannst mér enginn munur á því að tala við hana í síma í síðustu viku MIKKALÍNA MARÍA ALEXANDERS- DÓTTIR                                    !     " #         ! " "  #$% " & '! " & ()   " * +,-.+! " "     & #$   " & /  0) & 1$ " & +'2 "     , ,. &+, , ,. !                3 4 35 * 55* .,67 0) $  %  & & '(    )  * !   +     ,& "           #+   & $) * + $ " $$" "    & +  " /  " $$" & $) " ++  & 8 2 " .  & ( ,-.++"       +",. , ,. &+, , ,. !                 ## #(9 5.$$,&+6: 1-0) $  - *"   %    )  . +     /&   +  0   ))  ,-.+(!   " ,.  +",. , ,. &+, , ,. !                 / / $,;< 1-0)   &          # +'  " # 2$"  & ,-.+ $-  "  ,&+  2$"  &   "" " "  " 2$"  & 3 +"   2$"2 "  2 " &   2$"2 " $$" 2$"2 " $3($ & ,. &+$ +,. ! 5 #=#5*>( $)+.;  ?     . +                  %(  +           $$+"!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.