Morgunblaðið - 05.10.2001, Side 62

Morgunblaðið - 05.10.2001, Side 62
FÓLK 62 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ hefur undan- farna mánuði staðið fyrir svoköll- uðu blaðberakapphlaupi, þar sem blaðberar safna stigum. Þeir sem safna flestum stigum og standa sig best í starfi lenda svo í lukkupotti, sem dregið er úr mánaðarlega. Septemberkapphlaupið var tví- sýnt en svo fór að lokum að Leifur Örn Einarsson bar sigur úr býtum og áskotnaðist honum Panasonic- ferðatæki í verðlaun. Auk þess fengu 20 aðrir blaðberar aukavinn- inga, miða fyrir tvo á kvikmyndina American Pie 2. Leifur er fímmtán ára og ber út í Logafold, um fimmtíu blöð. Þetta hefur hann gert í tæplega ár. Í samtali við Morgunblaðið gerði Leifur lítið úr dugnaði sínum og sagðist fá aðstoð við að vakna. „Þetta tekur svona þrjú kortér. Ætli ég vakni ekki svona á bilinu hálffimm til hálfsex.“ Hann neitar því að hann fari snemma að sofa vegna þessa; segist stundum vera „fjögurra tíma maður“. „Þá sefur maður bara á daginn í staðinn,“ segir Leifur að lokum og brosir. Blaðberakapphlaup Morgunblaðsins Morgunblaðið/Þorkell Örn Þórisson áskriftarstjóri ásamt Leifi Einarssyni sigurvegara. Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is ÞEIR sem héldu að tónlistarséníið Jason Pierce hefði flögrað eins hátt og hann mögulega gat á tónleikaplöt- unni síðustu, þar sem hann útsetti eldri verk fyrir risavaxna sinfóníu- hljómsveit og upp- skar magnaðri hljóðveggi en áður hafa heyrst, skjátlaðist hrapallega. Pierce tók sig nefnilega til eftir það, losaði sig við flesta úr gamla hyskinu sem myndaði „hljómsveitina“ og skellti sér í tvö af stærstu og virtustu hljóðverum Bretlands, Air og Abbey Road. Þar sankaði hann að sér her hljóðfæraleikara og hóf að taka upp næstu plötu sem reyndist vera Let it Come Down. Það er erfitt að rökræða við þann sem heldur því fram að verkið sé of- hlaðið og yfirmáta háfleygt. Það er þróun sem unnendur Pierce hljóta að hafa gert sér grein fyrir að myndi eiga sér stað. Maðurinn er og verður vafalítið áfram hátt, hátt upp í skýj- unum. Hitt má deila um hvort Pierce eigi erindi sem erfiði, hvort hann valdi öllu tilstandinu. Svarið er sáraein- falt; já, svo sannarlega. Maðurinn er einfaldlega orðin svo urrandi mikill snillingur þegar að útsetningu og upptökustjórn kemur að unun er hlusta á afrakstur pælinga hans. Það kann einhverjum að þykja undirrit- aður taka full stórt upp í sig þegar hann slengir því fram að Pierce sé farinn að slaga hátt í mann sem á sín- um tíma var umdeildur mjög fyrir að fara sér um of í hljóðverinu, nefni- lega goðsögnina Phil Spector, oft kenndur við „Vegg hljóðsins“. Reyndar kemur upp í hugann plata sem sameinar tvo af augljós- ustu áhrifavöldum Pierce á plötunni, Death of A Ladies Man frá árinu 1977. Plata þar sem Spector komst með puttana í angurværa ljóðatóna Leonards Cohen og gjörsamlega kæfði í „hljóðveggnum“ sínum, að margra mati. Blessunarlega fellur Pierce ekki í þá gryfjuna. Ekki spilla svo lagasmíðarnar á Let it Come Down fyrir en þær eru á köflum meistaralegar, sérstaklega þegar Pierce nær að halda sig fjarri rokkklisjunum sem hann reyndar er fullgjarn á að grípa til. Tónlist Veggur hljóðsins Spiritualized® Let it Come Down BMG/Japis Tónlistarofurhuginn Jason Pierce með þriðju eiginlegu hljóðversskífu Spiritual- ized® og enn eykst metnaðurinn. Skarphéðinn Guðmundsson Lykillag: „Straight and the Narrow“ oroblu@sokkar.is www.sokkar.is skrefi framar Tilboðið gildir einnig í öðrum Lyfju verslunum Kynnum Dolce Vita saumlausan undirfatnað sokkar sokkabuxur í Lyfju Lágmúla í dag, föstudag 5. okt. kl. 13-17 og Lyfju Laugavegi laugardag 6. okt. kl. 13-17 20% afsl. af öllum vörum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.