Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 26
NÝKAUP opnaði á dögunum nýjan heilsu- vörumarkað í verslun sinni í Kringlunni, Lífsins lind. Árni Ingv- arsson framkvæmda- stjóri Nýkaupa var spurður hvort hin nýja verslun myndi leiða til aukinnar verð- samkeppni. Segir Árni að stór hluti vöruúr- valsins sem verslunin hefur til boða komi frá innlendum birgjum sem jafnvel reka heilsuvöruverslanir sjálfir. Helstu birgjarnir eru Bíó-vörur, Heilsa, Heilsuverslun Íslands og Ygg- drasill og segir hann að framtíð- armarkmið í rekstri Lífsins lindar sé sérstaða í vöruvali. „Reksturinn er rétt að fara af stað en markmiðið er að við sköp- um okkur sérstöðu innan tíðar. Mikið og breitt vöruúrval hjá okk- ur hlýtur síðan að leiða til auk- innar samkeppni.“ Árni segir að stór hluti heilsu- vara sé fluttur inn í „mjög litlu magni“, jafnvel í kassavís, sem hafi sín áhrif á vöruverð. „En við höfum trú á því að sala á heilsu- vörum sé vaxandi grein. Með tím- anum viljum við auka innflutning sjálfir og til dæmis kemur til greina að flytja inn lífrænt kjöt, svo sem kjúkling og kalkún og jafnvel semja við inn- lenda framleiðendur um ræktun á nauta- kjöti fyrir okkur,“ seg- ir hann. Sem stendur er hægt að fá lífrænt lambakjöt frá Árdal í Kelduhverfi í Lífsins lind. Árni segir að sú röksemd hafi heyrst gegn rekstri heilsu- vöruverslana í stór- mörkuðum að sér- fræðiþekkingu vanti hjá starfsfólki og að við því hafi verið brugðist með því að ráða rekstrarstjóra sem hefur langa reynslu af slíkri starfsemi. Enn hækka nýrnabaunir Neytendasíðan hefur fengið ábendingar um verðhækkun á þurrkuðum nýrnabaunum og segir Árni að 500 gramma pakki hafi hækkað í janúar á síðasta ári, úr 169 krónum í 219. Hinn 8. nóv- ember síðastliðinn hafi pakkinn síðan hækkað í 252 krónur og sé ástæðan fyrst og fremst kostn- aðarhækkanir. „Meðalsala á nýrnabaunum er 2 pakkar á viku. Hér er því um svokallaða hæg- söluvöru að ræða. Við erum með um 15.000 vöruliði í versluninni og þótt sala á nýrnabaunum sé hæg viljum við hafa þær á boðstólum til þess að þjónusta viðskiptavini.“ Sala á heilsuvörum sögð vaxandi grein NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTA hvert níu ára skólabarn telst of þungt á Íslandi og 5% telj- ast of feit samkvæmt bandarískum skilgreiningum á ofþyngd og offitu. Afleiðingar offitu eru þær sömu hjá börnum og fullorðnum, að viðbætt- um skaðlegum áhrifum á beinvöxt og þroska. Einnig eru börn sem fitna líkleg til þess að verða feit á fullorðinsárum. Á síðasta ári fór fram rannsókn á hópmeðferð fyrir börn og unglinga í Heilsugarði Gauja litla og verða niðurstöðurnar meðal annars til umfjöllunar á ráðstefnu um hreyf- ingu og mataræði í Smárabíói í dag þar sem heilsufar, hollusta og holdafar verður rætt frá ýmsum hliðum. Rannsóknin var í höndum Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, matvæla- og næringafræðings hjá Manneldis- ráði, og var tilgangur hennar að kanna áhrif hópmeðferðar á líkams- ástand, sjálfsmat og líðan of feitra barna og unglinga. Fram kemur að marktækur mun- ur hafi orðið á hlutfalli líkamsfitu í hundraðshlutum frá upphafi til loka námskeiðanna, einnig líkamsfitu í kílóum talið, ummáli upphand- leggja, mittis og mjaðma, hlutfalli milli mittis og mjaðma, sem og lík- amsþyngdarstuðli. Úrtakið miðaðist við öll börn og unglinga á námskeiðum Heilsu- heims ehf. haustið 2000 og vorið 2001 sem ásamt foreldrum veittu upplýst samþykki fyrir því að taka þátt í rannsókninni. Feit börn borða öðruvísi en þau grönnu Samkvæmt erlendum rannsókn- um er mataræði barna sem eru feit frábrugðið mataræði grennri barna. Þau borða meira af tilbúnum skyndiréttum en þau sem grennri eru og jafnframt mikið af feitum mjólkur- og brauðvörum og sæl- gæti. Léttar mjólkurvörur verða sjaldan fyrir valinu og lítil ávaxta- og grænmetisneysla er sérstaklega áberandi. Aðalmarkmið þyngdarstjórnunar hjá börnum er að koma mataræði í eðlilegt horf, koma í veg fyrir löng hreyfingarlaus tímabil, gera hreyf- ingu að eðlilegum hluta dagsins, auka sjálfsöryggi og bæta sjálfs- mat. Þátttakendur voru 75 börn og unglingar, þar af 21 barn í hópi 7–9 ára (15 stúlkur og 6 drengir), 30 börn 10–12 ára (17 stúlkur og 13 drengir) og 24 unglingar 13–18 ára (15 stúlkur og 9 drengir). Stúlkur voru því 47 samanlagt en drengir 28. Börnin voru af tveimur nám- skeiðum, að hausti og vori, en ung- lingar voru einvörðungu með í rannsókninni á vornámskeiði. Al- gengara var að mæður svöruðu for- eldrahluta rannsóknarinnar en feð- ur. Foreldrar fylltu út tíðnilista um eigið mataræði í upphafi og lok námskeiða og börn héldu matar- dagbækur. Eftirfarandi matvæli voru til sérstakrar athugunar; mjólk til drykkjar, sýrðar mjólkurvörur og skyr, ostar, kjöt og kjötálegg, sósur (heitar og kaldar), ávextir og grænmeti, gosdrykkir, kökur, kex, sælgæti og nasl, skyndibitar. Börnin borðuðu sjaldnar kökur, kex, sælgæti og nasl í lok nám- skeiða, eins drukku þau sjaldnar gos. Neysla á grænmeti og ávöxtum jókst hins vegar. Mataræði foreldr- anna tók einnig breytingum til batnaðar og má því áætla að nám- skeiðin komi fjölskyldunni í heild til góða, eins og segir í samantekt. Að sögn benda niðurstöðurnar eindregið til að neysla foreldra á feitum ostum og nýmjólk hafi minnkað meðan á námskeiðinu stóð og að neysla á magurri drykkjar- mjólk og grænmeti og ávöxtum hafi að sama skapi aukist. „Jákvæð tengsl voru á milli ávaxta- og græn- metisneyslu barna og mæðra,“ seg- ir ennfremur í niðurstöðum. Allir aldurshópar svöruðu spurn- ingalistum þar sem meðal annars var spurt um eigið mat á þoli, styrk og liðleika. „Marktækur munur var á svörum um eigið úthald fyrir og eftir námskeiðin. Í upphafi svöruðu 28% þátttakenda að að úthald þeirra væri slæmt og 60% að það væri í meðallagi en enginn sagðist vera með gott úthald. Að námskeið- um loknum töldu 20% sig hafa slæmt úthald, 44% í meðallagi og 24% gott.“ Sjálfsmynd slæm hjá 45% fyrir námskeiðið Foreldrar voru einnig beðnir um að meta sjálfsmynd barna sinna og batnaði hún verulega að mati for- eldra. „Í upphafi töldu 36% foreldra sjálfsmynd barna þeirra góða, 18% í meðallagi og 45% slæma. Að námskeiðunum loknum töldu hins vegar 70% foreldra að sjálfsmynd barnanna væri góð, 15% í meðallagi og aðeins 15% að hún væri enn slæm,“ segir ennfremur í niðurstöð- um. Þá segir loks að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að námskeið af þessu tagi veiti gott aðhald, fræði og skili árangri. Líkaminn léttari og sjálfsmyndin betri &  % $ #     %  %./"    %  &01 2&1   "  %  "  &  "   '(   "  %  "  &  "   '( &  % $ #  &01 2&1  "  #   "  &  "   '(  "  #   "  &  "   '( 5% níu ára skólabarna teljast of feit og sl. vetur var gerð rannsókn á hópmeðferð fyrir of þung börn og unglinga Morgunblaðið/Arnaldur „Sjónvarpsglápi fylgir oft nart og lokkandi auglýsingar geta aukið á neysluna og löngun í mat og sælgæti,“ segir í rannsóknarniðurstöðum. INNFLUTTAR mat- og drykkjar- vörur hafa hækkað um 28,5% á síð- astliðnum 18 mánuðum en gengisfall krónunnar var 26,1% á sama tímabili, segir í Morgunkorni á heimasíðu Kaupþings. „Fjörugar umræður um verð- lagsþróun hafa sprottið upp hér á landi frá því að vísitala neysluverðs birtist á mánudag. Þar vakti óneit- anlega athygli að verðlag hækkaði mun meira en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir og hefur þessi þróun orðið tilefni til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum,“ segir Kaupþing. Síðar segir: „Mikla athygli vakti og að verðhækkanir á mat- og drykkjar- vörum höfðu 0,56% áhrif til hækkun- ar neysluverðs. Þá hefur umræðan um vínberin verið til að æra óstöð- ugan, en í neysluverðsvísitölunni er málið einfalt, gífurleg hækkun á til- tölulega léttvægum hlut getur haft sömu áhrif og lítil breyting á mikils- verðum þætti vísitölunnar.“ Kaupmenn héldu verði stöðugu „…Því hefur hins vegar verið hald- ið fram að matvara hafi hækkað óeðli- lega mikið miðað við skráð gengi krónu. Þegar gengisþróun er skoðuð til eins árs virðist þetta eiga við nokk- ur rök að styðjast, enda hafa innflutt- ar mat- og drykkjarvörur hækkað um 27,7% á síðustu 12 mánuðum á meðan krónan hefur aðeins lækkað um 15,7%. Af þessu mætti draga þá ályktun að kaupmenn hafi séð sér leik á borði og hækkað umfram veikingu krónunnar. Þegar þessi þróun er skoðuð 18 mánuði aftur í tímann kemur allt önn- ur mynd fram. Á þessum tíma hafa allar innfluttar mat- og drykkjarvör- ur hækkað um 28,5%, eða svipað og gengisfall krónunnar yfir sama tíma- bil sem var 26,1%. Þetta er í raun hægt að túlka sem svo að kaupmenn hafi reynt að halda verði stöðugu á síðari helmingi ársins 2000 þegar krónan féll rétt um 10%,“ segir loks í Morgunkorni á heimasíðu Kaup- þings. Verðhækkanir svipaðar gengisþróun síðast- liðna 18 mánuði   )*  +   (  ( ,   (( ( '     ,      - (( ( '     . /" '   ( ) " - ((     0  ' (1/ 2*  3/ 41( 5 41( 3 4 566 '(%6 )("6 )('6 &( 6 #$($6 )(&6 !(6 &($6 %(!6 '()6 '()6 "('6 7586 9:546 &( 6 '()6 )('6 #(&6 #&(6 $(%6 *("6 $(6 (!6 &("6 &()6 #(%6 4 566 7$6 76 786 $786 #76 76 $7#6 $7$6 #7$6 #7&6  7 6 76  7 6 #+  &+  9 " "(     ! 2   : ;4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.