Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!! www.atv.is – Skeifunni 17 Afritunarhugbúnaður ÞESSAR litríku hnátur komust sannarlega á flug er þær róluðu sér í frímínútum í Austurbæjarskóla í gær. Án nokkurs vafa hafa þær mætt endurnærðar í næsta tíma, til- búnar til frekari lærdóms. Morgunblaðið/RAX Á flugi í frímínútum EFTIRLITSNEFND með fjármál- um sveitarfélaga hefur aðvarað 31 sveitarfélag vegna slæmrar fjár- hagslegrar stöðu á árinu 2000. Er þetta ellefu sveitarfélögum fleira en fengu hliðstætt bréf fyrir ári. Borgarbyggð, Húsavíkurbær og Fjarðabyggð eru meðal þeirra sveitarfélaga sem nú fá bréf í fyrsta skipti en stóru sveitarfélögin á Vestfjörðum sleppa. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur það hlutverk að gera árlega athugun á fjárhags- stöðu sveitarfélaganna. Athugunin nú er önnur í röðinni og byggist á niðurstöðum ársreikninga ársins 2000 og fjárhagsáætlun fyrir 2001. Einkum eru skoðaðar ýmsar lykil- tölur í rekstri. Ef þær standast ekki viðmið sem nefndin hefur ákveðið eru sveitarfélögin aðvöruð og óskað eftir svörum um það hvernig þróunin hafi verið á síðasta ári og hvernig sveitarstjórnirnar hyggist bregðast við fjárhagsvand- anum. Að þessu sinni er talin ástæða til að aðvara 31 sveitarfélag en í fyrra fengu 20 sambærilegt bréf. Af þessu 31 sveitarfélagi voru 11 einn- ig á listanum á síðasta ári. Hafa því níu sveitarfélög náð að komast út úr fjárhagsvanda, samkvæmt mæli- kvarða nefndarinnar, en 20 komist í vanda. Meðal þeirra sem hafa bætt sig svona mikið eru Ísafjörður, Bol- ungarvík, Vesturbyggð, Akranes, Stykkishólmur og Austur-Hérað. Meðal þeirra sveitarfélaga/staða sem bætast við eru hins vegar nokkur meðalstór sveitarfélög, svo sem Bessastaðahreppur, Sand- gerði, Borgarbyggð, Skagaströnd, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Fjarðabyggð og Hella. Aðrir á listanum nú eru Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Vatnsleysuströnd, Leirár- og Melahreppur, Borgar- fjarðarsveit, Snæfellsbær, Saur- bæjarhreppur, Kirkjubólshreppur, Skagafjörður, Torfalækjarhreppur, Blönduós, Ólafsfjörður, Aðaldæla- hreppur, Vestmannaeyjar, Villinga- holtshreppur, Biskupstungur, Hval- fjarðarströnd, Eyja- og Miklaholts- hreppur, Fellahreppur og Laugar- dalshreppur. Sveitarstjórnirnar hafa tveggja mánaða frest til að svara bréfi nefndarinnar. Aðvara 31 sveitarfélag vegna fjárhagsvanda  Fjárhagsstaða bæjarsjóðs/18 Tuttugu ný vandamál hafa bæst við frá síðasta ári HEILDARINNFLUTNINGUR á áfengi til landsins nær tvöfaldaðist á tímabilinu frá 1990 til 2000 sam- kvæmt innflutningstölum Hagstofu Íslands. Árið 1990 voru samtals fluttar 2.567.540 lítrar til landsins af áfengi en tíu árum seinna eða árið 2000 nam innflutningurinn 4.849.999 lítrum skv. upplýsingum Hagstof- unnar. Cif-verð innflutts áfengis á árinu 1990 var um 625 milljónir kr. en 976 millj. kr. árið 2000. Heild- arsala ÁTVR á áfengi í fyrra, að meðtöldum bjór, jókst um 7,33% í lítrum talið á milli ára, skv. sölutöl- um ÁTVR. Mælt í alkóhóllítrum nam neyslan 1.092 milljónum lítra samanborið við 1.027 milljónir lítra árið 2000 og er það aukning um 6,43%. Samdráttur í tóbakssölu Sala á vindlingum dróst saman um 2,9% milli ára, á reyktóbaki um 4,7% og á vindlum um 1,8%. Veru- leg aukning varð í sölu á léttvínum, sala á rauðvíni jókst um 19,1% milli ára og sala á hvítvíni jókst um 17,7%. Sala á bjór jókst um rúm 6,5% milli ára í 10,3 milljónir lítra. Sala á viskíi jókst um 1,3%, sala á brenni- víni og vodka stóð því sem næst í stað en sala á rommi dróst saman um 4,15% og sala á snöfsum um 5,5%. Innflutningur áfengis tvöfaldast á 10 árum KVIKMYNDASJÓÐUR Ís- lands veitti í gær vilyrði fyrir 180 milljónum króna til fram- leiðslu kvikmynda árið 2003 og úthlutaði 196 milljónum til kvikmyndagerðar á árinu 2002. Vilyrði fyrir hæstu styrkjun- um á næsta ári hlutu fimm verkefni. Sögn ehf. hlaut 47,5 milljónir til framleiðslu á kvik- myndinni Sögu í leikstjórn Baltasars Kormáks, Íslenska kvikmyndasamsteypan hlaut 40 milljónir til framleiðslu á myndinni Sólon Íslandus í leik- stjórn Margrétar Rúnar Guð- mundsdóttur, Kvikmyndafé- lagið Dís fékk 30 milljónir til að framleiða myndina Dís í leik- stjórn Kristófers Dignus, Ís- lenska kvikmyndasamsteypan fékk 30 milljónir til framleiðslu myndarinnar Skari Skrípó í leikstjórn Óskars Jónassonar og Saga film hlaut 25 milljónir til framleiðslu myndarinnar Draumur í dós í leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar. Kvikmyndasjóður Fimm verkefni hlutu hæstu styrkina  Sjö myndir/28 NÝTING á hótelherbergjum í Reykjavík minnkaði í fyrra frá árinu á undan úr 71% nýtingu í 69% nýt- ingu. Hins vegar jókst nýting á her- bergjum fyrir utan Reykjavík alla mánuði ársins 2001, nema í nóvem- ber, og hækkaði meðalnýting um 3% á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Talsverð aukning varð í her- bergjanýtingu í Reykjavík á fyrstu mánuðum ársins í fyrra en samdrátt- ur gerði strax vart við sig í apríl og var viðvarandi út árið, nema í desem- ber sem var svipaður og árið áður. Meðalverð hækkaði á hótelum í Reykjavík um 7% en á landsbyggð- inni hækkaði verðið um 8,5%. Með- alverð á landsbyggðinni er að jafnaði 1.000 krónum lægra en í Reykjavík. Mikill munur er þó á milli hótela ut- an Reykjavíkur, t.d. minnkar með- alnýting á landsbyggðinni um 9% ef hótel á Akureyri og í Keflavík eru tekin frá, segir í fréttatilkynning- unni. Þar kemur einnig fram að bókana- staða á hótelum og í flugi virðist svipuð nú og fyrir ári og ljóst virðist að fækkun er í bókunum frá Banda- ríkjunum en fjölgun frá Evrópu, sér- staklega Bretlandi. Aukin nýt- ing á hót- elum utan Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.