Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG ER búinn að vera svo mikið í viðtölum að mér finnst ég vera stórkostlegasti maður í heimi,“ segir Jón áður en ég næ að henda fram fyrstu spurningunni. „Ég er fullur af sjálfum mér. Allir í heim- inum vilja tala við mig.“ Og þá spyr ég loksins: Ertu með skrifað handrit í þessu uppistandi? „Nei. Lítið sem ekkert. Þetta eru bara svona hugmyndafræðilega tengd efni. Hvað er helvíti? spyr ég mig t.d. og reifa svo mínar hug- myndir um það. Ég veit það ekki... var Jesú með prógramm? Settist hann niður áður en hann flutti fjall- ræðuna? Ætli hann hafi sest niður og hripað niður punkta? Ég held að það sé allur gangur á þessu.“ En ef það gengur vel með eitthvað svona þema á fyrstu sýning- unni, endurtekurðu það þá? „Já, ég geri það. Ef eitthvað tekst vel þá beiti ég því aftur. Við gerum það nú yfirleitt. Skemmtilegast finnst mér þó að taka aftur og aftur upp hluti sem mér finnst virka en áhorfandinn er kannski ekki alltaf sammála. Pepsi og rækjur finnst mér mjög fyndið um þessar mundir (Jón lýsir því vel hvernig hægt er að nota hugmyndina um Pepsi og rækjur í hin- ar ýmsu og ólíku grín- sögur og blaðamaður og ljósmyndari kút- veltast um af hlátri). En þetta finnst ekkert öllum fyndið.“ En það er þá kannski ekki svo erfitt að vera uppistandari. Ef lægð er í hlátrinum þá snararðu bara fram einhverju sem hefur svínvirkað á öðrum sýningum? „Já, það geri ég. Ég fer annars iðulega af stað með mjög háleit- ar hugmyndir um það sem mig langar til að tala um. Mér finnst mjög gaman að tala um mín hugð- arefni – eins og til dæmis hvað felst í því að vera maður. Hvernig samskipti manna í millum haga sér og hvað okkur finnst um þetta líf almennt.“ Líturðu til erlendra fyrirmynda? „Þeir eru nokkrir sem ég hef sérstakt dálæti á. Eddie Izzard t.d. Ég hef mjög gaman af honum. Svo hef ég alltaf haft gaman af Bill Hicks. Það eru nú ekki margir sem þekkja hann en hann var mjög merkilegur maður. Ákaflega trúað- ur en hann var alinn upp af kristnu ofsatrúarfólki. Mjög svartsýnn og neikvæður í sinni kímnigáfu. En annars horfi ég lítið á svona uppi- stand. Ég vil hafa einlægni í hlut- unum, ekki bara að hlutir séu hnyttnir. Maður fer á uppistands- grín, horfir á einhvern og hlær. Daginn eftir man maður síðan ekk- ert eftir því hvað viðkomandi var að tala um. Þetta er eins og að hitta skemmtilegt fólk, verða fullur og muna síðan ekki daginn eftir hvernig það lítur út. Mér finnst það hálfaumt.“ Myndir þú segja að þú værir at- vinnugrínisti? „Já, tvímælalaust. Mín atvinna í dag byggist algerlega á gríni þann- ig að hvort sem mér líkar betur eða verr þá er ég það.“ En er það þá þannig að þú horfir markvisst á uppistand atvinnunnar vegna? Og maður spyr sig líka hvort það séu einhver fagblöð til í þessu. Eins og þeir sem skrifa um tónlist lesa tónlistarblöð o.s.frv. „Grín er bara eins og taó. Það taó sem um er rætt er ekkert taó. Um leið og þú ert kominn með einhverjar útskýringar á því þá hættir það að vera til. Fólk sem ætlar að fara í grín ætti að lesa Bókina um veginn. Þá kemst það að því hvað það er. Ég horfi mjög lítið á grín. Ég fer stundum á grínmyndir. Ég hef t.d. aldrei séð Friends- þátt. Ekki nema hálfan þátt í flugvél. Grínið er nefni- lega allt í kringum okkur. Að fara í Kolaportið er t.a.m. alveg magnað (hlær hinum fræga Gnarrhlátri). Þar fæ ég allt grín sem ég þarf. Í hinu daglega lífi.“ Að öðru. Hvað segir þú um þá staðhæfingu Eiríks Jónssonar að Tvíhöfði sé að liðast í sundur? „Humm... Já, þarna kom fram mjög hörð gagnrýni á Sigurjón, að hann væri mjög neikvæður. En hann er búinn að vera sérstak- lega neikvæður þar sem ég er búinn að vera alveg sér- staklega jákvæður. Og það er sú sprunga sem er kom- in í samstarfið. Að ég er of jákvæður. Það eru því mikl- ir brestir í samstarfinu og það getur verið að það þurfi hreinlega að láta mig fara. Fá einhvern annan í stað- inn. Hver það verður veit ég ekki. Það þýðir ekkert að vera svona jákvæður...“ Þekkið þið Eirík? „Við erum svona málkunnugir honum. Ef við getum ert Eirík þá er það hið besta mál. Hann er dyggur hlustandi okkar og við er- um dyggir lesendur hans. Við höf- um hringt margsinnis í DV og kvartað ef hann er í fríi.“ Sýning Jóns hefur göngu sína á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 21. Með Jóni skemmtir Elín Jónína Ólafsdóttir. „Háleitar hugmyndir“. Jón Gnarr spáir í kvöldið. Jón Gnarr með uppistandið „Jón Gnarr“ arnart@mbl.is Grín er eins og taó Grínistinn Jón Gnarr ætlar að deila lífssýn sinni, sem er oft og tíð- um grínaktug, með þjóðinni í Borgarleik- húsinu næstu vikurnar og lengur ef þörf er á. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Jón yfir kringlóttu borði í anddyri Hótels Borgar. Morgunblaðið/Golli Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is VIRGINÍA WOOLF, SUNNUDAGSKVÖLD LOKSINS NOKKUR SÆTI LAUS! Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánudaginn 21. janúar: Valur Gíslason – aldarafmæli. Jón gamli – fyrsta sjónvarpsleikritið verður sýnt í samvinnu við RÚV. Einnig verður sýnt brot úr sjónvarpsmyndinni Jón í Brauðhúsum. Steindór Hjörleifsson fylgir sýningunum úr hlaði. Gísli Alfreðsson rifjar upp gamlar minningar um Val. Í kvöld lau. 19/1 uppselt, lau. 26/1 örfá sæti laus, lau. 2/2 nokkur sæti laus, lau 9/2. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed 9. sýn. fim. 24/1 nokkur sæti laus, 10. sýn. sun. 27/1, 11. sýn. sun. 3/2, 12. sýn. fim. 7/2. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Litla sviðið kl 20.00 sun. 20/1 nokkur sæti laus, fös. 25/1 örfá sæti laus, mið. 30/1, fim. 31/1 nokkur sæti laus. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Fös.1/2 örfá sæti laus, mið. 6/2, mið. 13/2, fim. 14/2. MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI – Marie Jones Smíðaverkstæðið kl 20.00 Sun. 20/1 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 örfá sæti laus, sun. 27/1 kl. 14:00 uppselt, kl. 15:00 uppselt og kl. 16:00, sun. 3/2 kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus, sun. 10/2 kl. 14:00 nokkur sæti laus og 15:00 nokkur sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner Stóra sviðið kl 20.00 MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones sun. 20/1 uppselt, fös. 25/1 100. sýning - uppselt, fim. 31/1 uppselt, fös. 8/2 uppselt, sun. 10/2 nokkur sæti laus. BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Fö 25. jan kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT 2. sýn fi 31. jan kl 20 - ÖRFÁ SÆTI 3. sýn fi 7. feb kl 20 - ÖRFÁ SÆTI MEÐ SYKRI OG RJÓMA Tónleikar, dans og leiklist: Jóhanna Vigdís, Selma Björnsdóttur, dansarar úr Íslenska dansflokknum, hljómsveit. Lau 26. jan kl. 16:00 ATH. breyttan sýn.tíma Endurtekið vegna fjöld áskornana FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Su 20. jan - NOKKUR SÆTI Su 27. jan - LAUS SÆTI Sýningum fer fækkandi BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 20. jan kl. 14 - NOKKUR SÆTI Su 27. jan kl. 14 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 26. jan kl 20 - NOKKUR SÆTI FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Fi 24. jan kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 25. jan kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Mi 30. jan kl. 20 - NOKKUR SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Su 27. jan kl 16 - ATH. breyttan sýn.tíma Lau 2. feb kl. 20 - LAUS SÆTI ATH: Sýningum fer fækkandi JÓN GNARR Í kvöld kl. 21 - UPPSELT Lau 26. jan kl. 21 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Lau 26. jan kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 1. feb. kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sunnudagur 20.01 kl. 16 Skógarhlíð 20  105 Reykjavík Miðasala: 595 7999  800 6434 www.kkor.is/ymir.html Sigrún Hjálmtýsdóttir á Sunnudags-matinée Á efnisskrá eru „antiche“ aríur, „bel canto“ aríur og söngvar eftir W.A. Mozart.                                   !     "#   %  &   "     $ '()'*           $ +# ,- ',..$ ///$   $ Flutt verður kínversk og íslensk tónlist leikin á hefðbundin, kínversk hljóðfæri. Hljómsveitin kemur hingað til lands í boði Kínversk-íslenska menningarfélagsins, íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og utanríkisráðuneytisins. Einnig styðja Menntamálaráðuneytið og Kínverska sendiráðið á Íslandi tónleika þessa sem eru haldnir í tilefni þess að 8. desember síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því að Ísland og Kínverska Alþýðulýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Kínverska kvikmyndahljómsveitin hefur haldið tónleika víða um heim og hvarvetna hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir fágaðan leik. Sextett sá úr Kínversku kvikmyndahljómsveitinni sem hér er á ferð hefur einnig komið fram víðs vegar um lönd, þar á meðal í nokkrum Evrópulöndum. Miðar eru seldir í Salnum.  '      0   / ' 18,,9    0  :        $!  ;  ,9,<        ' '    ,4,<0        ,<,14 #19,14! 18,14! "  #$ # ! ;  ,9,<        ' '    ,4,<0     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.