Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 43 ✝ Eðvarð Frið-riksson fæddist í Þingnesi í Borg- arfirði 28. október 1918. Hann andað- ist í Kamloops í Kanada 10. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Helga G. Ólafsdóttir, f. 3. 5. 1890, d. 19.10. 1984, og Friðrik Þor- valdsson, f. 10.12. 1896, d. 18.1. 1983. Eðvarð var elstur sex barna þeirra hjóna, en hin eru Guðmundur Trausti, f. 11.6. 1920, d. 28.9. 1997, Þorvaldur, f. 4.12. 1921, d. Minneapolis. Þar kvæntist hann konu sinni Barböru um jólin 1945. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: Barbara Ingibjörg, f. 1947, Stefan Fridrik, f. 1949, d. 1949, Signý Ann, f, 1952, Ed- ward Thor, f. 1953, Stefan Olaf- ur, f. 1956, og Sarah Kristine, f. 1959. Árið 1946 fluttu þau til Ís- lands og settust að í Reykjavík og hann gerðist fyrsti forstöðu- maður Mjólkureftirlits ríkisins. Árið 1951 bauðst honum starf hjá Land o’ Lakes, mjólkurstöð í Bandaríkjunum. Tveimur árum seinna fluttu þau til Abbotsford í Bresku-Kólumbíu í Kanada og þar starfaði hann lengst af sem yfirmaður gæðaeftirlits stórrar mjólkurstöðvar. Eftir að Eðvarð hætti störfum fluttu þau til Kamloops í Bresku- Kólumbíu, þar sem þrjú barna þeirra búa. Útför Eðvarðs fer fram í Kamloops í dag. 4.1. 2001, Elsa, f. 23.7. 1929, Ólafur Helgi, f. 16.10. 1930, og Jónas Gunnar, f. 16.8. 1932. Helga og Friðrik fluttu í Borgarnes árið 1920. Eðvarð stundaði nám í Reyk- holtsskóla, starfaði í Mjólkursamlagi Borgarness og lærði þar mjólkurfræði. Stríðið kom í veg fyr- ir að hann kæmist í framhaldsnám á Norðurlöndum. Árið 1941 fór hann til Bandaríkjanna og stundaði háskólanám í mjólkurfræðum í fjögur ár í Í dag fer fram útför mágs míns, Eðvarðs Friðrikssonar mjólkur- fræðings frá Borgarnesi. Kynni okkar hófust fyrir rúmlega hálfri öld, þegar ég kvæntist systur hans. Hann var einstaklega hlýlegur og traustvekjandi maður. Um það leyti sem Eðvarð kom heim frá námi, var sett á stofn Mjólkureftirlit ríkisins. Ekki var vanþörf á, því á þeim tímum var eitt algengasta efni Velvakanda í Morgunblaðinu, kvartanir vegna ódrekkandi mjólkur. Honum var falið að byggja upp starfsemina og vinna að bættri meðferð mjólkur. Hann fékk herjeppa til umráða og heimsótti fjöldann allan af kúa- bændum, skoðaði aðstöðu þeirra og sagði þeim til um það sem betur mætti fara. Þær voru margar slarksamar ferðirnar til afskekktra bæja, eftir þeirra tíma vegakerfi. Hann tók saman mjög yfirgripsmikla og greinargóða skýrslu um rannsókn- ir á mjólk frá 2.800 bændum sem lögðu inn í sex mjólkurbú, á ár- unum 1946 til 1950, ásamt tillögum um aukna vöndun meðferðar mjólkur. Þetta hefur verið mikil vinna á þeim tíma sem tölvur voru óþekktar. Því má skjóta hér inn í, að þegar Eðvarð kom vegna 100 ára ártíðar föður þeirra, sumarið 1996, stakk ég upp á, að við skyldum heim- sækja forstjóra Mjólkursamsöl- unnar í nýju stöðinni. Það var fróð- legt og skemmtilegt að heyra Eðvarð segja forstjóranum hvernig ástand mjólkurmálanna var þá. Þeim kom saman um að nú væri mjólkin miklu betri þegar hún kæmi í mjólkurstöðvarnar en þeg- ar hún kom gerilsneydd út úr þeim þá. Haustið 1951 flutti Eðvarð til Bandaríkjanna, þar var honum boðið vel launað starf hjá Land o’Lakes-mjólkurfyrirtækinu, enda fékk hann mjög góðan vitnisburð frá háskólanum. Nokkru síðar fór hann til Abbotsford, skammt frá Vancouver í Kanada. Þar starfaði hann við gæðaeftirlit í mjólkurbúi sem framleiðir tíu sinnum meira en öll mjólkurbú á Íslandi. Lengst af var hann yfirmaður þess og var eftirsóttur fyrirlesari innan mjólkuriðnaðarins. Barbara starfaði mikið við kennslu í Abbotsford. Meðan þau voru hér á landi lærði hún íslensku ágætlega og fékk mikinn áhuga á ættfræði. Hún tók saman mikinn fróðleik um ætt Eðvarðs og þýddi fyrir börn þeirra. Þá aflaði hún sér mikils fróðleiks um sína eigin ætt í Bandaríkjunum. Eðvarð, eða Ebbi, var stóri, góði bróðirinn sem gæddur var mikilli ábyrgðartilfinningu gagnvart systkinum sínum og var þeim, og öðru ungu fólki, fyrirmynd. Hann starfaði mikið í ungmennafélaginu, iðkaði tónlist og söng. Hann var mjög lagtækur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Eftir að hann hætti störfum í Abbotsford, fluttu þau hjónin í nýtt hverfi í Kaml- oops, þar sem þrjú börn þeirra stunda kennslu. Bæði unnu þau mikið innan kirkjusafnaðarins, sem var að koma sér upp nýrri kirkju. Eðvarð gerði mikil glerlistaverk sem hann gaf kirkjunni, og eru þau aðalprýði hennar. Það var einstakur dagur, þegar minnst var 100 ára afmælis Frið- riks föður þeirra sumarið 1996 með afhjúpun minnisvarðans um for- eldra hans í Skallagrímsgarði, en Friðrik var upphafsmaður hans. Þá voru öll systkinin saman í Borg- arnesi í fyrsta skipti síðan 1941. Þá fann maður vel hvað Borgnesingar mátu fjölskylduna mikils, og „stelpurnar“ á elliheimilinu sungu fallegu söngvana. Við faðmlög og kossa féllu mörg gleðitárin í sól- skininu í þessum unaðsreit. Svo sannarlega var það góðra vina fundur. Ebbi, sem var stærsti strák- urinn, minntist rigningarinnar, þegar þeir eldri bræðurnir hjálp- uðu pabba sínum að gróðursetja fyrstu trjáplönturnar. Ekki grun- aði hann þá, að hann ætti eftir að upplifa þennan dásamlega dag, sem endaði með stórkostlegu ætt- armóti um kvöldið. Nú er stórt skarð höggvið í systkinahópinn, því Guðmundur (Lúllú), andaðist árið 1997, Þor- valdur (Lilli) í janúar í fyrra, og nú síðast Eðvarð (Ebbi). Við Elsa vottum Barböru og fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúð og munum varðveita minn- ingu góðs bróður, mágs og frænda. Elsa, Óskar Jóhannsson og fjölskylda. Föðurbróðir minn, Ebbi, hefur söðlað um tilverustig og haldið á vit foreldra sinna og annarra geng- inna ættingja. Frændur deyja en orðstír deyr aldrei og Ebbi fær svo sannarlega góðan vitnisburð frá skóla lífsins. Kannske fann ég best fyrir því í ást og virðingu pabba heitins fyrir bróður sínum, en órækustu sönn- unina upplifði ég yndislengan sum- ardag 1996 í Skallagrímsgarði og á ættarmótinu í Lyngbrekku á Mýr- um. Það eru engin meðalmenni sem fá þær móttökur sem Ebbi og systkinin öll fengu hjá Borgnes- ingum og Mýramönnum þann dag. Ég gleymi aldrei hvernig Ebbi geislaði af hamingju, kominn á sín- ar fornu ættarslóðir, og rifjaði upp gömul kynni og sögur. Ég heyri enn hlátrasköllin og ég efast ekki um að það færist aukið líf í ætt- armótið stóra nú þegar Ebbi frændi er mættur á svæðið. Friðrik Þór Guðmundsson. EÐVARÐ FRIÐRIKSSON Ég vildi ekki trúa því þegar mamma sagði mér að þú værir dáin. Þegar hún sagði mér það mundi ég eftir sögu sem mér hafði verið sögð í sumar. Hún var um það að Guð léti KRISTÍN ÁRDAL ANTONSDÓTTIR ✝ Kristín ÁrdalAntonsdóttir fæddist á Ytri-Á í Ólafsfirði 19. októ- ber 1933. Hún lést á Landspítalanum að- faranótt 29. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 4. janúar. okkur fá eina spýtu í húsið okkar hjá honum fyrir hvert góðverk sem við gerum hér niðri á jörðinni, svo að húsið sem þú ert búin að safna í með öllum góðverkunum sem þú hefur gert í gegnum lífið hlýtur að vera stórt og fallegt og þar inni situr þú núna að sauma og gera fínt fyr- ir veisluna sem bíður okkar hinna. Ég mun aldrei gleyma þér. Katrín Sif Antonsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elsku litla ljósið mitt. Mig langar að kveðja þig með þessari litlu vísu sem pabbi samdi fyrir mig og vil um leið þakka Guði fyrir þær stundir sem ég hafði tækifæri til að eyða með þér. Þessi jól voru þau JÖKULL MÁR BJARKASON ✝ Jökull MárBjarkason fædd- ist á Landspítalanum við Hringbraut 17. september 2001. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Aust- urlands 3. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 12. jan- úar. bestu. Það var svo óskaplega gaman að hafa þig hérna hjá okk- ur. Á hverjum degi er ég vaknaði hljóp ég upp og vonaði að þú værir vakandi svo ég gæti knúsað þig og kysst, leikið við þig og séð fal- lega brosið þitt. Þú varst svo fallegur, elsku barn. Góða engla Guðs ég bið, geyma hjartans vininn minn. Leiða hann um ljóssins svið, og lýsa inn í himininn. (Bragi Björgvinsson.) Sofðu rótt, litli engillinn minn. Heiðdís Sóllilja. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta                                   !  " # $    % %  $   &#  '  ! $'$   !"#   $ % & %' (("   ) * (" !  )! '   $"      & %' ( +!  %(" )  , %   %  *& (" "-.    ,! ! /%  0("  ))* )))*1 ( )            2 3&454& &4 5   6) 77 *( "       *      +#     ,-     6!% &%(" 0  "  ) *&%("  *  $ ) *&%(" & -.   !&%(" $ '   ))* )))*1 ( )                 $8     '9 %:  !;     .  ! $!  / %     ,- !      0     / %      12 ! ,334  "("  !  * ( "  <!;!% <%("   !' "  ,!  *(" ))* )))*1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.