Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 45 ✝ Hafþór Gíslasonfæddist í Reykja- vík 10. janúar 1976 og ólst upp á Rauf- arhöfn og í Mývatns- sveit. Hann lést af slysförum á Kísil- vegi milli Húsavíkur og Mývatnssveitar 11. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sigríður A. Valdimarsdóttir, f. á Raufarhöfn 7.3. 1948, og Gísli Haf- steinsson, f. í Hafn- arfirði 13.5. 1945. Þau skildu. Systkini Hafþórs sammæðra eru: Margrét Magn- úsdóttir, f. 17.6. 1965, maki Að- alsteinn Júlíusson; Valdimar Árnason, f. 22.7. 1970; Sigþór Gíslason, f. 7.10. 1977, unnusta Díana Einarsdóttir. Systkini Haf- þórs samfeðra eru: Helga, Helga Bylgja, Hafsteinn, Herborg, Matthildur, Hrólfur, Hilmar, Hjalti, Björn, Auður og Sverrir. Hafþór eignaðist dóttur, Erlu Ösp, f. 1.1. 1995, með Brynju Dögg Ing- ólfsdóttur, f. 1.5. 1976. Hann hóf sam- búð 1996 með Þór- dísi Gísladóttur, f. 12.5. 1978, og eign- uðust þau soninn Davíð, f. 25.11. 1999. Þau hófu bú- skap á Túngötu 17b á Húsavík. Hafþór vann þá sem bíl- stjóri hjá Gáma- þjónustu Ómars Vagnssonar á Húsavík. Fluttu þau síðan að Hrísateigi 6 í Reykjahreppi, og síðan í Mý- vatnssveit og bjuggu sér heimili í Helluhrauni 9 í Reykjahlíð. Haf- þór vann sem bílstjóri hjá Sniðl- um hf. í Mývatnssveit en Þórdís vinnur hjá Skútustaðahreppi. Útför Hafþórs fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi! Mér finnst mjög leiðinlegt að þú hafir dáið. Ég græt stundum. Mig langar til að senda þér þetta bréf. Þú varst alveg rosalega góður við mig, þú varst besti pabbi í öllum heiminum. Ég sakna þess að vera hjá þér og vera með þér. Verst að þú varst eini maðurinn í öllum heim- inum sem kunnir að gera kjötbollur með Spice girls-sósu. Ég veit að þú ert núna hjá guði og ert að passa mig og Davíð og Dísu, en ég vildi óska að þú hefðir ekki lent í bílslysi og værir hjá okk- ur. Þín dóttir, Erla Ösp. Það var í sumar sem við fórum saman, ég, þú, Dísa og Kobbi, niður í Gamlabæ að djamma. Við skemmt- um okkur konunglega og það kitlaði okkur líka hvað fólki fannst það undarlegt að við værum fjögur sam- an að skemmta okkur. Þetta sama kvöld vorum við spurð hvort það væri „ekki allt í lagi“ hjá okkur. Yfir kaffibollunum daginn eftir kom okk- ur saman um að það væri einmitt málið, það væri nefnilega allt í lagi hjá okkur. Það var líka fastmælum bundið að þetta skyldi endurtekið, frekar fyrr en seinna. Þá óraði okk- ur ekki fyrir að þvílíkar hörmungar myndu dynja yfir okkur. Ég minnist þess líka þegar við hringdumst á til að ræða ferðir Erlu litlu á milli að iðulega töluðum við lengi um lífið og tilveruna. Stundum kom það fyrir að þegar ég hafði kvatt þig og lagt á að það rann upp fyrir mér að við höfðum ekki tekið neinar ákvarðanir um það hvenær eða hvernig Erla ætti að fara á milli. Ég trúi því að þú munir halda áfram að hafa auga með okkur og hjálpa mér að ala stelpuna okkar upp með þeirri sterku réttlætis- kennd og heiðarleika sem þú hafðir. Við munum um alla framtíð orna okkur við allar þær góðu minningar sem við eigum. Elsku besti Hafþór, ég vil í þess- um síðustu orðum til þín þakka þér fyrir hversu góður vinur og félagi þú hefur verið. Þú komst ávallt heiðarlega fram við okkur og varst alltaf tilbúinn að hlaupa undir bagga ef á þurfti að halda. Það var gott að eiga þig að. Og nú hefur myndast stórt skarð í líf okkar. Skarð sem ómögulegt verður að fylla. Það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni er að segja litlu stelpunni okkar að þú værir dáinn. Farinn og kæmir aldrei aftur. Að þurfa að út- skýra fyrir henni hvað hefði gerst. Að reyna að gefa henni svör. Hvers vegna? Af hverju vildi guð taka hann? Ef enginn vildi að hann myndi deyja, hvers vegna gerði hann það þá? Við sumum spurn- ingum eru bara engin svör. Elsku Dísa, Davíð, Sigga, Valdi og allir hinir, ég vil þakka ykkur fyrir hlýjar móttökur og góðar stundir þessa síðustu daga. Það er gott að deila minningunum og sorg- inni með ykkur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni og veri með ykkur um alla framtíð. Brynja Dögg Ingólfsdóttir. Hafþór, þú varst tekinn frá okkur í blóma lífsins, en ég naut þeirra forréttinda sem eldri bróðir að fá að sjá þig breytast úr litlum prakkara í fullorðinn mann sem axlaði þá ábyrgð sem ætlast er til af fjöl- skylduföður, en samt var aldrei langt í prakkarann. Þegar ég hugsa aftur í tímann er af mörgu að taka, t.d. öll þau ferðalög og bras í kring- um mótorhjólin, allt jeppavesenið okkar er efni í heila bók. Samt stendur upp úr þegar við fórum frá Raufarhöfn til Kópaskers á hand- ónýtri Lödu Sport í kolófærð til að ná í Pál Inga og pikkfestum okkur og urðum bensínlausir, en mig minnir að eftir það höfum við alltaf haft brúsa með okkur í bílnum. Þó svo að þú sért litli bróðir þá snerist dæmið við þegar kom að bílaviðgerðum, fáa eða engan veit ég um sem geta gert við bíla úti í móum með nánast enga varahluti en alltaf komist til byggða fyrir það. Áhugi þinn á bílum kom fljótt í ljós því að þú varst ekki nema þriggja ára þegar þú fékkst bílinn hennar mömmu „lánaðan“, stóðst í fram- sætinu þegar mamma hljóp þig uppi og þú skildir ekkert hvaða æsingur var eiginlega í kerlingunni. Að mörgu leyti hefurðu verið lán- samur maður, þú áttir góða konu og yndisleg börn. Minningin lifir í börnunum og í hjarta okkar sem fengum að vera þér samferða í gegnum lífið. Ég kveð þig að sinni, elsku bróðir, þar til við hittumst að nýju. Valdimar. Elsku, elsku Hafþór minn. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért far- inn frá okkur, frá elsku Dísu þinni og frá litlu englunum þínum tveim- ur sem þú elskaðir svo heitt, Erlu og Davíð. Ég man alltaf þegar ég hitti þig fyrst þegar þú og Dísa voruð að byrja að „græjast“, mér fannst nú ekki mikið til þín koma. Svo spurði Dísa mig þegar þú varst farinn hvernig mér litist á þig, ég vildi lítið segja um það en sagði bara: „Hann er með svo stór eyru.“ Dísa sagði þér svo frá þessu seinna og þú varst enn að stríða mér á þessu fimm ár- um seinna. Og stríðni er það sem ég á alltaf eftir að minnast þín fyrir. Þú þreyttist aldrei á að stríða mér. Ég mun alltaf muna eftir stríðnisglott- inu sem kom á þig og svo sagðirðu með sérstökum tón: „Jæja, Helga,“ og þá var sko „skotárás“ í aðsigi. Hjálpsemi var líka eitt af því sem einkenndi þig, stundum of mikil að sumra áliti því þú varst rokinn af stað strax og einhvern vantaði hjálp. Og eftir að ég eignaðist bíl sjálf var alltaf hægt að hringja í þig og biðja um viðgerð. Eftir að þið fluttuð í Mývatns- sveit fyrir tveimur árum og Davíð fæddist var ég hjá ykkur með annan fótinn og oft var gert grín að því að þú ættir tvær konur en þú sagðir að það væri allt í lagi því það væri samt bara ein tengdamamma. Það var oft mikill hamagangur og var fólk oft gapandi yfir húmornum hjá okkur þremur, mér, þér og Dísu. Ég á endalausar góðar minningar um þig, elsku Hafþór minn, það eina sem gat stundum pirrað mig við þig var hvað erfitt var að vekja þig á morgnana en núna myndi ég gera hvað sem væri til að geta vakið þig aftur. Ég skal passa Dísu þína, sem þú elskaðir svo heitt, og englana þína, Erlu Ösp og Davíð, eins vel og ég get. Það var yndislegt að fá að þekkja þig þó að þetta hafi verið alltof stuttur tími en við hittumst aftur. Ég á alltaf eftir að sakna þín, elsku vinur. Þín mágkona, Helga María. Elsku Hafþór. Hvað getur maður sagt þegar svona áföll dynja yfir og þú, svona ungur, tekinn frá okkur öllum? Engin orð fá útskýrt tómið sem situr eftir innra með manni. Svo koma hugsanir um allar minn- ingarnar sem maður á um þig, þær eru margar, enda er ég búin að þekkja þig allt mitt líf ef svo má segja og eiginlega eru þær hver annarri betri, því það er svo ótal- margt sem við brölluðum saman. Þegar þú fluttir aftur til Raufar- hafnar eftir nokkurra ára fjarveru varðstu daglegur gestur á heimili mínu og ég á þínu, enda höfðum við endalaust um eitthvað að tala og gera. Það var líka alltaf svo gott að tala við þig og áttir þú oft til góð ráð. Og alltaf þegar eitthvað bjátaði á tókst þér að koma manni í gott skap og kalla fram bros. Já, það var margt gert á þessum tíma. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég fór að hjálpa þér að velja fyrstu jólagjöfina handa Erlu Ösp, litlu dóttur þinni, enda höfum við oft hlegið að því í gegnum tíðina, að það var eins gott að ég fór með þér því þú ætlaðir að kaupa á hana úlpu sem sennilega hefði passað á hana í dag, en ekki þegar hún var árs- gömul. En þú varst samt alltaf mjög pabbalegur í þér og tókst þig vel út í því hlutverki. Mér er líka mjög minnisstætt þegar þú kynntist Dísu fyrst. Þú hreint og beint ljómaðir allur þegar þú varst að segja mér frá henni og eins þegar þú kynntir okkur. Upp frá því fluttir þú til Húsavíkur til hennar en alltaf höfum við haldið sambandi og eins komuð þið alltaf í kaffi til mín þegar þið komuð hing- að, þá var alltaf mikið talað og hleg- ið. Eins þegar þið eignuðust litla drenginn ykkar lá mér mikið á að komast til ykkar og sjá hann. Enda var alltaf gott að koma til ykkar. Eins var það líka þegar ég kynnti hann Svein minn fyrir ykkur. Þið tókuð honum strax mjög vel og hafði hann einmitt orð á því eftir á að honum fyndist strax eins og hann hefði þekkt ykkur í mörg ár, enda náðuð þið vel saman þú og Sveinn, og kom hann oft í fyrra til ykkar þegar hann var að vinna í Kröflu, því eins og ég sagði hér áðan var alltaf jafn gaman að hitta ykkur. Það er alveg á hreinu, Hafþór minn, að þú skilur eftir þig góð spor hérna hjá okkur. Elsku Dísa, Davíð, Erla, Sigga, Jói og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Sara og Sveinn, Raufarhöfn. Um kvöldmatarleytið hinn 11. janúar var hringt í mig og mér sagt að Hafþór vinur minn hefði farist í hræðilegu slysi. Hjartað virtist stoppa smá stund, vinur og skóla- bróðir horfinn, ömurleg staðreynd blasti við. Óhjákvæmilega kemur upp reiði. Af hverju hann og hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Við því eru víst engin svör. Ljósið í myrkrinu var þó að Dísa og litli Davíð sluppu, Davíð að vísu mikið slasaður en er í dag á góðum bata- vegi. Minningar hrannast upp í hug- ann, minningar um góðan vin. Það er gott á stundum eins og þessari að eiga góðar minningar. Hugurinn hvarflar aftur í tímann, er við Haffi, en það var hann jafnan kallaður, vorum strákaguttar, ákaflega uppá- tækjasamir og margt var brallað sem mæður okkar voru ekki alltaf mjög ánægðar með. Eftirminnilegar eru ferðirnar sem ég fór með honum á milli Mý- vatnssveitar og Akureyrar. Þá var margt spjallað, mikið hlegið og rifj- uð upp gömul prakkarastrik. Ég rétti honum hjálparhönd ef ég gat við að raða fylgibréfum og losa af bílnum. Margar stundir áttum við saman heima hjá honum, ég að hjálpa hon- um við tölvuna hans þegar hann fékk hana fyrst. Það var alltaf gott að koma heim til Haffa og Dísu. Þar varstu alltaf velkominn. Haffa verður sárt saknað úr fé- lagahópnum. Elsku Dísa, Davíð, Erla, Sigga og aðstandendur allir, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Steingrímur Þór. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir.) Haffi er dáinn. Þessi orð hafa flogið gegnum huga minn oft á dag frá því að mér barst fregnin. Þrátt fyrir það er eins og ég trúi því ekki enn þá og kannski er það þess vegna sem þessi orð hafa farið svo oft gegnum huga mér undanfarna daga. Þessa fyrstu daga sem við hin höld- um áfram að lifa, syrgjandi. Þegar börnunum sem ég kenni var sagt frá því í skólanum að það hefði orðið slys og það hefði dáið maður þá sagði lítil stúlka: „Já, ég veit hver, það var pabbi hennar Erlu.“ En fyr- ir mér þá dó 16 ára strákur, bólu- grafinn með gleraugu, lubba af hári, fullt af húmor og tilfinningum. Þannig man ég fyrst eftir að hafa hitt Haffa og líklega mun hann allt- af líta þannig út í huga mér. Bogr- andi ofan í bílhúddi. Þegar við syrgjum eru minningar huggun og flestar minningar sem ég á um Haf- þór tengjast gamni og góðum stund- um. Böll út um allar trissur, bílferð- ir þvers og kruss. Eins man ég ekki betur en hann hafi alltaf verið ást- fanginn upp fyrir haus og ef ekki þá lék engu að síður allt í lyndi. Tæki- færum til að hittast og samveru- stundum fækkaði þegar árunum fjölgaði eins og oft vill verða og við ekki lengur unglingar í lífsins leik og starfi. Allt of sjaldan fékk ég að sjá föðurinn Hafþór, ég þekkti son- inn, bróðurinn og félagann. Dísu, Davíð, Erlu sem og að- standendum öllum votta ég mína dýpstu samúð og minnist þess á komandi tímum að: Sælir eru syrgjendur – því þeir munu huggaðir verða. Dögg Matthíasdóttir. Það er sárt að kveðja vin sinn sem þarf að fara svo langt fyrir ald- ur fram. Þú varst hrifinn burt frá fjölskyldu þinni og maður hlýtur að velta fyrir sér hver sé tilgangurinn með því. En við því fær maður víst aldrei neitt almennilegt svar, það er hins vegar hægt að ímynda sér að þér hafi verið ætlað eitthvað annað og meira á öðrum stað og þaðan geturðu fylgst með ástvinum þínum. Það eru svo margar tilfinningar og hugsanir sem brjótast um í mér en hvað get ég sagt og hvað get ég gert? Orð eru ekki allt heldur eru það gjörðir okkar sem standa upp úr að mínu mati. Ég get ekki breytt því að þú ert farinn en ég get verið til staðar fyrir þá sem þurfa og þangað sæki ég styrk minn. Elsku Dísa, Davíð, Erla Ösp og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Guðrún Elísabet. Elsku Hafþór minn. Ég bara trúi því varla að þú sért farinn frá okk- ur, en þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þegar Sara hringdi í mig og sagði mér þessa hörmungarfrétt varð mér hugsað til allra góðu og skemmti- legu stundanna sem við áttum sam- an. Það var alltaf gaman að vera í í návist þinni. Orð þín og gerðir, og ýmsir smáhrekkir, fengu okkur öll til þess að hlæja. En núna er það eina sem við get- um gert að ylja okkur við þessar góðu minningar, og það er nákvæm- lega það sem ég ætla að gera. Elsku Hafþór minn. Með þessum orðum kveð ég þig í hinsta sinn og bið guð að blessa fjölskyldu þína og ástvini. Anna María Gylfadóttir. HAFÞÓR GÍSLASON GUÐ- MUNDUR ÞÓR PÁLSSON ✝ Guðmundur Þór Pálssonfæddist 7. júlí 1934 í Reykja- vík. Hann lést 22. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 3. janúar. Nú er Guðmundur vinur okkar lát- inn. Við þökkum fyrir góð kynni hér á veraldarbrautinni og allar göngu- ferðirnar, sem við fórum saman í. Guðmundur var rólyndur og skarp- sýnn maður að okkar mati enda stendur margt eftir hann sem arki- tekt. Um leið og við vottum aðstand- endum hans dýpstu samúð óskum við honum alls hins besta á eilífðar- brautinni. Gunnar Ó. Jónsson, Jón Karl Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.