Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝSKÖPUNARSJÓÐUR náms- manna hefur verið starfræktur frá árinu 1992 en markmið hans er, að sögn Hönnu Maríu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra sjóðsins, að út- vega áhugasömum nemendum sum- arvinnu við metnaðarfull og krefj- andi rannsóknaverkefni. „Styrkjum er úthlutað til kennara á háskóla- stigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að ný- sköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði,“ að sögn Hönnu Maríu. Hún segir að æ fleiri umsóknir berist sjóðnum á ári hverju en í fyrra var sótt um 232 styrki úr sjóðnum. Alls 150 verkefni hlutu styrk eða samtals 180 nemendur sem unnu að verkefnunum. Samtals voru því styrkveitingar sjóðsins á síðasta ári 34,8 milljónir kr. en það er um fjórum milljónum króna meira fé en sjóðurinn hafð stöfunar árið á undan. A Hönnu Maríu er sjóðurin magnaður með framlögum Reykjavíkurborg, Framle landbúnaðarins og Akure auk þess sem önnur svei hafa tekið þátt í fjármögnu Verðlaun Nýsköpunarsjóðs námsmanna verða Æ fleiri verkefni fá s Nýsköpunarsjóði nám Alls 150 verkefni hlutu styrk frá Nýsköpunars námsmanna síðasta vor. Fimm þeirra hafa veri nefnd til verðlauna sjóðsins sem veitt verða á B stöðum nk. þriðjudag. Arna Schram kynnti sér v efnin fimm og ræddi við höfundana. VERKEFNI leiklistarnemanna Unnar Aspar Stefánsdóttur og Björns Thors gekk út á rannsókn á áður lítt þekktu formi í íslensku leikhúsi, svokölluðu heimildarleik- húsformi, þar sem allt sem fram fer á leiksýningunni er byggt á raunverulegum atburðum. Text- inn er m.ö.o. enginn tilbúningur. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna og er það að sögn Unnar Aspar í fyrsta sinn sem listnemar fá styrk frá sjóðn- um. „Hugmyndin fæddist hjá mér í skólanum þegar ég var á nám- skeiði sem heitir: einleikir. Þar fengum við í fyrsta skipti að vinna sem einstaklingar en ekki í hópi og var verið að reyna að hvetja okkur til að gera eitthvað nýtt,“ segir Unnur Ösp í samtali við Morg- unblaðið. „Hversdagsleikinn og raunveru- leikinn hefur alltaf heillað mig og smám saman mótaðist hugmyndin um heimildarleikhús.“ Unnur Ösp bendir á í þessu sambandi að áhugi á raunveruleika hafi farið stigvaxandi að undanförnu sem sjáist m.a. í miklu raunveruleika sjónvarpi, þ.e. í þáttum á borð við Survivor og auk- inni heimildarmyndagerð. Unnur Ösp segir að hún hafi safn- að heimildum með því að tala við um fimmtíu til sextíu konur. Tók hún svör þeirra upp á band; klippti þau saman og spilaði á leiksýningu. Á milli þess sem svörin voru leikin lék Unnur Ösp úr útkomnum ævisögum þriggja kvenna; þeirra Maríu Guð- mundsdóttur, ljósmyndara og fyr- isætu, Höllu Linker ævintýrakonu og Kristjönu F. úr bókinni Dýra- garðsbörnum. „Ég fékk ótrúlegan innblástur við það að tala við kon- urnar,“ segir Unnur Ösp. „Ég spurði þær allar fimm spurninga; allt frá því hvað þær væru gamlar og við hvað þær störfuðu og til þess hvað hefði haft mest áhrif á allt þeirra líf. Þetta var allt nafnlaust en svörin klippti ég svo saman sem hljóðverk.“ Unnur Ösp segir að sögur kvennanna hafi verið áhrifa þar hafi þær sagt frá hrotta um atburðum en einnig róm tískum og fallegum stundu Góðar viðtökur Unnur Ösp segir að hún verkið í Nýlistasafninu í ág að viðtökur áhorfenda hafi mjög góðar. „Ég sýndi tíu s og var síðasta sýning flutt á ingarnótt fyrir troðfullu hú að vísa fjöldamörgum frá,“ Unnur Ösp en Nýlistasafni verkefnið með því að leggja ókeypis húsnæði. Unnur Ösp segir að áhor hefðu átt að fá það á tilfinni verið væri að segja sögur ý kvenna en ekki einhverrar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors Björn Tho Leiksýning byggð á raunverulegum atburðum „ÞAÐ er ekki auðvelt að útskýra hvernig það kom til að við fórum að vinna að verkefni sem tengist ís- lenskum landbúnaði. Hvorugur okk- ar hefur í sveit verið svo heitið geti og við erum í raun og veru það sem kalla má borgarstrákar. Tveir piltar af mölinni.“ Á þessum orðum hefst inngangur að skýrslu um verkefni þeirra Benedikts Inga Tómassonar og Björns Brynjúlfssonar, nemenda í verkfræði, en verkefnið gekk í stuttu máli út á vigtun sauðfjár og skráningu þyngdar þess sjálfvirkt í gagnagrunn með hjálp rafrænna auðkenna. Verkefnið var unnið á tímabilinu júní til september árið 2001, með styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna og Framleiðnisjóði landbún- aðarins í samstarfi við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri. Einnig voru þeir Benedikt og Björn í sam- starfi við Marel hf. sem lánaði tækja- búnað við smíði vigtar. Benedikt og Björn smíðuðu tölvu- stýrðan vigtunargang fyrir kindur og fóru prófanir á honum fram í til- raunabúi Landbúnaðarháskólans að Hesti í september sl. Þeir segja að niðurstöður tilraunanna hafi gefið góða raun og sýnt fram á að notkun fyrrnefnds búnaðar sé raunhæfur möguleiki í fjárhúsum framtíð- arinnar. „Hér er um frumgerð þessa búnaðar að ræða og enn frekari þró- unarvinna er nauðsynleg til að hægt sé að selja hann til fjárbænda. Eins og staðan er í dag er ekki til sam- bærilegur búnaður fyrir fjárhús og er hér því um raunverulega nýsköp- un að ræða,“ segja þeir í inngangi að skýrslu um verkefnið. Kveikjan var áhugi á RFID-tækni Benedikt og Björn segja að kveikjan að verkefninu hafi verið áhugi þeirra á svonefndri RFID- tækni, sem þeir hafi þekkt í nokkurn tíma, en RFID-tækni byggist á þráðlausum samskiptum milli raf- rænna auðkenna og lesara. Rafrænu auðkennin geyma ákveðið magn upplýsinga sem lesari getur lesið þegar merkið er innan ákveðinnar fjarlægðar frá honum. Benedikt og Björn segja að eftir miklar vangaveltur hafi áhugi þeirra beinst að íslenskum landbúnaði og notkunarmöguleikum fyrrgreindrar tækni fyrir hann. Eins og fyrr segir byggist hug- myndin á tölvustýrðum vigt- unargangi fyrir kindur. „Ga er með einstefnuhlið á enda þannig að einungis er hægt í eina átt í gegnum ganginn miðjum ganginum er vigt se urnar ganga yfir og yfir vig skynjari sem les auðkennin enda vigtarinnar er ljósnem gefur til kynna þegar kindin staðsett á vigtinni og óhætt taka þyngdarmælingu. Með móti er hægt að lesa þyngd arinnar á sjálfvirkan hátt og gagnagrunn í hvert skipti s fer í gegnum ganginn,“ seg skýrslu þeirra Benedikts og en því má bæta við að virkn ins er stjórnað með Easy-ið MeMe-landbúnaðarforriti s um samskipti við RFID-les vigtina og skráir mælingar grunn. „Forritið er Visual B forrit sem keyrir á öllum ve legum PC-heimilistölvum o mjög auðvelt í notkun,“ seg Benedikt Ingi Tómasson og Björn Brynjúlfsson Benedikt Ingi Sjálfvirk vigtun sauðfjár með raf- rænum auðkennum HALLDÓR ÁSGRÍMSSON OG ESB Halldór Ásgrímsson, utanríkis-ráðherra og formaður Fram-sóknarflokksins, hefur nú á nokkrum dögum haldið tvo fyrirlestra, í Háskóla Íslands og í Háskólanum á Akureyri, sem varða Ísland og Evr- ópusambandið. Fyrirlesturinn á Akur- eyri fjallaði sérstaklega um sjávarút- vegsstefnu ESB. Þessi kynningar- starfsemi utanríkisráðherra er að sjálfsögðu til fyrirmyndar. Í umræðum, sem urðu eftir fyrir- lestur utanríkisráðherra í hátíðarsal Háskóla Íslands, spurði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor ráðherrann þeirrar spurningar hvort yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni væru ekki enn ein meginástæðan fyrir því, að aðild að Evrópusambandinu kæmi ekki til greina fyrir Ísland. Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins sl. miðvikudag svaraði Halldór Ás- grímsson spurningunni efnislega á þessa leið: „Halldór svaraði því til að ef hann hefði verið spurður þessarar spurn- ingar fyrir tíu árum hefði svarið verið á allt annan veg en nú. Þá hefði hann talið algjörlega vonlaust fyrir Ísland að gerast aðili að Evrópusambandinu vegna sjávarútvegsstefnunnar en nú telji hann forsendur að ýmsu leyti breyttar og hann líti fjárfestingu er- lendra aðila í sjávarútvegi t.d. öðrum augum en þá. „Aðalatriðið er að ég met málin öðru vísi nú og hvort það merkir að fyrri skoðun mín hafi verið röng eða að aðstæður hafi breyst, það er svo annað mál.“ Það er athyglisvert, að utanríkisráð- herra svaraði ekki beint spurningu prófessorsins. Hann lýsti breyttri af- stöðu sinni til erlendrar fjárfestingar í sjávarútvegi, sem Morgunblaðið er honum sammála um, en hann tjáði sig ekki beint um þá spurningu, sem að honum var beint. Í fyrirlestrinum á Akureyri í gær sagði utanríkisráðherra m.a.: „...í um- ræðu á Íslandi hefur það gjarnan verið viðkvæðið að Evrópusambandsaðild komi ekki til greina vegna sjávarút- vegsstefnunnar, sem þar er rekin. Án frekari raka eða greiningar er gengið út frá því, að sjávarútvegsstefna ESB sé ósamrýmanleg íslenskum hagsmun- um, að um hvítt og svart sé að ræða, ol- íu og vatn, sem ekki megi blanda.“ Það er ekki rétt hjá utanríkisráð- herra að umræður hér á Íslandi um sjávarútvegsstefnu ESB hafi farið fram án raka. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina vegna þess, að í henni fælist að formleg yfirráð yfir íslenzkri fiskveiði- lögsögu færðust til Brussel. Þetta er auðvitað grundvallaratriði og það er eðlilegt að umræður um þetta mál snú- ist um grundvallaratriði. Það er hægt að færa alls kyns rök fyrir því, að íslenzkur sjávarútvegur mundi njóta góðs af aðild að Evrópu- sambandinu á einstökum sviðum og það er hægt að tilgreina ýmis rök fyrir hinu gagnstæða. Þetta eru minni háttar mál. Aðal- málið er afstaðan til þess, hvort við Ís- lendingar erum tilbúnir til að veita öðrum þjóðum hlutdeild í ákvörðunum um nýtingu fiskveiðilögsögu okkar. Í fyrirlestri sínum á Akureyri lýsti Halldór Ásgrímsson því, hvernig slík ákvarðanataka mundi fara fram. Hann sagði: „Efnahagslögsögu Evrópusam- bandsins er skipt upp í veiðisvæði. Á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar er ákvarðað á fundum sjávarútvegsráð- herra hversu mikið skuli veitt úr hverjum stofni á svæðinu og þeim veiðiheimildum er síðan skipt upp á milli aðildarríkja í hlutfalli við veiði- reynslu þeirra og mikilvægis sjávar- útvegs í þjóðarbúskap. Skipting og rekstur þessara veiðiheimilda er eftir það í höndum viðkomandi ríkis svo og eftirlit með veiðum.“ Í þessum orðum utanríkisráðherra felst, að þær ákvarðanir, sem sjávarút- vegsráðherra Íslands tekur á hverju vori eða snemma sumars yrðu teknar á sameiginlegum fundi allra sjávarút- vegsráðherra ESB-ríkja. Þar mundi sjávarútvegsráðherra Breta koma við sögu, svo að nefndir séu gamlir vinir okkar, sem þrisvar sinnum sendu her- skip inn í lögsögu okkar og settu á okk- ur löndunarbannið í fjórða sinnið. Þar mundi sjávarútvegsráðherra Spán- verja koma við sögu, svo nefndur sé fulltrúi þeirrar þjóðar, sem í okkar heimshluta hefur verst orð á sér fyrir umgengni og yfirgang í fiskveiðilög- sögum annarra ríkja. Dettur einhverjum í hug, að Íslend- ingum hugnist þetta? Hvað mundi fólkið í sjávarplássunum í kringum landið, þar á meðal í kjördæmi utan- ríkisráðherra, hugsa meðan beðið væri eftir ákvörðuninni frá Brussel? Halldór Ásgrímsson gerir sér þetta alveg ljóst enda sagði hann á Akureyri í gær: „Engu að síður tel ég nauðsyn- legt, komi til aðildarviðræðna, að sér- staða svæðisins umhverfis Ísland yrði áréttuð með óyggjandi hætti. Í því efni yrði lausn líkt og Norðmenn náðu fram í sínum aðildarsamningum ekki full- nægjandi.“ Í framhaldi af þessum ummælum sagði utanríkisráðherra: „Sérstöðu ís- lenska hafsvæðisins þyrfti ekki að setja fram sem almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sem sértæka beitingu hennar á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu, þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind okkar, sem ekki er sameigin- leg með öðrum aðildarríkjum ESB, yrðu teknar hér á landi.“ Það er æskilegt að utanríkisráð- herra skýri þessi orð með þeim hætti að íslenzkur almenningur, þar á meðal sjómenn og útgerðarmenn um land allt og íbúar sjávarplássa, skilji hvað þau þýða. Þessa orðanotkun skilja ekki aðrir en embættismenn án þess að gert sé lítið úr þeim. Loks sagði Halldór Ásgrímsson í ræðu sinni í gær: „Það er langt í frá sjálfgefið að slík sérstaða sett fram í aðildarsamningi gæti hlotið samþykki allra aðildarríkja. Það er heldur ekki útilokað og ljóst er að án slíks sér- ákvæðis munum við um alla framtíð sigla okkar sjó utan ESB.“ Þess orð utanríkisráðherra benda vissulega til þess, að ekki sé jafn langt á milli sjónarmiða hans og þeirra, sem telja engar forsendur fyrir aðild að ESB að óbreyttum aðstæðum, og stundum lítur út fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.