Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 64

Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!! www.atv.is – Skeifunni 17 Afritunarhugbúnaður ÞESSAR litríku hnátur komust sannarlega á flug er þær róluðu sér í frímínútum í Austurbæjarskóla í gær. Án nokkurs vafa hafa þær mætt endurnærðar í næsta tíma, til- búnar til frekari lærdóms. Morgunblaðið/RAX Á flugi í frímínútum EFTIRLITSNEFND með fjármál- um sveitarfélaga hefur aðvarað 31 sveitarfélag vegna slæmrar fjár- hagslegrar stöðu á árinu 2000. Er þetta ellefu sveitarfélögum fleira en fengu hliðstætt bréf fyrir ári. Borgarbyggð, Húsavíkurbær og Fjarðabyggð eru meðal þeirra sveitarfélaga sem nú fá bréf í fyrsta skipti en stóru sveitarfélögin á Vestfjörðum sleppa. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur það hlutverk að gera árlega athugun á fjárhags- stöðu sveitarfélaganna. Athugunin nú er önnur í röðinni og byggist á niðurstöðum ársreikninga ársins 2000 og fjárhagsáætlun fyrir 2001. Einkum eru skoðaðar ýmsar lykil- tölur í rekstri. Ef þær standast ekki viðmið sem nefndin hefur ákveðið eru sveitarfélögin aðvöruð og óskað eftir svörum um það hvernig þróunin hafi verið á síðasta ári og hvernig sveitarstjórnirnar hyggist bregðast við fjárhagsvand- anum. Að þessu sinni er talin ástæða til að aðvara 31 sveitarfélag en í fyrra fengu 20 sambærilegt bréf. Af þessu 31 sveitarfélagi voru 11 einn- ig á listanum á síðasta ári. Hafa því níu sveitarfélög náð að komast út úr fjárhagsvanda, samkvæmt mæli- kvarða nefndarinnar, en 20 komist í vanda. Meðal þeirra sem hafa bætt sig svona mikið eru Ísafjörður, Bol- ungarvík, Vesturbyggð, Akranes, Stykkishólmur og Austur-Hérað. Meðal þeirra sveitarfélaga/staða sem bætast við eru hins vegar nokkur meðalstór sveitarfélög, svo sem Bessastaðahreppur, Sand- gerði, Borgarbyggð, Skagaströnd, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Fjarðabyggð og Hella. Aðrir á listanum nú eru Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Vatnsleysuströnd, Leirár- og Melahreppur, Borgar- fjarðarsveit, Snæfellsbær, Saur- bæjarhreppur, Kirkjubólshreppur, Skagafjörður, Torfalækjarhreppur, Blönduós, Ólafsfjörður, Aðaldæla- hreppur, Vestmannaeyjar, Villinga- holtshreppur, Biskupstungur, Hval- fjarðarströnd, Eyja- og Miklaholts- hreppur, Fellahreppur og Laugar- dalshreppur. Sveitarstjórnirnar hafa tveggja mánaða frest til að svara bréfi nefndarinnar. Aðvara 31 sveitarfélag vegna fjárhagsvanda  Fjárhagsstaða bæjarsjóðs/18 Tuttugu ný vandamál hafa bæst við frá síðasta ári HEILDARINNFLUTNINGUR á áfengi til landsins nær tvöfaldaðist á tímabilinu frá 1990 til 2000 sam- kvæmt innflutningstölum Hagstofu Íslands. Árið 1990 voru samtals fluttar 2.567.540 lítrar til landsins af áfengi en tíu árum seinna eða árið 2000 nam innflutningurinn 4.849.999 lítrum skv. upplýsingum Hagstof- unnar. Cif-verð innflutts áfengis á árinu 1990 var um 625 milljónir kr. en 976 millj. kr. árið 2000. Heild- arsala ÁTVR á áfengi í fyrra, að meðtöldum bjór, jókst um 7,33% í lítrum talið á milli ára, skv. sölutöl- um ÁTVR. Mælt í alkóhóllítrum nam neyslan 1.092 milljónum lítra samanborið við 1.027 milljónir lítra árið 2000 og er það aukning um 6,43%. Samdráttur í tóbakssölu Sala á vindlingum dróst saman um 2,9% milli ára, á reyktóbaki um 4,7% og á vindlum um 1,8%. Veru- leg aukning varð í sölu á léttvínum, sala á rauðvíni jókst um 19,1% milli ára og sala á hvítvíni jókst um 17,7%. Sala á bjór jókst um rúm 6,5% milli ára í 10,3 milljónir lítra. Sala á viskíi jókst um 1,3%, sala á brenni- víni og vodka stóð því sem næst í stað en sala á rommi dróst saman um 4,15% og sala á snöfsum um 5,5%. Innflutningur áfengis tvöfaldast á 10 árum KVIKMYNDASJÓÐUR Ís- lands veitti í gær vilyrði fyrir 180 milljónum króna til fram- leiðslu kvikmynda árið 2003 og úthlutaði 196 milljónum til kvikmyndagerðar á árinu 2002. Vilyrði fyrir hæstu styrkjun- um á næsta ári hlutu fimm verkefni. Sögn ehf. hlaut 47,5 milljónir til framleiðslu á kvik- myndinni Sögu í leikstjórn Baltasars Kormáks, Íslenska kvikmyndasamsteypan hlaut 40 milljónir til framleiðslu á myndinni Sólon Íslandus í leik- stjórn Margrétar Rúnar Guð- mundsdóttur, Kvikmyndafé- lagið Dís fékk 30 milljónir til að framleiða myndina Dís í leik- stjórn Kristófers Dignus, Ís- lenska kvikmyndasamsteypan fékk 30 milljónir til framleiðslu myndarinnar Skari Skrípó í leikstjórn Óskars Jónassonar og Saga film hlaut 25 milljónir til framleiðslu myndarinnar Draumur í dós í leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar. Kvikmyndasjóður Fimm verkefni hlutu hæstu styrkina  Sjö myndir/28 NÝTING á hótelherbergjum í Reykjavík minnkaði í fyrra frá árinu á undan úr 71% nýtingu í 69% nýt- ingu. Hins vegar jókst nýting á her- bergjum fyrir utan Reykjavík alla mánuði ársins 2001, nema í nóvem- ber, og hækkaði meðalnýting um 3% á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Talsverð aukning varð í her- bergjanýtingu í Reykjavík á fyrstu mánuðum ársins í fyrra en samdrátt- ur gerði strax vart við sig í apríl og var viðvarandi út árið, nema í desem- ber sem var svipaður og árið áður. Meðalverð hækkaði á hótelum í Reykjavík um 7% en á landsbyggð- inni hækkaði verðið um 8,5%. Með- alverð á landsbyggðinni er að jafnaði 1.000 krónum lægra en í Reykjavík. Mikill munur er þó á milli hótela ut- an Reykjavíkur, t.d. minnkar með- alnýting á landsbyggðinni um 9% ef hótel á Akureyri og í Keflavík eru tekin frá, segir í fréttatilkynning- unni. Þar kemur einnig fram að bókana- staða á hótelum og í flugi virðist svipuð nú og fyrir ári og ljóst virðist að fækkun er í bókunum frá Banda- ríkjunum en fjölgun frá Evrópu, sér- staklega Bretlandi. Aukin nýt- ing á hót- elum utan Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.