Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI er sjálfgefið að handhafi löngu útrunnins ökuskírteinis sé þar með réttindalaus og þurfi því að greiða sekt fyrir réttindaleysi við akstur. Talið er að fjöldi út- runninna ökuskírteina sé í umferð og er talsvert um að ökumenn hafi samband við lögreglu vegna slíkra skírteina án þess að vita að þeir hafi í raun gild ökuréttindi. Sektir vegna réttindaleysis eru hins vegar mjög háar. Lögreglan á Selfossi stöðvaði nýlega mann um fimmtugt, við venjubundið eftirlit, og reyndist ökuskírteini hans hafa runnið út árið 1981. Þarf hann að greiða sekt og taka bílprófið aftur. Í þeim tilvikum þar sem um rak- ið réttindaleysi er að ræða liggur 60 þúsund króna sekt við fyrsta broti. Við annað brot fer sektin í 100 þúsund krónur en upp frá því má viðkomandi eiga von á ákæru- meðferð og enn harðari viðurlög- um vegna ítrekaðra brota, að sögn Ragnars Þórs Árnasonar, varð- stjóra hjá umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík. Ofangreind dæmi eru af ökumanni með venju- legt bílpróf, sem stöðvaður er án þess að nokkurt tjón hafi hlotist af. Í þeim tilvikum þar sem réttinda- laus ökumaður veldur tjóni í um- ferðinni, greiðir viðkomandi trygg- ingafélag tjónið, enda rýfur réttindaleysi ekki tryggingaskyldu. Tryggingafélagið getur hins vegar sett fram endurkröfu á hendur ökumanninum eftir umfjöllun end- urkröfunefndar sem dómsmálaráð- herra skipar samkvæmt ákvæðum umferðarlaga. Að sögn Sigmars Ármannssonar nefndarmanns er ólíklegt að endurkröfunefnd mæli fyrir um endurkröfu á hendur þeim ökumönnum sem eru rétt- indalausir vegna þess að þeir hafa ekki endurnýjað skírteini sín, eða hafa verið sviptir ökuleyfi. Ef hins vegar er um að ræða réttindaleysi í þeirri merkingu að tjónvaldur hefur aldrei öðlast öku- réttindi er nánast öruggt að mælt verði fyrir um endurkröfu enda sé möguleiki á að viðkomandi kunni ekki að stjórna ökutæki og sýni því af sér stórkostlegt gáleysi. Sigmar segir að endurkröfur vegna rétt- indaleysis séu þó fáar enda eru langflest endurkröfumál vegna ölv- unaraksturs. Um háar fjárhæðir getur verið að ræða, t.d. hljóðaði hæsta krafa ársins 2000 upp á 2,5 milljónir króna vegna ölvunarakst- urs. Taka má annað dæmi af rétt- indalausum ökumanni sem lendir í árekstri við ökumann með öll til- skilin ökuréttindi. Ef sá síðar- nefndi er í órétti segir Ragnar Þór Árnason að bótaábyrgð falli á hann, en sá réttindalausi fær sína sekt fyrir réttindaleysi við akstur. Aðspurður segir hann því fjarri sanni að ökumaður með ökurétt- indin í lagi, geti að einhverju leyti hagnast á því að lenda í árekstri við réttindalausan ökumann, ef sá réttindalausi á enga sök á tjóninu. Útrunnið skírteini en bílprófið í lagi Hvað snertir þá þversögn sem virðist felast í því að vera með út- runnið ökuskírteini án þess að vera réttindalaus, segir Ragnar að skýr- inganna sé að leita í breytingum á umferðarlögum 1. mars 1988. „Þeir sem höfðu fengið bílpróf og fulln- aðarskírteini þar að lútandi eftir 1. mars 1988 voru þar með með komnir með ökuréttindi til 70 ára aldurs og dagsetning á gildistíma skírteina þeirra er rétt,“ segir hann. Öðru máli gildir hins vegar um þá sem fengu fullnaðarskírteini fyrir 1. mars. 1988. Fyrir þann tíma voru gefin út fullnaðarskír- teini til 10 ára í senn. Þau skírteini sem ekki voru útrunnin fyrir 1. mars 1988 veita handhöfum sínum ökuréttindi til sjötugs. Samkvæmt þessu þurfa því ekki allir hand- hafar gömlu 10 ára skírteinanna að endurnýja. „Það hringja margir í okkur vegna útrunninna skírteina sinna en síðan kemur í ljós að það er allt í lagi með bílprófin þeirra,“ segir Ragnar Þór. Í þeim hópi sem hringja í lög- regluna í óvissu um bílprófið sitt eru ökumenn sem fengu útgefið skírteini til 10 ára fyrir 1. mars 1988. Þannig má taka dæmi af manni fæddum 1965 sem fékk 10 ára skírteini árið 1983. Þótt skír- teini hans gildi til 1993 eru öku- réttindin í lagi, enda hefur hann þau til ársins 2035 þótt skírteinið hafi runnið út 1993. Tekið skal fram að hér að fram- an var miðað við B-ökuréttindi, þ.e. bílpróf á fólksbifreið til einka- nota. Staða réttindalausra ökumanna í umferðinni Fjöldi útrunn- inna ökuskír- teina í umferð GENGI hlutabréfa í deCode Gen- etics var 6,33 dalir við lok viðskipta í gær og var það 0,5% hækkun frá lokagengi mánudagsins. Verð hluta- bréfanna nam 10,2 Bandaríkjadölum í upphafi árs og hefur lækkað jafnt og þétt síðan. Lækkunin frá áramót- um til dagsins í gær nemur 38%. Strax í byrjun janúar fór gengi bréfanna undir tíu dali, tæpum þremur vikum seinna var það komið undir níu dali og hálfum mánuði þar á eftir fór gengið undir átta dali. Eftir aðrar tvær vikur, í lok febrúar, fór gengið undir sjö dollara. Viku síðar, sem var síðastliðinn fimmtu- dag, náði það lágmarki og fór í 5,85 dali, sem er 43% lækkun frá áramót- um. Gengi de- Code hefur lækkað um 38% frá ára- mótum ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sendi þeim Jó- hannesi Jónssyni, stjórnarmanni í Baugi, og Jóni Scheving Thor- steinssyni, framkvæmdastjóra verslunar- og þjónustusviðs Baugs, bréf í gær vegna tölvubréfsins sem hann sendi sömu mönnum þar sem hann mótmælti mjög harðlega uppsögn á samningi við ræstinga- fyrirtæki bróður síns. Jóhannes Jónsson segir bréf Öss- urar vera trúnaðarmál og hann geti því ekki upplýst um innihald þess en staðfestir þó að um afsökunarbréf sé að ræða. Menn sætti sig við þær skýringar sem fram komi í bréfi Öss- urar. Með þessu sé málinu í reynd lokið af hálfu beggja aðila og engra eftirmála að vænta. Össur sendir afsökunarbeiðni BORGARRÁÐ samþykkti í gær til- lögu borgarverkfræðings um að fara eftir teikningum Ara Más Lúðvíkssonar að nýrri yfirbyggðri sundlaug í Laugardal sem á að taka í notkun árið 2004. Bygg- ingin er 5.580 fermetrar og hljóð- ar kostnaðaráætlun upp á rúman milljarð króna fyrir fullfrágengið hús með lausum innréttingum og búnaði. Gert er ráð fyrir fær- anlegri brú og lyftanlegum botni að hluta. Jafnframt samþykkti borgarráð að óska eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um þátt- töku ríkisins í kostnaði við bygg- ingu laugarinnar. Er það í sam- ræmi við íþróttalög nr. 64/1998 um samstarf ríkis og sveitarfé- laga. Í ársbyrjun 2003 er stefnt að því að ljúka ytri frágangi svo unnt verði að taka húsið í notkun með öllu árið 2004. Mynd/Onno ehf. Nýja laugin verður yfirbyggð með færanlegri brú. Stefnt að opnun nýju laugarinnar árið 2004 HAGASKÓLI sigraði Seljaskóla með 38 stigum gegn 31 stigi í gær í keppni til úrslita í spurningakeppn- inni „Nema hvað?“ sem Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur stendur að en þetta er í fyrsta sinn sem spurningakeppni fyrir grunn- skólana er haldin með þessu sniði. Þá fór einnig fram stutt ræðukeppni milli skólanna en þar snerist taflið við og sigraði Seljaskóli Hagaskóla með fimm stigum gegn fjórum. Nemendur tuttugu og fjögurra grunnskóla kepptu í útsláttar- keppni þar sem skólar í hverjum borgarhluta kepptu sín á milli. Sig- urvegarar í borgarhlutunum fjórum kepptu svo í undanúrslitum. Mikill áhugi var meðal nemenda og kenn- ara skólanna og var úrslitakeppn- inni útvarpað beint á Rás tvö. Stefán Pálsson, einn liðsmanna úr hinu sigursæla liði MR, var spyrill keppninnar en Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður ÍTR, veitti sigurvegurunum verðlaun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir afhendir sigurliði Hagaskóla verðlauna- bikarinn í spurningakeppni grunnskólanna. Hagaskóli sterkastur í spurningakeppni ♦ ♦ ♦ HARÐUR árekstur varð á Reykja- nesbraut laust eftir klukkan níu í gærkvöldi. Tveir voru fluttir á slysa- deild vegna meiðsla á fótum og baki. Bílarnir skullu saman á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekkjar- bakka og eru þeir báðir stór- skemmdir. Þá varð þriggja bíla árekstur norðan við Hvalfjarðargöngin um klukkan 18.25 í gær. Einn maður var fluttur á sjúkrahús en hann fékk að fara heim að lokinni skoðun. Tveir bílanna voru dregnir af vettvangi en slysið varð er ökumaður eins bílsins hægði á sér til að beygja út af veg- inum. Árekstur á Reykja- nesbraut ÁRNI Þór Sigurðsson mun skipa fyrsta sæti R-listans í komandi borg- arstjórnarkosningum og Björk Vil- helmsdóttir það sjötta. Á fundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í gærkvöldi bauð Álfheiður Ingadóttur sig fram á móti Árna í fyrsta sætið. Úrslit lágu fyrir á miðnætti og hlaut Árni yfirgnæf- andi kosningu í fyrsta sæti. Björk Vilhelmsdóttir var sjálfkjörin í ann- að sæti og mun hún því taka sjötta sæti R-listans. Kolbeinn Óttarsson Proppé hlaut kosningu í þriðja sæti og tekur hann 11. sætið á R-listanum og er jafn- framt fyrsti varamaður Árna og Bjarkar. Í fjórða sæti var sjálfkjörin Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Árni og Björk í fyrstu sætum VG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.