Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 25 Í VIÐTALI við Ingi- björgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra í Morgunblaðinu sunnu- daginn 11. febrúar sl. segir hún m.a.: „Á und- anförnum árum hefur Kennaraháskólinn ekki ráðið við að veita öllum skólavist sem vilja læra til leikskólakennara. Þetta er auðvitað mjög bagalegt …“ Staðreynd þessa máls er sú að Kenn- araháskóli Íslands hef- ur á undanförnum ár- um getað tekið við öllum þeim sem hafa viljað hefja leikskólakennaranám og hafa haft til þess nægilegan undir- búning svo sem krafist er samkvæmt inntökureglum. Því miður hefur að- sókn að leikskólakennaranámi verið mun minni en vonir hafa staðið til. Sem dæmi má nefna að haustið 2001 var stefnt að því að bjóða 60 nem- endum að hefja staðbundið leik- skólakennaranám en umsóknir voru helmingi færri. Betri aðsókn varð að fjarnámi en einnig þar hefði verið hægt að bæta við nemendum. Kennaraháskólinn tekur undir það sjónarmið borgarstjóra að mik- ilvægt er að laða fleiri nemendur að leikskólakennaranámi og vinnur nú skipulega að því. Sem dæmi um sérstakt átak af hálfu skólans til að efla starf leikskólanna og fjölga leikskóla- kennnurum má nefna að haustið 2000 hófst nýtt nám í leikskóla- fræðum fyrir starfsfólk leikskóla og er það tveggja ára nám sem unnt er að stunda með starfi. Námið er 45 ein- ingar og lýkur með svo- kallaðri diplómu. Þeir sem standast próf geta haldið áfram og lokið leikskólakennaranámi (90 einingum). Á þess- ari námsbraut eru nú um 70 nem- endur og er þess vænst að meirihluti þeirra haldi áfram. Námið hefur mælst vel fyrir og er starfsfólk leik- skóla hvatt til að kynna sér þennan nýja möguleika. Nám við Kenn- araháskólann verður auglýst í mars. Skólinn tekur einnig þátt í kynn- ingarátaki sem Félag leikskólakenn- ara hefur haft frumkvæði að og mikl- ar vonir eru bundnar við. Ljóst er að sveitarfélög geta lagt verulega af mörkum til að kynna leikskólana sem heillandi starfsvett- vang. Á fáum sviðum menntakerfis- ins hefur verið meiri gróska og upp- bygging á undanförnum árum en einmitt á leikskólastiginu. Þá gætu sveitarfélög með ýmsum ráðum greitt fyrir því að fjölga leikskóla- kennaraefnum. Má þar nefna náms- tyrki eða aðra fyrirgreiðslu. Fjölgun leikskólakennara er brýnt átaksverkefni þar sem margir verða að leggja af mörkum. Ingvar Sigurgeirsson Höfundur er deildarforseti grunn- deildar Kennaraháskóla Íslands. Nám Fjölgun leikskólakenn- ara, segir Ingvar Sig- urgeirsson, er brýnt átaksverkefni. Getur tekið við mun fleiri nemendum Á UPPLÝSINGAÖLD í lýðræð-isríki ætti að vera auðvelt að fá rétt- ar upplýsingar og koma þeim á fram- færi. Enginn ætti að þurfa að gjalda fyrir skoðanir sínar, sann- færingu og hugsjónir. Ekki að þurfa að óttast um vinnu sína og lifi- brauð eða að eiga á hættu að mæta per- sónulegum rógi í fjöl- miðlum fyrir það eitt að hafa kynnt sér mál í þaula, myndað sér um það skoðanir sem byggjast á faglegu mati, innsýn, menntun eða sannfæringu og leyfa sér að láta þær skoðanir í ljós á opin- berum vettvangi. Get- ur verið að upplýsinga- öld sé varla hafin á Íslandi og að enn sýni menn illa í verki, að þeir viti hvað felst í lýðræði og málfrelsi? Áróður Á Íslandi er deilt um hvort virkja eigi við Kárahnjúka með mörgum ófyrirsjáanlegum afleiðingum allt frá jöklum og langt út á fiskimið. Sumt er þó fyrirsjáanlegt eins og það að veita einu stórfljóti í annað, umbylta óraskaðri náttúru og eyði- leggja stór og einstök gróðurlendi, sum strax en önnur smátt og smátt. Áróðurinn fyrir þessum fram- kvæmdum er mikill og lúmskur, unninn af fagfólki með næga peninga á milli handa, fjármagnið að lang- mestu leyti almannafé. Þeir sem vilja spyrna við fótum og leyfa sér að hefja upp aðra raust verða að vinna sjálfboðavinnu í stopulum frítíma. Þeir eiga á hættu að fá yfir sig ómak- lega gagnrýni, útúrsnúninga og dylgjur og hætta jafnvel atvinnu- öryggi sínu. Margir veigra sér við slíku sem eðlilegt er. Áróður er orð. Misvitrir stjórn- mála- og fjölmiðlamenn endurtaka orð, oft röng eða hálfsönn, nógu lengi til þess að fólk fer að trúa þeim og reynir ekki að leita sér upplýsinga. Í umræðunni um vatnsaflsvirkjanir á Íslandi eru aftur og aftur notuð röng eða hálfsönn orð, orð sem eru tiltölu- lega ný í umræðu á Íslandi og fólk skilur ekki til fullnustu, en lætur segja sér – og trúir. Þetta eru t.d. orð um auðlindir og flokkun þeirra. Ekki síst er orðið „endurnýj- anlegur“ misnotað. Flokkun auðlinda getur verið flókin og umdeilanleg. Plássleysi í Morgunblaðinu leyfir ekki langt mál en nokk- ur atriði eru þó tiltölu- lega einföld. Lífríkið er endurnýj- anleg auðlind. Lífverur endurnýja sig. Þannig getur lítill (ofnýttur) stofn lífvera vaxið og orðið stór hafi hann til þess skilyrði. Einstak- lingar innan hópsins fjölga sér, nýir einstak- lingar verða til. Enginn lífverustofn getur þó vaxið í það óendanlega. Allir byggja þeir afkomu sína á takmörkuðum auðlindum jarðar sem setja þeim mörk. Vatnsorkan telst líka endur- nýjanleg eða ótakmörkuð eins og aðrar þær auðlindir sem verða til fyrir áhrif himintungla og veðurs, svo sem sólar-, vind- og sjávarfalla- orka. Á heimsvísu er vatnsorkan ótakmörkuð. Svo lengi sem sólin skín og knýr hringrás vatnsins mun vatn falla frá hálendi til láglendis og skila orkunni sem í því býr. Náttúrufegurð telst til hinna ótak- mörkuðu auðlinda rétt eins og vatns- orkan. Forsenda þess að slíkar auð- lindir endist um ókomna tíð er að nýting þeirra sé varfærin. Þó að þessar auðlindir teljist sjálfar ótak- markaðar geta rangar aðferðir við notkun þeirra komið í veg fyrir að þær nýtist sem slíkar. Takmörkuðum auðlindum er gjarnan skipt í endurnýtanlegar og óendurnýtanlegar. Vatn og land eru dæmi um endurnýtanlegar auðlind- ir. Vatn jarðar er til í ákveðnu, tak- mörkuðu magni, en við notum sama vatnið aftur og aftur á sífelldri hring- rás þess um heiminn. Vatnsagnir sem fyrir 70 milljónum ára runnu í blóði risaeðlu gætu nú verið í ein- hverju þeirra augna sem lesa þessar línur. Með aðgætni má nota endur- nýtanlegar auðlindir um alla framtíð þótt magn þeirra sé takmarkað. Óendurnýtanlegar auðlindir eru ólíkar þeim sem á undan hafa verið taldar þannig að þær eru einnota, þær eyðileggjast við notkun. Kola- námur eru gott dæmi. Kolin urðu til við sérstakar aðstæður fyrir milljón- um ára og þótt mikið sé til af þeim er magn þeirra takmarkað og eyðist þegar af því er tekið. Vinnsla og nýt- ing kola veldur miklum umhverfis- spjöllum. Heilu fjöllin eru grafin út og vinnsla, flutningur og brennsla kolanna veldur mengun. Því leita menn annarra orkugjafa, gjarnan hreinna og ótakmarkaðra. Áróðursmeistarar tala stöðugt um að með virkjun við Kárahnjúka sé verið að nýta „endurnýjanlega, hreina orku“. Þetta er misvísandi orðalag svo ekki sé meira sagt. Lón Kárahnjúkavirkjunar drekkir end- urnýjanlegri gróðurauðlind. Aurinn í gruggugu jökulfljótinu sest til í lón- inu, fyllir það og gerir það ónothæft. Ryk og leir fýkur frá brotnum lón- bökkunum, byrgir sýn og hylur gróðurlendi. Þannig er Kárahnjúka- virkjun lík námu. Henni fylgir gíf- urleg eyðilegging á landi og öðrum auðlindum og mengun í formi upp- blásturs, ryks og aurs. Nýting lands- ins á þennan hátt minnir einnig á námugröft að því leyti að hver náma er aðeins notuð í takmarkaðan tíma en verður síðan ónothæf. Þegar lón við Kárahnjúka fyllast auri verða af- komendur okkar að leita orku ann- ars staðar. Landið sem eftir stendur verður þá eins og hver önnur yfirgef- in og ömurlega kolanáma og ónothæf til endurnýjanlegrar nýtingar svo sem beitar eða náttúruskoðunar. Námugröftur við Kárahnjúka Sigrún Helgadóttir Höfundur er með meistaragráðu í stýringu náttúruauðlinda frá Edinborgarháskóla. Hálendið Í umræðunni um vatns- aflsvirkjanir, segir Sig- rún Helgadóttir, eru aftur og aftur notuð röng eða hálfsönn orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.