Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 37 Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 14.30 á Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur Félags framreiðslumanna verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl. 15.00 á Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.              Fulltrúaráðsfundur verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu, Strandgötu 29, í kvöld, mið- vikudagskvöldið 6. mars, kl. 20:30. Dagskrá: 1. Samþykkt framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar nk. vor. 2. Önnur mál.              TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Rekstur á leikskóla Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í rekstur á leikskólanum Rjúpnasölum 3, Kópavogi. Um er að ræða nýjan leikskóla, sem er 794 fm, með fullfrágenginni lóð í nýju hverfi eftst í Salahverfi. Skólinn er hannaður sem sex deilda leikskóli fyrir 122 börn, og er gert ráð fyrir að rekstur hans hefjist í byrjun júní 2002. Tilboðið skal innifela allan rekstur leikskólans samkvæmt útboðsgögnum, gerðum af verk- fræðistofunni VSO ráðgjöf ehf. í febrúar 2002. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa- vogs, gegn 10.000 kr. skilatryggingu, frá og með miðvikudeginum 6. mars 2002. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. mars 2002 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjarsjóður Kópavogs. TILKYNNINGAR Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, þriðjudag- inn 19. mars nk. kl. 20.00—22.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Auglýsing um mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulagsstofnunar Reykjanesbraut, breikkun milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur eins og henni er lýst í matsskýrslu framkvæmdaraðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 3. apríl 2002. Skipulagsstofnun. Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Snæfells- bæjar 1995—2015 við Arnarstapa og Hellna Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995—2015. Breytingartillagan tekur til landnotkunar í og við byggðakjarnana á Arnarstapa og Hellnum. Tillagan, sem samanstendur af uppdrætti og greinargerð, liggur frammi á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar í Röst á Hellissandi og hjá Skipulagsstofnun frá 6. mars til 6. apríl 2002 á venjulegum skrifstofutíma. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur a að gera athuga- semdir við breytingartillöguna. Athugasemd- um skal skila fyrir 20. apríl 2002. Athugasemd- ir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar, Snæfells- ási 2, Hellissandi, 360 Snæfellsbær. Þeir, sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi í Reykjavík Grafarvogur, lóð Landssímans sunnan Borgarvegar austan Smárarima. Í samræmi við 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og deiliskipulagsáætlun fyrir lóð Landssímans í Rimahverfi Grafarvogi. Tillögurnar taka til svæðis er afmarkast af lóð Rimaskóla til suðurs, Smárarima til vesturs, Borgarvegi til norðurs og íbúðabyggð við Laufrima og Mosarima til austurs. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi gerir ráð fyrir að breyta landnotkun lóðarinnar úr athafnasvæði í íbúðarsvæði að mestu. U.þ.b. 5700 m2 svæði (tvær lóðir), í kringum núverandi byggingar, verður þó áfram athafnasvæði. Þá verður hluti svæðisins syðst á reitnum, sem liggur að lóð Rimaskóla, stofnanasvæði þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja leikskóla og grunnskóla fyrir yngstu börnin. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að nyrst á svæðinu, upp við Borgarveg, rísi þrjár íbúðarblokkir 7-11 hæða með u.þ.b. 132 íbúðum auk þjónustumiðstöðvar. Þar rísi jafnframt tvær íbúðarblokkir á þremur hæðum með allt að 72 íbúðum. Heimilt verði að reisa hjúkrunarheimili í stað 3 hæða blokkanna. Samkvæmt tillögunni verður lögð ný gata um mitt svæðið. Milli hennar og núverandi byggðar við Laufrima og Mosarima verði heimilt að byggja 8 raðhús á 2. hæðum með samtals um 59 íbúðum. Aðkoma að þeim verður um hina nýju götu. Á miðju svæðinu, í kringum núverandi hús fjarskiptastöðvarinnar, verði auk þess heimilt að reisa atvinnuhúsnæði á 2. hæðum. Syðst, við lóð Rimaskóla, er gert ráð fyrir stofnanalóð fyrir barnaskóla fyrir yngri börn og leikskóla á allt að 2 hæðum. Vestast á svæðinu, við Smárarima, er gert ráð fyrir 47 einbýlishúsum á 1-2 hæðum með aðkomu frá Smárarima. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 6. mars 2002 til 17. apríl 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 17. apríl 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. mars 2002. Skipulags- og byggingarsvið. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um deiliskipulag fyrir tjaldstæði undir Hrossabrekkum við Hellissand Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag fyrir tjald- stæði undir Hrossabrekkum við Hellissand í Snæ- fellsbæ. Deiliskipulagið, sem samanstendur af uppdrætti ásamt skipulags- og byggingarskilmálum, liggur frammi á bæjarskrifstofu Snæfells- bæjar í Röst á Hellissandi frá 6. mars til 6. apríl 2002 á venjulegum skrifstofutíma. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagið. Athugasemdum skal skila fyrir 20. apríl 2002. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, Hellissandi, 360 Snæfellsbæ. Þeir, sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir, Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdótt- ir, Erla Alexandersdóttir, Margrét Hafsteinsdóttir og Garðar Björgvinsson micha- el-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavík- ur starfar í nánum tengslum við Sálarrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  182368  Fr.  GLITNIR 6002030619 III  Njörður 6002030619 I I.O.O.F. 7  182367½  Sp. I.O.O.F. 9  182368½  III  EDDA 6002030620 I Fræðslufundur  HELGAFELL 6002030619 VI Frl. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20.30. Friðrik Hilmarsson talar. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is . Aðalfundur Ferðafélags Ís- lands verður haldinn í FÍ-saln- um, Mörkinni 6, fimmtudag- inn 14. mars 2002 kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Félagar, fjölmennið. Gönguskíðaferð á Hengils- svæðinu 8.—10. mars, fullt fæði innifalið, notið tækifærið. Dagsferð fyrir gönguskíðafólk sunnudaginn 10. mars kl. 10:30, farið út í óvissuna. Munið að staðfesta pantanir í sumarleyfisferðir, biðlistar eru komnir í sumar ferðir. www.fi.is Dagskrá FÍ bls. 619 í textavarp- inu. Góða ferð. FÉLAGSSTARF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.