Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Stefánssonfæddist í Hjarð- arholti í Dölum 17. júní 1938. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Stefán Agnar Hjart- arson frá Hjarðar- holti í Laxárdal, f. 12. maí 1909, d. 28. febr- úar 1953, og Sólveig Böðvarsdóttir frá Hrútsstöðum í Lax- árdal, f. 27. júní 1908, d. 9. október 1988. Systkini Árna eru: Sigurður Hjörtur, f. 8. desember 1943, d. 6. nóvember 1975, og Ingunn Erna, f. 5. ágúst 1947. Árni kvæntist hinn 1. septem- ber 1962 Guðrúnu Höllu Guð- mundsdóttur, f. 5. júlí 1939. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jóhannesson og Að- albjörg Hallmundsdóttir. Árni og Guðrún Halla eiga tvo syni: 1) Árni Snorri vélfræðingur, f. 25. júní 1959. Kona hans er Lilja Þor- steinsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Dóttir þeirra er Hulda, f. 17. maí 1988. 2) Sverrir ferðafræðingur, f. 27. ágúst 1978. Unnusta hans er Fanný B. Jóhannsdóttir ferða- fræðingur. Árni og Guðrún Halla hófu bú- skap á Kársnesi 1959 og hafa búið í Kópa- vogi síðan. Þau reistu sér hús á Melaheiði 1 árið 1969 en hafa búið í Gullsmára 7 síðustu árin. Árni varð stúd- ent frá Verslunar- skóla Íslands árið 1959 og tók kenn- arapróf árið 1961. Á námsárum sínum stundaði hann sum- arvinnu hjá Flug- málastjórn í Reykja- vík. Árni hefur stundað kennslu í Kópavogi alla tíð að frátöldum árunum 1972– 1974 er þau hjón unnu við veð- urathuganir á Hveravöllum. Hann hóf kennslu við Kársnesskóla og kenndi síðan við Víghólaskóla. Síðustu 19 árin kenndi hann við Kópavogsskóla utan árs náms- leyfis árið 1995 er hann stundaði íslenskunám við Háskóla Íslands. Íslenska var hans aðalkennslufag og hann hefur meðal annars sam- ið kennslubók í málfræði fyrir unglingastig. Að undanförnu hef- ur hann unnið að gerð skólanáms- skrár í íslensku fyrir unglinga- stig. Útför Árna fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fyrir hönd árgangsins ’82 viljum við kveðja yndislegan mann. Ís- lenskukennarann okkar úr Kópa- vogsskóla. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann, en hæst ber skemmtilegar stundir í íslenskutím- um. Litla gula hænan sem át kornið var gríðarvinsæl í setningafræði og allir voru farnir að kunna utan að hvernig átti að greina setninguna. Vinsældir Árna sem kennara sönn- uðust á árshátíðinni í 10. bekk þegar hann vann með yfirburðum kosningu um vinsælasta kennarann. Þau orð sem við fundum sem lýstu Árna best voru: Jákvæði; alveg sama hve illa okkur gekk að skilja og þol- inmæði; sama hve oft hann þurfti að útskýra málin út af látum í okkur. Það eina sem Árni þurfti að gera til að fá þögn var að segja með ákveð- inni röddu og svolítið hátt „þei, þei“ (en innst inni vissi maður að hann var bara ákveðinn til að fá athygli) og þá vissu allir að alvara væri á ferð og best að halda sig á mottunni. Elsku Árni, með þessum fáu orð- um viljum við kveðja þig með söknuð í hjarta. Kær kveðja, fyrir hönd ’82 ár- gangsins, Guðrún Svava og Lára. Kynni okkar Árna hófust þegar við fluttum á sama tíma í Gullsmár- ann, á 11. hæðina. Okkur nágrönn- unum fimm varð fljótt vel til vina, þær Guðrúnar Halla og Hafdís sáu strax að þær áttu fleira sameiginlegt en nafnið eitt, og í baráttu okkar Hafdísar sl. ár kom það í ljós hvað Árni, Halla og Sverrir voru góðir ná- grannar, ekki uppáþrengjandi en ávallt til staðar. Af þessum erum við bara þrjú eftir til að syrgja. En eins og segir í gamalli íslenskri speki eng- inn veit hver annan grefur. Við Árni áttum margt sameigin- legt bæði að starfi og í skoðunum, við hittumst oft og ræddum þá í góðu tómi gang mála í samfélaginu hvað betur mætti fara og hvað vel var gert, vinstri viðhorf okkar voru ekki til fjárhagslegs ávinnings heldur til aukningar þess manngildis sem við vorum sammála um. Ljóð og gam- anmál áttu líka sinn þátt í því að tengja okkur. Árni var mjög vel lið- inn af nemendum sínum sem og af hverju því verki sem hann tók að sér. Nú mun hvítt síðvetrarbrekán þeirr- ar móður sem skapar jafnt og tekur leggjast yfir hann. Óska ég þess að hann eins og aðrir fáir að sofa í ró og sendi aðstaðendum mína dýpstu samúðarkveðju. Einar M. Guðmundsson og fjölskylda. Vinur okkar og starfsfélagi Árni Stefánsson er fallinn frá. Okkur set- ur hljóð. Hann hafði starfað með okkur í Kópavogsskóla í fjölda ára og var reyndar enn við kennslu þótt hann hefði látið formlega af störfum síðasta vor. Honum fannst gott að minnka við sig starfið en vildi þó vera með nokkra tíma í vetur. Hann var einn af félögunum í „horninu“ svo- kallaða á kennarastofunni. Í frímín- útum voru ýmis mál krufin og var Árni eftirsóttur félagi þar, fróður og skemmtilegur í samræðum og hnytt- inn í tilsvörum. Gott var að leita til hans með ís- lenskt mál, þar var hann á heima- velli, vandvirkur og nákvæmur. Sjálfsagt þótti að velja Árna til rit- unar málsins þegar vanda átti til verka. Hann helgaði íslenskunni starfskrafta sína og nemendur hafa oft haft á orði hversu eftirminnileg frásagnarlist hans var í bókmennta- kennslunni. Við minnumst einnig margra ánægjulegra stunda með vini okkar utan starfsins. Hann var hlý og traust persóna í öllum samskiptum. Hann hafði ásamt fjölskyldu sinni byggt sér sumarbústað á fögrum stað á Snæfellsnesi og ætlaði að njóta efri áranna í þeirri náttúru- paradís. Ógleymanlegar eru mót- tökur þeirra hjóna er þau buðu okk- ur samstarfsmönnum Árna í bústaðinn til sín haustið 2000 í ynd- islegu veðri. Við sendum Höllu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og kveðjum félaga okkar með þessari vísu úr Hávamálum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Guðleifur Guðmundsson, Sigurður Þorsteinsson, Valdís Þorkelsdóttir. „Skjótt skipast veður í lofti“ er eitt af mörgum veðurfræðilegum mál- tækjum sem notað er í ýmiss konar yfirfærðri merkingu, m.a. þegar fólk fellur snögglega frá. Mér komu þessi orð í hug er ég frétti skyndilegt and- lát Árna Stefánssonar kennara sem ég og aðrir starfsmenn Veðurstof- unnar þekktum fyrst og fremst sem Árna hennar Höllu Guðmunds. Þótt við Árni hittumst ekki oft nema á samkomum Veðurstofunnar fannst mér ég þekkja hann nokkuð eftir áralangt samstarf mitt við Höllu á spádeild Veðurstofunnar. Svo ná- tengd voru þau í lífi og starfi. Ekki síst var mér ljóst að þau hjón voru bæði miklir sælkerar á mat. Áhugi hennar á matseld kom oft fram með þeim hætti að hún vildi reyna þessa eða hina uppskriftina sem hún komst yfir í blöðum og tímaritum á Árna sínum og fór ekki dult með tilhlökk- unina sem í því fólst. En Árni tengd- ist ekki bara Veðurstofunni í gegn- um meira en 40 ára starf eigin- konunnar þar. Saman störfuðu þau hjón sem veðurathugunarmenn á Hveravöllum um tveggja ára skeið á árunum 1972 til 1974 og sinntu því erfiða starfi með ágætum. Þá voru Hveravellir afar einangraður staður og vetrarsamgöngur nánast engar ef frá er talin póst- og matarsending þangað fyrir jól. Því reyndi mikið á að starfsmenn þar gætu leyst flest verkefni sem upp komu á eigin spýt- ur. Þetta tókst þeim Árna og Höllu með mikilli prýði. Fyrir hönd Veðurstofunnar vil ég þakka Árna framlag hans á Hvera- völlum. Höllu og fjölskyldu hennar svo og öðrum ættingjum Árna Stef- ánssonar sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Magnús Jónsson. Í dagdraumum heilbrigðs manns er dauðinn ekki raunverulegur. Hon- um er þar hafnað þótt hann sé það eina sem við getum gengið að sem vísu í jarðlífi okkar. Það kann m.a. að vera ástæða þess hversu dauðinn kemur okkur alltaf í opna skjöldu þegar hann kveður dyra í ranni okk- ar eða nágrenni. Við sem störfuðum með Árna Stefánssyni gerðum okkur fulla grein fyrir því að hann gekk trauðla heill til skógar. Hann varð fyrir al- varlegu áfalli fyrir nokkrum árum en lét ekki deigan síga. Það var ekki að hans skapi að taka upp nýja lifnaðar- hætti til að lengja lífið um einhver ótiltekin ár. Þrátt fyrir þessa vitn- eskju kom andlát hans okkur hér í Kópavogsskóla í opna skjöldu, starfsmenn og nemendur setti hljóða, 25. febrúar varð sorgardagur í skólanum. Ég heyrði Árna fyrst getið fyrir u.þ.b. 50 árum. Hann var þá virðu- legur unglingur á Kársnesinu en ég sveinstauli á Digraneshálsinum. Ég frétti af honum sem vinnandi manni í nýstofnuðu matvælafyrirtæki á Kársnesinu til að draga björg í bú móður sinnar sem þá var nýlega orð- in ekkja með þrjú börn á framfæri sínu og var Árni elstur þeirra. Ein- um sjö til átta árum seinna kynntist ég Árna þegar leiðir okkar lágu sam- an í svonefndri bæjarvinnu skóla- nema. Okkur varð strax ágætlega til vina. Síðar lágu leiðir okkar saman einn vetur í Kennaraskóla Íslands og haustið 1961 gerðumst við báðir kennarar í Kópavogi. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar voru leiðir okkar nokkuð aðskildar en þegar ég kom til starfa sem skóla- stjóri Kópavogsskóla haustið 1990 var Árni þar starfandi en hann gerð- ist kennari við Kópavogsskóla 1983. Árni var maður andstæðna. Hann var stórlyndur en í senn lítillátur. Hann var reglusamur en óregla gat líka afvegaleitt hann. Hann var vinnuforkur en gat líka verið væru- kær og seinlátur. Slíkar andstæður búa í okkur öllum – og það sem ræð- ur orðsporinu er hvorum megin ÁRNI STEFÁNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.                                    !         " #$%%  !"       # $ "  %  &  ' %  !     !  ! %  ( () %( ( () * &    '        +,-- ,,  . / ( )'   * !  +    ,   +        ' -.-      /+  0      ! %  0*!1'  +  2*      ('   (' %  +! 2*     3  )'#'       4.4 %   5      6 %  25) 7%  8  9'   * &           8  & ' ' :; '<5=   ' > !    2 8    % "  '  ' 8 %  '" ' 8 %   ?  "'      8 %  &  (% '"    ( () %( ( () *           + @ '   "   ;A '<5= !     1   +  #22%     4 .     4          8   ) %    )    ( () %( ( () *    '      - 0 -    ,,   (  ;B .=   3       / -    2  4 +     3 !'   " #$%% C= 4%  8       & .      C= 8 C= %    . 0 C=    + '           %< *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.