Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ A ð hengja sig í smáat- riðunum er alvar- legur löstur. Að gleyma sér í auka- atriðunum er háska- legt. Að festast í reglum eru vond örlög. En hversu algengir kvillar eru þetta ekki, og hversu oft yf- irsést mönnum ekki meginmálið? Aðalatriðið, hugsjón grunnskól- ans, er fremst í aðalnámskránni, þar birtist hlutverk og markmið skólans, ástæða tilurðar hans og tíu ára skólaskyldu. Í þeim texta er höfuðspurningunni: Hvers vegna eru börn send í skóla? svar- að, og þar stendur margt fallegt sem á að vera efst í huga foreldra þegar þeir senda börnin í skólann á morgnana, og kennara sem taka á móti þeim. Þessi kafli ætti að vera öllum kunnur og engum að gleymast, m.a. til að það sé algerlega á hreinu að í skólum beri að styrkja og efla sjálfsmynd- ina með börnum: „Í grunnskólum ber að efla með nemendum sjálfs- traust og heilbrigðan metnað.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, al- mennur hluti, bls. 15.) Greini for- eldrar að sjálfsmynd barns veikist í skólanum ætti það að vera þeim skýlaust (viðvörunar)merki um að bregðast þurfi skjótt við. Skólinn hefur tekið sér þá ábyrgð og skyldur, að búa nem- endur undir líf og starf og að vera samábyrgur með foreldrum um ákveðna þætti í uppeldinu, eins og að kenna þeim tillitssemi og „að nemendum lærist að þekkja og tjá eigin tilfinningar og kunni jafn- framt að virða tilfinningar ann- arra og tjáningu þeirra, óháð upp- runa, kyni, búsetu, trú eða fötlun.“ (17). Hlutverk og markmið grunn- skólans er svo þýðingarmikið og um leið vand-miðlað, að stundum virðist best að hugsa um eitthvað annað. Það virðist álíka þungt og hlutverk foreldra. En um leið er það lán og verðug áskorun, að gegna svo stóru hlutverki í lífi sér- hvers einstaklings. Ég tel að menn hafi tilhneig- ingu til að flýja undan aðalatrið- unum með því að hugsa um eitt- hvað annað. Ég er t.a.m. sannfærður um að athygli og áhugi Vesturlandabúa á „2000 vandanum“ hafi verið flótti undan (duldum) ótta um heimslok, en í stóru eingyðistrúarbrögðunum er spáð endalokum heimsins á þús- aldarmótum. Eins er hægt að flýja undan hlutverki og markmiðum grunn- skólans með því að ræða tæknileg vandamál. Þess vegna vil ég segja eftirfarandi: Mér er sama um hraðann, mér er sama hvort grunnskólinn stendur í átta, níu, tíu eða ellefu ár, svo lengi sem almenn menntun eflir „gagnrýna, sjálfstæða hugs- un hjá einstaklingum og hæfileika til þess að bregðast við nýjum að- stæðum“. (15.) Mér er sama hversu margar tölvur eru í skólastofunum, hversu háhraðanetið er öflugt, svo lengi sem almenn menntun barna stuðl- ar „að umburðarlyndi, virðingu fyrir náunganum og umhverfinu“. (15.) Mér er sama hversu langur skóladagurinn er eða skólaárið, svo lengi sem nemendur kveljast ekki í skólanum, fái að rækta með sér „eðlislæga sköpunargáfu og aðlögunarhæfni í margbreyti- legum verkefnum innan og utan skóla, m.a. frumleg hugs- anatengsl, rökrænt mat og álykt- unarhæfni, gagnrýna hugsun, kjark til að leysa mál, að setja fyr- irbæri og viðfangsefni í nýtt sam- hengi“. (Lífsleikni, bls.11.) Þótt ég mæli með sveigjanleika í stað stífleika í skólastarfi, þá má umbera ýmsa ytri galla ef grunn- skólinn stuðlar „að því að nem- endur temji sér víðsýni og efli skilning sinn á mannlegum kjör- um og umhverfi“. (17.) Ef skólastarfið stuðlar að „ábyrgð, umhyggju og sáttfýsi“ (18), þá skiptir mig engu hvort það er undir formerkjum kristinnar siðfræði, heimspeki, íslam, búdd- isma eða annarra trúarbragða. Svo lengi sem börnum er gerð grein fyrir því að þau verða að byggja eigin skoðanir á eigin at- hugunum, og að það sé ekki væn- legt til árangurs að taka upp skoð- anir annarra umhugsunarlaust. Aukaatriðin; hraðinn, tölvur, búnaður, eru öll mikilvæg og til hagsbóta og þæginda fyrir nem- endur, foreldra, kennara, og sam- félagið allt. Það er jafnvel hægt að mæla með þeim aukinn hagvöxt, svo lengi sem sú mæling er ekki þverfagleg (margir ólíkir áhrifa- þættir teknir með í dæmið). Höfuðatriðin eiga hinsvegar að hanga uppi á veggjum í skólum: Að efla beri „hæfileikann til að tjá hugsanir sínar og skoðanir og þar með vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Hæfileikann til að taka ábyrgð á gerðum sínum og umhverfi. Hæfileikann til að skilja og bregð- ast við á málefnalegan hátt, með því að taka þátt í margvíslegum samskiptum og ákvörðunum.“ (Mbl. 18/01/02.) Einnig að börnum séu kenndar sammannlegar dyggðir; virðing, hófsemi, glað- værð, hugrekki, hjálpsemi, kurt- eisi, þolinmæði … (ath. enginn verður fullnuma í dyggðum). Mér er líka sama þótt kenn- arinn sé stirður í tölvum og að tæknin vefjist fyrir honum, ef hann kann að byggja sjálfs- myndir, treysta sjálfaga, rækta dyggðir og auka áhugann til að leita sér þekkingar og þjálfa hæfi- leika sína; vekur nýjar spurn- ingar. Ég held að margir kennarar muni eftir og gleymi ekki hlut- verki og markmiði grunnskólans (leikskólans, framhaldsskólans), en daglegt strit er því miður þess eðlis að það þvingar fólk til að gleyma sér í smáatriðunum. Ég held að heillavænlegast sé fyrir kennara að líta á sig sjálfan sem nemanda – sem vilji læra áfram að bera virðingu fyrir öðr- um, finna til samkenndar, og öðl- ast færni í mannlegum sam- skiptum til að láta gott af sér leiða. Smá um aðalatriði „Í grunnskólum ber að efla með nem- endum sjálfstraust og heilbrigðan metn- að.“ Greini foreldrar að sjálfsmynd barns veikist í skólanum ætti það að vera þeim skýlaust (viðvörunar)merki um að bregðast þurfi skjótt við. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is UNDANFARIÐ hafa fjölmiðlar undið ofan af hverju hneyksl- inu á fætur öðru. Allt ber að sama brunni; eftirlitskerfið brást. Forstjórasiðferðið blasir við í sinni nökt- ustu og ömurlegustu mynd. Almenningur trúir vart fréttunum af spillingunni sem þrifist hefur á æðstu stöðum, enda margir af feitustu þjónum ráðamanna sem fara fyrir sjálf- tökuliðinu. Feitustu þjónarnir Feitustu þjónarnir brugðust trausti og fóru offari við sjálftöku úr sjóðum fyrirtækja og stofnana í al- mannaeigu. Mannlegir harmleikur sem ömurlegt er að horfa upp á enda siðleysið náð nýjum hæðum í væru- kærð langrar valdasetu. Það skiptir svo sem engu þegar til lengri tíma er horft hvað margir hausar fjúka, heldur hvernig stjórnvöld standa að því að efla eftirlitskerfið og girða fyrir að sjálftakan geti átt sér stað. Með eftir- litsleysi sínu og aðgerð- arleysi þegar hvert hneykslið rekur annað hafa stjórnvöld brugð- ist trausti almennings. Það er kominn tími til aðgerða. Siðareglur Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögur á Alþingi um siðareglur þingmanna og siðareglur í stjórnsýslu. Í fyrri tillögunni felst að ríkisstjórnin skipi nefnd til þess að setja siðareglur í stjórnsýslunni með það að markmiði að tryggja betur aga, vönduð vinnubrögð og ábyrga meðferð fjármuna í stjórnsýslunni. Í síðari tillögunni felst að skipuð verði nefnd fulltrúa allra þingflokka sem móti siðareglur fyrir alþingis- menn og leggi fram fyrir forsætis- nefnd þingsins til staðfestingar. Brýnt er að tillögur Jóhönnu nái fram að ganga á Alþingi til að svipta hulunni af leynd spillingarinnar og þeirri vantrú sem nú grasserar hjá almenningi í garð stjórnsýslunnar og stjórnmálamanna. Siðferði sjálftökunnar Björgvin G. Sigurðsson Eftirlit Siðleysið hefur náð nýjum hæðum, segir Björgvin G. Sigurðsson, í værukærð langrar valdasetu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. HÁSKÓLI Íslands er og á að vera ,,þjóð- skóli“. Sú staðreynd leggur honum sérstak- ar skyldur á herðar, umfram ýmsar aðrar menntastofnanir í landi okkar, og með sama hætti hlýtur gjörvöll þjóðin að bera miklar skyldur gagn- vart þjóðskóla, sem hefur þann sjálfsagða metnað að vera nú og á komandi árum mesta menningarstofnun landsins og mælir sig jafnframt við hið besta, sem gerist í há- skólaheimi grannlanda okkar. Um þetta hygg ég að ekki sé deilt, en hins vegar skortir mikið á að Há- skólinn hafi enn afmarkað með full- nægjandi hætti hlutverk sitt undir þessu formerki eða þær gagn- kvæmu skyldur Háskóla og þjóðar, sem hér voru nefndar. Lagadeild Háskóla Íslands er og verður hluti þessa þjóðskóla, og hvernig svo sem skilgreiningum og viðmiðunum í þessu efni verður háttar í framtíð- inni hljóta þær að setja sitt svipmót á lagakennsluna. Hér var það nefnt – sem sumum mætti virðast óþarfi – að Háskólinn sé menningarstofnun. Sannleikur- inn er þó sá, að mínu mati, að engu er líkara en að ýmsir mætir en kappsamir menn (einnig háskóla- menn) gleymi þessu stundum í erli hinna rúmhelgu daga. Og Háskól- inn er – og verður vonandi lengi enn – í leiðandi hlutverki sem stærsta menningarstofnun þjóðar- innar, þrátt fyrir augljós mannleg mistök, menningarslys, er stundum verða í starfseminni, og vanburði á sumum sviðum. Ef til vill kemur hin ríkasta skylda – og um leið þyngsta byrði – þjóðskólans einmitt fram í þessu hlutverki hans sem leiðandi menningarstofnunar. Lagadeild er hluti þessarar miklu menningarstofnunar, Háskóla Ís- lands, og hlutverk deildarinnar er fyrst og fremst menningarlegs eðl- is, þegar alls er gætt. Köllun deild- arinnar, m.a. á kennslusviðinu, er því og verður – á sama hátt og á við um gjörvallan Háskólann og allar starfseiningar hans – að standa vörð um íslenska menningu og efla hana með öllum tiltækum ráðum. Nánar tiltekið: deildinni ber á kom- andi árum að rækta af kostgæfni þann skika úr túni íslenskrar menningar, sem kallast „réttar- menning“ og er snar þáttur af þjóð- menningu okkar. Um hugtakið „menningu“ hefur margt verið sagt og ritað, og með ýmsum nálgunum eins og al- kunna er. Hér eru ekki tök á því, að skýra hugtakið svo sem vert væri, en látið nægja að minna á, að menningin er marg- þætt og flókið fyrir- brigði, þar sem ólíkir þættir styðja hvern annan, og varast ber alhæfingar og sjálfum- gleði við allar skil- greiningar á því sviði. Oft er t.d. talað um svokallaða „hámenningu“ og þá stundum í aðgreiningarskyni frá einhverjum öðrum birtingarform- um menningarinnar, sem þykir síð- ur hæfa að beri eins tigið heiti! Með því erum við að vísu komin inn á hála braut með ýmsum fallgryfj- um, en sammæli mun þó, hvað sem öðru líður, vera um það meðal flestra, að sú starfsemi, er tengist agaðri og skapandi listiðkun og vís- indum, hljóti að teljast til hámenn- ingar – og með því er síst af öllu gert lítið úr öðrum menningarþátt- um. Lögvísindin og kennslan í þeim fræðum á sér vitanlega traustan sess meðal annarra vísindagreina og hefur sama meginhlutverki að gegna og þær. Og þótt ýmsum muni finnast, að lítt hugsuðu máli, sem lögfræðin eigi lítið skylt við þær listgreinar, sem okkur er tam- ast að tala um, skyldu menn þó minnast þess, að iðkun lögvísinda byggist á „orðsins list“, hvort held- ur sem er í mæltu eða rituðu máli, og verður vart fullyrt með nægum rökum að sú listgrein sé ómerkari en ýmsar aðrar! Reglubundin og skipuleg ástundun menningarstarfs er ævinlega til þess fallin að þroska og bæta iðkandann, sem og aðra er hann nær til og hefur áhrif á. Hún er því mannbætandi. Við þróun lagakennslunnar á komandi árum verður að gæta þess, sem er ekki síður áríðandi en fylgni við þær fræði- og kennslu- greinar, sem taldar eru hvað hag- nýtastar á hverjum tíma (sé hinn einfaldasti og almennasti mæli- kvarði notaður), að hlutverk deild- arinnar er og verður að skila þjóð- félaginu ungu hæfileikafólki, sem hefur eflst að menningu við náms- dvöl sína í lagadeild, hefur, með öðrum orðum, hlotið þar mannbæt- andi þjálfun, ekki einungis í aga- bundinni aðferðafræði lögvísind- anna heldur m.a. í góðu siðferði og hollum samskiptaháttum, sem á að tryggja hæfni þess til margvíslegra forystu- og trúnaðarstarfa. Í fram- tíðinni má því lagadeild síst af öllu vanrækja þær greinar lögfræðinnar og skyldra fræðasviða, sem helst eru til þess fallnar að vekja nem- endur til vitundar um hið brýna og ábyrgðarríka menningarhlutverk góðra lagamanna og rækta það – eins þótt þær greinar séu ekki endilega í hópi „tískugreina“ þá og þá stundina. Þess er óskandi, að lagadeild Há- skóla Íslands verði um ókomin ár trú hinni hefðbundnu akademísku hugsjón og þeim akademísku kröf- um, er gera verður til rannsókna- háskóla, sem á að standa undir nafni og vera gjaldgengur í menn- ingarsamfélagi þjóðanna – og slái hvergi af í því efni, hvernig svo sem vindar kunna að blása í „samkeppn- isumhverfi“ framtíðarinnar. Von- andi ber hún ætíð gæfu til þess að halda uppi merki sannrar menning- ar, réttarmenningar, sem mótist af íslenskum aðstæðum og þjóðlegum arfi, annars vegar, og fjölþjóðlegum straumum og stefnum hins vegar. Sú menningarlega kjölfesta, sem lagadeild mun þannig veita nem- endum sínum, ef vel er, mun vissu- lega tryggja farsæla starfsemi deildarinnar á komandi árum og veita þegnum hennar þá siðferð- islegu og faglegu undirstöðu, sem þeir þarfnast til þess að greina hismi frá kjarna í flóknu samfélags- minstri og hringiðu upplýsinga og vandamála. Lagakennslan – undir merkjum réttarmenningar – hlýtur ætíð að miða að því að þjálfa og skerpa gagnrýna hugsun nemend- anna og rækta með þeim þá skil- yrðislausu afstöðu að leita ávallt sannleikans í hverju máli, jafnframt því að gefa þeim styrk og staðfestu til að skýra öðrum frá því, er þeir vita sannast og réttast, þótt ekki sé ávallt fallið til stundarvinsælda. Með þeim hætti mun sá þáttur í starfsemi Háskóla Íslands, er snýr að lögvísindum og lagakennslu, best fá þjónað samfélagi okkar. Lagakennsla og réttarmenning Páll Sigurðsson HÍ Lagadeild Háskóla Ís- lands, segir Páll Sig- urðsson, er og verður hluti þessa þjóðskóla. Höfundur er forseti lagadeildar Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.