Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ rekstri í Kanada sem fyrr segir en Björgólfur sagði að viðræður stæðu yfir við erlenda aðila um samstarf. „Við höfum fullan hug á samstarfi við aðila sem hafa einhverja þekkingu fram að færa í þessari grein.“ Rekstrartölur Fiskeldis Eyja- fjarðar fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir en Björgólfur sagði ljóst að verulegt tap hefði orðið á rekstrin- um. Fyrirtækið er með starfsemi á fjórum stöðum hér á landi, á Dalvík, Hjalteyri, Akureyri og í Þorlákshöfn. Um 330 þúsund lúðu- seiði framleidd í fyrra Árið 2000 framleiddi fyrirtækið um 400 þúsund lúðuseiði og um 330 þúsund seiði í fyrra. Útflutningur á matfiski, frá eldisstöð félags í Þor- lákshöfn, hófst í október árið 2000. Á síðasta ári voru flutt út um 93 tonn af matfiski og á þessu ári er búið að flytja út um 45 tonn á markaði í Bret- landi og Bandaríkjunum. Fiskurinn er um 4 kg að þyngd þegar honum er slátrað. Björgólfur sagði að seiðafram- leiðslan á Hjalteyri hefði gengið vel en ekki hefði gengið eins vel með framhaldseldið í Þorlákshöfn. „Þar FISKELDI Eyjafjarðar hefur frá árinu 2000 selt yfir 500 þúsund lúðu- seiði til Noregs en á fimm ára tíma- bili, fram til ársins 2004, ráðgerir fé- lagið sölu á 1,5 milljónum lúðuseiða, til Marine Harvest Rogaland. Verð- mæti samningsins er rúmlega 400 milljónir króna. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur náð mjög góðum árangri í framleiðslu lúðuseiða á undanförnum árum og er stærsti framleiðandi þeirra í heiminum í dag. Fiskeldi Eyjafjarðar á helmings- hlut í lúðueldisfyrirtækinu Scotian Halibut Ltd. í Nova Scotia í Kanada og stefna forsvarsmenn fyrirtækis- ins á enn frekari landvinninga á er- lendri grundu. Á hluthafafundi Fisk- eldis Eyjafjarðar í síðustu viku var m.a. unnið að undirbúningi vegna hugsanlegs samstarfs erlendis. Björgólfur Jóhannsson, stjórnarfor- maður félagsins, sagði að á fundinum hefði verið stofnað nýtt félag, sem tekur við rekstri allra eininga Fisk- eldis Eyjafjarðar. „Í kjölfarið verður gamla Fiskeldi Eyjafjarðar eignar- haldsfélag, sem hefur þann tilgang að halda utan um hlutabréf félags- ins.“ Erlendis er félagið þátttakandi í hefur ekki verið sami vöxtur á fisk- inum og við ætluðum en við erum að leita leiða til að bæta úr því. Fisk- urinn þykir hins vegar mjög góður og hefur verið vel tekið en við hefðum viljað sjá meiri vaxtarhraða á honum. Stöðin í Þorlákshöfn var byggð sem laxastöð og má segja að hún henti ekki nægilega vel til lúðueldis þrátt fyrir að gerðar hafi verið á henni ýmsar endurbætur.“ Eins og fram hefur komið lét Ólaf- ur Halldórsson af starfi fram- kvæmdastjóra Fiskeldis Eyjafjarðar seint á síðasta ári. Í hans stað var Arnar Jónsson ráðinn til bráðabirgða í upphafi árs en Arnar hefur verið stöðvarstjóri félagsins á Hjalteyri. Þorskeldi hefur færst mjög í vöxt hér á landi og þar er þó aðeins um áframeldi að ræða enn sem komið er. Tilraunir hér með framleiðslu þorsk- seiða eru því nokkuð sem menn fara væntanlega að skoða og sagði Björg- ólfur að Fiskeldi Eyjafjarðar væri mjög álitlegur aðili til að leiða slíkt ferli. Björgólfur sagði að framleiðsla þorskseiða væri enn ekki hafin af neinni alvöru í heiminum en Norð- menn væru þó að skoða þann mögu- leika af fullri alvöru. Fiskeldi Eyjafjarðar stærsti framleiðandi lúðuseiða Frekari landvinn- ingar erlendis Bílvelta við Arnarvatn STÓR jeppi lenti út af veginum suð- ur af þjóðveginum á gatnamótum við Laxárbrú hjá Arnarvatni í Mývatns- sveit í fyrrakvöld. Tveir voru í bílnum og sluppu án teljandi meiðsla og var það mikið lán í óláni. Bíllinn valt heila veltu en skemmdir urðu þó ekki meiri en svo að með hjálp bænda á Arnarvatni og Helluvaði tókst að draga hann upp á veginn og gera ökufæran með nokk- urri fyrirhöfn. Síðan var förinni fram haldið áleiðis til Akureyrar. Ferða- langarnir voru að koma af Austur- landi og á leið til Reykjavíkur. ÞÓRA Ákadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var kjörin for- seti bæjarstjórnar Akureyrar við upphaf fundar bæjarstjórnar síð- degis í gær. Þóra tekur við embætt- inu af Sigurði J. Sigurðssyni sem lét af störfum á síðasta bæjarstjórn- arfundi eftir 28 ára setu í bæjar- stjórn. Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar er Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, og Ásta Sigurðardóttir, Framsóknarflokki. Þóra skipar annað sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Þóra var varabæjarfulltrúi framan af kjörtímabilinu en kom inn í bæjarstjórn sem aðalfulltrúi á miðju síðasta ári. Hún er starfs- mannastjóri hjúkrunar á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Þóra Ákadóttir (t.h.) var kjörin forseti bæjarstjórnar Akureyrar á fundi bæj- arstjórnar í gær. Við hlið hennar situr Ásta Sigurðardóttir, 2. varaforseti. Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrar STEFÁN Kjartansson úr Reykja- dal í Þingeyjarsýslu varð Íslands- meistari í dorgveiði en keppnin fór fram á Hólavatni í Eyjafirði á laugardag. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki sem best mættu 60 keppendur víðsvegar að af landinu og að sögn Björns Sigurðssonar formanns Dorgveiðifélags Íslands, skemmtu menn sér hið besta. Eitthvað var fiskurinn tregur til töku en í vatn- inu finnast bæði smámurta og svo lax og regnbogasilungur sem sleppt var í vatnið á síðasta ári. Stefán veiddi á annað hundrað murtur en Guðni Gunnarsson frá Hauganesi veiddi stærsta fiskinn, sem og líka þann minnsta. Af öðr- um úrslitum má nefna að Jón Tryggvi Jökulsson veiddi fyrsta fiskinn í eldri flokki og Hjörvar Jóhannsson í þeim yngri. Hjörvar veiddi líka flesta fiska í þeim flokki. Saga Björnsdóttir veiddi stærsta fiskinn í yngri flokki. Að- staðan við Hólavatn er einstök að sögn staðarhaldara, Einars Inga sem stendur fyrir sleppingunum í vatnið og bindur hann vonir við að áhugamenn um dorgveiði renni fram að Hólavatni næstu helgar til að freista gæfunnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Veiðimenn skemmtu sér vel þrátt fyrir veðrið Íslandsmót í dorgveiði á Hólavatni JAZZKVARTETT Sunnu Gunn- laugs leikur á Bláu könnunni mið- vikudagskvöldið 6. mars kl. 21.15. Sunna er fyrsta íslenska konan sem gert hefur djasspíanóleik að lífs- starfi. Kvartett hennar starfar í New York en er á leið í tónleikaferð um Evrópu. Auk Sunnu eru í kvartettin- um Ohad Talmor á saxófón, Matt Pavolka á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Jazzkvartett Sunnu á Bláu könnunni KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Norður- lands eystra vegna umferðarlaga- brots. Þá var maðurinn sviptur ökurétti ævilangt og gert að greiða sakarkostnað. Hann var ákærður fyrir að hafa í júlí árið 2000 ekið bif- reið undir áhrifum áfengis frá Hlemmi að Bústaðavegi í Reykjavík og sviptur ökurétti. Játaði maðurinn sakargiftir og er játning hans í samræmi við niður- stöðu alkóhólrannsóknar þannig að brot hans þótti nægilega sannað. Maðurinn hefur ítrekað sætt refsing- um á síðustu árum, m.a. fyrir umferð- arlagabrot en frá árinu 1994 hefur hann fjórum sinnum verið dæmdur fyrir ölvunarakstur og verið sviptur ökurétti, síðast árið 1998 er hann var sviptur ökurétti ævilangt. Héraðsdómur Norðurlands eystra Tveggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur FÖSTUVAKA verður í Akureyrar- kirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. mars, og hefst hún kl. 20.30. Þetta er í þriðja sinn sem Föstuvaka er haldin í kirkjunni. Flutt verður fjölbreytt tónlist, m.a. Litanía Bjarna Þorsteinssonar og sungið úr Passíusálmum sr. Hall- gríms Péturssonar. Lesarar verða sr. Guðmundur Guðmundsson, Heið- dís Norðfjörð og Laufey Brá Jóns- dóttir. Lesnir verða textar sem tengjast píslardauða frelsarans sem og þeir sem minna á þá sem líða í veröldinni. Einsöngvarar verða Björg Þór- hallsdóttir og Þuríður Baldursdóttir, Sveinn Arnar Sæmundsson er for- söngvari og Björn Steinar Sólbergs- son, organisti og kórstjóri, en Kór Akureyrarkirkju syngur einnig. Föstuvaka í Akur- eyrarkirkju ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.