Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÉRFRÆÐINGAR Búnaðarbanka og Íslandsbanka telja að veruleg áhætta sé samfara rekstri lyfjaþróun- arfyrirtækis eins og Íslensk erfða- greining áformar að setja á stofn hér á landi. Þeir telja hins vegar að sú ákvörðun stjórnvalda að veita fyrir- tækinu ríkisábyrgð á 20 milljarða láni hafi ekki áhrif á lánshæfi landsins. Í hálffimm-fréttum Búnaðarbank- ans er vakin athygli á því að fyrirhug- uð ríkisábyrgð til deCODE, sem nem- ur um 20 milljörðum króna, nemur um 2,6% af vergri landsframleiðslu. Greiningardeild bankans skoðaði fyr- irtækjaáhættu deCODE með vísan til rannsókna Damodaran (damodar- an.com). Niðurstaðan er að fyrirtæki í líftækni- og lyfjaþróunariðnaði sveifl- ast þrefalt á við meðaltal markaðar- ins. Af þeim 100 atvinnugreinum sem skoðaðar voru voru ellefu atvinnu- greinar með meiri fyrirtækjaáhættu en fyrirtæki í líftækni- og lyfjaþróun- ariðnaðinum en 87 atvinnugreinar með minni fyrirtækjaáhættu. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Búnaðar- bankans Verðbréfa, sagði að þessi greining á áhættunni endurspeglaði mat erlendra hlutabréfamarkaða. Matið byggðist á sveiflum á gengi hlutabréfanna. Þarna væri því ekki verið að leggja mat á hvort fyrirtækin gætu staðið við skuldbindingar sínar. Það væri hins vegar ekki óeðlilegt að álykta sem svo að þarna kæmi fram ákveðið mat fjárfesta á því hversu miklar líkur væru á að fyrirtæki í þessum geira gætu staðið við skuld- bindingar sínar. Edda Rós sagðist ekki hafa gert til- raun til að meta sérstaklega áhættu deCODE af þessu verkefni. „Við höf- um enga ástæðu til að ætla annað en að þetta sé góð hugmynd sem gæti skilað góðum árangri. Það vekur hins vegar allt ákveðnar spurningar hjá manni þegar ríkið er tilbúið til að taka meiri áhættu en markaðurinn,“ sagði Edda Rós.Hún sagði ljóst að þegar lánshæfi Íslands væri metið yrði þessi ríkisábyrgð tekin inn í matið. Þar með væri ekki sagt að þessi eina ákvörðun yrði til þess að lánshæfi Íslands félli um einhvern flokk. Ef það kæmi á daginn að þessi fjárfesting reyndist arðbær mætti allt eins gera ráð fyrir að þetta gæti orðið til þess að bæta lánshæfismat landsins. Ásmundur Tryggvason hjá Grein- ingu Íslandsbanka sagðist ekki telja að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefði nein áhrif á lánshæfismat lands- ins nema að þau fyrirtæki sem meta lánshæfi færu að líta svo á að einhver stefnubreyting hefði orðið hjá ís- lenskum stjórnvöldum varðandi rík- isábyrgðir, þ.e. að ríkið hefði ákveðið að veita slíkar ábyrgðir í auknum mæli. „Við teljum ekki að þessi eina ábyrgð hafi mikil áhrif þegar horft er á heildarskuldbindingar ríkisins,“ sagði Ásmundur. Í Morgunkorni Ís- landsbanka í gær er fjallað um það fordæmi sem ríkisábyrgðin kann að vera, en þar segir: „Að mati Grein- ingar er um neikvætt fordæmi að ræða og ekki í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um minnkun ríkis- afskipta af atvinnulífinu. Líklegt verður að telja að fleiri fyrirtæki feti í fótspor deCODE og byggi beiðnir sínar á jafnræðissjónarmiðum.“ Ásmundur sagði að svo kynni að fara að önnur fyrirtæki kæmu í kjölfar deCODE með ósk um að fá svipaða fyrirgreiðslu með vísan til jafnræðis- sjónarmiða. EES-samningurinn heim- ilaði að vísu ríkisaðstoð aðeins innan ákveðinna skorða, en það væru hins vegar starfandi fyrirtæki á Íslandi í svipaðri starfsemi. Afgreiðsla hugsan- legra erinda frá öðrum aðilum gæti því ekki síður falið í sér lögfræðileg álita- efni en hagfræðileg. Ásmundur sagði ljóst að veruleg áhætta væri samfara rekstri lyfjaþró- unarfyrirtækis. Í rannsókn sem J.A. Dimasi og fleiri gerðu 1995 um árang- ur lyfjaprófana hefði komið fram að meðaltíminn sem það tók að fara með lyf í gegnum for-klínískar og klínískar prófanir og á markað var um tíu ár. Kostnaðurinn var að meðaltali um 80 milljónir dollara og aðeins 20% af lyfj- um sem voru skráð sem „nýtt lyf í prófunum“ komust á markað. Ás- mundur sagði ljóst að þróun lyfja væri bæði tímafrek og kostnaðarsöm. deCODE stefndi að því að hefja próf- anir á lyfjum eftir um þrjú ár og því væri ljóst að fyrsta lyfs fyrirtækisins á markað væri vart að vænta fyrr en eftir a.m.k. átta ár. Sérfræðingar á íslenskum fjármálamarkaði um ríkisábyrgð til deCODE Hefur ekki áhrif á lánshæfi landsins MARKAÐSMÁL voru í öndvegi á aðalfundi Samtaka ferðaþjónust- unnar sem hófst í Ketilhúsinu á Ak- ureyri í gær en þar var m.a. sér- staklega fjallað um mark- aðssetningu Íslands. Steinn Logi Björnsson, formaður SAF, sagði m.a. að gífurleg upp- bygging á leiðakerfi Flugleiða á síð- ustu árum hefði gert að verkum að Ísland væri í auknum mæli orðið að ferðamiðstöð í alfaraleið á Atlants- hafinu í stað þess að vera einangr- aður útkjálki frá Evrópu. Það hefði skapað mikla möguleika í því að laða að erlenda ferðamenn til Íslands og ávinningurinn væri verulegur. Neikvæð áhrif atburðanna í Bandaríkjunum 11. september á síðasta ári væru meiri á leiðakerfi Flugleiða og lífæð íslenskrar flug- þjónustu en þekktist hjá öðrum þjóðum. Nefndi Steinn Logi að furðu vel hefði tekist að draga úr þessum neikvæðu áhrifum og skipti þar mestu hversu hratt var við brugðist með aukinni sókn á Evr- ópumarkað. Sagði hann samstillt átak ríkisins og greinarinnar í þeim efnum til fyrirmyndar. Þannig væri útlit fyrir að árið yrði almennt gott hvað varðar komur ferðamanna til landsins. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra tók í sama streng og sagði að þrátt fyrir röskun og sam- drátt í flugsamgöngum hefði tekist að snúa vörn í sókn. Þar skipti mestu að menn stæðu saman með það að markmiði að ná fyrri styrk. Án aðgerða hefði mátt gera ráð fyrir samdrætti sem næmi 4–5 milljörðum króna í gjaldeyris- tekjum á einu ári. Þörf á meira fé til landkynningar Aðgerðir sem gripið var til með því að verja meira fé til markaðs- starfa lúta að því að sögn sam- gönguráðherra að verja þann vöxt sem verið hefur í íslenskri ferða- þjónustu, en tekjur greinarinnar á liðnu ári námu 38 milljörðum króna. Þannig benti hann á að fjármunum sem varið hefur verið til að mark- aðssetja ferðaþjónustuna væri arð- samir, en betur mætti alltaf gera. Nefndi hann að þörf væri á meira fé til landkynningar og þar þyrftu allir að koma að, ríkið, greinin sjálf og sveitarfélögin. Sturla sagði það von- brigði að Reykjavíkurborg hefði tekið þá ákvörðun að endurnýja ekki samning ríkis, borgar og SAF um Markaðsráð ferðaþjónustunnar, en hann rennur út um áramót. Í framhaldi af því lýsti Sturla yfir vilja til að skoða frekar þátttöku sveitarfélaganna í landinu að mark- aðsmálum ferðaþjónustunnar, en í raun væri þessi grein stóriðja sumra sveitarfélaga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri greindi frá því að ákveðið hefði verið að setja á stofn sérstaka markaðsskrifstofu til að sinna ferða- og markaðsmálum Reykjavíkur, en hún gengur undir vinnuheitinu Höfuðborgarstofa. Svanhildur Konráðsdóttir hefur verið ráðin til að veita hinni nýju skrifstofu forstöðu. Höfuðborgarstofa er enn á teikni- borðinu að sögn borgarstjóra, en helstu markmið verða að samræma kynningar- og markaðsmál Reykja- víkur og styrkja stöðu höfuðborg- arinnar á vettvangi alþjóðlegrar samkeppni á sviði ferðamála. Einn- ig er henni ætlað að rækta hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins, að styrkja borgina sem lif- andi borg með nýsköpun á sviði við- burða auk þess sem Höfuðborgar- stofu er ætlað að virkja borg- arstofnanir til samráðs við lykilaðila í ferðaþjónustu. Höfuðborgarstofa mun reka Upplýsingamiðstöð ferða- mála, vinna að ímyndarsköpun fyrir Reykjavík og skipuleggja viðburða- dagatal Reykjavíkur. Ástæðuna fyrir því að samningur um Mark- aðsráðið verður ekki endurnýjaður sagði Ingibjörg Sólrún þá að Reykjavíkurborg hefði einfaldlega ekki verið ánægð með tilraunina. Morgunblaðið/Kristján Mun fleiri þátttakendur mættu á aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar en ráð var fyrir gert. Útlit fyrir gott ferðaár þrátt fyrir hryðjuverk PÓST- og fjarskiptastofnun hefur gefið Landssímanum frest til 12. apríl til þess að skila greinargerð vegna erindis Tals hf. um meint eignatengsl Landssímans og Ís- landssíma í gegnum ríkissjóð. Ríkið á 95% hlutafjár í Símanum og um 68% í Landsbankanum sem aftur á um fjórðungshlut í Íslandssíma. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að þetta mál hafi ekki verið rætt sérstaklega innan Landsbankans enda hafi Póst- og fjarskiptastofnun ekki beðið bankann um greinargerð vegna þess. „Af hálfu Landsbankans er þetta eins og hver önnur fjárfesting á markaði. Ríkissjóður á að vísu meirihluta hlutafjár í Landsbankan- um en bankinn er jafnframt eitt af fjölmennustu almenningshlutafélög- um landsins og við höfum stýrt mál- efnum bankans eins og hjá hverju öðru félagi á markaði. „Við bíðum því,“ segir Halldór, „alveg rólegir eftir að þetta mál skýrist frekar.“ Halldór segir það lengi hafa verið hluta af stefnu Landsbankans að eiga einhvern hluta í fjarskiptafyr- irtæki, það sé í samræmi við stefnu- mótun bankans. „Við teljum að við- mótið sem viðskiptavinir vilja fá í bankaþjónustu sé í auknum mæli í gegnum hvers kyns fjarskipti, þar með talið í gegnum þráðlausa síma og þar af leiðandi keyptum við af- markaðan hlut í fjarskiptafyrir- tæki.“ Halldór minnir á að þegar bankinn hafi verið að huga að fjárfestingu í þessari atvinnugrein hafi einungis þrjú fyrirtæki til komið til greina, þ.m.t. Íslandssími. „En hlutur í einu þeirra var ekki til sölu þegar við vor- um að huga að þessu og hitt var í lok- uðu eignarhaldi. Íslandssími var fyrsta fjarskiptafélagið sem var skráð á markaði. En ég tek hins veg- ar fram að í raun er þetta minnihátt- ar fjárhagslegt mál fyrir bankann þótt það sé áhugavert með tilliti stefnumótunar hans. Fjárfesting bankans í Íslandssíma er á vegum sérhæfðs fjárfestingarfélags í eigu landsbankans og er þáttur í al- mennri og sjálfstætt mótaðri fjár- festingarstefnu þess félags,“ segir Halldór. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Eins og hver önn- ur fjárfesting VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega uppboðsstefnu R-listans á lóðum í borginni og segir R-listann vísvitandi hafa búið til lóðaskort í Reykjavík og þegar lóða- skorturinn hafi verið hvað mestur hafi R-listinn sett örfáar lóðir á upp- boð. Vilhjálmur var spurður af hverju sjálfstæðismenn væru andvígir því að lóðir væru seldar á uppboðum og hvort ekki bæri að líta á þær sem verðmæti, sem ástæða er til að selja. Hann segir sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu 1982 að ávallt yrði nægilegt framboð á lóðum í borginni. Gatnagerðargjöldin eigi svo að mæta þeim kostnaði sem sveitarfélagið hefur af hefðbundinni gatna- og gangstéttargerð, sem fylgi því að brjóta land í nýju hverfi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur meirihluti borg- arráðs samþykkt að taka tilboðum fimm verktaka í sjö lóðir í Grafar- holti sem boðnar voru út, fyrir alls 213 milljónir kr. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá við afgreiðsluna. „Þarna er borgin bara að græða peninga af fólkinu sem kaupir þessar íbúðir. Þetta spennir upp bygging- arkostnað, söluverð og hækkar fast- eignamat og leiðir til hækkunar fast- eignagjalda og holræsagjalda og til hækkunar á leigu á almennum mark- aði. Leiga á þriggja herbergja íbúð hefur hækkað úr 40 þúsundum í 80 þúsund á tveimur árum. Þetta er af- leiðingin af lóðaskortsstefnu R- listans,“ segir Vilhjálmur. Hann seg- ir að ef nægilegt framboð væri á lóð- um fengist eðlilegt verð fyrir þær og engin þörf væri á að bjóða þær upp. „Við eigum bara að afhenda þessar lóðir á verði sem mætir þeim kostn- aði sem sveitarfélagið hefur af því að brjóta þetta land og undirbúa það. Við eigum ekki að vera með þetta í einhverjum hörkubissness. Það eru bara mannréttindi fyrir fólk að fá lóðir.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Mannréttindi fólks að fá lóðir MÖGULEIKAR eru nú kannaðir á því hvort Keflavíkurflugvöllur geti þjónað Grænlendingum sem millilandaflugvöllur. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra greindi frá þessu á aðalfundi Sam- taka ferðaþjónustunnar sem hófst í Ketilhúsinu á Akureyri í gær. Í undirbúningi er samningur milli Íslendinga og Grænlendinga um flugsamgöngur milli landanna og er þetta einn af þeim möguleikum sem velt er upp í því sambandi. Stefnt er að því að skrifa undir samninginn nú í vor eða sumar og verður efni hans kynnt á VestNor- den kaupstefnunni sem haldin verður á Akureyri næsta haust. Keflavíkurflugvöllur þjóni Grænlendingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.