Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Björnsson fiskifræðingur á Hafró sakar Jóhann Hauks- son fréttamann um trúnaðarbrot í Mbl. 6. apríl. Við lestur grein- arinnar verður þó ekki séð að fréttamaðurinn hafi brotið trúnað á annan hátt en þann að segja frá niðurstöðum athugana sinna opin- berlega. Ef það er að brjóta trúnað, að blaða- maður sinni skyldum sínum, þá er illt í efni. Björn gerir ekki ann- að með grein sinni en að staðfesta að frétta- maðurinn fór með rétt mál og að ágreiningur er meðal fræðimanna um ýmis líffræðileg spursmál eins og vera ber. Tilgangur skrifa Björns er að fullvissa „almenning“ um að samt sé fagleg eining um nýtingarstefn- una innan Hafró. Gaman hefði verið að vera fluga á vegg þegar verið var að leita að „fiskifræðingi B“ innan Hafró. Þegar hann svo fannst var hann píndur til að skrifa grein um óheiðarleg vinnu- brögð fréttamanns. Árangurinn er að rækileg athygli hefur verið vakin á að það eru til fleiri en eitt sjónarmið í lífrræði, jafnvel innan sömu vísinda- stofnunar, sem að mínu mati er eðli- legt og nauðsynlegt. En „almenning- ur“ má ekki halda að menn geti verið ósammála innan Hafró og þess vegna má enginn tala af sér. Fram kemur að Björn heyrði fyrst um niðurstöður rannsókna Kanada- manna, að náttúruleg afföll þorsks við strendur Kanada væru helmingi meiri en menn hefðu áður haldið, í apríl 2000 og að þá hefðu þær vakið mikla athygli hans. Þýðing þessa þáttar fyrir stjórn fiskveiða er mjög mikilvæg því hún segir að áhrif veiða á stofnana séu minni en áður var haldið og að stofn- arnir séu stærri en útreikningar sýna m.v. fyrri forsendur. Þetta skýrir einnig lítinn árangur af upp- byggingu fiskstofna með friðun, en þorskstofnar við Kanada hafa ekki rétt úr kútnum þrátt fyrir veiðibann. Eitthvað virðast tjáskiptin hæg innan Hafró því ég vakti athygli þeirra á þessu tveimur árum fyrr, en 21. apríl 1998 sendi ég sjávarútvegs- ráðherra og sjávarútvegsnefnd Al- þingis bréf til þess að vara þá við væntanlegri minnkun þorskstofns- ins. Þykir mér ástæða til að birta bréfið og viðbrögðin við því í ljósi þess sem síðan hefur gerst: „Hér kynni ég fyrir yður það helsta sem fram kom á þessari ráð- stefnu (í Bergen, um sveiflur í þorskstofnum N-Atlantshafsins) og vísa til sérstakrar skýrslu sem fylgir með þessu bréfi. Ég leyfi mér að vekja athygli yðar á eftirfarandi at- riðum sem komu fram á ráðstefnunni og snerta fiskveiðistjórn okkar Ís- lendinga sérstaklega. Eftir Kanadamenn hafa nú mælt dánartölu í sínum þorskstofnum þeg- ar engar veiðar hafa verið stundaðar í 4 ár, hafa þeir fundið að náttúruleg dánartala (M) sé 0,4 en ekki 0,2 eins og áður var álitið. Þeir hafa leiðrétt stofnútreikninga allt aftur til ársins 1986 samkvæmt þessum nýju forsendum. Ég tel mig hafa sannað að einstak- lingsvöxtur og nýliðun í færeyska þorskstofninum sé í öfugu hlutfalli við stofnstærð. Sé stofninn stór eru vöxtur og nýliðun léleg og öfugt. Skýrslu um þetta kynnti ég og lagði fram á ráðstefnunni. Hvort þessara atriða um sig nægir til þess að vefengja tilteknar for- sendur núverandi fiskveiðistjórnun- ar, þ.e. að hægt sé að byggja upp stofna til frambúðar með friðun og að stór stofn sé forsenda góðrar nýlið- unar. Ég bið yður að taka þetta til alvar- legrar athugunar. Ef ráðherra telur að ég geti orðið að liði við að skýra þetta mál frekar er ég reiðubúinn til þess.“ Ráðuneytið svaraði bréfinu 6. maí 1998 með því að vísa í álit Hafrann- sóknastofnunarinnar: „Í framhaldi af bréfi ráðuneytisins dags. 29. apríl sl. hefur Hafrann- sóknastofnunin athugað helstu atriði sem koma fram í bréfi Jóns Krist- jánssonar frá nýlegri ráðstefnu í Bergen. Jón dregur í bréfi sínu fram tvö meginatriði og dregur af þeim eina meginályktun. Atriðin tvö eru annars vegar að Kanadamenn hafi hækkað mat sitt á náttúrulegri dánartölu úr 0,2 í 0,4 og hins vegar að hann hafi sjálfur sannað að einstaklingsvöxtur og nýliðun í færeyska þorskstofnin- um sé í öfugu hlutfalli við stofnstærð. Ályktun sú sem Jón dregur af þessu er að vefengja beri þær forsendur núverandi fiskveiðistjórnunar að hægt sé að byggja upp stofna til frambúðar með friðun og að stór stofn sé forsenda góðrar nýliðunar. Um þetta er að segja að hvorugt atriðið, sem Jón byggir á, á við um ís- lenskar aðstæður, fullyrðingin um hvað eru forsendur núverandi fisk- veiðistjórnunar er röng, og ályktunin um þessar forsendur væri röng jafn- vel þótt þetta væru forsendurnar og jafnvel þótt atriðin ættu við um ís- lenskar aðstæður.“ Hér hafnar Hafró viðvörunum um að eitthvað sé bogið við aðferðir þeirra við stjórn fiskveiða, en til upp- rifjunar voru menn vorið 1998 að gleðjast yfir árangri uppbyggingar- stefnu liðinna ára, loksins hafði tekist að byggja upp stofninn með friðun og góð tíð framundan. Sjávarútvegsnefnd Alþingis brást við erindi mínu með því að boða mig til fundar. Þar skýrði ég áhyggjur mínar af því að nú færi að halla und- an fæti hjá þorskstofninum. Taldi ég að teikn væru á lofti, sjálfát og versn- andi holdafar, um að stofninn væri farinn að minnka, í samræmi við þann takt sem hefði verið í stofn- sveiflum undanfarin ár. Ekki var aðhafst neitt í málinu, en síðar kom í ljós að ég hafði haft rétt fyrir mér. Hafró sneri sig út úr klíp- unni með því að halda því að almenn- ingi að þeir hefðu ofmetið þorsk- stofninn 1998. Fróðlegt verður að heyra hverju þeir bregða fyrir sig nú í vor en ýmislegt bendir til að þorsk- stofninn sé enn að minnka. Stjórn vísinda Jón Kristjánsson Rannsóknir Ef það er að brjóta trúnað, að blaðamaður sinni skyldum sínum, segir Jón Kristjánsson, þá er illt í efni. Höfundur er fiskifræðingur. ÞAÐ er mikil og góð þjónusta sem Ríkisút- varpið veitir á netinu, ekki aðeins þeim sem búa á Íslandi heldur Ís- lendingum og þeim sem skilja íslensku um víða veröld, því möskv- ar netsins ná um alla jarðarkringluna. Margt á vef Ríkisút- varpsins er með mikl- um ágætum, ekki síst ýmsir sérvefir sem svo eru nefndir. En ekki er þó allt hnökralaust. Um páskana var sá sem þessar línur skrif- ar að hlusta á útvarps- fréttir um vefsíðu Ríkisútvarpsins á netinu. Sá þá að þar var kominn nýr tengill, sem kallaður var Hvalavefur. Þetta vakti í fyrstu forvitni, en furðu þegar betur var að gáð. Þetta vafur um vefinn varð tilefni eftirfarandi tölvubréfs til aðstandenda þessa svo- kallaða Hvalavefs Ríkisútvarpsins: „Winnipeg, 31. mars 2002. Undirritaður var í dag að skoða svonefndan Hvalavef á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Um hann mætti margt segja. Varðandi háhyrninga er til dæmis sagt á vefnum, að aldrei sé vitað til að þeir hafi ráðist á menn. Þetta er rangt. Sjá til dæmis í Appendix 8 bls. 259 í bókinni „ORCA, The Whale Called Killer“ eftir Eric Hoyt, Robert Hale, London, end- ursk. útgáfa 1990. Verulegar líkur eru einnig á því að háhyrn- ingar hafi orðið mönn- um að bana þótt ekki sé það skjalfest. Háhyrn- ingar eru grimmustu rándýr heimshafanna og ekki að ástæðulausu að þeir eru á ensku kallaðir „Killer Whal- es“. Þá leikur mér for- vitni á að vita hvers- vegna ekki er sagt frá hvalveiðum við Ísland og sögu hvalveiða í heiminum, hvers- vegna ekki er rætt um hve mikið fæðumagn hvalir á hafsvæðunum við Ísland taka til sín og hvernig hvalir, sem rak á land fyrr á öldum, urðu til þess að bjarga fólki frá hungurdauða , sbr. orðið hvalreki og merkingu þess. Þá mætti líka geta þess að í heimshöfunum eru taldar vera um milljón hrefnur og nefna mætti hvalafjölda og öran vöxt hvalastofn- anna við Ísland. Það er fróðlegt að lesa hve þungur heili búrhvalsins er, en miðað við þyngd hvalsins er hann þá hlutfalls- lega nokkuð stærri en heili hunds eða kattar? Eru tengsl milli heila- stærðar (þyngdar) og greindar? Það er eins og verið sé að gefa í skyn að búrhvalurinn sé gríðargreindur vegna þess að heilinn sé svo og svo mörg kíló. Þetta er reyndar ekki sagt berum orðum, en börn geta líka lesið milli lína. Um þetta er athyglisverð grein í heftinu Whales and Ethics, sem Sjávarútvegsstofnun Háskóla Ís- lands gaf út 1992. Greinin heitir „Brains, Behaviour and Intelligence in Cetaceans“, höfundur hennar er Margaret Klinowska. Þar er reyndar önnur athyglisverð grein eftir Finn Lynge: „Ethics of a Killer Whale“. Umsjónarmenn Hvalavefs gerðu rétt í að kynna sér þetta efni. Einnig bendi ég þeim á bókina „Á hvalveiða- stöðvum“ eftir Magnús Gíslason (Útg. Ísafoldarprentsmiðja hf., 1949). Einnig mætti nefna „The History of Modern Whaling“ eftir Norðmennina Tönnesen og Johnsen. Nú má vera að eitthvað af því sem ég hefi nefnt hér sé að finna á hvala- vefnum, ég hafi bara ekki lesið hann nógu vel. Þá skal beðist velvirðingar á því. En ég lýk þessum línum með því að leggja áherslu á að börnum sé ekki bara sögð og sýnd ein hlið máls- ins. Þau eiga rétt á að heyra og sjá aðrar hliðar og fá heildarmynd af því sem verið er að fjalla um. Eiður Guðnason, áhugamaður um hvali.“ Skemmst er frá því að segja að að- standendur Hvalavefs hafa ekki séð ástæðu til að svara þessu bréfi mínu og þess vegna er Morgunblaðið beð- ið fyrir þetta greinarkorn. En tilurð þessa hvalavefs vekur auðvitað fleiri spurningar sem þó er ekki rúm til að reifa hér nema að litlu leyti. Ríkisútvarpið berst nú í bökkum fjárhagslega. Samt sér stofnunin ástæðu til að kosta Hvalavef þar sem bæði er farið rangt með staðreyndir og þar sem aðeins er fjallað um þá þætti málsins, sem eru höfundunum þóknanlegir. Mikilvægum efnisatrið- um er sleppt. Það er auðvitað hugs- anlegt að einhverjir aðrir aðilar en Ríkisútvarpið hafi lagt fram fjár- magn til að gera þennan vef. Þá á að greina frá því á vefnum að hann sé kostaður af öðrum en Ríkisútvarp- inu. Nokkuð mörg fyrirtæki hér á landi skipuleggja sjóferðir til að hyggja að hvölum. Aðeins eins slíks fyrirtækis er getið á Hvalavef Rík- isútvarpsins: „Hvalamiðstöðin á Húsavík leggur til mikinn fróðleik og skemmtilegar ljósmyndir“, segir á vefnum. Hversvegna er annarra fyr- irtækja ekki getið? Hvalavefur Ríkisútvarpsins er sagður ætlaður börnum. Það á segja börnum satt og ekki birta þeim brenglaða mynd af veruleikanum. Hvalavefur Ríkisútvarpsins hlýt- ur líka að vekja spurningar um for- gangsröðun verkefna hjá stofnun þaðan sem næstum daglega heyrist barlómur um skort á fé til dagskrár- gerðar. ES Eftir að Morgunblaðinu var send þessi grein til birtingar barst höf- undi svar við tölvubréfinu frá einum af aðstandendum Hvalavefsins, Sig- ríði Pétursdóttur. Þar segir m.a. að vefurinn sé að mestu unninn í sjálf- boðavinnu og markmiðið hafi verið að gæta hlutleysis og því hafi trúlega verið náð. Gott og vel. Það breytir hinsvegar ekki því að gera verður þá kröfu til þeirra sem semja efni ætlað börnum að farið sé rétt með staðreyndir og ekki gefin einlit og einfölduð mynd af flóknu máli. – EG Það á að segja börnum satt Eiður Guðnason Hvalavefur Hvalavefur Ríkisút- varpsins er sagður ætl- aður börnum, segir Eið- ur Guðnason. Það á að segja börnum satt og ekki birta þeim brengl- aða mynd af veru- leikanum. Höfundur er áhugamaður um hvali. eidur@shaw.ca ALFREÐ Þor- steinsson, formaður stjórnar Orkuveitunn- ar, telur ekkert óeðli- legt við það að skuldir Orkuveitunnar séu um 20 þúsund millj- ónir króna fyrst skuldir Landsvirkjun- ar séu um 90 þús. millj. kr. Þetta kemur fram í svargrein Al- freðs í Morgunblaðinu 5. apríl við grein und- irritaðs um gríðarlega skuldasöfnun Orku- veitunnar í tíð R-list- ans, eða úr 125 millj. kr. árið 1994 í um 20 þúsund millj. kr. á þessu ári (báð- ar tölurnar á verðlagi ársins 2001). Telur hann þessa alvarlegu þróun í góðu lagi. 17 þús. milljónir Í svargrein sinni forðast Alfreð að nefna ástæðuna fyrir 20 þúsund millj. kr. skuldasöfnun Orkuveit- unnar. Ástæðan er sú staðreynd að tæpar 17 þús. millj. kr. hafa á valdatíma R-listans verið teknar frá Orkuveitunni í borgarsjóð, en í tíð sjálfstæðismanna borguðu orkufyrirtækin í borgarsjóð um 6 þús. millj. kr., eða frá 1987–1994. Mismunurinn, sem er tæplega 11 þús. millj. kr., fór ekki í fram- kvæmdir við orkumannvirki heldur til að bæta og fegra stöðu borg- arsjóðs. Einnig hafa verið teknar úr sjóðum Orkuveitunnar um 1.500 hundruð millj. kr. til þess að fram- fleyta Línu.neti og tengdum fyr- irtækjum. Auknar greiðslur Orku- veitunnar í borgarsjóð og greiðslur til Línu.nets hefur Orkuveitan fjármagnað með lántökum. Skuldir Landsvirkjunar voru í árslok 1994 um 54 þús. millj. kr., eða um 66 þús. millj. kr. á núver- andi verðlagi. Aukning þeirra á síðustu 8 árum er nær eingöngu vegna virkj- unarframkvæmda en ekki fjárhagsaðstoð við borgarsjóð eða aðra sjóði. Sá er mun- urinn á skuldum Orkuveitunnar og Landsvirkjunar og Al- freð Þorsteinsson get- ur ekki leyft sér þann munað að vera á móti þeirri staðreynd, þótt viljinn til þess sé mik- ill í þessu máli. Hver borgar þessar skuldir? Alfreð virðist litlar áhyggjur hafa af sívaxandi skulda- söfnun Orkuveitunnar. Hann telur það í raun ágætismál því það sé sérstakt gleðiefni að fá tækifæri til að borga þessir skuldir til baka einhvern tíma í framtíðinni og verða hugsanlega á undan Lands- virkjun. En hver borgar þessar skuldir? Það eru að sjálfsögðu eigendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Reykjavík og í nágrannasveitar- félögunum. Ég sagði í fyrri grein minni að borgarstjóra og Alfreð þætti þessi gríðarlega skuldasöfnun Orkuveit- unnar og tilfærsla fjármuna í borgarsjóð hrein fjármálasnilld. Svargrein Alfreðs staðfestir það. Skuldasöfn- un Orku- veitunnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er borgarfulltrúi. Skuldir Alfreð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, virðist litlar áhyggjur hafa af sívaxandi skuldasöfnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.