Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÉR finnst orðið tíma-bært að endurskoðalagabreytingu um með-ferð kynferðisbrota- mála gegn börnum sem gekk í gildi í maí 1999 og fara yfir þá reynslu sem fengist hefur af henni. Þá var frumskýrslutaka af börnum færð frá lögreglu til dómara sem þýddi meðal annars að verjandi meints brotamanns og jafnvel sakborning- ur sjálfur geta verið viðstaddir fyrstu skýrslugjöf barnsins og hag- að vörn sinni út frá því. Þetta gefur sakborningi ákveðið forskot við frumrannsókn máls.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í sam- tali við Morgunblaðið þar sem hann ræðir vítt og breitt um ofbeldi gegn börnum á Íslandi, hvernig tekið er á slíkum málum og hvernig þau hafa í auknum mæli komið upp á yfirborð- ið á síðustu 10 til 20 árum. Í upphafi er ekki úr vegi að minnast á nýleg- an dóm sem féll í Héraðsdómi Aust- urlands þar sem maður var dæmd- ur til 18 mánaða fangelsisvistar vegna kynferðisbrots gegn stjúp- dóttur sinni sem þá var sex ára. Bragi segir dóminn hafa vakið viðbrögð og margir telji hann of vægan. „Það er mjög mörgum brugðið vegna þess ofbeldis sem sex ára stúlka varð fyrir og er með því grófara sem komið hefur upp,“ segir Bragi. „Í annan stað virðast afleiðingarnar vera mun alvarlegri en við höfum almennt séð í þessum málum. Þar er ég annars vegar að tala um kynsjúkdóma sem stúlkan hefur smitast af og hins vegar það sálræna áfall sem hún hefur orðið fyrir og er talin bíða varanlegt tjón af.“ Bragi segir að brotið sé ótvírætt, skýr játning sakbornings hafi legið fyrir og afdráttarlaus læknisfræði- leg sönnunargögn sem hann segir óvenjulegt. Yfirleitt sé þeim ekki til að dreifa í málum sem þessum, að- eins í um 5% tilvika, í um 5% tilvika séu þær vísbendingar en í um 90% tilvika séu þær ekki fyrir hendi. Segir Bragi óumdeilanlegt að barn- ið hafi sætt þessu ofbeldi, á því leiki enginn vafi. Hvað þarf að gerast? „Þá spyr maður sig hvað þarf að gerast til að refsiramminn sé nýttur – með hliðsjón af því að refsirammi kynferðisbrota er 10 ár. Þarna er refsingin 18 mánuðir. Ef við skoðum refsingar við öðrum brotum, til dæmis vegna fíkniefnamála eða auðg- unarbrota þá er manni svolítið misboðið að ekki skuli vera tekið harðar á þessum málum. Það er ef til vill talið sakborningi til tekna að hann hafi játað á sig glæp- inn en þá er því til að svara að fram- burður hans felur ekki í sér neina sektarkennd eða eftirsjá við því sem hefur gerst. Þvert á móti kem- ur mjög skýrt fram að hann kennir í raun og veru stúlkunni um og sér ekkert athugavert við eigið athæfi. Sjónarmið af þessu tagi eru gjarna vísbending um að menn séu hættu- legir og þess vegna er ekki rétt að telja mönnum til tekna framburð sem settur er fram með þessum hætti.“ Bragi segir að í ljósi þessa dóms og annarra sé tímabært að taka lagaákvæði vegna kynferðisbrota til endurmats. Hann segir ekki síð- ur nauðsynlegt að dómarar endur- meti dómaframkvæmdina ef vera mætti að dómar féllu betur að nú- tímalegum sjónarmiðum og siðferð- isvitund almennings í nútíðinni. „Við höfum fordæmi um fjögurra og fjögurra og hálfs árs dóma í málum sem ég hygg að sé erfitt að sýna fram á að séu grófari en þetta til- tekna mál. Hér er ekki verið að tala um að allur refsiramminn sé nýttur en borið saman við nokkra aðra dóma sem hafa fallið skýtur þessi dómur nokkuð skökku við. Menn hafa bent á þunga dóma vegna fíkniefnabrota, 10 til 12 ára fang- elsun, mun þyngri dóma en felldir eru gegn þessum óhugnanlega glæp. Mér finnst líka nokkuð skorta á samræmi í dómaframkvæmd í þessum málaflokki – að minnsta kosti meðal héraðsdóma – en í Hæstarétti finnst mér reglan vera meiri.“ Þegar grunur vaknar um kyn- ferðisbrot gegn barni ber að til- kynna það barnaverndarnefnd á viðkomandi stað. Hún metur hvort ástæða er til að óska eftir lögreglu- rannsókn. Sé svo raunin er fyrsta skrefið hjá lögreglunni að fá fram- burð barnsins og í því skyni ritar hún héraðsdómi og biður um skýrslutöku. Bragi segir þetta ferli geta tekið tvo, þrjá daga. Skýrslutaka af barni getur farið fram í Barnahúsi í Reykjavík sem hann segir að sé nú orðið oftast not- að þegar ung börn eigi í hlut en skýrslutaka af unglingum fari oftar fram í húsnæði héraðsdóma. Barna- hús hefur á að skipa sálfræðingum og læknum til aðstoðar barninu. Bragi segir einkum eitt atriði brýnt að endurskoða varðandi lögin sem sett voru í maí 1999 en það er varðandi frumskýrslutöku af börn- um sem orðið hafa fyrir kynferð- islegu ofbeldi. Hún var fyrir laga- breytinguna í höndum lögreglu en er í dag í höndum dómara. „Þessi skýrslutaka er því orðin dómsat- höfn sem þýðir að auk barnsins og réttargæslumanns þess, lögregl- unnar, fulltrúa saksóknara, barna- verndarnefndar eiga sakborningur og verj- andi hans rétt á að vera viðstaddir einnig. Þannig er frum- skýrslutaka barns orð- in hluti af dómsmáli, ef til þess kemur. Þarna er lögreglan að heyra framburð barnsins í fyrsta skipti og á sama tíma og sakborn- ingur og verjandi hans, en það er reyndar mjög fátítt að sakborning- ur sé viðstaddur þessa skýrslutöku. Þannig getur verjandi sakbornings upplýst hann um það sem kemur fram í skýrslutöku hjá barninu og getur sakborningur því auðveldlega hagrætt framburði sínum þegar hann er yfirheyrður í því skyni að leyna réttarvörslukerfið sannleik- anum. Þetta hef ég borið undir lög- reglumenn hér og erlend Svíþjóð og Bandaríkjunum eru mjög forviða yfir þ þarna eru vopnin slegin úr rannsakandans. Áður en þessu var bre lögreglan framburð bar hliðsjónar þegar hún y sakborning og hann vissi hvaða upplýsingar lögreg inn hafði undir höndum frá Það gaf lögreglunni betr að leita eftir sannleikanu inu.“ Frávik frá millilið lausri málsmeðfe Bragi segir að við þes meðferð sé ekki endilega v dómari sem stjórnar sk unni muni dæma málið. O dómar líka fjölskipaðir þa það minnsta sé algengt dómaranna sem dæma h fylgst með því frá byrjun séu veruleg frávik frá þei að viðhafa milliliðalausa m ferð. Einnig vekur Bragi því að mjög fá mál gangi dómskerfinu eða aðeins samkvæmt athugun sem verndarstofa gerði á má 1995–97. Hann sagði það hafa getað aukist síðustu á má því spyrja af hverju við fara í svo viðamikið fer meirihluti málanna fer e dóm. Upphaflegu rökin vo hlífa börnunum við því að k ir dóm og bera vitni við aða málsins en ég sé ekki a meira íþyngjandi en það er í dag. Það myndu ald 12–15–20% barnanna þurf fyrir réttinn og að öllu þe held ég að rökin fyrir þess ingu eigi ekki við og hafi ná ið byggð á misskilningi. É við eigum því að breyta þe á þann veg að skýrslutak aftur falin lögreglunni.“ Bragi segir því mikil staldra við og meta þá rey fengist hefur. „Dómarar ha ir látið það álit í ljós að h svo alvarlegt frávik frá lausri málsmeðferð að það ekki og vilja því að þessi ák anna séu endurskoðuð. É lögin séu gölluð að þessu brýnt að endurskoða þau.“ Til einföldunar er ofbe börnum oft flokkað í þre amlegt, kynferðislegt og ásamt vanrækslu. Bragi segir að í Banda sé líkamlegt ofbeldi algen um 21% af tilkynntum tilv síðan komi vanræksla og Forstjóri Barnaverndarstofu vill endurskoða la Frumskýrslu færð aftur ti Ofbeldi gegn börnum er staðreynd á Ís- landi eins og í mörgum öðrum löndum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir í viðtali við Jóhannes Tómasson brýnt að þeir sem telji sig vita um slíkt ofbeldi tilkynni það barnaverndaryfirvöldum. Barnaverndar- nefndir meti ástæðu til rannsóknar ÚR FJÖTRUM FÉLAGSÍBÚÐA Frumvarp það, sem Páll Péturs-son félagsmálaráðherra hefurkynnt um breytingar á húsnæð- iskerfinu, er ekki sízt framfaraskref fyrir þær sakir að það gefur öllum eig- endum félagslegra eignaríbúða kost á að selja þær á frjálsum markaði. Til þessa hefur verið í gildi kaupskylda sveitarfélaga á félagslegum íbúðum, þótt gamla félagslega íbúðakerfinu hafi verið lokað í ársbyrjun 1999 og tekin upp sú stefna að lána tekjulágu fólki aukalega fyrir íbúð á frjálsum markaði í stað þess að beina því inn í sérstakt félagslegt eignarhúsnæði. Fyrir marga eigendur félagslegra eignaríbúða, ekki sízt á höfuðborgar- svæðinu, hefur þetta þýtt að þeir hafa verið í nokkurs konar búsetufjötrum. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað verulega á undanförnum árum þannig að oft er markaðsvirði eigna þeirra miklu hærra en innlausn- arverðið. Þetta þýðir að fólki hefur í raun verið gert ókleift að skipta um íbúð; þeir sem t.d. þurfa að stækka við sig geta ekki lengur fengið aðra fé- lagslega eignaríbúð og fá svo lítið fyrir íbúðir sínar ef sveitarfélögin kaupa þær, að þeir hafa ekki efni á stærri íbúð á frjálsum markaði. Þannig hefur fólk átt í mestu erfiðleikum með að brjótast út úr hinu félagslega kerfi, sem því var af góðum hug beint inn í. Þetta vandamál hefur legið fyrir um langa hríð. Síðla árs árið 2000 ákvað Hafnarfjarðarbær að falla frá kaup- skyldu á félagslegum íbúðum, enda taldi öll bæjarstjórnin kaupskylduna í mótsögn við það markmið laga að af- leggja gamla félagslega kerfið og jafn- framt vera bæði eigendum íbúðanna, sveitarfélaginu og Íbúðalánasjóði í hag. Félagsmálaráðuneytið snerist þá í fyrstu öndvert gegn sjónarmiðum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Af hálfu Varasjóðs viðbótarlána, sem er í vörzlu Íbúðalánasjóðs, var höfðað mál á hend- ur Hafnarfjarðarbæ fyrir að falla frá kaupskyldunni og var úrskurðað bæði í héraði og í Hæstarétti að kaupskyldan stæði. Engu að síður hefur áfram verið mikill þrýstingur á að fella hana úr lögunum, m.a. samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur einróma í febrúarmánuði tillögu sjálfstæðismanna um að hvetja til slíkrar lagabreytingar. Nú hefur félagsmálaráðuneytið snú- ið við blaðinu og það er fagnaðarefni. Sveitarfélögum verður heimilt að falla frá kaupskyldunni að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum, en réttarstöðu þeirra sem vilja að sveitarfélag leysi til sín kaupskylduíbúð verður ekki raskað. Reykjavíkurborg hefur ákveð- ið að afnema kaupskylduna strax og ný lög taka gildi og væntanlega sigla fleiri sveitarfélög, ekki sízt á höfuðborgar- svæðinu, í kjölfarið. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram í máli Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar í Reykjavík, að þetta þýði að 2.100 fjölskyldur í Reykjavík geti selt félagslegar íbúðir sínar á markaðsverði, sem geti verið allt að þremur milljónum króna hærra en innlausnarverðið. Þessar tölur sýna hversu brýn sú breyting var orðin, sem félagsmálaráðherra hefur nú lagt til. FJALLABAKSLEIÐ POWELLS Þegar Colin Powell, utanríkisráð-herra Bandaríkjanna, var á mánu- dag í Marokkó á krókaleið sinni til Mið- Austurlanda sneri Mohammed Mar- okkókonungur sér að honum í sama mund og fréttaljósmyndarar voru að mynda þá saman og spurði: „Fannst þér ekki liggja meira á að fara til Jerúsal- em?“ Sagt var frá þessu í Morgun- blaðinu í gær í umfjöllun um það að eftir því sem blóðbaðið á svæðum Palestínu- manna drægist á langinn dýpkaði gjáin milli Bandaríkjamanna og hófsamra leiðtoga í arabaheiminum. Þessarar spurningar spyrja sig hins vegar fleiri en aðeins arabaleiðtogar og víða velta menn því fyrir sér hversu mikil alvara búi að baki þegar Bandaríkjamenn skora á Ísraela að draga herlið sitt til baka frá svæðum Palestínumanna. Dagblaðið The Boston Globe hafði á þriðjudag eftir tveimur bandarískum embættismönnum að Bandaríkjastjórn hefði komið þeim boðum til Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, að hann gæti dregið hægt og sígandi úr aðgerð- um þótt opinberlega skoruðu Banda- ríkjamenn á Ísraela að hætta aðgerðum án tafar. Gert væri ráð fyrir því að Shar- on byrjaði að draga herliðið til baka fyrir alvöru á morgun þegar Powell loks kæmi til Jerúsalem. Var haft eftir embættis- mönnunum að Bandaríkjastjórn liti ekki á framferði Sharons sem ögrun við George Bush Bandaríkjaforseta. „Shar- on veit hversu langt hann getur gengið,“ hafði blaðið eftir embættismanni í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. „Ef til vill verður aðeins meiri opinber þrýst- ingur á hann ef hann hefur ekki gert neitt að ráði á föstudag, en nú hefur hann tækifæri til að koma hlutum í verk.“ Sharon hefur verið ófeiminn við að nýta sér þetta tækifæri og hefur reyndar ekki þurft hvatningu til að beita Ísr- aelsher gegn Palestínumönnum. „Við er- um í miðri orrustu,“ sagði hann herbúð- um skammt frá Jenín í gær. „Ef við förum þurfum við að koma aftur. Þegar við klárum ætlum við ekki að vera áfram. En fyrst þurfum við að ljúka verkefni okkar.“ Ógerningur er að leggja mat á það hvað margir Palestínumenn hafa fallið í innrásinni sem hófst á Vestur- bakkann 29. mars. Ísraelar hafa sagt að 150 manns hafi fallið í átökum í Jenín en Palestínumenn segja að mannfallið þar sé mun meira. Saeb Erekat, einn helsti samningamaður Palestínumanna, sagði í gær að 500 Palestínumenn hefðu fallið síðan 29. mars. Ísraelar sögðu fyrr í vik- unni að Ísraelsher hefði drepið 200 Pal- estínumenn. Það þarf ekki að undrast orð Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sagði í gær að sig hryllti við þeirri mannlegu neyð sem Ísraelar hefðu valdið með sókn sinni gegn Palestínumönnum. Hann sagði að Ísraelar væru valdir að „gríðarlegum þjáningum saklausra borgara sem væru mitt á milli í átökunum“ á Vesturbakk- anum og Gaza. Samfélag þjóðanna krefðist þess að Ísraelar virtu skuld- bindingar sínar um að vernda almenna borgara og herinn ætti að hætta að skemma og eyðileggja eigur fólks. Powell heldur í dag til Jórdaníu og kemur síðdegis til Ísraels, fimm dögum eftir að hann lagði af stað. Hann ræðir við Sharon á morgun og væntanlega við Arafat á laugardag. Það verður að vona að Powell fari ekki jafnmiklar krókaleið- ir í viðræðum sínum næstu daga og hann fór á leiðinni til Jerúsalem. Nógu lengi hefur vatni verið ausið á myllu haturs og óvildar. Það er kominn tími til að hefja uppbyggingu á ný og stöðva þreyti- stríðið gegn Palestínumönnum áður en samfélag þeirra hrynur endanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.