Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Enskuskóli á Suður-Englandi Gist hjá enskum fjölskyldum, unglingar 14-18 ára. 2-4 vikna ferðir, enska, fótbolti - íþróttir. Viðskiptaenska, 18 ára og eldri, allt árið. 50 ára og eldri, 2 vikna ferðir, gott verð, góður skóli. Uppl. eftir kl. 17 í síma 862 6825 Jóna María. Öflugt bætiefni Ath. 24 mg í hverjum belg Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Nýkaupi og í Árnesapóteki Selfossi. www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir augun SENDUM Í PÓSTKRÖFU kvöld. Sýningarnar hefjast kl. 20. Fimm sýningar voru á verkinu um liðna helgi og var nánast uppselt á þær allar. Var hinum ungu og efni- legu leikurum, söngvurum og hljóð- færaleikurum gríðarvel tekið, en mikil vinna hefur verið lögð í sýn- inguna. Alls taka um 60 manns þátt í uppfærslunni, þar af um 25 leikarar og söngvarar auk þess sem sjö manna hljómsveit leikur á sviðinu. Arnór Brynjar Þorsteinson, for- maður LMA, sagði að áhugi nem- enda hefði að mestu orðið til þess að ráðist var í þetta umfangsmikla verkefni. Samhent stjórn leikfélags- ins sem vinnur vel skipti þar einnig máli „Menn voru ekkert að víla þetta fyrir sér,“ sagði Arnór Brynjar. Stuðningur skólayfirvalda sem kappkostað hafa að veita alla mögu- lega aðstoð vó einnig þungt. Hrafn- hildur Hafberg er leikstjóri og Björn Þórarinsson tónlistarstjóri. ÞRJÁR sýningar verða næstu kvöld á söngleiknum Hárinu sem Leik- félag Menntaskólans á Akureyri sýnir í Samkomuhúsinu, en þær verða í kvöld, þriðjudagskvöld og einnig á miðviku- og fimmtudags- Þrjár sýningar á Hárinu KRISTÍN Kristjánsdóttir, 18 ára stúlka frá Akureyri, var kjörin Ungfrú Norðurland 2002 en keppnin um titilinn fór fram í KA- heimilinu sl. föstudagskvöld. Sig- ríður Bjarnadóttir, 19 ára stúlka frá Möðruvöllum í Hörgárbyggð, varð í öðru sæti í kjörinu og var hún jafnframt valin besta ljós- myndafyrirsætan. Tinna Rún Ein- arsdóttir, tvítug Akureyrarmær, hafnaði í þriðja sæti. Alls tóku þrettán stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni, flestar frá Ak- ureyri. „Þetta var alveg frábært, ég bjóst engan veginn við þessu og sigurinn varð því enn sætari fyrir vikið,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef brosað hringinn síðustu sólar- hringa og geri enn.“ Kristín, sem fagnar 19 ára afmæli sínu síðar í mánuðinum, sagði að það hefði verið virkilega gaman að taka þátt í undirbúningnum og keppn- inni sjálfri. „Þetta hefur verið erf- itt en lærdómsríkt og skemmtilegt og þótt við stelpurnar séum nokk- uð ólíkar er þetta frábær hópur.“ Kristín stundar nám á text- ílhönnunarbraut VMA en hún hef- ur sett stefnuna á nám í hár- greiðslu eða fatahönnun í Iðnskólanum í Reykjavík næsta haust. Með sigrinum vann Kristín sér rétt til þátttöku í keppninni um titilinn Ungfrú Ísland sem fram fer 24. maí nk. og í þeirri keppni er hún ákveðin í að gera sitt besta. Sportstúlkan var valin Hulda Frímannsdóttir, vinsælasta stúlk- an Katrín Rut Bessadóttir og Net- stúlkan Katrín Ösp Jónsdóttir. Kristín Kristjánsdóttir, 18 ára Akureyringur, var kjörin Ungfrú Norðurland 2002 Hef brosað hringinn síðustu sólarhringa Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Kristín Kristjánsdóttir, sem situr fyrir miðju, var kjörin Ungfrú Norðurland 2002, Sigríður Bjarnadóttir, t.v., varð í öðru sæti og Tinna Rún Einarsdóttir, t.h., hafnaði í þriðja sæti. Alls tóku þrettán stúlkur þátt í keppninni. SKÓLANEFND Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu frá skóla- stjórum grunnskólanna í bænum þess efnis að fyrsti skóladagur nemenda næsta skólaár verði hinn 26. ágúst nk. Jafnframt að vetr- arfrí verði tekið föstudaginn 25. og mánudaginn 28. október. Einnig var til umfjöllunar í skólanefnd úthlutun almennra kennslustunda til grunnskólanna á Akureyri fyrir skólaárið 2002– 2003. Skólanefnd samþykkti að út- hluta samtals 4.608 kennslustund- um til grunnskólanna sex, sem er fjölgun um 23 kennslustundir á milli ára. Á sama tíma fjölgar nemendum um 24. Flestar eru kennslustundirnar í Brekkuskóla næsta skólaár eða 956 en fæstar í Oddeyrarskóla, 420. Grunnskólar Akureyrar Fyrsti skóla- dagur 26. ágúst ÁTTA rúður voru brotnar í Lundar- skóla á Akureyri aðfaranótt sunnu- dags. Aðeins var um skemmdarverk að ræða en ekki innbrot, að sögn Þór- unnar Bergsdóttur skólastjóra. Tölu- vert var um rúðubrot í skólanum á síðasta skólaári og þá m.a. brotist inn og tölvubúnaði stolið. „Við höfum sloppið vel í vetur fram að þessu,“ sagði Þórunn. Hún sagði að grjóti hefði verið kastið í gegnum rúðurnar um helgina og alla leið inn á skrifborð „og hér flæddi allt í glerbrotum“. Síðasta vet- ur stóð lögregla vakt við skólann og gómaði þá tvo unglingspilta við að brjóta rúður. Þórunn sagði að sett hefði verið upp öryggiskerfi innahúss í skólanum og að stefnt væri að því að setja upp eftirlitsmyndavélar utan- húss. Hún sagði að töluverð umræða væri í skólum bæjarins um setja upp eftirlitsmyndavélar enda væri nóg komið í þessum efnum. Rúður brotnar í Lundarskóla Leikfélag Menntaskólans á Akureyri ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TRAUSTI Þorsteinsson forstöðu- maður skólaþróunarsviðs kennara- deildar Háskólans á Akureyri og Gunnar Gíslason deildarstjóri skóla- deildar Akureyrarbæjar flytja fyrir- lestur í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 20 í samkomusal Lundar- skóla. Hann fjallar um þörf nýrra áherslna í samstarfi og samskiptum heimila og skóla. Umræður og fyr- irspurnir verða að loknum fyrir- lestri. Foreldra- og kennarafélög grunnskóla Akureyrar standa að fyrirlestrinum. Nýjar áherslur í samstarfi skóla og heimila

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.