Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Enskuskóli á Suður-Englandi Gist hjá enskum fjölskyldum, unglingar 14-18 ára. 2-4 vikna ferðir, enska, fótbolti - íþróttir. Viðskiptaenska, 18 ára og eldri, allt árið. 50 ára og eldri, 2 vikna ferðir, gott verð, góður skóli. Uppl. eftir kl. 17 í síma 862 6825 Jóna María. Öflugt bætiefni Ath. 24 mg í hverjum belg Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Nýkaupi og í Árnesapóteki Selfossi. www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir augun SENDUM Í PÓSTKRÖFU kvöld. Sýningarnar hefjast kl. 20. Fimm sýningar voru á verkinu um liðna helgi og var nánast uppselt á þær allar. Var hinum ungu og efni- legu leikurum, söngvurum og hljóð- færaleikurum gríðarvel tekið, en mikil vinna hefur verið lögð í sýn- inguna. Alls taka um 60 manns þátt í uppfærslunni, þar af um 25 leikarar og söngvarar auk þess sem sjö manna hljómsveit leikur á sviðinu. Arnór Brynjar Þorsteinson, for- maður LMA, sagði að áhugi nem- enda hefði að mestu orðið til þess að ráðist var í þetta umfangsmikla verkefni. Samhent stjórn leikfélags- ins sem vinnur vel skipti þar einnig máli „Menn voru ekkert að víla þetta fyrir sér,“ sagði Arnór Brynjar. Stuðningur skólayfirvalda sem kappkostað hafa að veita alla mögu- lega aðstoð vó einnig þungt. Hrafn- hildur Hafberg er leikstjóri og Björn Þórarinsson tónlistarstjóri. ÞRJÁR sýningar verða næstu kvöld á söngleiknum Hárinu sem Leik- félag Menntaskólans á Akureyri sýnir í Samkomuhúsinu, en þær verða í kvöld, þriðjudagskvöld og einnig á miðviku- og fimmtudags- Þrjár sýningar á Hárinu KRISTÍN Kristjánsdóttir, 18 ára stúlka frá Akureyri, var kjörin Ungfrú Norðurland 2002 en keppnin um titilinn fór fram í KA- heimilinu sl. föstudagskvöld. Sig- ríður Bjarnadóttir, 19 ára stúlka frá Möðruvöllum í Hörgárbyggð, varð í öðru sæti í kjörinu og var hún jafnframt valin besta ljós- myndafyrirsætan. Tinna Rún Ein- arsdóttir, tvítug Akureyrarmær, hafnaði í þriðja sæti. Alls tóku þrettán stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni, flestar frá Ak- ureyri. „Þetta var alveg frábært, ég bjóst engan veginn við þessu og sigurinn varð því enn sætari fyrir vikið,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef brosað hringinn síðustu sólar- hringa og geri enn.“ Kristín, sem fagnar 19 ára afmæli sínu síðar í mánuðinum, sagði að það hefði verið virkilega gaman að taka þátt í undirbúningnum og keppn- inni sjálfri. „Þetta hefur verið erf- itt en lærdómsríkt og skemmtilegt og þótt við stelpurnar séum nokk- uð ólíkar er þetta frábær hópur.“ Kristín stundar nám á text- ílhönnunarbraut VMA en hún hef- ur sett stefnuna á nám í hár- greiðslu eða fatahönnun í Iðnskólanum í Reykjavík næsta haust. Með sigrinum vann Kristín sér rétt til þátttöku í keppninni um titilinn Ungfrú Ísland sem fram fer 24. maí nk. og í þeirri keppni er hún ákveðin í að gera sitt besta. Sportstúlkan var valin Hulda Frímannsdóttir, vinsælasta stúlk- an Katrín Rut Bessadóttir og Net- stúlkan Katrín Ösp Jónsdóttir. Kristín Kristjánsdóttir, 18 ára Akureyringur, var kjörin Ungfrú Norðurland 2002 Hef brosað hringinn síðustu sólarhringa Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Kristín Kristjánsdóttir, sem situr fyrir miðju, var kjörin Ungfrú Norðurland 2002, Sigríður Bjarnadóttir, t.v., varð í öðru sæti og Tinna Rún Einarsdóttir, t.h., hafnaði í þriðja sæti. Alls tóku þrettán stúlkur þátt í keppninni. SKÓLANEFND Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu frá skóla- stjórum grunnskólanna í bænum þess efnis að fyrsti skóladagur nemenda næsta skólaár verði hinn 26. ágúst nk. Jafnframt að vetr- arfrí verði tekið föstudaginn 25. og mánudaginn 28. október. Einnig var til umfjöllunar í skólanefnd úthlutun almennra kennslustunda til grunnskólanna á Akureyri fyrir skólaárið 2002– 2003. Skólanefnd samþykkti að út- hluta samtals 4.608 kennslustund- um til grunnskólanna sex, sem er fjölgun um 23 kennslustundir á milli ára. Á sama tíma fjölgar nemendum um 24. Flestar eru kennslustundirnar í Brekkuskóla næsta skólaár eða 956 en fæstar í Oddeyrarskóla, 420. Grunnskólar Akureyrar Fyrsti skóla- dagur 26. ágúst ÁTTA rúður voru brotnar í Lundar- skóla á Akureyri aðfaranótt sunnu- dags. Aðeins var um skemmdarverk að ræða en ekki innbrot, að sögn Þór- unnar Bergsdóttur skólastjóra. Tölu- vert var um rúðubrot í skólanum á síðasta skólaári og þá m.a. brotist inn og tölvubúnaði stolið. „Við höfum sloppið vel í vetur fram að þessu,“ sagði Þórunn. Hún sagði að grjóti hefði verið kastið í gegnum rúðurnar um helgina og alla leið inn á skrifborð „og hér flæddi allt í glerbrotum“. Síðasta vet- ur stóð lögregla vakt við skólann og gómaði þá tvo unglingspilta við að brjóta rúður. Þórunn sagði að sett hefði verið upp öryggiskerfi innahúss í skólanum og að stefnt væri að því að setja upp eftirlitsmyndavélar utan- húss. Hún sagði að töluverð umræða væri í skólum bæjarins um setja upp eftirlitsmyndavélar enda væri nóg komið í þessum efnum. Rúður brotnar í Lundarskóla Leikfélag Menntaskólans á Akureyri ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TRAUSTI Þorsteinsson forstöðu- maður skólaþróunarsviðs kennara- deildar Háskólans á Akureyri og Gunnar Gíslason deildarstjóri skóla- deildar Akureyrarbæjar flytja fyrir- lestur í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 20 í samkomusal Lundar- skóla. Hann fjallar um þörf nýrra áherslna í samstarfi og samskiptum heimila og skóla. Umræður og fyr- irspurnir verða að loknum fyrir- lestri. Foreldra- og kennarafélög grunnskóla Akureyrar standa að fyrirlestrinum. Nýjar áherslur í samstarfi skóla og heimila
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.