Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 42

Morgunblaðið - 07.07.2002, Side 42
42 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EINS og kunnugt er tók Halldór Ásgrímsson við embætti utanríkis- ráðherra á eftir Jóni Baldvini. Ný- lega birtist í Dagblaðinu grein eða viðtal við Jón í tilefni af 10 ára af- mæli EES-samningsins. Fyrirsögn greinarinnar var: „Tvöfalt stærri en við undirritun – Á þriðja hundrað „gerða“ bætist við árlega“. Svo er mynd af Jóni gleiðbrosandi og neð- an undir stendur: „Gildur samning- ur.“ Svo segir: „Það fór gríðarleg vinna í gerð EES-samnings á sínum tíma og kom fjöldi embættismanna og ráðamanna að verkinu undir for- ustu Jóns Hannibalssonar utanrík- isráðherra.“ Síðan segir: „Samning- urinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur tvöfaldast að vöxtum frá því að hann var undirritaður í Oporto í Portúgal 2. maí 1992 fyrir rétt liðlega 10 árum.“ Á vef EFTA kemur fram að í samningum séu nú rösklega 3.500 „gerðir“ en þær voru 1.500 við undirritun EES-samnings- ins. Þetta mun vera einsdæmi meðal alþjóðasamninga að því leyti að samningurinn tekur stórum breyt- ingum á hverju ári. Reglum, tilskip- unum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi ESB eða EFTA. Ég hélt að þegar aðilar að samningi hafa báðir undirritað hann þá gæti ekki annar aðilinn breytt honum nema með samþykki hins, að öðrum kosti þyrfti að gera nýjan samning. Svo er verið að athuga hvort Íslend- ingar eigi ekki að ganga í ESB. Það væri ekki gáfulegt að ganga í ESB ef þau ríki gætu svo breytt þeim samningum eftir vild án þess að spyrja Íslendinga nokkuð um hvort þeir gætu fallist á þær breytingar. Það gengur alveg fram af mér hvernig hægt er að láta Alþingi samþykkja þetta valdaafsal. Ég er nokkurnveginn viss um að ekki nema fáir þingmenn hafa gert sér grein fyrir hvað þessi samþykkt þýddi fyrir Ísland. Ég trúi ekki að Alþingi hefði samþykkt þessa vit- leysu ef þeir hefðu gert sér grein fyrir því að EES gat breytt þeim gjörningi hvenær sem þeim sýndist. Svona samningar finnast mér jaðra við landráð. Það er kannski réttara að nefna þetta landsölu eins og utanríkisráðherra kallaði nýlega annars vegar landsölumenn og hina sjálfstæðismenn í sjónvarpsviðtali ekki alls fyrir löngu. Nú á þessu kjörtímabili hefur ut- anríkisráðherra oft viðrað þá hug- mynd að taka upp könnunarviðræð- ur við ESB. Forsætisráðherra lýsti því margoft í byrjun þessa kjör- tímabils að samningaviðræður við ESB væru ekki til umræðu á þessu kjörtímabili. Utanríkisráðherra fór þó snemma á kjörtímabilinu að viðra þá hugmynd að taka upp könnunarviðræður við ESB. Fyrst fór hann sér hægt með þessar ráða- gerðir en smám saman herti áróð- urinn meira og meira, einkum nú á síðasta misseri þrátt fyrir harðorð mótmæli forsætisráðherra og nú er svo komið að þeir kumpánar eru nánast komnir í hár saman út af þessum málum. Halldór hagar sér eins og hann sé tekinn við forsætis- ráðherraembættinu af Davíð. Hing- að til hafa forsætisráðherrarnir ver- ið kallaðir verkstjórar í hverri ríkisstjórn og ég skil ekki hvernig þetta stjórnarsamstarf getur staðið lengi því ef Davíð gefur út einhverj- ar yfirlýsingar þá svarar Halldór strax með nýrri yfirlýsingu. Er hann ekki nú þegar búinn að taka upp óformlegar könnunarviðræður við æðstu menn ESB? Hann þarf a.m.k. að fara oft til Brussel og ann- arra Evrópuþjóða. Auk þess hafa margir háttsettir menn frá ESB- löndunum heimsótt Ísland. Ég spyr bara, hvað liggur á að fá niðurstöð- ur í þessu máli fyrr en á næsta kjör- tímabili? Er ekki réttara að sjá til hvað mörg Austur-Evrópuríki ganga í ESB á næsta ári? Þá er frekar hægt að gera sér grein fyrir því hve mikill kostnaður fylgir því að ganga í bandalagið. Þá er eftir að vita hvort meirihluti þjóðarinnar vill fórna því sem eftir er af sjálfstæði hennar eða hvort landsölumenn hafa betur. Að lokum langar mig að spyrja Halldór að því: 1. Hvað margir starfsmenn eru á vegum Íslendinga í Belgíu og öðrum Evrópulöndum vegna EES, EFTA og ESB og hvað kostar það íslenska ríkið á ári? 2. Er fyrirhugað að senda sérstakan hóp manna á þessu ári í svokallaðar könnunarviðræður vegna hugsan- legrar inngöngu í ESB? 3. Svar ósk- ast í Morgunblaðinu í þættinum Bréf til blaðsins. SIGURÐUR LÁRUSSON, Sjúkrahúsinu Egilsstöðum, Lagarási 17, Egilsstöðum. Jón Baldvin II Frá Sigurði Lárussyni: Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.