Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 21

Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 21 FYRSTA mynd og fyrsta frétt hjónanna Priscu og Olivers af ferðalagi þeirra á indverskum léttivagni (rickshaw) sem þau senda til dagblaðsins Times of India verður frá heimskautsbaug. Oliver sagði að ástæðan fyrir komu þeirra til Grímseyjar væri sú að frétt héðan frá eyjunni á heimskautsbaug myndi örugglega fanga athygli fréttamanna. Þau sögðu að næsta frétt sem bærist indverskum fjölmiðlum yrði af þeim hjónum á léttivagninum inn- an um sleðahunda Grænlendinga. Ferðalagið í heild hugsa þau hjón sem stuðning við þá Indverja sem vinna baki brotnu á lágum launum og við litla virðingu sem létti- vagnahjólreiðamenn á Indlandi. Léttivagnarnir eru leigu- og flutn- ingabílar þeirra Indverja. Morgunblaðið/Helga Mattína Priscu og Oliver við heimskautsbaug Léttivagn á heimskautsbaug Grímsey Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson Ferðalangarnir samankomnir við Gilsá á Jökuldal undir lokasprett ferðarinnar. Frá vinstri: Angelika Lieler- meister frá Berlín, en hún reið með þeim austur frá Vindheimamelum og hafði skipti við stöllu sína sem reið með norður, Steinn Jónsson Eskifirði, Helgi Jens Árnason Egilsstöðum, Arney Eir Einarsdóttir Egilsstöðum, sem hitti þá á Gilsá og ætlaði að ríða með til Egilsstaða, og Bjarni Einarsson Egilsstöðum. Á myndina vantar bræðurna Benedikt og Ásgeir Jónassyni Egilsstöðum, sem voru með í allri ferðinni en tóku aðra stefnu á Jökuldalsheiðinni, stefndu inn og niður á Jökuldal og ætluðu þaðan yfir Fljótsdalsheiði austur í Fljótsdal. ÞESSI hálffleygi þrastarungi hélt að glerrjúpan fyrir innan rúðuna væri lifandi fugl og settist því á gluggasylluna. Þar sat hann sem fastast í von um að þetta væri mamma hans en svo reyndist ekki vera. Þrastamamman er að unga út öðrum ungahóp og er því löngu hætt að hugsa um þennan hálfstálp- aða unga sem verður bara að bjarga sér sjálfur. Rjúpan og þrösturinn Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.