Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kvöldgöngur um Borgarfjörð og nágrenni Gengið um í kvöldkyrrðinni UngmennasambandBorgarfjarðarstendur fyrir kvöldgöngum um byggðir Borgarfjarðar í sumar. Morgunblaðið ræddi við Ásdísi Helgu Bjarnadótt- ur, sambandsstjóra UMSB, um gönguferðirn- ar. – Hvert var upphaf gönguferðanna? „Þannig var mál með vexti að þegar Skógrækt- arfélag Borgarfjarðar hélt upp á 80 ára afmæli sitt ár- ið 1998 lagði ég fram þá hugmynd að félögin myndu standa saman að göngu- ferðum um skógana hér í Borgarfirði. Þannig hófust kvöldgöngurnar, og vöktu þær mikla lukku meðal innansveitarmanna og annarra. Að vísu var viðbúið að sumarbú- staðaeigendur hér í nágrenninu myndu slást í för, en færri þeirra hafa mætt en við áttum von á. Von- umst við þó alltaf eftir nýjum gest- um í göngurnar hjá okkur.“ – Hafa göngurnar síðan verið á ykkar dagskrá? „Já, áhuginn var svo mikill að Ungmennasamband Borgarfjarð- ar ákvað að halda þessu áfram. Þetta er því fjórða sumarið sem við bjóðum upp á kvöldgöngur af þessu tagi. Við ákváðum að leita fanga víðar um svæðið til göngu- ferða, til dæmis að skoða menning- arminjar og náttúruperlur í sýsl- unni. Að sama skapi þótti okkur spennandi að skoða dýralíf eða náttúrufar á einstökum stöðum. Þetta er útivist fyrir alla fjölskyld- una og fræðandi ferð um héraðið. Ókeypis er í gönguferðirnar.“ – Eru leiðsögumenn með í för? „Já, fyrsta sumarið fengum við umsjónarmenn skógræktarinnar til að segja almenningi frá rækt- uninni, aldursgreiningu trjáa, teg- undunum og sögu skógræktarinn- ar. Hin síðari ár höfum við svo fengið heimamenn til að leiða gönguna, enda eru þeir oft fróðir um umhverfið, eða þá sérfræðinga á ýmsum fræðasviðum til að miðla þekkingu sinni. Við höfum lagt áherslu á að viðkomandi tengist svæðinu og þekki það mjög vel.“ – Er farið á sömu staði árlega? „Nei, á þessu fjögurra ára tíma- bili höfum við enn aldrei farið sömu leið aftur. Fjölbreytnin er svo mikil, og við erum hvergi nærri búin að þræða alla fallega staði hér um slóðir, enda spretta hugmyndir fram um nýjar göngu- leiðir. Við förum um níu göngur á hverju ári, annan hvern fimmtu- dag yfir sumarið.“ – Kvöldgöngur samræmast sannarlega starfi sambandsins. „Já, þær gera það, sérstaklega í tilefni af átaki UMFÍ, „Göngum um Ísland“, sem hleypt var af stokkunum í vor. Gefin var út handhæg gönguleiðabók, þar sem við tilnefndum nokkrar gönguleið- ir sem okkar framlag. Kvöldgöng- urnar smellpassa inn í starf sam- bandsins á þennan hátt, en ólíkt gönguleiðunum í bókinni eru okkar ferð- ir um ómerktar slóðir og ekki á allra færi að rata þær án leiðsagnar. Einnig völdum við fjall til að ganga á þar sem árið 2002 er ár fjallsins.“ – Bíddu nú við, völduð þið fjall? „Já, árið í ár er ár fjallsins, og umhverfisnefnd UMFÍ, sem ég á sæti í, lagði til að hvert og eitt hér- aðssamband tilnefndi fjall á sínu svæði um leið og það legði til gönguleiðir. Fjallið skyldi vera að- gengilegt fyrir alla fjölskylduna og ekki endilega algengt að fólk gengi á það. Hinn 22. júní var farið með gestabækur á ein 16 fjöll víðs veg- ar um landið til þess að þátttak- endur gætu ritað nöfn sín. Við til- nefndum Hestfjall, sem stendur við mynni Skorradals og Lundar- reykjadals. Það er rétt um 200 metra hátt og mjög aðgengilegt. Fyrsta gangan í sumar var á Hest- fjall, með eigendum landsins, og komum við fyrir gestabókinni.“ – Hvert er leiðinni heitið á næst- unni? „Hinn 25. júlí, á fimmtudaginn, verður gengið á Grábrók og Brekkurétt skoðuð. Það er gömul fjárrétt, hlaðin úr hraungrýti. Þór- hildur Þorsteinsdóttir, bóndi í Brekku, mun leiða gönguna. Mæt- ing er við bílastæðið við Grábrók kl. 8 um kvöldið. Þarnæsta ganga er hinn 8. ágúst, þá verður farið um fornan árfarveg Hvítár inn við Húsafell og Kalmanstungu. Það er stórskemmtileg leið með fjölda skessukatla. Björn Þorsteinsson, sem er mikill plöntu- og grasa- fræðingur, mun leiða þá göngu, og verður hist við verslunina í Húsa- felli. Síðari gangan í ágúst er svo hinn 25. klukkan 19.30, þá verður gengið í Skálpastaða- skógi í Skorradal, og mun Ágúst Árnason, fyrrum skógarvörður, ganga með hópinn. Þá munum við skoða sveppi, og einnig trjátegundir sem eiga erfitt uppdráttar hér á landi, en þrífast í skjólinu í Skorradal. Loks má nefna að við ætlum að skoða asparræktina við Járn- blendiverksmiðjuna hinn 5. sept- ember, og höfum við verið í sam- starfi við starfsmannafélagið þar um skipulagningu þeirrar ferðar.“ Nánari upplýsingar um sam- bandið má finna á www.umsb.is. Ásdís Helga Bjarnadóttir  Ásdís Helga Bjarnadóttir fæddist á Akranesi árið 1969. Hún lauk stúdentsprófi af íþróttabraut eftir nám í Héraðs- skólanum í Reykholti og Fjöl- brautarskóla Vesturlands á Akranesi, prófi frá Hússtjórn- arskólanum á Hallormsstað, Bú- fræði- og búfræðikandidatsprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og Cand.agr. í garðyrkjufræðum frá Norges Landbrukshøgskole á Ási í Noregi. Nú starfar hún við Lífræna miðstöð LBH – upplýs- ingamiðstöð fyrir lífræna rækt- un á Hvanneyri. Hún er formað- ur Búnaðar- og garðyrkju- kennarafélags Íslands, situr í stjórn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og hefur auk þess verið sambandsstjóri Ungmenna- sambands Borgarfjarðar frá árinu 1998. Ásdís Helga býr á Hvanneyri með syni sínum, Guð- mundi Snorra Sigfússyni. Áhersla lögð á fræðslu og skemmtun ÁRNI ÞÓR Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, tók nýverið fyrstu skóflustungu að nýbyggingu fyrir aldraða við Dal- braut 14. Í byggingunni, sem Samtök aldraðra standa að, verða 27 íbúðir. Íbúðunum hefur þegar verið út- hlutað, en reiknað er með að hús- ið verði fokhelt í janúar og íbúð- irnar fullbúnar til afhendingar 15. september 2003. Næst hyggj- ast Samtök aldraðra láta byggja hús með um 50 íbúðum á lóð við Sléttuveg í Fossvogi. Stungið í svörðinn Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.