Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kaupmannahöfn og sýningu San Fransiskó-ballettsins í Parísaróper- unni undir stjórn Helga. Það er ekki mánuður síðan við hittumst síðast á Fjólugötunni hjá henni Ingunni. Edda var þá nýkomin frá Spáni, úti- tekin og glöð. Við rifjuðum upp gamla góða tíma á sviðinu eins og venjulega og minntumst Bidsteds, sem nýlega er látinn. Edda var hrókur alls fagnaðar en hún var líka með eitt stærsta hjarta sem til er og við hinar litum á hana sem stjörnuna – með greini! Einu sinni límdum við stjörnu á upphitun- arstað hennar við kaðlana í Þjóðleik- húsinu. Hún var mjög ánægð með þetta uppátæki okkar enda vissi hún hvað lá að baki og hér var ekki um háð að ræða frekar en í ávarpinu hennar „sæl stjarna!“ En Edda átti aðra steina en stjörn- urnar vinkonur sínar, og dýrmætari. Það voru gimsteinarnir hennar, Harpa og Brynja, sem nú sjá á eftir móður sinni og vini. Ömmustelpan og nafna Eddu er þegar farin að dansa og sýnir að „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“. Við sendum dætrum Eddu, móður, bræðrum og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa minningu Eddu Scheving. Á. Inga Haraldsdóttir, Elín Edda Árnadóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Guðrún Antonsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingunn Jensdóttir, Lilja Hallgríms- dóttir, Margrét Brandsdóttir, Þórunn Árnadóttir. Hinn fámenni íslenski listdans- heimur má síst við því að máttarstólp- ar hans falli frá á besta aldri og í fullu starfi. Það hefur nú gerst því einn slíkur máttarstólpi var Edda Schev- ing sem við kveðjum nú. Dansinn var mikilvægur þáttur í lífi hennar og ævistarfið var helgað honum. Edda hóf dansnám ung og greinilegt var að þarna voru umtalsverðir hæfileikar fyrir hendi því hún var oft valin til að taka þátt í dans- og leiksýningum með talsvert eldri og reyndari dönsurum. Þrátt fyrir að ég hefði séð Eddu dansa í sýningum og væri nemandi í Listdanskóla Þjóðleikhússins á sama tíma og hún þá fórumst við eiginlega á mis þar til ég kom heim frá fram- haldsnámi í listdansi erlendis. Þá var það Edda sem bauð mér fyrsta starfið mitt við listdanskennslu og alla tíð síðan var samband okkar og samstarf mikið, bæði varðandi félagsmál dans- ara og kennslumál. Þar fyrir utan var Edda traust og yndisleg vinkona öll þessi ár. Við sömdum saman barna- ballettinn Út um græna grundu sem sýndur var á fyrstu Listahátíð í Reykjavík árið 1970, sömdum og sýndum ásamt nokkrum öðrum döns- urum listdanskynningar fyrir fram- haldsskóla í Reykjavík og fórum í ferð með eina slíka kynningu til Norður- og Austurlands. Sumarið 1973 var farið með listdanskynningu á menn- ingarhátíð í Færeyjum. Þetta var mikil ævintýraferð, sýnt í Þórshöfn og Klakksvík og síðan dansaðir fær- eyskir dansar fram á morgun eftir hverja sýningu. Þá, eins og svo oft, var Edda hrókur alls fagnaðar. Edda tók mikinn þátt í félagsstörf- um listdansara, var formaður Félags íslenskra listdansara um langt skeið og sat í stjórnum og fulltrúaráðum ýmissa stofnana og félaga. Það sópaði að henni sem forystumanni og mörg- um baráttumálum listdansara sigldi hún heilum í höfn. Íslenski dansflokk- urinn var stofnaður á formannsárum hennar og Edda sýndi starfi hans allt- af mikinn áhuga. Dansarar flokksins minnast þess að risastór konfektkassi frá Eddu var alltaf fastur punktur hverrar frumsýningar, eiginlega jafn- mikilvægur og lófatakið í sýningarlok. Edda gerði allt með glæsibrag og vildi hafa góða stjórn á öllu, aga og reglu og réttlætiskennd hennar var sterk. Ballettskólann sinn stofnaði hún árið 1959. Henni var sérlega annt um alla nemendur sína og hún fylgdist vel með þeim sem gerðu dansinn að at- vinnu sinni. Að afstöðnum inntöku- prófum í Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins og síðar Listdansskóla Íslands beið hún spennt eftir því að vita hverj- ir af nemendum hennar hefðu komist inn. Í fjölmörg ár var það ég sem tók við þeim í Listdansskólanum og kenndi áfram, og því var það í mínum verkahring að segja Eddu frá fram- förum og þroska þeirra. Dætur henn- ar tvær fóru báðar í ballettnám og stolt sá hún þær taka þátt í hinum ýmsu dans- og leiksýningum í Þjóð- leikhúsinu. Það gladdi hana óendan- lega mikið þegar yngri dóttirin sýndi fram á hún hefði áhuga á og auk þess hæfileika og getu til að helga sig list- dansinum. Hún kom síðar móður sinni til aðstoðar við kennslu í skól- anum hennar og hefur vaxið og þrosk- ast sem kennari undir hennar hand- leiðslu. Edda Scheving skilur eftir sig mik- ið tómarúm í hópi okkar sem að list- dansi störfum eða höfum starfað. Eddu verður sárt saknað. Sárastur er þó missirinn dætrunum tveim, Hörpu og Brynju, aldraðri móður og barna- barninu, henni Eddu litlu. Þeim og öðrum ættingjum og vinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Björnsdóttir. Látin er í Reykjavík Edda Schev- ing listdansari, langt um aldur fram. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 1936. Dansnám hóf hún hjá Sif Þórz 1947, var síðan í skóla sem hið ný- stofnaða Félag ísl. listdansara rak 1948 til 1951 og svo loks í Listdans- skóla Þjóðleikhússins, eftir að hann kom til 1952–1957, þar sem aðalkenn- arar hennar voru þau Lise Kjærega- ard og Erik Bidsted. Síðar sótti hún fjölda námskeiða á því sviði og stund- aði nám í Kaupmannahöfn og lauk þaðan ballett- og danskennaraprófi frá Carlsen Institut 1959 og Therpsi- core 1969. Ballettskóla Eddu Schev- ing stofnaði hún 1959 og rak æ síðan, hin síðari ár með dóttur sinni, Brynju. Margir helstu dansarar okkar stigu sín fyrstu spor hjá henni, og svo sem vænta má hefur þessi skóli um fjög- urra áratuga skeið haft mikil áhrif á sögu danslistarinnar. Hún var í þeim hópi, kornung, sem tók þátt í dansinum í Nýársnóttinni við opnun Þjóðleikhússins 1950, en þá dansa samdi frumherjinn í dans- asmíð, Ásta Norðmann. Hún tók síð- an þátt í annarri danssýningu sem tíð- indi voru að, Ólafi Liljurós í Iðnó 1952, þar sem Sigríður Ármann samdi dansinn og eins í sýningu Bid- steds á Ég bið að heilsa í Þjóðleikhús- inu sama ár. Síðan dansaði hún í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, óper- um, óperettum og söngleikjum og í ballettsýningum Listdansskóla húss- ins og Félags íslenskra listdansara. Hún var þannig í þeim hópi dans- ara sem fyrst kvað nokkuð að í okkar danssögu. Á Listahátíð 1970 kom hún einnig fram sem dansasmiður, þegar sýndur var í Iðnó ballettinn Út um græna grundu eftir Eddu og Ingibjörgu Björnsdóttur. Hinu er ekki að leyna, að skilyrðin til að þróa danslistina á þessum árum voru ekki sem skyldi. Mest samfellan var í tíð Bidsteds, en síðan kom heill áratugur, þegar oft var skipt um list- dansstjóra og stefnan á reiki. Félag listdansara reyndi þar oft að bæta úr um. En kjölfestan kom ekki fyrr en með stofnun Íslenska dans- flokksins vorið 1973. Kynni okkar Eddu Scheving hófust þá. Það er mín skoðun, að Íslenski dansflokkurinn hefði vart orðið að veruleika, ef hinir ungu dansarar okk- ar sem fyrstir fengu að njóta þess að vera atvinnudansarar hefðu ekki á þessum tímamótum átt sér ósérhlífan bakhjarl í hinum eldri dönsurum. Í rauninni mátti orða það þannig að þeir hefðu misst af strætisvagninum og væru að taka sinn síðasta snúning. Til dæmis fór þessi hópur á kostum í söngleiknum Kabarett vorið 1973, einmitt um það leyti sem Alan Carter var ráðinn hingað til að veita Dans- flokknum forstöðu. Þá lagði þessi hópur sig fram um að láta hina nýju kynslóð dansara njóta þess, sem þau höfðu sjálf farið á mis við. Edda Scheving var þar í fararbroddi og betra en ekki að geta leitað til hennar um góð ráð. Enda fór svo að hún var beðin að gegna starfi framkvæmda- stjóra flokksins fyrstu mánuðina, þegar hann var að festa sig í sessi. Alla tíð síðan vakti Edda yfir vel- ferð flokksins af elju og örlæti. Iðulega var hún til aðstoðar við sýningar þar sem dans kom við sögu á Þjóðleikhúsárum mínum og kom reyndar fram sjálf í hlutverki í Hnotubrjótnum. Öll var sú samvinna hin ánægjulegasta. Sömuleiðis sátum við Edda saman í stjórn Listdans- sjóðs Þjóðleikhússins þar sem Edda lagði gott til mála sem endranær. Enda voru henni oft falin trúnaðar- störf fyrir dansara, og reyndar fleiri, því að Edda var félagslynd. Þannig var hún um langt skeið í stjórn Félags íslenskra listdansara, m.a. formaður á sex ára tímabili, fulltrúi dansara í Fulltrúaráði Listahátíðar í Reykja- vík, var einn af stofnendum Danssam- bands Íslands og sat í stjórn Banda- lags íslenskra listamanna. Edda var sterkur persónuleiki, röddin djúp en viðkvæmnislaus. Hún var hreinskiptin og sagði sína mein- ingu, en sanngjörn og hlustaði vel á annarra rök. Hún var brennandi í andanum og lét einskis ófreistað til að koma hinni ungu íslensku danslist á legg. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Einarsson. Þegar ég fékk þann starfa að leika á píanó undir ballettæfingar í Ballett- skóla Eddu Scheving árið 1987 stóð ekki annað til en að sinna þessu nýja verkefni. En það leið ekki á löngu áð- ur en ég var orðin hluti af skemmti- legu samfélagi duglegra mæðgna, sem allar unnu saman að rekstri skól- ans. Þar voru, auk Eddu, Margrét Scheving móðir hennar og dæturnar Harpa og Brynja, sem var þá þegar byrjuð að kenna ballett. Áður en varði höfðu dætur mínar, Tinna og Hrafn- hildur, einnig hafið listdansferil sinn þar á bæ, eins og margir aðrir bæði á undan þeim og síðar. Þegar árin líða breytast hlutverkin og þegar Brynja eignaðist dótturina Eddu bættist fjórða kynslóðin í mæðgnahópinn. Tinna var farin að kenna í gamla skólanum sínum en ég nýtti mér þá örvun sem ég fékk af starfi mínu sem undirleikari til að afla mér menntunar í Suzukikennslu. Samskipti okkar snerust um miklu meira en starfið, ekki síst vegna þess hvað Edda var ræktarsöm. Hún gleymdi aldrei afmæli og lét engin stórtíðindi eða hátíðir fram hjá sér fara. Hún sendi Tinnu og Hrafnhildi líka alltaf eitthvað þegar þær náðu áfanga í dansinum. Seinna langaði Eddu að gefa dótturdóttur sinni tæki- færi til að læra að spila á píanó og þrjú undanfarin ár fylgdi hún nöfnu sinni í hóptíma til mín. Höfðu þá hlutverkin snúist alveg við. Með þessum fáu orðum viljum við mæðgur minnast vinkonu og kenn- ara, áhrifavalds í lífi okkar allra. Sam- úðarkveðjur sendum við Margréti, Brynju, Hörpu og Eddu. Hanna Valdís Guðmundsdóttir, Tinna og Hrafnhildur Ágústsdætur. Enn er höggvið stórt skarð í okkar litla samfélag í Stóragerði 20. Hún Edda sem var okkur svo kær, er snögglega farin til æðri heima. Er það annað slíkt áfallið sem við í húsinu verðum fyrir á þessu ári. Hún var góð kona sem vildi hvers manns vanda leysa. Edda var hreinskiptin og sagði sína meiningu á kurteisan hátt ef eitt- hvað stóð til að laga eða breyta hér húsinu. Edda var persónuleiki sem erfitt verður að gleyma. Hún var sér- staklega greiðvikin og gestrisin. Við vottum fjölskyldu hennar okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Íbúar Stóragerði 20. EDDA SCHEVING  Fleiri minningargreinar um Eddu Scheving bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ;& * )#   # )!  &## ! !   3 '   !   !    &      &#   !     &#    !   &#  &  -  * ?5)G   #/&%4 # " &34H( +  )   <   0    ,!  *3   : -- ! &     *  &       , - &3 *3 *'!  <   #$#5&%#% #$!%& 5&%#% 5A& #$ % & 8!& * &#$!%& 3 9%3&5A& #$ 2 %3 ##'  * & &&%5A& #$ 4%  5A& #$ 5 & "1 2 ##'  % & 5A& #$  & ##'   &5A& #$ #&3&)() #$!%&(  &    !  &  &    - * ?I +   -1& :   !    $1    !       & "       = $1 9! !   * !-!      > &! ?  9 !  1125@ 8!&    #$!%& 2&4 C ##'  $$  #$!%& #2 %& #'  & &4 #$!%& 6 & 6& ' ##% %9% # 1 ( 9#  '       *     &# !! !     &#     -  C7  *+, *+   *&A 4/&%H &&%( 5&%# 5&%#1 #$!%& % &3&C $%4 &#$!%& * &% &3&C $%4 &##'  5&%#1 C $%4 &C $%4 &##'  % &3&C $%4 &#$!%& 5&%# * &#$!%& *34 $&8!&%##'  * &(* &#$!%& -& &5% ##'  2&% -3 &* &##' ( ( !  )       )!   !  '       *     &# !! !     !     # 8) ,-)*8 , +  J # %:  ( +   )      &&  *  )   :    % &3&- & #'  - & %% &3##'  % &  *%##& &$!%& -& %  %% &3##'  5&%# &%3 %&#$!%& 51&%% &3##'   2 $#- $&#$!%& *3 0& - & $!%&( 9# ! #)! !'       *'*      &# !     &# !  &#   &   5.C5 -  $!#%( ! % - $%#$!%&%  9%3&*(% & !&* &##'  # && !&##'   %* && !&##' (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.