Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 16
NEYTENDUR 16 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPNUN lágvöruverðsverslunarinn- ar Europris á sunnudag hefur hleypt lífi í samkeppnina á milli lágvöruverðsverslana, helstu keppi- nautarnir Bónus, Krónan og Nettó hafa verið með menn á sínum snærum til að kanna verð í versl- uninni síðan hún opnaði og segjast forsvarsmenn þeirra staðráðnir í að bregðast við aukinni samkeppni. „Það er alveg ljóst að verð hefur lækkað undanfarna daga í öðrum verslunum vegna aukinnar sam- keppni,“ segir Matthías Sigurðsson framkvæmdastjóra Europris. Við- tökur neytenda við nýju verslun- inni hafa verið afar góðar, daginn sem verslunin opnaði var biðröð fyrir utan og þurftu sumir frá að hverfa þar sem ekki var hægt að sinna öllum fjöldanum og í gær var sama upp á teningnum, að sögn Matthíasar. „Kúnninn hefur verið afar jákvæður og ég vil þakka þá biðlund og þolinmæði sem við- skiptavinir hafa sýnt en einnig okk- ar góða starfsfólki án þess hefði þetta ekki gengið upp.“ Hann segir að hjá versluninni verði fylgst með verði hjá sam- keppnisaðilunum og að reynt verði eftir bestu getu að halda verði sem lægstu. Mikið verðstríð milli verslana „Hér er mikið verðstríð í gangi og við munum ekki gefa neitt eft- ir,“ segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss. „Við vorum fyrstir inn í Europris á sunnudag kl. 11 og erum búin að vera með mann í búðinni allan tím- ann til að fylgjast með verðinu.“ Útsendari Nettó var í Europris að kortleggja verslunina í gær og sagði Elías verslunarstjóri að brugðist yrði við niðurstöðunum um leið og þær kæmu í hús. „Við erum að taka verslunina algerlega fyrir. Það er alveg á hreinu að ef þeir eru með lægri verð en tíðkast hér á markaðnum þá munum við lækka líka.“ Krónan var einnig með útsend- ara í Europris í gær til að kanna verð, að sögn Sigurðar Teitssonar, framkvæmdastjóra matvörusviðs Kaupáss sem rekur Krónuna. „Svigrúm til lækkana hjá okkur er afar lítið þar sem álagning er lág en við munum að sjálfsögðu taka þátt í slagnum. Á þessum markaði er alltaf stríðsástand og nú hefur bara einn aðili í viðbót bæst við.“ Fjölmenni mætti við opnun lágvöruverðsverslunarinnar Europris Morgunblaðið/Golli Langar biðraðir mynduðust við kassa í Europris í gær. Samkeppnin harðn- ar á markaðnum ÚTSÖLUR eru nú í fullum gangi og víða hefur verð verið lækkað tals- vert frá upphaflegu útsöluverði. Af- sláttur í þeim búðum sem Morgun- blaðið kannaði var á bilinu 30–89% og yfirleitt von á frekari lækkun. Kaupmenn segja verslun góða í ár þótt sumarútsölur séu jafnan rólegri en útsölurnar rétt eftir jólin. Í versluninni Sautján á Laugavegi mun útsalan standa fram í miðjan ágúst, að sögn Aðalsteins Pálsson framkvæmdatjóra NTC. Hann segir afsláttinn vera um 30–60% en gerir ráð fyrir að verð muni lækka enn frekar við útsölulok. „Salan hefur verið mjög góð og miðað við und- anfarin ár höfum verið að halda okk- ar striki þrátt fyrir aukna sam- keppni.“ Hann segir sölu vera mesta um helgar en að í júlí færist helg- arverslunin framar, byrji á fimmtu- dögum. Allt að 60–70% afsláttur er nú á vörum í versluninni Zöru í Smára- lind, að sögn Guðrúnar Reynisdótt- ur, verslunarstjóra í dömudeild, en þar hefur verð enn verið lækkað frá upphaflegu útsöluverði. Hún segir útsöluna hafa gengið mjög vel og mikið hafa selst, sumarútsölur séu þó alltaf rólegri en janúarútsölurn- ar. Hún bendir á að nýjar haustvör- ur séu að koma inn en útsalan verði þó áfram næstu tvær vikurnar. Útsalan í Hagkaupum hefur gengið vel og er afsláttur yfirleitt um 40% að sögn Finns Árnasonar framkvæmdastjóra. „Vikulega erum við með svokölluð ofurtilboð á ákveðnum vörum þar sem afsláttur er allt að 89%.“ Finnur gerir ráð fyr- ir að afsláttur muni aukast við út- sölulok en útsalan mun standa eitt- hvað fram í ágúst. Útsölur í hámarki í höfuðborginni og salan mikil Afsláttur á bilinu 30–89% Morgunblaðið/Jim Smart AXEL Birgisson, Stefán Hilmarsson og Mattías Þór Sigurðsson voru allir með hjólabretti í versluninni Smash, þar sem þeir voru að kíkja á nýjustu tilboðin á brett- um og brettafatnaði Þeir sögðu helst leita eftir slíkum vörum á útsölum. „Ég fékk til dæmis þessa skó á 6.900 í síðustu viku,“ segir Axel og sýnir nýja brettaskó. Þeir segjast gjarnan fara á útsölur og aðallega versla í Smash. Hinir bæta við að þeir hafi líka fengið sér nýja skó í sumar, brettaskór skemmist nefnilega svo fljótt. Þeir kinka kolli þegar þeir eru spurðir hvort þeim finnist skemmtilegt á útsölum en bæta við að mömmur þeirra kaupi samt mest á útsölum. Mest um mömmur á útsölum „VIÐ ERUM nýkomnar og erum að kíkja á úr- valið,“ sögðu mæðg- urnar Anna Kristín Kristinsdóttir og Harpa Hlíf Bárð- ardóttir sem voru að skoða skó í Kringlunni. Harpa sagðist vera bú- in að kaupa töluvert á útsölunni í sumar en Anna minna. „Mér finnst útsölurnar samt vera fínar núna, virki- lega góður afsláttur, tímasetningin er líka góð, upplagt að kaupa skólaföt á börnin.“ Hörpu leiðist að fara á útsölur að eigin sögn. „Þá kaupi ég praktísk föt sem ég þarf og engan óþarfa sem er ekkert skemmtilegt.“ Anna kvaðst hins vegar hafa meira gaman af útsölum en dóttir hennar. „Þá er ákveðin stemn- ing í bænum. Við mæðgurnar förum saman, kíkjum á kaffihús, maður fer ekkert endilega á út- sölur bara til að kaupa heldur líka að sýna sig og sjá aðra. “ Sýna sig og sjá aðra „JÁ, ÉG ER afar þakklátur fyrir sófann hérna,“ sagði Guðmundur Guðjónsson sem sat og beið í Smáralindinni eftir konu sinni en hún var á búðarrölti. „Við kíkjum gjarnan saman í bæinn þegar út- sölur eru og mér finnst það skemmtilegt en stundum fær mað- ur bara nóg og þá getur verið gott að setjast aðeins niður og hvíla sig.“ Gott að hvíla sig „HÉR er fullt af flottum fötum úr spennandi efni og verðið er sanngjarnt, svipað og í New York,“ sögðu Bandaríkjamenn- irnir, Ingelis Weeks, Vincentina Clausen og Christ- opher Clausen sem voru að skoða sig um á Laugaveginum. Þau eru spurð hvort þau fari vanalega á útsölur. „Ó, eru útsölur, þess vegna fannst okkur fötin ekki svo voðalega dýr hérna,“ segja þau og hlæja. En finnst þeim gaman að versla almennt? „Ó já, ég elska að versla, segir Ingelis og hlær, Vincentina kinkar kolli samsinnandi en Christopher kím- ir og bætir við, „ég er ekki alveg jafn æstur í það og konurnar en jú, mér finnst það ágætt stund- um.“ Elska að versla Verslunin Svalbarði Höfum opnað aðra verslun á Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. Súr hvalur og hvalkjöt, sólþurrkaður saltfiskur, hákarl og harðfiskur. Ávallt nýr fiskur og fiskréttir. Framnesvegi 44, Reykjavík Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði Svalbarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.