Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 14
LANDIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES ÞEGAR Helgu Ingimundardóttur ber á góma er það oftast í tengslum við hvali. Hún stendur í stafni hvalaskoðunarbátsins Moby Dick dag hvern og fræðir gesti sína um þá hvali sem ber fyrir augu. Hún segist geta lofað því að það séu allt- af hvalir á svæðinu, en hún getur hins vegar ekki ábyrgst að þeir komi upp á yfirborðið. Oftast hafa gestir Mobys Dicks þó heppnina með sér, en sjáist enginn hvalur er gestum boðið í aðra ferð. Helga er menntaður leiðsögu- maður og hefur starfað í mörg ár. Þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu fyrir nokkrum árum ákvað hún að gera það veglega. „Það var þá sem ég fór að vinna sjálfstætt og bjóða upp á hvalaskoðunarferðir um Suðurnes. Fyrirtækið hét þá Eldeyjarferðir og leigði til þess bátinn Andreu. Ég komst hins veg- ar fljótlega að því að sigling að Eld- ey var ekki góður kostur, þar sem straumarnir við eyna eru mjög erf- iðir. Þar er hins vegar frábært að vera á góðum dögum, en það er eins og það er, ekki hægt að treysta á þá,“ sagði Helga í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Í fyrstu var alltaf boðið upp á sjóstangaveiði í hvalaskoðunarferð- unum, en Helgu lærðist fljótt að það fór ekki alltaf vel saman. „Er- lendu ferðamennirnir voru nú ekki alltaf hrifnir af sjóstangaveiðinni, þeir voru komnir til að sjá hvali. Ís- lendingarnir voru hins vegar sólgn- ir í veiðina og spurðu svo: Jæja og hvar eru hvalirnir? Nú eru þessar ferðir algerlega aðskildar og eins og þá er það landinn sem fer í sjó- stangaveiðina en erlendir ferða- menn og varnarliðsmenn í hvala- skoðun. Góðar viðtökur við nafninu Í fyrravor byrjuðum við svo að nota Moby Dick en bátinn keyptum við í desember 2000 og fórum jafn- framt að markaðssetja okkur sem Ferðaþjónustu Suðurnesja.“ Það er ekki laust við að nafnið Moby Dick veki hroll, enda heiti á ókindinni skæðu sem sjómennirnir börðust við í samnefndri bók Hermanns Melvills. Nafnið gæti hrært upp í einhverjum sem hefur kynnt sér verkið, eða hvaða reynslu hefur Helga? „Ég hef almennt feng- ið mjög góðar viðtökur frá farþegum við þessu nafni og virðast allir vera meðvitaðir um það.“ Spennandi ferða- mannastaðir Ferðaþjónusta Suður- nesja rekur eina hvala- skoðunarskipið á Suður- nesjum og segir Helga að aðsókn að ferðum sé nokkuð svipuð og í fyrra. Flestir gestanna koma frá höfuðborgarsvæðinu, en einnig er nokkuð um að þeir ferðamenn sem dvelja á svæðinu og varn- arliðsmenn komi í hvala- skoðun. „Þeir sem koma innanað nota gjarnan ferðina og fara í Bláa lón- ið í leiðinni. Við bjóðumst til að keyra okkar far- þega í lónið og bíða og hefur það reynst mjög vinsælt. Auðvitað skiptir máli að hafa staði eins og Bláa lónið hér á svæðinu og við höfum svo marga spennandi staði hérna sem vert er að skoða. Ég hef líka trú á því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Einn nýgræðingur fyrir hvern ferðamann Frá árinu 1999 hefur Helga látið Skógræktarfélag Suðurnesja njóta góðs af hvalaskoðunarferðunum. Eftir að hafa séð alla auðnina á nes- inu í ferðum sínum umhverfis það ákvað hún að framvegis skyldi hún gefa félaginu andvirði eins nýgræð- ings fyrir hvern ferðamann. „Fyrst um sinn var peningunum varið í gróðursetningu, en í fyrra ákvað ég að eyrnamerkja upphæðina fyrir aðra starfsemi og í vor var ráðinn starfsmaður til félagsins. Auðvitað þyrfti að vera starfsmaður á laun- um allt árið, en þetta er a.m.k. okk- ar framlag til aukinnar skógræktar og fegrunar á svæðinu,“ sagði Helga Ingimundardóttir að lokum, full af hugmyndum um hvernig bæta megi ferðaþjónustu á svæð- inu. Moby Dick eini hvalaskoðunarbáturinn á Suðurnesjum Gestum boðið í aðra ferð ef þeir sjá ekki hval Farþegar skipsins Moby Dick líta athug- ulum augum yfir borð- stokkinn og bíða þess að eitthvert sjávarspen- dýrið láti vita af sér með viðeigandi buslugangi. Leiðsögumaðurinn Helga Ingimundardóttir stendur í stafni skipsins og fræðir farþega um það sem fyrir augu ber. Stund milli stríða hjá Helgu Ingimundar- dóttur um borð í Moby Dick. Keflavík Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir HUNDARNIR fimm sem lögreglan í Keflavík handsamaði í Höfnum í síðustu viku með aðstoð hundaeft- irlitsmanns eru komnir á ný í hend- ur eiganda síns. Öll tilskilin leyfi fyrir þeim hafa verið veitt. Lögreglan hafði áður þurft að hafa afskipti af hundunum og fengið kvartanir vegna lausagöngu þeirra. Fékk lögreglan tilkynningu um að hundarnir gengju lausir við býli skammt fyrir utan Hafnir sl. mið- vikudag. Ásamt hundaeftirlitsmanni fór lögreglan á vettvang og færði hundana í geymslu en þeir höfðu sloppið út fyrir girðinguna á bæn- um. Samkvæmt upplýsingum Val- gerðar Sigurvinsdóttur hjá Heil- brigðisstofnun Suðurnesja fékk eig- andi þeirra öll tilskilin leyfi fyrir hundunum strax sl. föstudag og tók þá hundana aftur í sína vörslu. „Það er nú búið að skrá þá og leysa þá út,“ sagði Valgerður. „Eigandinn var ekki með lögheimili hér en er nú búinn að færa það og skrá hundana.“ Með skráningu eru hundarnir tryggðir og segir Valgerður að eig- andinn sé búinn að lagfæra girðingu svo þeir eigi ekki að sleppa aftur. Ekkert skráningargjald er fyrir hunda á Suðurnesjum en leyfis- gjaldið er 10 þúsund krónur á ári fyrir fyrsta hund og hálft gjald fyrir alla hunda umfram einn. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Lögreglan í Keflavík og hundaeft- irlitsmaður handsömuðu hundana sem eru af Stóra Dan-kyni við Hafnir í síðustu viku. Þeir hafa nú verið leystir út og eru aftur komn- ir í umsjón eiganda síns. Búið að skrá hundana og tryggja Hafnir Hundarnir komnir til eiganda síns GRINDAVÍKURBÆR mun taka upp viðræður við Nýsi hf. um athugun á því hvort hag- kvæmt sé og skynsamlegt að stækka leikskólann við Stamp- hólsveg. Bæjaryfirvöld hafa unnið að undirbúningi byggingar nýs leikskóla við Dalbraut í stað leikskóla sem þar er fyrir og talin er þörf á að endurnýja. Nefnd embættismanna bæjar- ins hefur lagt til að byggður verði fjögurra deilda leikskóli á þessum stað. Nýsir ehf. byggði fyrir fá- einum árum nýjan fjögurra deilda leikskóla fyrir Grinda- víkurbæ í einkaframkvæmd og hann er einkarekinn. Fyrir- tækið hefur nú lagt fyrir bæj- arráð hugmyndir um að byggja þriggja deilda skóla við þann leikskóla, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Dal- braut, og hefur bæjarráð falið nefnd að taka upp viðræður við fyrirtækið um þessa hug- mynd. Viðræður um stækkun leikskóla Grindavík ÞRJÚ ár eru liðin frá því að hjónin Kristberg Jónsson og Sigrún Ingi- björg Tómasdóttir keyptu söluskál- ann Bauluna í Norðurárdal, en þá hafði reksturinn legið niðri í 9 mán- uði. Kristberg, sem var áður sjómaður í Grundarfirði, segir að það hafi auðvitað verið talsverð áhætta að hella sér í sjoppureksturinn einkum þar sem þau hafi þurft að breyta ýmsu til að bæta þjónustuna. Byrjað var á að stækka húsnæðið og hefur nú sætum fyrir gesti fjölgað úr 8 í 40. Byggt var eldhús, sett upp grill og fengið leyfi til að selja léttvín og bjór. Hægt er að taka á móti litlum hópum í mat ef pantað er með fyr- irvara. Í Baulunni er einnig verslun með matvöru og ýmislegt smálegt, auk bensínsölu. Á veggjum er mál- verkasýning með myndum eftir Margréti Báru Sigmundsdóttur. Nýjast er svo alveg lokaður garður með leiktækjum fyrir börnin. ,,Þetta kann fjölskyldufólk vel að meta, það stoppar og getur verið alveg rólegt meðan börnin leika sér örugg,“ seg- ir Kristberg. Gengið er út í garðinn úr Baulunni og þar eru borð og stól- ar ef fólk vill sitja úti. Steyptir kant- ar voru til staðar þannig að einungis þurfti að sníða til timbrið í girð- inguna. Leiktækin eru öll ný, ýmist keypt að sunnan eða hönnuð í sveit- inni. Til viðbótar við þessar fram- kvæmdir er verið að stækka planið fyrir framan Bauluna og bæta við ljósastaurum. Kristberg segir að viðskiptin blómstri og því þakkar hann ekki síst góðu starfsfólki sem allt er heimafólk. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Kristberg Jónsson með Skarðsheiðina í bakið. Lokaður garður við Bauluna með leiktækjum Borgarnes LANDGRÆÐSLA ríkisins opnaði nýtt héraðssetur fyrir Austurland á dögunum. Þetta er sjötta héraðsset- ur Landgræðslunnar, en hin eru staðsett í Árnesi í Árnessýslu, á Hvanneyri í Borgarfirði, Hólum í Hjaltadal, Húsavík og Kirkjubæjar- klaustri. Starfssvæði hins nýja set- urs er Múlasýslur og er skrifstofa þess á Egilsstöðum, í sama húsnæði og Skógrækt ríkisins, Búnaðarsam- band Austurlands og Héraðsskógar, en virkt samstarf er á milli þessara stofnana. Í fréttatilkynningu frá Land- græðslunni segir að tilgangur hér- aðssetranna sé m.a. að flytja land- græðsluverkefni heim í héruð og að auka frumkvæði landeigenda, land- notenda, sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila í mótun, framkvæmd og fjármögnun landgræðsluverk- efna. Þá eigi setrin að stuðla að auk- inni þátttöku almennings í land- græðslustarfi. Héraðsfulltrúar sinna tengslum við heimamenn, hafa eftirlit og um- sjón með landgræðsluverkefnum og veita upplýsingar, ráðgjöf og fræðslu um landgræðslu, gróðurvernd og landnýtingu. Héraðsfulltrúi Land- græðslunnar á Austurlandi er Guð- rún Schmidt. Hún hefur starfað hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti í þrjú ár og er búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Landgræðsla ríkisins opnaði nýverið héraðssetur á Austurlandi. F.v. Jón Loftsson skógræktarstjóri, Andrés Arnalds frá Landgræðslunni og Guðrún Schmidt, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Austurlandi. Landgræðslan opnar héraðsset- ur á Austurlandi Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.