Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 15 Á FYRSTU sex mánuðum ársins 2002 var hagnaður af rekstri Landsvirkjunar 4.472 milljónir króna, en á sama tímabili fyrra árs var halli á rekstri að fjárhæð 1.928 milljónir. Handbært fé frá rekstri nam 3.793 milljónum króna en var 3.062 milljónir króna á árinu 2001. Handbært fé frá rekstri eykst þannig verulega, en það hefur verið nokkuð stöðugt um árabil þrátt fyr- ir sveiflur í rekstrarafkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun til Kauphallar Ís- lands. Þar segir ennfremur: „Meginástæða batnandi afkomu fyrirtækisins er hagstæð gengis- þróun. Rekstrartekjur hækkuðu samtals um 673 milljónir króna eða 10,4%. Tekjur af sölu til almenn- ingsrafveitna hækkuðu um 3,6% en tekjur af sölu til stóriðju hækkuðu um 18,4%. Orkusala til almennings- rafveitna jókst frá fyrra ári um 0,2% en til stóriðju um 8,9%. Á sama tíma hækkaði rekstrar- og viðhaldskostnaður um 124 milljónir króna. Aukinn rekstrarkostnað má rekja til almennra kostnaðarhækk- ana og meiri aðkeyptrar orku en á fyrra ári. Hækkun afskrifta stafar að mestu af endurmati eigna á árinu 2001, en áhrif þess ganga að verulegu leyti til baka í ár þar sem endurmatstuðull er neikvæður um rúm 5% fyrstu sex mánuði ársins.“ Eiginfjárhlutfall 31,8% Í tilkynningu Landsvirkjunar kemur fram að reiknaðir raunvext- ir langtímaskulda séu neikvæðir um 2,5% fyrstu sex mánuði ársins 2002, en hafi verið 8,7% á sama tímabili í fyrra. Þá segir í tilkynn- ingunni: „Helstu nýframkvæmdir á fyrstu sex mánuðum ársins tengdust Vatnsfellsvirkjun, en auk þess var m.a. áfram unnið við stækkun Kröflustöðvar, Búrfellsstöðvar og endurnýjun Sogsstöðva, auk und- irbúnings og rannsókna við fyrir- hugaðar virkjanir. Í lok júní námu heildareignir fyrirtækisins 124,4 milljörðum króna og var eiginfjár- hlutfall 31,8%.“ Hagnaður Landsvirkjunar um 4,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins Hagstæð gengisþróun ástæða batnandi afkomu Morgunblaðið/Arnaldur ● GENGI á hlutabréfum Flugleiða lækkaði um 6,3% í 5 viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Lokagengi bréfanna var 2,25 en heildarvelta dagsins var 831 milljón krónur. Þessi lækkun á gengi hlutabréfa Flugleiða þýðir að markaðsvirði fé- lagsins hafi lækkað um rúmar 300 milljónir króna í gær, úr rúmum 5,5 milljörðum í tæpa 5,2 milljarða. Gengi á hlutabréfum Flugleiða var 1,75 í lok síðasta árs og var lokagengið í gær því um 29% hærra en þá. Gengið var á bilinu 1,5 til 1,8 fram í júlí er það tók að hækka og fór hæst í 2,4 í síðustu viku. Markaðsvirði Flugleiða lækkaði um 300 milljónir LANDSSÍMI Íslands hf. og Íslands- banki hafa gert samkomulag um grunnbankaviðskipti. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, og Val- ur Valsson, forstjóri Íslandsbanka, undirrituðu samning þessa efnis í gær. Frá þessu var greint í frétta- tilkynningu í gær. Í maí síðastliðnum bauð Síminn út grunnbankaviðskipti félagsins og var Íslandsbanki einn af fjórum að- ilum sem buðu í viðskiptin. Niður- staða útboðsins var að Síminn óskaði eftir að gengið yrði til samninga við Íslandsbanka, en bank- inn hefur verið viðskiptabanki Sím- ans undanfarin fjögur ár. Samning- urinn er til tveggja ára og tekur formlega gildi 1. ágúst næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningunni nær samningur um grunnbankavið- skipti m.a. til allrar innheimtu á reikningum Símans, almennra reikn- ingsviðskipta, s.s. tékkareikninga og gjaldeyrisreikninga og ávöxtunar þeirra, greiðslu innlendra og er- lendra reikninga og beinlínuþjón- ustu í tengslum við almenn banka- viðskipti. Góð reynsla af samstarfi við Íslandsbanka Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar felst mikið hagræði í því að hafa öll grunnbankaviðskipti Símans á ein- um stað. „Síminn hefur verið í bankaviðskiptum við Íslandsbanka og er reynslan af samstarfinu góð,“ segir Brynjólfur. „Samningurinn var útrunninn og því var efnt til útboðs að nýju með ágætum árangri. Auk þess að líta til hagkvæmni við ákvörðunartöku er mikilvægt að líta til þjónustu, öryggis og þess trausts sem bankar á Íslandi almennt njóta. Eftir mikla skoðun var sú ákvörðun tekin að ganga til samninga við Ís- landsbanka að nýju.“ Valur Valsson segir það mjög ánægjulegt að fá Símann áfram í við- skipti. „Við höfum átt mjög góð við- skipti við Símann undanfarin ár og það er okkur ánægjuefni að félagið skuli hafa valið okkur enn á ný,“ seg- ir Valur. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, og Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka, undirrita samning um grunnbankaviðskipti. Síminn semur við Íslandsbanka um bankaviðskipti HLUTAFÉ Maritech International hefur verið aukið um 340 milljónir króna að markaðsvirði. Stærsti hluti aukningarinnar kom frá norska fjár- festingarsjóðnum Four Season Venture sem kom jafnframt inn sem nýr hluthafi. Eldri hluthafar tóku einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Frá því er greint í fréttatilkynn- ingu að hlutafjáraukningin að þessu sinni sé þriðja stóra breytingin á eignaraðild Maritech á rúmu ári en áður hafi verið tekin ákvörðun um að hasla fyrirtækinu völl í Noregi með kaupum og samruna félaga. Þá segir að stefnt sé að því að skrá félagið á markað í Noregi. Í tilkynningunni segir að Four Season Venture sé norskur fjárfest- ingasjóður sem sérhæfi sig í fjárfest- ingum í upplýsingatæknifyrirtækj- um. Fjárfesting Four Season Venture í Maritech sé einungis önn- ur af tveimur fjárfestingum sjóðsins á þessu ári en hann hafi markvisst metið tugi fyrirtækja með fjárfest- ingu í huga á undanförum mánuðum. Sókn á nýja markaði Markmiðið með hlutafjáraukning- unni var að styrkja fjárhagslega stöðu félagsins og að tryggja áfram- haldandi vöxt þess. Hinu nýja hlutafé verður m.a. varið til að styrkja WiseFish vörulínu fyrirtæk- isins og til að fjármagna markaðs- sókn á nýja markaði, m.a. í Chile og Danmörku. Hluthafar Maritech eru nú 87 tals- ins. TölvuMyndir eru stærsti hlut- hafinn með 38,4% hlut, en fyrir hlutafjáraukninguna áttu Tölvu- Myndir 48,1% hlut í félaginu. Four Season Venture er næststærsti hlut- hafinn með 21,4% hlut og þar á eftir koma Microtech, 16,2%, og Telenor Venture, 9,4%. Aðrir hluthafar eiga samtals 14,6%. Maritech hefur verið rekið sem dótturfélag TölvuMynda en er það ekki lengur. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að meginhlutverk TölvuMynda sé að styðja dótturfyrirtæki sín til sóknar og nýta samlegðaráhrif sem felist í að taka með beinum hætti þátt í rekstri þeirra. Einnig felist í því það framtíðarhlutverk að fóstra og koma á legg nýjum viðskiptatæki- færum á sviði hugbúnaðar og upp- lýsingatækni. Maritech hafi verið stofnað árið 2000 og sé félagið fyrst dótturfyrirtækja TölvuMynda til að vaxa frá móðurfélaginu með nýjum fjárfestum. Leiðandi í hugbúnaði á sviði sjávarútvegs Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar tók Thomas Falck frá Four Season Venture sæti í stjórn Maritech en fyrir voru Erik Berger frá Telenor Venture, Endre Sæter frá Cermaq, og frá TölvuMyndum þeir Friðrik Sigurðsson og Þorkell Sigurlaugs- son sem jafnframt er stjórnarfor- maður. Maritech er alþjóðlegt hugbúnað- arfyrirtæki sem hefur það að meg- inmarkmiði að verða leiðandi upplýs- ingatæknifyrirtæki á sviði sjávarútvegs í heiminum. Í fréttatil- kynningunni segir að WiseFish upp- lýsingakerfið sé leiðandi upplýsinga- kerfi sem nái yfir alla virðiskeðju sjávarútvegs, frá veiðum og eldi, gegnum vinnslu til sölu og dreifing- ar. Hjá Maritech starfa nú tæplega 200 manns í Kanada, Noregi, Dan- mörku og á Íslandi. Forstjóri Mari- tech International er Halldór Lúð- vígsson. Stefnt að skráningu Maritech á markað í Noregi Hlutaféð aukið um 340 milljónir UMSKIPTI eru að verða meðal æðstu stjórnenda fjölmiðlarisans AOL-Time Warner. Þriðji valdamesti maður fyrirtækisins, fram- kvæmdastjórinn Robert W. Pittman, sagði af sér í síð- ustu viku eftir þrýsting frá stjórn fyrirtækisins, og nú er talað um að Jeff Bewkes framkvæmdastjóri HBO, undirdeildar AOL-Time Warner, og Don Logan, forstjóri Time hluta fyrirtækisins, færist ofar í metorðastiganum. Þessar fréttir koma í kjölfar frétta af brottrekstri Jean Marie Messier, forstjóra Vivendi Univers- al, fyrr í sumar, og tilrauna þess fyr- irtækis til að laga fjárhags- stöðuna, en Vivendi er einmitt annað stærsta fjöl- miðlafyrirtæki í heimi á eft- ir ATW. Pittman, sem á tímabili fékk viðurnefnið markaðs- maður aldarinnar, var tal- inn vera sá maður sem brú- að gæti bilið á milli „gamla og nýja tímans“ í sameinuðu fyrirtæki America Online og Time Warner. Í staðinn er hann nú orðinn persónugervingur þess sem aflaga fór í samruna netrisans og fjölmiðlarisans. Við samrunann talaði Pitmann manna mest um að AOL yrði sá hluti sameinaðs fyrirtækis þar sem aðalvöxturinn myndi eiga sér stað og tekjurnar yrðu mestar í framtíð- inni. Það hefur þó ekki komið á dag- inn, AOL varð sá hluti sem dró verð á hlutabréfum sameinaðs fyrirtæk- isins niður úr öllu valdi. Í dag á AOL langt í land með að mæta áætlunum um aukinn fjölda áskrifenda og auknar auglýsingatekjur. Markaðsvirðið hefur hrapað Í upphafi samrunans var það hlut- verk Pittmans að sannfæra menn um hin stórkostlegu samlegðaráhrif sem samruni fyrirtækjanna fæli í sér og sannfæra fjárfesta og starfs- menn á Wall Street um að fyrirtæk- ið myndi standa við tekjuáætlanir, sem margir sérfræðingar á fjár- málamarkaði töldu reyndar óraun- hæfar. Síðar kom á daginnn að þær efasemdir áttu rétt á sér. Bréf AOL- Time Warner standa nú í 11 Banda- ríkjadölu en voru nálægt 50 fyrir ári síðan. Í dag er markaðsvirði fyrir- tæksins „aðeins“ rúmir 50 milljarðar dala en var nær fimm sinnum hærra fyrir ári. Víst er að eigendur kauprétta í fyrirtækinu hugsa AOL nú þegjandi þörfina en fjöldi manna hafði gert áætlanir um framtíðina byggða á kaupréttunum og framtíðarhækkun- um á verði bréfa fyrirtækisins. Pittman, sem er 48 ára gamall, átti á sínum tíma meðal annars þátt í stofnun MTV sjónvarpsstöðvarinn- ar. Sviptingar hjá AOL-Time Warner Robert Pittman ● HAGNAÐUR bandaríska greiðslu- kortafyrirtækisins American Ex- press Co. var 683 milljónir Banda- ríkjadala á öðrum fjórðungi ársins, eða 51 sent á hlut, en var 178 milljónir dala eða 13 sent á hlut á sama tímabili á síðasta ári. Var þetta ívið betri afkoma en sérfræð- ingar gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kem- ur fram að það hafi dregið úr hagnaði á ársfjórðungnum að 78 milljón dala tap varð á skuldabréf- um bandaríska símafyrirtækisins WorldCom. Afkoma American Express stórbatnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.