Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning til hluthafa OZ To the shareholders of OZ Aðalfundur OZ Communications, Inc. verður haldinn þriðjudaginn 17. september, kl. 10:00 að staðartíma á skrifstofu félagsins, Windsor Station, Suite 150, 1100 de La Gauchetiére, Montréal, Kanada. Atkvæðaseðla, dagskrá og önnur gögn vegna fundarins er að finna á heimasíðu félagsins www.oz.com undir Investor. Þeir hluthafar, sem óska þess að fá gögnin send í pósti, vinsamlegast hafi samband við skrifstofu félagsins í síma +1-514-390-1333 eða með tölvupósti á investor@oz.com. NOTICE IS HEREBY GIVEN that an Annual Meeting of Shareholders of OZ COMMUNICATIONS, INC., a California corporation, will be held on Tuesday, September 17, 2002, at 10:00 a.m. local time, at the offices of the Company's subsidiary, Windsor Station, Suite 150, 1100 de La Gauchetiére, Montréal, Canada. The proxy statement and materials relating to the meeting are to be found at the investors section of the Company's website www.oz.com. Shareholders who wish to have the documents sent, please contact the offices by phone +1-514-390-1333, or by e-mail investor@oz.com. STJÓRN Arcadia mun mæla með tilboði Philips Green við hluthafa Arcadia, með fyrirvara um lokafrá- gang og nánari útlistun hugsanlegs tilboðs og frágang Taveta Invest- ments, félags Philips Green, á fjár- mögnun. Þetta kemur fram í til- kynningu sem stjórn Arcadia sendi frá sér í gær. Tilboðið hljóðar upp á 408 pens á hlut og eftir þessa niðurstöðu stjórnarinnar hækkuðu hlutabréf félagsins um 4,2% í við- skiptum gærdagsins og var loka- verð 404,25 pens. Philip Green gerði þann fyrir- vara við tilboðið að stjórnin myndi mæla með því við hluthafa. Einnig hefur verið samþykkt að greiða aukaarð sem nemur 4 pensum á hvern hlut fyrir fjárhagsárið, sem lauk 31. ágúst 2002, og kemur til greiðslu í febrúar 2003 til hluthafa sem skráðir eru í hluthafaskrá fé- lagsins 20. september 2002. Taveta Investments hefur staðfest að hlut- hafar halda rétti sínum til arð- greiðslunnar ef tilboð verður gert í félagið, að því er fram kemur í til- kynningunni. Á fréttavef Reuters kom fram að með aukaarðinum og kaupréttar- samningum starfsmanna myndi Green á endanum greiða 857 millj- ónir punda fyrir Arcadia, samsvar- andi 116,5 milljörðum króna. Þar kemur einnig fram að Green hafi beðið Stuart Rose að starfa áfram hjá fyrirtækinu. Fjármunirnir verða nýttir til frekari sóknar erlendis Eftir að stjórn Arcadia hafði samþykkt tilboðið sendi Baugur frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að í framhaldi af stjórnar- samþykktinni bendi allt til að Ar- cadia verði í eigu Taveta Invest- ments áður en langt um líður. Hefð sé fyrir því í Englandi að tilboð sem hljóti stuðning stjórnar séu samþykkt, auk þess sem Standard Life Investments, þriðji stærsti hluthafinn í Arcadia, hafi lýst yfir stuðningi við væntanlegt tilboð. Í tilkynningunni segir ennfrem- ur að ljóst sé að ávinningur Baugs af væntanlegri sölu sé mikill. Bók- fært verð hlutarins hafi verið 11,6 milljarðar króna í lok maí síðastlið- ins. Hlutdeildarhagnaður tímabils- ins júní til ágúst sé um 700 millj- ónir króna, en mikill kostnaður hafi fallið til vegna undirbúnings við sameiginlegt tilboð Baugs og Taveta. Því megi ætla að hagnaður Baugs vegna sölu bréfanna verði um 8 milljarðar króna eftir skatta og annan kostnað sem bókfærist á þriðja ársfjórðungi. Þá kemur fram að Baugur Group hafi fært tveggja milljarða króna hagnað með hlutdeildarað- ferð frá því að bréfin í Arcadia voru keypt. Í fréttatilkynningunni, sem birt var í Kauphöll Íslands, segir jafn- framt að skuldir vegna bréfanna í Arcadia séu um 3,6 milljarðar króna og því muni lausafjárstaða Baugs styrkjast verulega, eða um 18 milljarða króna. Félagið hafi ekki tekið ákvörðun um hvernig þessum fjármunum verði varið á annan hátt en þann að efla félagið enn frekar í sókn á erlendum vett- vangi. Þá er ítrekað það sem fram kom í tilkynningu Taveta Invest- ments og greint hefur verið frá, að Taveta muni upplýsa Baug þegar búið sé að skilja vörumerkin, sem voru tilefni samningaviðræðna Baugs og Taveta, frá öðrum rekstri Arcadia. Taveta verði á þeim tíma, án nokkurra skuldbind- inga, tilbúið til að ræða við Baug um hugsanleg kaup félagsins á þeim vörumerkjum, en eins og fram hefur komið er talið að þar sé um að ræða verslunarkeðjurnar Top Shop, Top Man og Miss Selfridge. „Stjórnendur Baugs Group telja þessa niðurstöðu viðunandi í ljósi þeirra atburða sem dundu á félag- inu í síðustu viku,“ segir í tilkynn- ingunni, en þá var gerð húsleit hjá félaginu. Frá ritara Stuart Rose, forstjóra Arcadia, fengust í gær þær upplýs- ingar að hann myndi ekki ræða málefni félagsins við fjölmiðla þann daginn. Ekki náðist heldur sam- band við Philip Green. Kvalræði, loftárás og eyðing skóga Breskir fjölmiðlar fjölluðu tölu- vert um niðurstöðu samningavið- ræðna Baugs Group og Philips Green í gær. Green lýsir viðræðun- um sem hreinu kvalræði í samtali við The Daily Telegraph. Erfitt reyndist að ná samningum um að Baugur keypti Top Shop, Top Man og Miss Selfridge verslanakeðjurn- ar, þar sem allar keðjur Arcadia eru tengdar og flókið að skilja þær í sundur, að því er Telegraph greinir frá. Green hefur ekki ákveðið hvort hann muni selja Baugi keðjurnar Top Shop, Top Man og Miss Selfridge. „Ég mun taka afstöðu til þess þegar ég hef eignast þær,“ segir hann. „Þetta hefur verið hreint kval- ræði,“ segir Green. „Ég er ör- þreyttur. Hef sofið í fimm tíma á þremur dögum, og það kom í ljós í lokin að við náðum ekki saman. Tuttugu til þrjátíu lögfræðingar hafa verið á skrifstofum mínum í Marylebone í marga daga. Þeir hljóta að hafa eytt átján skógum með öllum þessum pappír. Skrif- stofan leit út eins og eftir loftárás og við festumst sífellt í einhverju sem skrifað hafði verið niður en enginn skildi. Svo var það eftir tveggja stunda svefn í gærmorgun [fyrradag] að ég vafði köldu hand- klæði um höfuðið á mér og varð ljóst að þetta gengi ekki. Ég sagði við Baugsmenn: „Látið okkur fá óafturkræfan samning eða farið aftur til Íslands og haldið ykkar hlut.““ Stærst í dömufatnaði Ef kaup Green á Arcadia ganga eftir eins og allar líkur eru á, verð- ur fyrirtækið önnur stærsta fata- verslunarkeðja Bretlands og sú stærsta í dömufatnaði með 45 þús- und manns í vinnu. Green á keðj- una Bhs fyrir og miðast þetta við félögin sameinuð. Fyrirtækið hefði 12% hlutdeild á dömufatamarkaði, meira en Marks & Spencer, eins og Guardian greinir frá. Green, sem er 13. ríkasti maður Bretlands, á nú eftir að ganga end- anlega frá fjármögnun, en segir það ekki verða vandamál. Stærri hluthafar í Arcadia eins og Barclays og Standard Life höfðu áður þagað eða sagt væntanlegt til- boð of lágt en í gær lýstu báðir að- ilar yfir stuðningi við það. Stjórn Arcadia mælir með tilboði Green Baugur telur niðurstöðuna viðunandi miðað við atburði síðustu viku Morgunblaðið/Þorkell Ætla má að hagnaður Baugs vegna sölu bréfanna í Arcadia verði um 8 milljarðar eftir skatta og annan kostnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.