Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 17 Tækifæri hf - Strandgata 3 - 600 Akureyri - Sími 460 4700 - Fax 460 4717 - www.iv.is/taekifaeri Aðalfundur Tækifæris hf. verður haldinn miðvikudaginn 26. mars n.k. að 3. hæð Strandgötu 3, Akureyri, og hefst kl. 14. Dagskrá er skv. 4.04 grein samþykkta félagsins. Á fundinum verða m.a. lagðar fram eftirfarandi tillögur: • Tillaga um breytingar á samþykktum sem heimilar félaginu að sækja um rafræna skráningu hlutabréfa félagsins. • Tillaga um að heimild stjórnar til að auka hlutafé um kr. 400.000.000 að nafnvirði verði framlengd. • Tillaga sem gerir félaginu kleift að eignast eigin bréf verði framlengd. Endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund og samhliða því birtast í fréttakerfi Kauphallar Íslands. AÐ minnsta kosti níu manns hafa látist í lungnabólgufaraldrinum, sem nú geisar aðallega í Suðaustur- Asíu en hugsanlega eru fyrstu til- fellin komin upp í Evrópu. Hefur WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, varað við sjúkdómnum um allan heim. Vitað var um 500 sjúkdómstilfelli í gær en einkennin minna á inflú- ensu, hár hiti og þreyta, en auk þess veldur sjúkdómurinn bráðri sýkingu í öndunarfærum. Af þeim sökum er hann flokkaður sem afar skæð lungnabólga. Í viðvörunum WHO síðastliðinn laugardag sagði, að sjúkdómurinn, sem er auðkenndur með skamm- stöfuninni „Sars“, hefði komið upp í Kína, Hong Kong, Indónesíu, Singapore, Taílandi, Taívan, Víet- nam og Kanada en auk þess eru heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Slóveníu að kanna hvort sjö ferðamenn frá Suð- austur-Asíu séu haldnir honum. Vegna faraldursins er mikill við- búnaður hjá flugfélögum og í flug- höfnum og alveg sérstaklega þegar um er að ræða flugvélar, sem koma frá Asíu. Varað við skelfingu Í gær var vitað um 83 tilfelli í Hong Kong og hafði þeim fjölgað um helming frá deginum áður. Yf- irvöld fullyrtu þó, að engin ástæða væri til mikils ótta og sögðu, að ekkert benti til, að um eiginlegan faraldur væri að ræða. Í Singapore, Víetnam, Malasíu og víðar hafa ver- ið skipaðar sérstakar nefndir til að fást við sjúkdóminn og eiga þær að stjórna aðgerðum til að kveða far- aldurinn niður. Innan WHO leikur grunur á, að um sé að ræða sama sjúkdóminn og kom upp í Guangdong-héraði í Kína í síðasta mánuði en þá veiktust 305 og fimm létust. Kínversk yfirvöld vilja þó ekki staðfesta það. Lungnabólgan hugsan- lega komin til Evrópu Mikill viðbúnaður hjá flugfélögum og í flughöfnum París. AFP. Reuters Kona mátar sóttvarnargrímu í lyfjaverslun í Hanoi. Mikið hefur dregið úr ferðalögum til Víetnams vegna faraldursins og sum lyf eru uppseld. ROBIN Cook, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði af sér í gær sem leiðtogi stjórnarinn- ar í neðri deild breska þingsins til að mótmæla þeirri stefnu hennar að hefja hernað í Írak án stuðn- ings öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna eða bresku þjóðarinnar. Gerði hann grein fyrir ákvörðun sinni í neðri deildinni í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði Cook, að her- styrkur Íraka væri nú helmingi minni en hann hefði verið á tímum síðasta Persaflóastríðs. Með það í huga væri undarlegt að halda því fram, að mikil hætta stafaði af stjórnvöldum í Írak, hvað þá, að hún réttlætti hernaðaraðgerðir. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Efast um að Írakar eigi gereyðingarvopn Cook sagði ennfremur, að Írak- ar réðu ekki yfir gereyðingarvopn- um í þeim skilningi, að af þeim stafaði raunveruleg hætta, það er að segja, að þeir hefðu til dæmis bolmagn til beita þeim gegn borg- um. Þá lýsti hann furðu sinni á því, að Bandaríkjastjórn virtist hafa meiri áhuga á stjórnarskiptum í landinu en raunverulegri afvopn- un. „Það, sem hefur valdið mér nokkru hugarangri á síðustu vik- um, er sá grunur, að hefðu flip- arnir á kjörseðlunum í Flórída verið túlkaðir með öðrum hætti og Al Gore náð kjöri í forsetakosning- unum, þá værum við ekki nú að búa breska hermenn út í stríð,“ sagði Cook. Cook kvaðst einnig hafa furðað sig á því, að þeir, sem hefðu barist mest fyrir hernaði í Írak, skyldu ekki hafa fagnað fréttum um vax- andi árangur af starfi vopnaeft- irlitsmanna í landinu. Því hefði raunar verið alveg öfugt farið og hann spurði hvað það væri, sem ræki á eftir stríði nú, helst í þess- ari viku. Þá sagði hann, að því færi fjarri, að Frakkar væru einir um að vilja gefa vopnaeftirlitinu meiri tíma. Þvert á móti væri það krafa flestra ríkja. Afsögn Cooks er áfall fyrir Tony Blair forsætisáðherra enda má nú kalla Cook ókrýndan leiðtoga þeirra þingmanna Verkamanna- flokksins, sem eru andvígir hern- aðaraðgerðum í Írak. Robin Cook í ræðu á breska þinginu í gærkvöld Telur litla hættu stafa af Íraksher AP Cook á breska þinginu í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.