Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 8

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrst bjóðum við upp einstæða móður með litla kútinn sinn, síðan manninn með þá „bláu“, og þá Gauja goggara, Neijara-Grím og að síðustu the Saddams-killer. Búa börn við fátækt á Íslandi? Örbirgð eða allsnægtir? SPURNINGIN hvortfátækt sé á Íslandihefur verið áleitin í umræðunni hin síðustu misseri og eru skoðanir á því ýmsar. Málþing verð- ur haldið á vegum Ís- Forsa á Grand hóteli á mánudaginn og stendur milli kl. 13 og 16.15. Yf- irskrift málþingsins er Örbirgð eða allsnægtir – búa börn við fátækt á Ís- landi? Sigríður Jónsdótt- ir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík, er meðlimur í Ís-Forsa og sat í undirbúningsnefnd þingsins, auk þess að vera einn fyrirlesara. Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir hana. – Hver heldur málþingið, þ.e.a.s. hvað er Ís-Forsa? „Málþingið er haldið á vegum Ís-Forsa, sem stofnað var í apríl 2002. Meginmarkmið Ís-Forsa er að styðja við og efla rannsóknir á sviði velferðar og félagsráðgjaf- ar. Ís-Forsa meðlimir eru nú um 50 talsins. Ís-Forsa á systurfélög á hinum Norðurlöndunum. „Forsa Norden“ er samstarfs- vettvangur norrænu félaganna og heldur m.a. norræna ráð- stefnu annað hvert ár. Næsta Forsa ráðstefnan verður haldin í Norrköping í nóvember.“ – Um hvað verður fjallað á málþinginu? „Á málþinginu verður velferð- arhugtakið í brennidepli út frá íslenskum og alþjóðlegum veru- leika, en sjónum verður sérstak- lega beint að aðstæðum barna. Varpað verður fram þeirri spurningu hvort börn búi við fá- tækt á Íslandi.“ – Hvert verður hlutverk mál- þingsins og hverju verður helst leitast við að svara? „Málþingið er liður í því að efla faglega og fræðilega umfjöll- un um áleitið og viðkvæmt mál eins og fátækt í nútímavelferð- arsamfélagi og þá sérstaklega um áhrif fátæktar á börn. Leit- ast verður við að svara ýmsum spurningum, svo sem þeirri hvernig íslenska velferðarkerfið er að þróast og þá sérstaklega m.t.t. hagsmuna barna og barna- fjölskyldna. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir barnafjölskyldur að búa við kröpp kjör og þá sér- staklega með tilliti til uppvaxt- arskilyrða barnanna. Hvaða áhrif hefur það á möguleika barna að búa í fjölskyldum með lágar tekjur og takmarkaða tekjumöguleika? Hvaða áhrif hefur það á möguleika þessara barna í nútíð og framtíð? Eru fá- tæk börn dagsins í dag fátækir foreldrar framtíðarinnar?“ – Hverjir munu taka til máls á málþinginu og um hvað munu þeir helst fjalla? „Stefán Ólafsson, prófessor í Háskóla Íslands, mun fjalla um einkenni íslenska vel- ferðarkerfisins í fjöl- þjóðlegum saman- burði, þróun þess og breytingar á kerfinu á liðnum árum. Guðný Björk Eydal, lektor við Háskóla Íslands, beinir athyglinni að fátækt barna í velferðarríkjum og gerir grein fyrir samanburðarrannsóknum á fátækt barna í vestrænum lönd- um, eðli og umfangi hennar. Harpa Njáls, skrifstofustjóri og sérfræðingur á Borgarfræða- setri, dregur fram skyldur ís- lenskra stjórnvalda til að tryggja öllum börnum velferð. Ég mun fjalla um þróun fjárhagsaðstoðar í Reykjavík með sérstakri áherslu á stöðu barnafjöskyldna í Reykjavík sem ekki ná endum saman. Sigurður Snævarr, borg- arhagfræðingur í Reykjavík, fjallar um tekjudreifingu í sam- félaginu og leitar svara við því hvort barnafólk búi fremur við fátækt en aðrir þjóðfélagsþegn- ar. Gefn Baldursdóttir og Sig- urður H. Sveinsson munu fjalla um það hvernig það er að lifa af lágum tekjum í íslensku sam- félagi nútímans. Lára Björns- dóttir, félagsmálastjóri í Reykja- vík og stjórnarmaður í Ís-Forsa, verður fundarstjóri málþingsins. Í upphafi málþingisns mun Guð- rún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands og for- maður Ís-Forsa, ávarpa mál- þingsgesti og Halldór Gunnars- son, fyrrum Þokkabótarmaður, núverandi formaður Þroska- hjálpar og stjórnarmaður í Ís- Forsa, mun galdra fram ljúfa tóna.“ – Verður leitað eftir einhvers konar niðurstöðu eða ályktun í málþingslok? „Hinn góðkunni útvarps- og dagskrárgerðarmaður Ævar Kjartansson mun í lok málþings- ins reifa þá þætti sem fram komu og draga fram helstu nið- urstöður málþingsins.“ – Fyrir hverja er þetta mál- þing helst og er það öllum opið? „Þetta málþing er opið öllum og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. Hins vegar er rétt að geta þess að að- gangseyrir er 2.500 krónur og nauðsynlegt er að skrá sig til þingsins. Það er hægt að gera hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík eða á netföngin aud- urv@fel.rvk.is og valgerdurs- @fel.rvk.is“ – Hvað ef fólk vill forvitnast frekar um Ís-Forsa? „Upplýsingar um Ís-Forsa er að finna á Netinu á slóðinni http://starfsfolk.khi.is/gkrist/.“ Sigríður Jónsdóttir  Sigríður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 1950. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1970 og BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands 1974 og MA-próf í félags- legri stefnumótun og stjórnsýslu frá Háskólanum í Manchester 1979. Hefur mest starfað við Fé- lagsþjónustuna í Reykjavík og er þar framkvæmdastjóri þróunar- sviðs. Starfar einnig við Háskóla Íslands. Sigríður á tvö uppkomin börn, Jón Óskar og Halldísi, en maki er Ólafur Örn Thoroddsen. Eru fátæk börn í dag fá- tækir for- eldrar fram- tíðarinnar? Sjálfstæ›isflokkurinn í Kópavogi www.solidea.com Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.