Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FARFUGLARNIR hafa verið að koma til landsins í stórum hópum, enda hefur vorað óvenju snemma þetta árið. Fuglarnir fljúga um langan veg og töluvert er um að þeir taki sér hvíld á fiskiskipum á Íslandsmiðum. Kald- bakur EA, ísfisktogari ÚA, var við veiðar fyr- ir suðaustan land síðustu daga og sagði Víðir Benediktsson stýrimaður, að óvenju mikið af smáfugli hefði tekið sér hvíld um borð í skip- inu og einnig í nálægum skipum. Hins vegar hefði mætt þeim hópur smyrla, „sem hefði hakkað smáfuglana í sig“ eins og Víðir orðaði það. Hann sagði að einn og tveir smyrlar hefðu verið um hvert skip, setið þar um bráð sína og hefði oft verið mikill hamagangur um borð í skipunum. Víðir sagði að góð veiði hefði verið á mið- unum fyrir suðaustan land, bæði í þorski og ufsa en Kaldbakur kom til hafnar á Akureyri í gærmorgun með rúmlega 200 tonn af blönd- uðum afla, eftir vikutúr. Morgunblaðið/Víðir Benediktsson Lóan er á meðal þeirra fugla sem taka sér hvíld um borð í fiskiskipum á Ís- landsmiðum en þessi lóa gerði sig heimakomin í brú Kaldbaks. Morgunblaðið/Víðir Benediktsson Þessi smyrill hafði komið sér vel fyrir um borð í Kaldbak EA á miðunum fyrir suðaustan land og beið þess að geta „hakkað“ í sig smáfugla. Ránfuglar sækja í smáfugla OLÍUFÉLAGIÐ ehf. tekur við rekstri þriggja ESSO-bensínstöðva á Akureyri um næstu mánaðamót af Höldi, svo og rekstri Veganestis við Hörgárbraut. Umræddar benín- stöðvar eru við Hörgárbraut, Tryggabraut og við Leiruveg. Höld- ur mun hins vegar áfram reka Litlu kaffistofuna við Tryggabraut og Lindina við Leiruveg. Að sögn Steingríms Birgissonar, framkvæmdastjóra Hölds, er ekki gert ráð fyrir uppsögnum vegna þessara breytinga en um 30 starfs- menn fyrirtækisins munu hins vegar skipta um vinnuveitanda og starfa hjá Olíufélaginu eftir næstu mánaða- mót. Eftir breytinguna verða starfs- menn Hölds um 140 talsins, á Ak- ureyri og í Reykjavík. Höldur er með fjölbreyttan rekst- ur, bílaleigu, bílasölu fyrir nýja og notaða bíla, bílaverkstæði, vara- hlutaverslun og veitingarekstur. Í gær skrifuðu Olíufélagið og Höldur undir samning um áframhaldandi rekstur Hölds á Litlu kaffistofunni og Lindinni, auk viðskiptasamnings vegna Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur sagði að fyrirtækin hefðu átt gott og farsælt samstarf í áratugi og að á því yrði engin breyt- ing. Þarna færu hagsmunir beggja fyrirtækjanna vel saman. Þessi breyting væri í samræmi við stefnu beggja fyrirtækja, Olíufélagsins, að taka við rekstri sinna bensínstöðva á þessum stærri stöðum og Hölds að einbeita sér að rekstri sinna grunn- eininga. Olíufélagið ESSO tekur við rekstri þriggja bensínstöðva af Höldi Um 30 starfsmenn Hölds skipta um vinnuveitanda ÁRLEGA stendur Landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyri fyrir fjöl- mörgum námskeiðum fyrir bændur víðs vegar um landið. Nýlega hélt skólinn námskeið fyrir fjárbændur og hunda þeirra að Melum í Hörg- árdal. Námskeiðið stóð í þrjá daga og var bæði bóklegt og verklegt. Hundarnir voru allir af border collie-kyni og flestir hreinræktaðir. Aðstaðan á Melum var mjög góð, bæði innandyra og utan. Félags- heimilið er nýuppgert og er orðið hið glæsilegasta. Fjárrétt er þar mjög skammt frá og var hún nýtt við þjálfun hundanna. Þar var einn- ig afgirt hólf til æfinga. Gunnar Einarsson hundaræktandi á Daða- stöðum í N-Þingeyjarsýslu var kennari á námskeiðinu en hann hafði tvo hunda með sér sem sýndu mikil tilþrif og hlýddu húsbónda sínum fljótt og vel. Gunnar benti réttilega á að engum dytti í hug að fara í göngur á ótömdum hesti en það þykir nánast sjálfsagt að fara með ótamda hunda í smalamennsku og ætlast til að þeir standi sig eða þá að loka þá inni, vegna þess að þeir geri meira ógagn en gagn. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Enginn færi í göngur á ótömdum hesti Eyjafjarðarsveit Með perlur í augum Ævintýra- leikhús fyr- ir börn og fullorðna ANNA Richardsdóttir og Arna Vals- dóttir hafa starfrækt barnatilrauna/ dansleikhús á Akureyri frá því í nóv- ember á síðasta ári. Meðlimir hóps- ins eru núna 10 börn á aldrinum 7–10 ára og svo listakonurnar tvær. Þær flytja verkið einnig með barnadöns- urunum. Anna er gjörningakona og kennir spunadans á ýmsum stöðum á Ak- ureyri og nágrenni. Arna er söng- kona og gjörningakona með mynd- listarmenntun að baki og er lektor í Háskólanum á Akureyri, við mynd- listarkennslu. Börnin höfðu verið í spunadansi hjá Önnu í ár áður en Arna gekk til liðs við hópinn. Þær stöllur fengu styrk frá menn- ingarmálanefnd KEA til að setja upp sýningu með börnunum, segir í fréttatilkynningu þeirra. Það gaf þeim tækifæri til að fá til liðs við sig Þórarin Blöndal sem starfar með Leikfélagi Akureyrar. Sýningin er frumsamin og heitir „Með perlur í augunum“. Hún fer fram laugardaginn 26. apríl kl. 17.00 í Ketilhúsinu. Allir eru velkomnir en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir alla. Aðstandendur sýningarinnar vilja hvetja Akureyringa og nær- sveitarmenn til að koma í Ketilhúsið og njóta þessarar sérstæðu upp- færslu. Aðeins er gert ráð fyrir þess- ari einu sýningu í bili en ráðgert er að koma fram á Listasumri. Skotfélag Akureyrar stendur fyr- ir sýningu um næstu helgi, þar sem veiðivöruverslanir á Norður- landi sýna vörur sínar. Enn frem- ur verða hátt í 100 skotvopn í eigu félagsmanna til sýnis og ýmislegt fleira. Sýningin verður í vest- urenda Bónusshússins við Lang- holt og er opin á laugardag og sunnudag frá kl. 10–18. Aðgangs- eyrir er 500 krónur. Á NÆSTUNNI Menningar- veisla á Glerártorgi KAUPFÉLAG Eyfirðinga býður til menningarveislu í verslunarmið- stöðinni Glerártorgi á Akureyri laugardaginn 26. apríl kl. 14, auk þess sem starfsemi félagsins verð- ur þar kynnt. Þeir sem gerast félagsmenn í KEA fyrir lok apríl fara í pott og úr honum verður dregið eitt nafn sem fær að launum ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Einnig verð- ur eitt nafn eldri félagsmanns í KEA dregið út og hann fær einnig að launum ferð fyrir tvo til Kaup- mannahafnar. Dagskrá menningarveislunnar er fjölbreytt: Chicago – atriði úr sýningu Leikfélag Menntaskólans á Akureyri á söngleiknum Chicago. Káinn – atriði úr uppfærslu Freyvangsleikhússins á leikritinu um Káinn. Hljómsveitin Douglas Wilson ásamt Stefáni Jakobssyni, nem- anda í VMA, sem sló í gegn í söng- keppni framhaldsskólanna í vetur. Djasshljómsveit Karls Petersen. Búkolla – atriði úr uppfærslu leikhópsins „Hálfur hrekkur í dós“ á Búkollu. Dansfélag MA – félagar í Dansfélagi MA – Prima bregða á leik. Grease – söngatriði úr upp- færslu VMA á söngleiknum Grease. Atvinnuleysi á Akureyri Körlum fækk- ar á skrá en konum fjölgar ATVINNULEYSI hefur minnkað meðal karla á Akureyri en aftur hef- ur konum fjölgað á atvinnuleysis- skrá, samkvæmt yfirliti frá Vinnu- málastofnun. Í lok síðasta mánaðar voru 329 manns á atvinnuleysisskrá í bænum, 186 karlar og 143 konur og hafði körlum fækkað um 30 á skrá frá mánuðinum á undan en konum fjölgað um 6. Um síðustu mánaðamót voru þó tæplega 70 fleiri á atvinnuleysisskrá á Akureyri en á sama tíma í fyrra. Í Dalvíkurbyggð hafði bæði körlum og konum fjölgað á atvinnuleysisskrá á milli mánaða. Í lok síðasta mánaðar var þar 51 á skrá, 27 karlar og 24 konur og hafði fjölgað um 20 á skrá frá mánuðinum á undan og um 38 miðað við sama tíma í fyrra. Í Hrísey voru 13 á skrá, 6 karlar og 7 konur og hafði fjölgað um tvo á skrá frá því í lok febrúar en fækkað um þrjá frá sama tíma í fyrra. Í Ólafsfirði voru 33 á skrá, 13 karlar og 20 konur og er þetta sami fjöldi og í lok febrúar sl. en 18 færri en á sama tíma í fyrra. Alls voru 564 á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi eystra í lok síðasta mánaðar, 286 karlar og 278 konur, sem svipaður fjöldi og í mánuðinum á undan en 156 fleiri en á sama tíma í fyrra. Á Húsavík voru 65 á skrá, 23 karlar og 42 konur og hafði fjölgað um 5 á skrá frá mánuðinum á undan og um 38 frá sama tíma í fyrra. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.