Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 59 www.xb.is – www.hrifla.is við opnun hverfaskrifstofa Gleðilegt sumar! Við opnum hverfaskrifstofur okkar í Mjódd og Spönginni á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Af því tilefni höldum við fjölskylduhátíð og bjóðum þér að taka þátt, þiggja veitingar og njóta þeirrar skemmtunar sem boðið verður upp á. Kosningamiðstöð ungra framsóknarmanna Suma rkaffi í allan dag Kosningamiðstöðin Suðurlandsbraut 34 Ungir framsóknarmenn reka kosningamiðstöð að Laugavegi 3. Þar er opið frá kl. 14-18 alla daga vikunnar auk þess sem ýmsar uppákomur eru á kvöldin. Líttu inn í kosningamiðstöðnni að Suðurlandsbraut 34. Þér er boðið í sumarkaffi í dag og ilmandi vöfflur með rjóma. Opið alla daga vikunnar Hverfaskrifstofurnar í Mjódd og Spöng eru opnar virka daga milli kl. 17:00 og 20:00 en milli kl. 11:30 og 17:00 um helgar. S: 533 4343. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fjölskylduhátíð VÖFFLUR MEÐ RJÓMA SÖNGUR OG GAMAN HINN FRÁBÆRI FRUMSKÓGAR- HOPPUKASTALI HANDA ÖLLUM BÖRNUM ÍS FRÍMIÐA Í SUND 100 FYRSTU BÖRNIN FÁ PYLSUR Á Í MJÓDD MILLI KL. 14:00 OG 14:30 Í SPÖNGINNI MILLI KL. 16:30 OG 17:00 GRILLINU TÓTA TRÚÐUR Skemmtir börnunum Verið velkominMjódd Breiðholti frá kl. 13:00-15:00 Spöngin Grafarvogi frá kl. 15:30-17:30 KÓR Grafarvogskirkju og Breiðholts- kirkjukór munu halda tónleika í Graf- arvogskirkju í kvöld ásamt 15 manna hljómsveit. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni sumardagsins fyrsta og eru þeir stærsta verkefni sem kórarnir hafa ráðist í til þessa. Flutt verður verkið Gloria eftir Ant- onio Vivaldi auk þess sem unglingakór Grafarvogskirkju flytur verkið Messa breve nr. 4 eftir Gounod. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur en aðgangur er ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Tónleikar í Grafarvogs- kirkju í kvöldRÓLEGHEITIN svífa enn yfir vötn-unum á Þingvöllum, en víða eru menn byrjaðir að bleyta þar færi þótt veiðin hefjist þar ekki formlega fyrr en um komandi mánaðamót. Hafa menn bæði reynt fyrir sér í þjóðgarðslandinu og víðar, en fiskur verið tregur enn sem komið er. Einn og einn hefur þó slitið upp einn til tvo fiska, í nokkrum tilvikum hafa menn verið með þriggja punda bleikj- ur í háfnum og sú stærsta sem enn hef- ur frést af þetta vorið var 4,5 punda hlunkur sem tók leggjalanga Watson Fancy kúlupúpu. Var það tilþrifamikil fimmtán mínútna viðureign á „Fjarka“, þ.e.a.s. stöng með línu núm- er fjögur sem þykja afar nettar græj- ur. Verið líf í Brúará Menn hafa fengið þokkalega veiði í Brúará að undanförnu, bæði frá Seli og Spóastöðum. Hafa menn komist upp í sex fiska, bæði með andstreymisveiði og hefðbundinni straumfluguveiði. Mest er um eins til þriggja punda, en fiskar upp í rúm 4 pund hafa einnig sést. Selir í Skaftá Selir hafa verið á ferð í Skaftá sem bendir eindregið til að enn sé sjóbirt- ingur ekki genginn að fullu til sjávar þetta vorið. Selur var skotinn þar eystra um helgina og fleirum stuggað frá. Vart er þó hægt að kalla veiðiskap- inn í ám þar um slóðir meiri en „reyt- ing“ sem stendur, en það er mál manna að birtingurinn gangi fyrr til sjávar í vor en venjulega vegna hlýinda. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Einar Falur Rúmlega tveggja kílóa bleikja, 48 cm löng. Hún tók langan Watson Fancy í Þingvallavatni á skírdag en þar hafa veiðst fáir en stórir að undanförnu. Fáir og stórir í Þingvallavatni NÝVERIÐ hélt Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær upp á 40 ára afmæli sitt með hátíðarfundi. Í til- efni afmælisins veitti klúbburinn fimm rótarýfélögum æðstu við- urkenningu Rotary International, sem er Paul Harris-orðan. Paul Harris-félagararnir eru Erling Aspelund, Jón Stefánsson, Ólafur B. Thors, Óskar H. Gunnarsson og Pétur Guðfinnsson. Rótarýklúbbar sem leggja fé í al- þjóðlega Rótarýsjóðinn, sem ráð- stafar árlega 110–120 milljón doll- urum til fræðslu-, menningar- og mannúðarmála í heiminum, fá heimild til að útnefna Paul Harris- félaga í hlutfalli við framlag sitt. Stærsta verkefni sjóðsins undanfar- inn aldarfjórðung hefur verið að stemma stigu við útbreiðslu barna- lömunarveiki, eða svonefnt Pólíó- Plús verkefni, sem hófst 1985 og er unnið í nánu samstarfi við WHO – Alþjóða heilbrigðismálastofnunina. Rótarýfélagar hafa afhent hátt í 500 milljónir dala í baráttuna gegn útrýmingu lömunarveikinnar. Rótarýklúbburinn Reykjavík- Austurbær er með elstu og fjöl- mennustu klúbbum landsins og eru rótarýfélagar 76. Forseti klúbbsins er Jóhann Már Maríusson. Hér má sjá Sigríði Ólafsdóttur klúbbfélaga á afmælisfundi Rótarýklúbbs Reykjavíkur-Austurbæjar afhenda Ólafi B. Thors, Óskari H. Gunnarssyni, Jóni Stefánssyni og Erling Aspelund Paul Harris viðurkenninguna, en lengst til hægri er Jóhann Már Maríusson, forseti klúbbsins. 40 ára afmæli Rótarý- klúbbs GUNNAR B. Sigurgeirsson, mark- aðsstjóri Nóa-Síríusar, og Theodóra Þorsteinsdóttir, þjónustustjóri Smáralindar, afhenda hér Önnu Eð- valdsdóttur „Flugeggið“ sem var risapáskaegg frá Nóa-Síríusi og inni- hélt flugmiða með Iceland Express fyrir fjóra til Kaupmannahafnar eða London ásamt gjafakorti í Smáralind að upphæð kr. 10.000. Í páskaleik Smáralindar voru tvö flugegg í vinning ásamt fleiri smærri vinningum. Hulda Guðný Valsdóttir vann fyrra Flugeggið, en Hulda er búsett erlendis og gat því ekki verið viðstödd myndatökuna. Vinningshafar í páska- eggjaleik Smáralindar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.