Morgunblaðið - 16.09.2003, Side 2

Morgunblaðið - 16.09.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BYLTING Í BORUN Með djúpborunum mætti fá fimm- til tífalt meira gufuafl úr hverri bor- holu. Hugmyndin felst í að bora fimm km djúpar holur eftir 400–600 gráða heitum jarðhita en hag- kvæmniathuganir sýna að þetta er gerlegt. Kostnaður vegna einnar holu er um 1,6 milljarðar króna og verður hægt að hefja framkvæmdir eftir tvö ár verði ráðist í fram- kvæmdina í haust. Skipverjum bjargað Hrannari Péturssyni og Sverri Jónssyni var bjargað þegar fiskibát- urinn Lukki-Láki sökk skammt und- an Sandgerði. Hrannar og Sverrir höfðu verið í um klukkutíma á reki í björgunarbát áður en fiskibáturinn Svala Dís kom þeim til bjargar. Lukku-Láki hafði tvívegis áður lent í óhappi á þessu ári. Mikil spurn eftir húsbréfum Aðeins vantar rúma þrjá milljarða upp á að útgáfa húsbréfa fyrstu átta mánuði ársins sé jafnmikil og allt ár- ið í fyrra en það var metár í útgáfu húsbréfa. Endurskoðuð áætlun Íbúðalánasjóðs í júlí í sumar um út- gáfu húsbréfa í ár er sprungin en nýrrar áætlunar um húsbréfaútgáf- una í ár er ekki að vænta fyrr en í næsta mánuði í tengslum við fjárlög. Línuívilnun á næsta ári Sjávarútvegsráðherra segir að línuívilnun verði tekin upp en þó ekki fyrr en við upphaf næsta fisk- veiðiárs. Elding, félag smábátaeig- enda á norðanverðum Vestfjörðum, skoraði á Alþingi að tryggja að íviln- unin kæmi til framkvæmda eigi síð- ar en 1. nóvember. Sænska lögreglan vongóð Búið er að yfirheyra nokkurn hóp fólks í tengslum við rannsóknina á morðinu á Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, en öllum hefur verið sleppt á ný. Lögreglan segist binda vonir við vísbendingar frá al- menningi eftir að myndum úr örygg- ismyndavél var dreift af manni sem svarar til lýsingar vitna á morðingj- anum. Powell heimsækir Halabdja Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í Íraksheimsókn sinni í gær viðdvöl í bænum Hal- abdja í Kúrdahéruðunum nyrst í landinu, þar sem hann hitti ættingja fórnarlamba alræmdrar eiturgas- árásar sem Íraksher gerði á bæinn í marz 1988. Hlaut hann þar hlýjar móttökur. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Viðskipti 12 Viðhorf 28 Erlent 13/14 Minningar 28/32 Höfuðborgin 15 Bréf 34 Akureyri 16 Skák 35 Suðurnes 17 Dagbók 36/37 Austurland 18 Íþróttir 38/41 Landið 19 Fólk 42/45 Neytendur 20 Bíó 42/45 Listir 21/22 Ljósvakar 46 Umræðan 23 Veður 47 * * * „ÞAÐ eru vonandi bjartir tímar framundan. Allt er þegar þrennt er,“ sagði Hrannar Pétursson, skipverji á fiskibátnum Lukku-Láka, sem sökk skammt undan Sandgerði í gær. Tvívegis áður hefur Lukku-Láki lent í óhappi á árinu, þó ekki eins alvarlegu og nú. Hrannar bjargaðist um borð í gúm- björgunarbát ásamt skip- stjóranum Sverri Jónssyni, og þaðan var þeim bjargað um borð í fiskibátinn Svölu Dís eftir klukkustundar rek í björgunarbátnum. „Hún var ekkert spes,“ sagði Hrannar um dvölina í björgunarbátnum. „Manni varð bumbult af að rugga í bátnum og það var fínt þegar Svala Dís birtist.“ Flugvél Flugmálastjórnar fann skipbrots- mennina á reki í björgunarbátnum 6 sjómílur norðvestur af Sandgerði kl. 13.08 og var þeim bjargað um borð í Svölu Dís 15 mínútum síðar. Upphaflega var það flugvél frá flugfélaginu Lufthansa sem var í 33 þúsund feta hæð og 25 sjómílur SV af Keflavík sem nam sendingar frá neyðarsendi frá skipbrotsmönnunum kl. 12:25. Gerði hún Flugmálastjórn viðvart. Skömmu síð- ar var það vél frá KLM-flugfélaginu á svipuðum slóðum sem einnig heyrði neyðarsendingarnar. Flugvél Flugmálastjórnar var kölluð út kl. 12:39 og var komin í loftið 5 mínútum síðar. Kl. 13:08 fann hún gúmbjörgunarbátinn og hringsólaði yf- ir honum uns Svala Dís kom á staðinn og bjarg- aði þeim Sverri og Hrannari. Skammt frá maraði Lukku-Láki í hálfu kafi. „Við vorum bara að draga þegar drapst á vél- inni,“ sagði Hrannar. „Við héldum að við hefðum fengið í skrúfuna en þegar málið var kannað kom í ljós að það var kominn sjór yfir vélina. Hann flæddi yfir hana og sífellt hækkaði yfirborðið. Við vorum orðnir hálfhræddir og fórum því í galla, skutum upp neyðarblysi og fórum í björg- unarbátinn. Báturinn [Lukku-Láki] hékk í hálf- tíma með rassgatið rétt upp úr áður en hann fór niður kl. tíu mínútur í þrjú. Það var blíðskap- arveður og engin skelfing sem greip um sig.“ Þetta er í þriðja skiptið á árinu sem Lukku Láki kemst í fréttir vegna óhappa. Hinn 20. mars komst hann í hann krappan, varð aflvana og strandaði við innsiglinguna í smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík. Mun betur fór en á horfðist þar sem Sunna Líf KE-7 var skammt frá og náði Lukku-Láka í tog. Nokkrum dögum seinna var Lukku-Láki á siglingu á Breiðafirði þegar drauganet kom í skrúfuna. Drapst skyndilega á vélinni og þótt tekist hefði að koma henni í gang á ný hristist allt og skalf og báturinn gekk aðeins um eina mílu. Var því leitað eftir aðstoð báta í grenndinni og dró netabáturinn Jói á Nesi SH Lukku-Láka til hafnar í Ólafsvík. Skipbrotsmenn af Lukku-Láka komust lífs af eftir skipskaða undan Sandgerði „Við vorum orðnir hálfhræddir“ Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Skipstjórinn á Lukku-Láka, Sverrir Jónsson, faðmar hér móður sína eftir að honum hafði verið bjargað í land með fiskibátnum Svölu Dís. Lukku-Láki sökk er reynt var að draga hann að landi.                          Þriðja óhapp fiski- bátsins á þessu ári GÓÐ stemmning var á Hótel Sögu í gærkvöldi á tísku- sýningu sem Prjónablaðið Ýr stóð fyrir. Sýnd var nýj- asta hönnunin í handprjóni, meðal annars mátti sjá þar þæfðar flíkur. Til sýningarinnar var boðið 7.400 manns. Prjónaðar flíkur úr prjónablaðinu Ýri eru ár- lega um 20.000 og í þær fara um 15 tonn af garni. Nýjasta hönnun í handprjóni Morgunblaðið/Árni Sæberg VERÐ á minkaskinnum var 25% hærra á nýaf- stöðnu skinnauppboði í Kaupmannahöfn en verið hefur síðustu mánuði. Um var að ræða fimmta og síðasta skinnauppboð sölutímabilsins sem stendur frá desember fram í september. Hækkunin felur í sér töluverða búbót fyrir þá íslensku bændur sem seldu þar skinn en þó ber að hafa í huga að einungis 15–20% af íslensku fram- leiðslunni seldust á uppboðinu nú, hitt var búið að selja fyrr á árinu þegar verð var lægra, að sögn Einars E. Einarssonar, loðdýraræktarráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands. Hann segir þó gleðiefni að verðið hafi hækkað, staðan hafi verið erfið í greininni undanfarið en þetta gefi von um að hægt verði að halda ræktun áfram hér á landi. „Jákvæðast er að hækkunin undirstrikar hvað mikill áhugi er á skinnum í heiminum en Grikkir og Kínverjar voru stærstu kaupendurnir núna.“ Um 7% verðhækkunarinnar má rekja beint til lækkunar dollarans gagnvart dönsku krónunni og því er raunhækkunin 18%, að sögn Einars. Hann bendir á að refaskinn hafi einnig hækkað í verði en þó einungis sem nemi gengisbreytingum. Aðspurður hvers vegna hann telji að verðið hafi hækkað segir hann að eftirspurn hafi aukist, hún ráði verðinu. „Skinn hafa verið „inn“ í tískuheim- inum undanfarin ár og verið vinsæl meðal allra frægustu hönnuða í heiminum.“ Hann bendir á að sú neikvæða umræða sem átt hefur sér stað gagn- vart loðdýrarækt hafi mikið gengið til baka. „Loð- dýrarækt stendur núna sterk gagnvart gagnrýn- inni umræðu enda hefur dýrahald breyst mikið á undanförnum árum og meiri rannsóknir verið gerðar.“ Verð á minkaskinni hækkar um 25% BROTIST var inn í veitingastað- inn Hafið bláa við Óseyrarbrú við Eyrarbakka um helgina og stolið þar áfengi og skemmdir unnar á húsnæðinu. Lögreglu bárust vís- bendingar um meintan brotamann og fór heim til hans þar sem hluti þýfisins fannst í bifreið á vegum hans. Auk innbrotsins er maðurinn grunaður um að hafa ekið bifreið- inni undir áfengisáhrifum og svipt- ur ökuréttindum. Hann var hand- tekinn og færður í fangageymslu. Hann hefur nokkuð oft komið við sögu hjá lögreglu. Handtek- inn fyrir innbrot BÍLL valt á Nesvegi, austan við Saltverksmiðjuna á Reykjanesi, í gær, en lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um slysið á ellefta tíman- um. Einn maður var í bifreiðinni sem fór margar veltur og er gjörónýt. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynn- ingar á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Bílvelta á Reykjanesi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.