Morgunblaðið - 16.09.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 16.09.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 9 FRÆÐSLUNET Suðurlands á Sel- fossi sér um fjarnám á háskólastigi í samvinnu við Háskólann á Ak- ureyri og Háskóla Íslands. Mikil að- sókn er að háskólanámi og framboð er vaxandi. Að sögn Jóns Hjartarssonar framkvæmdastjóra Fræðslunets Suðurlands eru í dag alls skráðir 6 nemendur í sagnfræði og ensku frá Háskóla Íslands og 87 nemendur í háskólanámi á vegum Háskólans á Akureyri. Þeir skiptast þannig: 18 nýnemar í leikskólakennaranámi, 15 nýnemar í grunnskólakennara- námi, 13 nýnemar í rektrarfræði og auðlindafræði, 4 nemendur á 2. ári í leikskólakennaranámi, 15 nem- endur á 3. ári í hjúkrunarfræðum og 22 nemendur á 2. ári rekstrar- og auðlindafræði. Af þessum hópi eru 4 nemendur sem sækja nám á Hvolsvöll og aðrir 4 sem sækja sitt nám í Vík í Mýrdal. Alls eru kenndar milli 80 og 90 vikustundir í gegnum fjar- menntabúnað Fræðslunets Suður- lands í þessu námi á háskólastigi. Jón Hjartarson sagði að hinn mikli áhugi fólks á menntun væri góður vaxtarbroddur í starfsemi Fræðslu- nets Suðurlands og mikilvægt að standa vel að allri framkvæmd þess. Fræðslunet Suðurlands Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kennaranemar í kennslustund hjá Háskólanum á Akureyri í húsnæði Fræðslunets Suðurlands á Austurvegi 56 á Selfossi. 93 nemendur í háskóla- námi á Suðurlandi Selfossi. Morgunblaðið. Rf og Hólaskóli gera samstarfssamning RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins (Rf) og Hólaskóli hafa gert með sér samstarfssamning á sviði rannsókna og kennslu í fiskeldi og tengdum greinum. Samningnum er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir menntun á háskólastigi á þessu sviði. Háskólinn að Hólum í Hjaltadal hefur verið í forystu hvað varðar rannsóknir og kennslu á þessu sviði hér á landi, t.d. býður skólinn nú upp á bæði starfstengt grunnnám sem og BS-nám í fiskeldi. Stefnt er að því að efla háskólakennslu og rannsóknir á þessu sviði enn frekar, m.a. með auk- inni áherslu á eldi sjávarlífvera. Rf hefur um áratuga skeið stund- að rannsóknir á nýtingu sjávarfangs hér á landi og á stofnuninni er því að finna reynslu af því hvernig best er að auka verðmæti, gæði og öryggi sjávarfangs. Rf er nú þegar í sam- starfi við aðra háskóla, bæði á Ís- landi og erlendis og sérfræðingar Rf eru þátttakendur í fjölda alþjóðlegra verkefna. Samstarfssamningurinn kveður einkum á um að kennarar og nem- endur Hólaskóla munu vinna að rannsóknar– og þróunarverkefnum með sérfræðingum Rf og að Rf muni koma að kennslu við skólann, eink- um hvað varðar leiðsögn við nem- enda- og rannsóknarverkefni. Mikil- vægur þáttur í samstarfinu felst í að ráðinn verður sameiginlegur starfs- maður sem vinna mun að rannsókn- um á vegum beggja aðila samnings- ins, segir í fréttatilkynningu. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt Innri fegurð Saumlaust aðhald Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fataprýði Glæsilegur rúskinnsfatnaður í öllum stærðum 3 litir - góð verð 3 litir, góð verð Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af peysum frá MICHA og SKOVHUS Ný sending af vestum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Nýjar sparibuxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Þri. 16/9: Grænmetiskarrý að hætti hússins m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 17/9: Fylltar ofnbakaðar kartöflur m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim. 18/9: Ratatoui & polenta m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös. 19/9: Smalabaka & fleira gott m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 20. & 21/9: Marokkóskur pottréttur & fl. Mán. 22/9: Frábær grænmetispottréttur frá Perú. Matseðill www.graennkostur.is Jakki 7.510 Bolur 3.130 Belti 2.610 Buxur 5.760 Skór 6.980 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardag frá kl. 10-14. Sendum lista út á land Sími 567 3718 Haustvörur Ný sending Str. 36-52 (S-3XL) i . l r . lti . r . r . Laugavegi 63, sími 551 4422 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán-fös kl. 10-18 - lau. kl. 10-14 Ný sending SÍMI 562 1166 - 587 8044 15% afsláttur af barnamyndatökum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.