Morgunblaðið - 16.09.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.09.2003, Qupperneq 14
SÆNSKA lögreglan sagði í gær að í leitinni að morðingja Önnu Lindh utanríkisráðherra beindist nú at- hyglin að manni sem sást á mynd- bandsupptöku öryggisvélar við morðstaðinn. Lögreglumenn segj- ast vera vongóðir um að maðurinn muni finnast á næstu dögum. „Við höfum ekki borið kennsl á manninn,“ sagði Stina Wessling, talsmaður lögreglunnar, í samtali við fréttamanna AFP-fréttastof- unnar en sagði lögregluna vera á réttri leið. Lífsýni á blárri hafna- boltahúfu, sem talið er að morðing- inn hafi kastað frá sér utan við NK-verslunarmiðstöðina í Stokk- hólmi, reyndust ekki passa við sýni í gagnabönkum lögreglunnar. Þá sagði lögreglan rangt, sem fullyrt var í sænskum fjölmiðlum á sunnudag, að blóðblettir hefðu fundist í verslunarmiðstöðinni og væru þeir taldir vera úr morðingj- anum. Samanburður á lífsýnum bar engan árangur Fram kemur á fréttavef Dagens Nyheter að lögreglan hefði ekki enn haft upp á hinum grunaða en myndunum af honum hefur verið dreift til lögregluembætta í Evr- ópu. Á fréttamannafundi kom einn- ig fram að DNA-erfðaefni, sem fannst á bláu húfunni, hefði verið borið saman við tvo sænska líf- sýnabanka en án árangurs. Annar bankinn inniheldur sýni úr um 2.000 mönnum sem dæmdir hafa verið í að minnsta kosti tveggja ára fangelsi eða eru grun- aðir um alvarleg afbrot. Í hinum bankanum eru lífsýni sem safnað hefur verið á vettvangi í tengslum við um 400 þúsund afbrot í Svíþjóð. Lögregla í Svíþjóð sendi norsk- um starfsbræðrum sínum á sunnu- dagskvöld ljósmynd af manninum, sem grunaður er um ódæðið. Um var að ræða mynd, sem tekin var þegar maðurinn var handtekinn fyrir nokkrum árum en með fylgdu myndirnar sem teknar voru úr ör- yggismyndavélinni í verslunarmið- stöðinni á miðvikudag, skömmu fyrir árásina á Lindh. Norska blað- ið Adressavisen hefur þó eftir Arne Huuse, yfirmanni norsku lögregl- unnar, að ekki hafi fylgt með nafn mannsins eða aðrar upplýsingar og hefur lögreglan í Svíþjóð verið beð- in um að veita þær. Sagður hafa hrópað til nærstaddra á sænsku Sænska blaðið Aftonbladet full- yrti í gærmorgun, að lögreglan vissi hver maðurinn á myndunum úr öryggismyndavélinni væri. Um væri að ræða mann um þrítugt, sem hefði verið handtekinn fyrir liðlega áratug fyrir að ógna fólki með hnífi. Hann hefði einnig hlotið dóma fyrir ýmsa minniháttar glæpi en ekki komið við sögu lögreglu á síðustu árum. Á fréttavef Dagens Nyheter í gær bar Lars Grönskog, upplýs- ingafulltrúi lögreglunnar, þetta til baka og sagði að ekki væri búið að bera kennsl á manninn á myndinni. Hið sama sagði Agneta Blidberg, ríkissaksóknari. Lögregla vill ekki upplýsa hvort morðinginn og Anna Lindh hafi átt orðaskipti áður en maðurinn réðst á hana og stakk margoft með hnífi. Svenska Dagbladet hefur eftir heimildarmönnum að morðinginn hafi hrópað til nærstaddra í versl- uninni eftir ódæðið og talað sænsku. Er morðinginn enn í Stokkhólmi? Blaðið segir lögreglu álíta að maðurinn sé enn í Stokkhólmi og er verið að afla upplýsinga um hugsanlega verustaði hans. Segir blaðið að maðurinn virðist svara vel til þeirrar sálfræðilegu myndar, sem sérfræðingar hafa verið að draga upp af morðingjanum en þeir telja að hann sé beiskur ein- fari. Athyglin bein- ist að manni á myndbandi Sænska lögreglan segir rangt að blóð úr meintum morðingja Lindh hafi fundist í versluninni ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LIÐSMENN konunglega riddara- liðsins í Hollandi sýna færni sína á æfingu á ströndinni við Scheven- ingen og hleypa reiðskjótunum í gegnum þykkan mökk og byssu- reyk. Reyksprengjur eru notaðar á æfingum til að líkja eftir táragasi en mikil hætta er á að hestar fælist við slíkar aðstæður. Reuters Hvergi smeykur FJÓRIR, hið minnsta, týndu lífi í gær þegar vöruflutningabíll sprakk í loft upp við höfuðstöðvar öryggis- þjónustu Rússlands (FSB) í rúss- neska lýðveldinu Ingúsetíu. FSB, sem er arftaki sovésku leyni- þjónustunnar KGB, hefur stjórnað aðgerðum Rússa gegn uppreisnar- mönnum í Tétsníu en innanríkis- ráðuneyti Rússa hefur nú tekið stjórnina í sínar hendur. Allar rúður brotnuðu í bygging- unni og skemmdist hún mikið þótt hún standi enn uppi. Í frétt ITAR- Tass-fréttastofunnar kom fram að allt að 100 manns hefðu verið inni í höfuðstöðvunum þegar sprengjan sprakk. Ekki er vitað hvort tilræð- ismaðurinn var einn á ferð en hann framdi sjálfsmorð er hann framdi ódæðið. Talið er að 300–800 kíló af sprengiefni hafi verið í bílnum en hún sprakk í um 15 metra fjarlægð frá húsinu. Höfuðstöðvarnar voru teknar í notkun í júlí en þær eru við embættisbústað forseta Ingúsetíu, sem er sjálfsstjórnarlýðveldi. Embættismaður á sviði neyðar- þjónustu sagði að a.m.k. tveir hefðu látist og 15 særst, þar af fjórir alvar- lega. Í frétt ITAR-Tass var síðar greint frá því að fjórir hefðu látist og a.m.k. 40 særst. Síðdegis í gær höfðu engin samtök lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en líklegt var talið að þar hefðu aðskilnaðar- sinnar frá Tétsníu verið að verki. Þeir berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Tétsena. Rússar hafa boðið Tétsenum aukna sjálfsstjórn og boð- að hefur verið til forsetakosninga í Tétsníu 5. október. Mannskætt til- ræði í Ingúsetíu Moskvu. AFP.          !"  #  "" %  !   &!! ' !()* !  + ,+ - ! &!  . / - *    + ),)  )  + -     + ./    '  + 0       ) $!    1 2 3 - 1 4 *  012 3 1   1 -5&&6) " BILL Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lætur nú til sín taka í auknum mæli vestra en þar eru flokkarnir teknir að huga að þing- og forsetakosningunum er fram fara á næsta ári. Clint- on hefur á undanliðnum ár- um verið hundsaður af flokksmönnum sínum en nú eru demókratar teknir að horfa til forsetans fyrrver- andi á ný í þeirri von að hann geti orðið þeim að liði í bar- áttunni við repúblíkana sem treysta á að vel smurð kosn- ingavél og miklir fjármunir muni tryggja þeim sigur í kosningunum, að sögn fréttamanna AFP-fréttastofunnar. Á sunnudag var Clinton á ferð í Kaliforníu en þar berst ríkisstjórinn, Gray Davis, fyrir póli- tísku lífi sínu eftir að knúnar voru fram nýjar kosningar með undirskriftasöfnunum. Clinton sótti messu í hverfi blökkumanna með Davis og vísaði til reynslu sinnar í ávarpi er hann flutti. „Ég gafst ekki upp. Ég var ákveðinn í að leyfa þeim ekki að flæma mig á brott úr heimaríki mínu. Ég beit því á jaxlinn og hélt áfram og á endanum fór þetta allt vel,“ sagði Clinton m.a. og vísaði til reynslu sinnar en margir töldu að pólitískum ferli hans væri lokið þegar hann náði ekki endurkjöri í ríkisstjórakosningum í Arkansas á sínum tíma. Þessi orð Clintons hefðu á hinn bóginn allt eins getað verið lýsing á ferli hans eftir að for- setatíð hans lauk. Demókratar hafa allt til þessa hundsað forsetann fyrrverandi að mestu. Það kemur til af hneykslismálunum sem fóru nærri því að kosta Clinton forsetaembættið. Mikla at- hygli vakti í forsetakosningunum árið 2000 þeg- ar Al Gore, frambjóðandi Demókrataflokksins og varaforseti Clintons, hundsaði forsetann fyrrverandi með öllu og afþakkaði alla aðstoð hans. Efnahagsmálin í brennidepli En nú sjást þess vaxandi merki að demókrat- ar séu teknir að horfa til Clintons á ný. Um póli- tíska hæfileika hans efast fáir. Nú telja margir demókratar að forsetinn fyrrverandi geti gagnast flokknum og frambjóðendum hans í komandi kosningum. Von þeirra er sú að al- menningur tengi uppganginn í efnahagslífinu á liðnum áratug við Clinton um leið og alþýða manna horfi til samdráttarins á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að George W. Bush var kjörinn forseti. Á þeim tíma hafa milljónir manna misst atvinnu sína auk þess sem staða ríkisfjármála er talin heldur slæm. „Clinton er vinsæll, sérstaklega í Kaliforníu þar sem menn bera til hans góðan hug,“ sagði Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina á sunnudag. Á laugardag var Clinton á ferð í Iowa-ríki í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Iowa gegnir sérstöku hlutverki í sérhverjum forsetakosn- ingum þar eð forkosningar þar hafa oftar en ekki reynst mikilvægt veganesti þeim sem að lokum hreppir hnossið og gerist húsbóndi í Hvíta húsinu. Þúsundir manna biðu komu Clint- ons í bænum Indianola í Iowa þrátt fyrir að veð- ur væri heldur leiðinlegt. „Velkominn aftur, Bill. Við söknum þín,“ mátti m.a. sjá letrað á spjöld sem viðstaddir báru. Clinton vék að þeim níu mönnum sem ákveðið hafa að gefa kost á sér í forkosningum Demó- krataflokksins vegna forsetakosninganna 2004 en stjórnmálaskýrendur ýmsir hafa haldið því fram að enginn þeirra hafi burði til að sigra George W. Bush. Clinton sagði þennan mál- flutning þreytandi. „Þegar einhver segir ykkur að þeir sem bjóða sig fram til forseta hafi ekki burði til að sigra er í raun átt við að viðkomandi séu ekki nógu frægir,“ sagði hann. En þótt meira beri nú á Clinton en áður í þeirri stöðugu stjórnmálabaráttu sem fram fer í Bandaríkjunum eru skoðanir um framgöngu hans og persónu enn æði skiptar. Og repúblík- anar hafa iðulega fært sér það í nyt. Í sumum tilfellum hefur fátt reynst betra en að vísa til Clinton-áranna þegar leitað er eftir fjárstuðn- ingi við frambjóðendur repúblíkana. Frambjóðendur á báðum áttum Skoðanakannanir leiða einnig í ljós að enn er þjóðin klofin í afstöðu sinni til Clintons og for- setatíðar hans. Í könnun sem gerð var í sumar kváðust 43% þátttakenda þeirrar hyggju að ástandið í Bandaríkjunum hefði verið betra í forsetatíð Clintons en nú. En 49% sögðu þessa lýsingu frekar eiga við um síðustu þrjú árin undir stjórn George W. Bush. Tölfræðilega er þessi munur ekki marktækur. Frambjóðendur sem sækjast eftir því að verða útnefndir forsetaefni Demókrataflokks- ins virðast einnig á báðum áttum um hvort Clinton geti orðið þeim að liði. Á fundinum í Iowa voru sjö þeirra mættir en aðeins þrír kusu að koma fram opinberlega með honum. „Hann er svo þekktur að hættan er sú að sérhver fram- bjóðandi falli í skuggann af honum,“ sagði How- ard Dean, fyrrverandi ríkisstjóri Vermont, sem þykir nú líklegur til að verða útnefndur fram- bjóðandi demókrata í forsetakosningunum á næsta ári. „En skoðun mín er samt sú að hann myndi reynast mikilvægur liðsmaður í kosn- ingabaráttunni,“ bætti Dean við. Minnt á hagsæld- ina í tíð Clintons Bill Clinton Demókratar telja að vinsældir fyrrverandi forseta geti komið að gagni í kosningum ’ Velkominn aftur, Bill.Við söknum þín. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.