Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ó PERA fyrir alla er yf- irskrift dagskrár Ís- lensku óperunnar nú í vetur. Bjarni Daníels- son óperustjóri segir þrjár meginástæður fyrir því að þetta slagorð var valið. „Í fyrsta lagi fullyrðum við að í dagskránni verði að finna verk við allra hæfi. Við höfum líka valið tón- skáld sem eiga það sammerkt að hafa skrifað músík fyrir alla. Þeir voru allir miklir handverksmenn og sömdu verk við alþýðuhæfi. Þriðja ástæðan er sú að ef við ætlum að reka alvöru óperuhús í þessu fá- menna samfélagi okkar þýðir ekki að byggja upp starfsemi sem höfðar að- eins til fárra, heldur verður það sem við bjóðum upp á að vera fyrir alla.“ Vetrardagskrá Óperunnar hefst að þessu sinni norður í Eyjafirði með tónleikunum Mozart fyrir sex í Laugarborg 21. september. Þar flytja Chalumeaux-tríóið og þrír af fastráðnum söngvurum Íslensku óperunnar tónlist fyrir söngvara og klarinettutríó eftir Mozart. Úr Eyja- firði víkur sögunni til Vest- mannaeyja, 5. október, þar sem verður gestasýning á óperutvenn- unni Madama Butterfly og Ítölsku stúlkunni í Alsír. Þrjár sýningar verða svo á óperutvennunni í Ís- lensku óperunni 11., 19. og 25. októ- ber. Bjarni Daníelsson segir að þótt Íslenska óperan sé sjálfseign- arstofnun sem starfar fyrst og fremst í Reykjavík sé hún í huga flestra þjóðarópera Íslendinga. Óperan vilji leggja sitt af mörkum til að efla og auka tengslin við lands- byggðina og eru samstarfið við Eyja- fjarðarsveit og heimsóknin til Vest- mannaeyja kærkomin tækifæri til að undirstrika þetta mikilvæga hlut- verk Íslensku óperunnar. Seladrengur í leit að framtíð Ný íslensk ópera fyrir unglinga, Dokaðu við, verður frumsýnd 12. nóvember. Hún er eftir Kjartan Ólafsson og Messíönu Tómasdóttur og er byggð á ljóðum þriggja skálda, þeirra Theodóru Thoroddsen, Þor- steins frá Hamri og Péturs Gunn- arssonar. Skólasýningar verða í Óperunni dagana 12., 13., 19. og 20. nóvember, auk þess sem ein almenn sýning verður sunnudaginn 16. nóv- ember. Uppsetningin er sam- starfsverkefni Strengjaleikhússins og Íslensku óperunnar. Með söng- hlutverkin fara Garðar Thór Cortes tenór og Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópran. Dansari er Aino Freyja Järvelä, en hún hefur einnig samið dansana. Þriggja manna hljómsveit skipa þeir Kjartan Ólafs- son, hljómborð, Kolbeinn Bjarnason, flauta, og Stefán Örn Arnarson, selló. Tónlistin er eins og áður sagði eftir Kjartan Ólafsson og handrit, leikmynd, búningar og brúður eftir Messíönu Tómasdóttur en hún er einnig leikstjóri sýningarinnar. Hönnuður lýsingar er David Walt- ers. Messíana segir hugmyndina að verkinu hafa verið lengi að þróast með sér. „Ljóðin sem verkið byggist á hafa lengi fylgt mér. Í ljóðum Þor- steins eru mín uppáhaldsljóð eins og Ísland, þar sem hann ber saman manneskjuna og landið. Ég er lengi búin að ganga með hugmynd að sögu um seladreng sem ferðast í gegnum þessi ljóð, og varð ljóst að þetta væri efni í óperu. Mér finnst Kjartan Ólafsson dásamlegt tónskáld og tón- list hans við verkið er óskaplega fal- leg.“ Messíana vinnur verkið í þaula eins og fyrri óperur sínar, og gert er ráð fyrir að óperuna megi nýta á margan hátt í mið- og unglingastigi skólanna, jafnframt því sem skóla- krökkum verður boðið að sjá verkið. „Þráðurinn í verkinu er sá að drengurinn fæðist í þjóðsögu – hann er sonur selakonunnar í þjóðsögunni Sjö börn í sjó og sjö í landi, og ferðast í gegnum landið – í tíma og menningu, til nútímans. Í nútíman- um hittir hann ástina sína. Þannig er þetta nútímasaga, en ræturnar eru í þjóðsögunni og í landinu. Þessi ungi maður eignast sjálfur lítinn dreng með selsaugu. Hann er búinn að vera að leita lengi að framtíðinni, þegar hann ákveður að hætta leitinni, og skapa sína framtíð sjálfur.“ Snorri Wium verður Werther ungi Óperan Werther eftir Jules Massenet verður frumsýnd í styttu formi 22. nóvember. Þrjár sýningar verða á Werther; 22., 27. og 29. nóv- ember. Stuttformið er eins og nafnið gefur til kynna stytt útgáfa af lengri óperu. Í stuttforminu er óperan svið- sett og leikin þannig að sagan skili sér til áhorfandans, en sviðsmynd, búningum, lýsingu og annarri um- gjörð er í hóf stillt. Eins er hljóð- færaskipan einfölduð og oft aðeins stuðst við eitt píanó eða píanó og fá- ein önnur hljóðfæri. Verkið er eins og nafnið gefur til kynna byggt á frægri skáldsögu Göthes, Raunum Werthers unga, en með aðalhlutverkið í sýningu Óper- unnar fer Snorri Wium. Fígaró snýr aftur Stærsta verkefni Óperunnar á vormisseri verður Brúðkaup Fígarós eftir Mozart, sem frumsýnt verður 29. febrúar. Ólafur Kjartan Sigurð- arson verður í hlutverki Fígarós, eins og í óperu Rossinis, Rakaranum í Sevilla sem Óperan sýndi í fyrra. Auður Gunnarsdóttir verður í hlut- verki greifynjunnar og Bergþór Pálsson í hlutverki greifans; Hulda Björk Garðarsdóttir verður í hlut- verki Súsönnu, Sesselja Kristjáns- dóttir í hlutverki Cherubinos og Davíð Ólafsson í hlutverki Bartolós, sem hann söng líka í fyrra í óperu Rossinis. Carmen eftir Bizet verður sett upp í stuttformi og sýnd úti á landi. Hlutverkaskipan er ekki að fullu ákveðin, en að sögn Bjarna er gert ráð fyrir að fastráðnir söngvarar verði í helstu hlutverkunum og Snorri Wium í hlutverki Don Josés. Einnig verður á dagskrá Óper- unnar í vetur að minnsta kosti ein lít- il ópera sem sýnd verður í hádegi. Fyrst varð fyrir valinu óperan Moz- art og Salieri eftir Nikolaíj Rimskíj- Korsakov. Óperan lýsir samskiptum tónskáldanna Mozarts og Salieris og byggist á sömu sögu og leikrit Pet- ers Shaffers sem síðar varð víðfrægt í kvikmyndinni Amadeus, um að Salieri hafi verið valdur að dauða Mozarts. Óperan verður sýnd í há- deginu fáein skipti meðan á sýn- ingum á Brúðkaupi Fígarós stendur. Tónleikaraðir haust og vor Haustkvöld í Óperunni er yf- irskrift nýrrar tónleikaraðar á haust- misseri. Fyrstu tónleikarnir verða miðvikudagskvöldið 24. september en þá fagnar Ólafur Kjartan Sigurð- arson baritón 35 ára afmæli sínu með söng og með honum á píanó leikur Jónas Ingimundarson. 17. október verða haldnir tónleikar í minningu dr. Victors Urbancic en á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Sjónum verður beint að þætti dr. Urbancic í íslenskri óperusögu en hann var atkvæðamikill á því sviði. Sviðsett verða atriði úr Rigoletto, en það var fyrsta óperan sem Urbancic stjórnaði hér og um leið fyrsta óper- an sem flutt var í Þjóðleikhúsinu með íslenskum söngvurum og hljómsveit. Einnig verða flutt atriði úr Leð- urblökunni, Töfraflautunni, La trav- iata og I Pagliacci. Flytjendur eru fastráðnir söngvarar Íslensku óper- unnar og nýráðinn tónlistarstjóri Ís- lensku óperunnar, Kurt Kopecky. Þriðju og síðustu tónleikarnir í þess- ari röð verða 1. nóvember en þá syngur Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenór ásamt öðrum söngvurum Íslensku óperunnar og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran. Kurt Kop- ecky leikur með á píanó. Með þess- um tónleikum kveður Jóhann Frið- geir Íslensku óperuna að sinni en hann hefur verið ráðinn til að syngja við óperuhús í Þýskalandi í vetur. Hádegistónleikaröð haustmisseris hefst þriðjudaginn 14. október og er umsjónarmaður hennar Davíð Ólafs- son bassi. Píanóleikari á öllum há- degistónleikunum verður Kurt Kopecky. Fernir tónleikar eru í röð- inni; hinir fyrstu, þriðjudaginn 14. október, bera yfirskriftina „Nú er það svart“ og eru tileinkaðir Paul Robson en þar syngur Davíð negra- sálma. „Verdi fyrir söngvara á barmi taugaáfalls“ er yfirskrift næstu há- degistónleika, þriðjudaginn 28. októ- ber, og þarf vart að skýra þá yf- irskrift frekar. Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón er gestur Dav- íðs á tónleikunum. „Frosin tár“ er yf- irskrift þriðju hádegistónleikanna, 4. nóvember, þar sem Davíð syngur valin ljóð úr Vetrarferðinni eftir Schubert. Á fjórðu og síðustu tón- leikunum í þessari röð, þriðjudaginn 25. nóvember, verða svo flutt nokkur atriði úr Rósariddaranum eftir Rich- ard Strauss, undir yfirskriftinni „Uxahali í hádeginu“. Söngvarar ásamt Davíð á þessum tónleikum verða þau Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Ólafur Kjartan Sig- urðarson baritón. Hulda Björk Garðarsdóttir hefur svo umsjón með fernum hádegistón- leikum vormisseris. Í febrúar verður brugðið upp Svipmynd úr óperuheiminum, svip- mynd í tali og tónum af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu og ferli hennar. Tónlistarstjóri ráðinn að Íslensku óperunni Kurt Kopecky, sem hefur verið ráðinn tónlistarstjóri Íslensku óp- erunnar til þriggja ára, tekur til starfa um næstu mánaðamót. Hann er Austurríkismaður og menntaður í Vínarborg. Hann hefur starfað sem hljómsveitarstjóri, söngþjálfari og æfingastjóri í Biel-Solothurn- leikhúsinu í Sviss síðastliðin fjögur ár. Sem tónlistarstjóri Óperunnar mun Kurt sinna margvíslegum verk- efnum og koma fram bæði sem hljómsveitarstjóri og undirleikari auk þess að hafa umsjón með allri þjálfun og vinnu söngvara við húsið. Bjarni Daníelsson segir að mikill fengur sé að komu Kopeckys hingað. „Hann verður leiðtogi tónlistar í húsinu, er mjög fjöl- hæfur tónlistarmaður og býr að reynslu og þekkingu sem við höf- um oft þurft að sækja í margar áttir.“ Kurt Kopecky er enn við störf við óper- una í Biel í Sviss, en í samtali við Morgun- blaðið kveðst hann hlakka mjög til að takast á við nýtt starf á Íslandi. „Ég kom fyrst til Íslands 1999, þekkti hér söngvara sem nú starfa við Íslensku óperuna. Þegar ég heyrði af því í fyrra að staða tónlist- arstjóra við Íslensku óperuna væri laus varð ég strax mjög spenntur, enda hafði ég fylgst svolítið með ís- lensku tónlistarlífi gegnum vini mína hér. Í febrúar kom ég í heimsókn í Óperuna og ræddi við Bjarna óperu- stjóra og það varð úr að ég fengi starfið. Ég kom aftur í maí og nú í ágúst til að undirbúa vetrarstarfið og ég flyt til Íslands um mánaðamótin.“ Kurt Kopecky segist hreint ekki hafa látið aðstæður í Gamla bíói hræða sig frá því að koma. „Ég er búinn að starfa hér í Biel í þrjú ár, og tónlistarstjóri hér var Marc Tardue, sem starfaði sem hljómsveitarstjóri á Íslandi um tíma á níunda áratugn- um. Ég vissi því frá honum um að- stæður hér, og að hér væru settar upp í mesta lagi tvær óperur á ári. Við Bjarni Daníelsson höfum rætt þessi mál, og á Íslandi erum við með óperuflokk ef svo má segja, – fólk er ekki ráðið bara í eitt og eitt verkefni, – heldur í ýmis verk til nokkurra ára. Mér finnst þetta fyrirkomulag heillandi, vegna þess að það býður upp á margvíslega möguleika við að útfæra óperustarfið.“ Auðheyrt er á Kurt Kopecky að hann er þegar kominn vel inn í ýmis mál hér og kemur vel undirbúinn til starfsins. Hann segir að til hafi staðið að sýna Brúðkaup Fígarós á haustönn, en að nauðsynlegt hafi verið að fresta sýn- ingunni framyfir áramót. „Þá þurft- um við að velja annað verk sem höfð- aði bæði til óperugesta og væri jafnframt ögrandi fyrir söngvarana. Mér fannst Werther áhugavert verk, bæði vegna þess að óperan hefur ekki verið sýnd á Íslandi áður, söngvarahópurinn passar líka vel í hlutverkaskipan óperunnar og einn- ig vegna þess að langt er síðan frönsk ópera hefur verið sett upp í Íslensku óperunni.“ Kurt Kopecky segir erfitt að segja hvað hann myndi vilja gera ef allir hans draumar um nýja starfið gætu orðið að veruleika. „Ég get kannski sagt þér það þegar ég er kominn bet- ur af stað. Hins vegar vil ég mjög gjarnan setja upp verk sem ekki hafa verið sýnd á Íslandi áður, – ég tel það mjög mikilvægt.“ Unnusta Kurts Kopeckys er einn fremsti fiðluleikari Finna í dag, Reka Szilvay, sem hefur á síðustu árum heillað tónleikagesti og gagnrýn- endur um allan heim með stórkost- legum fiðluleik sínum. Kurt Kopecky kveðst vonast til þess að unnustan komi til með að leika eitthvað hér á landi, þótt engin áform séu um það ennþá. „Ég veit að hún hefði mikinn áhuga á að spila á Íslandi, og ég hef auðvitað áhuga á því einnig,“ segir nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, Kurt Kopecky. Nýr tónlistarstjóri og ný íslensk unglingaópera á fjölum Íslensku óperunnar í vetur „Mikilvægt að setja upp verk sem ekki hafa verið sýnd hér áður“ begga@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell „Ég vil mjög gjarnan setja upp verk sem ekki hafa verið sýnd á Íslandi áð- ur, – ég tel það mjög mikilvægt,“ segir Kurt Kopecky tónlistarstjóri. Messíana Tómasdóttir, annar höfunda óper- unnar Dokaðu við. Bjarni Daníelsson óperustjóri: „Óperan á að vera fyrir alla.“ JÓHANN Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari lætur í haust af störfum við Íslensku óperuna, þar sem hann hefur verið fastráðinn í rúmt ár. „Þegar við fluttum Macbeth síðasta vetur kom hingað umboðsmaður sem heyrði í mér og vildi strax fá mig í vinnu út um alla Evrópu. Ég var búinn að vera með tvær stórar umboðsskrifstofur í sigtinu, án þess að nokkuð kæmi út úr því, þannig að ég sló til. Ég fór út og söng fyrir nokkur góð óperuhús í Þýskalandi og fékk tilboð frá þeim öllum. Við nýi umboðsmaðurinn höfum verið að vinna úr þessum tilboðum og ég fer út um miðjan nóvember að kanna þetta nánar. Mér hefur verið boðið að syngja Pinkerton í Madama Butt- erfly, í Toscu og Macbeth. Ég er þó ekki búinn að ákveða hverju þessara tilboða ég tek, það á eftir að koma í ljós, og fyrr get ég ekki sagt við hvaða óperuhús ég verð.“ Þrjú tilboð frá Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.