Morgunblaðið - 16.09.2003, Side 8

Morgunblaðið - 16.09.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er aldrei of varlega farið með litlu krílin á þessum línuívilnunartímum. Samhæfð markaðssamskipti Að vinna með öll tæki og tól Almannatengsla-félag Íslands ogÍmark gangast fyrir ráðstefnu á Nordica- hóteli nk. fimmtudag 18. september frá 11.30 til 16.30. Yfirskriftin er: „Samhæfð markaðssam- skipti: almannatengsl, orðstír og árangur.“ Morg- unblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Áslaugu Pálsdóttur, varaformann Almannatengslafélags Ís- lands, að þessu gefna til- efni. Hvað eru annars sam- hæfð markaðssamskipti? „Samhæfð markaðs- skipti snúast um að vinna með öll þau tæki og tól sem markaðsfræðin hefur uppá að bjóða, almanna- tengsl, auglýsingar, viðburða- stjórnun og fleira, allt eftir eðli og umfangi verkefnis hverju sinni og til hverra á að ná til. Aðalfyrirles- arinn, John Sanders, er þeirrar skoðunar að það þurfi líka að horfa á markaðssamskipti sem hluta af almannatengslum, frem- ur en öfugt, af því að almanna- tengsl snúast ekki um sölu- mennsku heldur orðspor fyrir- tækisins. Það verður áhugavert að heyra hvaða skoðun ráðstefnu- gestir og aðrir frummmælendur hafa um þetta að segja.“ Hvers vegna að halda ráðstefnu um samhæfð markaðssamskipti? „Þörfin er til staðar, en æ fleiri fyrirtæki eru farin að nota ólíkar aðferðir markaðsfræðinnar til að ná settum markmiðum. Þau hafa séð að það getur skilað betri ár- angri að ná beint til skilgreinds markhóps í stað þess að ná til allra í gegnum beinar auglýsing- ar. Fyrirtæki eru einnig í auknum mæli farin að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga tvíhliða samskipti við hlutaðeigandi hópa fyrirtækisins, þ.e. starfsmenn, viðskiptavini, hluthafa o.fl., í stað einhliða samskipta áður.“ Hverjum gagnast samhæfð markaðssamskipti? „Fyrirtækjum sem vilja gera betur í markaðsmálum og upplýs- ingagjöf og stuðla að betra flæði, bæði innan fyrirtækja og utan þeirra.“ Hver er dagskrá ráðstefnunn- ar? „Aðalræðumaður dagsins er John Saunders, framkvæmda- stjóri Fleishman-Hillard á Ír- landi. Hann býr yfir áratuga reynslu á sviði almannatengsla og mun erindi hans fjalla um samspil markaðssetningar og almanna- tengsla. Saunders hefur sérhæft sig í innri og ytri samskiptum fyr- irtækja og „krísu“-stjórnunnar. Undir hans stjórn hefur Fleish- man-Hillard orðið eitt stærsta fyrirtæki Írlands á sviði almanna- tengsla og hefur unnið til fleiri verðlauna fyrir almannatengsl en nokkurt annað fyrirtæki á Írlandi. Fleishman-Hillard fyrirtækið er eitt af stærstu almannatengsla- fyrirtækjum heims með 83 skrifstofur í 21 landi. Meðal annarra fyrir- lesara verða þau Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, yfirskrift hans fyrirlesturs er: „Að svara símanum – aðstæður nýttar til trúverðugra almannatengsla. Sjálf flyt ég fyrirlestur með yf- irskriftinni: „Eru almannatengsl vannýtt vopn við markaðssetn- ingu vöru og þjónustu?“ Thomas Möller, formaður Iceland Nat- urally og framkvæmdastjóri Thorarensen Lyfja, flytur erindi sem hann nefnir: „Markaðssetn- ing á Íslandi og í Bandaríkjunum, hvernig hefur Iceland Naturally nýtt sér almannatengsl í mark- aðssetningu sinni sl. 4 ár og hver er árangurinn?“ Þorlákur Karls- son, framkvæmdastjóri rann- sókna- og upplýsingasviðs IMG, flytur okkur tölu sem hann nefnir: „Eru árangursmælingar nauð- synlegar í markaðsstarfi?“ Ráð- stefnugestum gefst kostur á að taka þátt í fyrirspurnum og al- mennum umræðum um erindin. Fundarstjóri er Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands.“ Hverjar verða helstu áhersl- urnar á ráðstefnunni og hver eru helstu markmið hennar? „Markmið ráðstefnunnar er að ræða samspil markaðssetningar og almannatengsla. Saunders leggur mikla áherslu á að al- mannatengsl snúist fyrst og fremst um orðspor en ekki „spunalækningar“. Hann telur að sá tími sé liðinn að fyrirtæki geti bætt ímynd sína með því að ráðast í auglýsingaherferðir sem byggj- ast eingöngu á því að sýna glans- mynd af starfsemi fyrirtækisins. Hann segir að almenningur sé það vel upplýstur að hann sjái í gegn- um slíkar glansmyndir og því þurfi fyrirtæki og samtök að hegða sér í samræmi við þá ímynd sem þau vilja skapa sér. Saunders mun benda á dæmi, sem hann þekkir af eigin reynslu, um fyr- irtæki og samtök sem hafa áttað sig á þessari staðreynd.“ Fyrir hvaða hóp er þessi ráðstefna? „Ráðstefnan er ætl- uð öllum þeim sem starfa við markaðsmál, stjórnend- um og öðrum áhugasömum, en ráðstefnan er öllum opin. Við telj- um reyndar að ráðstefnan henti stjórnendum fyrirtæka einkar vel því þeir þurfa að geta gert sér grein fyrir því hvaða möguleikar felast í almannatengslum og sam- spili þeirra við markaðssetningu fyrirtækisins. Áslaug Pálsdóttir  Áslaug Pálsdóttir er varafor- maður Almannatengslafélags Ís- lands og framkvæmdastjóri AP Almannatengsla. Lauk meistara- gráðu í almannatengslum frá Boston University Collage of Communication 2001 með áherslu á innri og ytri samskipti fyrirtækja. BA-próf í stjórn- málafræði frá HÍ 1997. Hefur starfað sem ráðgjafi í almanna- tengslum fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir frá 1996 og var áður upplýsinga- og markaðsstjóri Tölvumynda hf. Maki er Þórir Kjartansson verkfræðingur, sem á einn son, Kjartan. Almenningur sjái í gegnum slíkar glans- myndir ÍBÚI í austurbæ Reykjavíkur til- kynnti lögreglunni á sunnudag að ruslatunnan hans hefði horfið um morguninn en hann hafi fundið hana seinna um daginn út við götu og þá hafi hún verið full af verk- færum og fleiru, hugsanlega þýfi að hann taldi. Svo reyndist þó ekki vera en eft- ir eftirgrennslan kom í ljós að þar hafði nágranninn verið að taka til í bílskúrnum sínum og hafði fyllt tunnuna af allra handa bílskúrs- dóti. Var honum vinsamlegast bent á að slíkt sorp flokkaðist ekki undir heimilissorp og betur færi að losa sig við það með öðrum hætti. Hélt að þýfi væri í ruslatunnunni lif u n Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.