Morgunblaðið - 16.09.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.09.2003, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 39 Firma- og hópakeppni í Fífunni Unglingaráð HK heldur firma- og hópakeppni sunnudaginn 28. september nk. í hinu glæsilega knattspyrnuhúsi Fífunni. Hér gefst knattspyrnuhópum tækifæri á að spreyta sig við bestu aðstæður. Keppt verður í 7 manna liðum og verða 4-5 leikir á lið í riðlakeppni auk úrslitaleikja. Þátttökugjald er 17.000 á lið. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3 sætið. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar: Sigvaldi Einarsson, s. 894 3771; netfang: silli@mmv.is Vilmar Pétursson, s. 891 9999; netfang: vilmar@img.is GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, er æva- reiður út í Graeme Souness, starfsbróður sinn hjá Black- burn, vegna þess að Souness sá ekki ástæðu til að koma til Houlliers eftir viðureign liðanna á laugardaginn og biðjast afsökunnar á ljótri tæklingu Lucas Neills, en hún olli því að Jamie Carragher fótbrotnaði og verður frá mánuðum saman. „Ég vona að ég verði farinn að ganga á undan syni mínum, sem er tíu mánaða,“ sagði Carr- agher í léttum dúr í gær. Houllier vill að Neill fái lengra en þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann hlaut fyrir brotið á Carragher. Neill baðst afsökunnar á brotinu á heimasíðu Black- burn sem sagði að það hefði að sjálfsögðu ekki verið ætl- an sín að meiða Carragher, heldur hefði hann ætlað að vinna af honum boltann, en ekki hefði betur tekist til en raun bar vitni um. Houllier reiður út í Souness STAFFAN Johansson landsliðsþjálfari Íslands í golfi hefur valið þá kylfinga sem skipa munu karla- og kvennaliðið á Norðurlandamótinu sem fram fer í heimalandi Johansson, Svíþjóð, 26.-28. september n.k. Johansson teflir fram yngri kylfingum landsins í kvennaliðinu samkvæmt venju en það skipa: Hel- ena Árnadóttir GA, Helga Rut Svanbergsdóttir GKj., Kristín Rós Kristjánsdóttir GR og Nína Björk Geirsdóttir GKj. Karlaliðið er þannig skipað: Heiðar Davíð Bragason GKj., Sigurður Rúnar Ólafsson GKG, Stefán Orri Ólafsson GL og Örn Ævar Hjartarson GS. Athygli vekur að þrír kylfingar koma úr röðum Golfklúbbsins Kjalar úr Mosfellsbæ en aðrir kylf- ingar koma úr GA, GKG, GL, GS og GR. Johansson valdi þrjá kylfinga úr Kili AFTURELDING hefur misst flesta leikmenn frá síðustu leiktíð, en samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu HSÍ hafa Mosfellingar a.m.k. séð á bak sjö leikmönnum frá því að Íslandsmótinu lauk í sumar- byrjun. Fram hefur einnig orðið fyrir blóðtöku, tapað sex leik- mönnum og KA fimm. HK hefur styrkst nokkuð, fengið a.m.k. fimm leikmenn. Þegar skoðaður er listi yfir helstu félagsskipti sést að Bjarki Sigurðsson er kominn á ný í raðir Víkings eftir nærri áratug hjá Aft- ureldingu, Björgvin Þór Rún- arsson er kominn til liðs við ÍBV á nýjan leik, en hann var í FH í fyrra. Edgar Petkevisius, mark- vörður KA sl. tvö ár, er kominn í herbúðir Fram. Sömu sögu er að segja af fyrrverandi markverði Aftureldingar, Reyni Þór Reyn- issyni, hann er kominn á æsku- stöðvarnar hjá Víkingi eftir nokk- urra ára útilegu. Haukur Sigurvinsson, fyrirliði Aftureld- ingar á síðustu keppnistíð, og Hörður Flóki Ólafsson, markvörð- ur Þórs, eru á meðal nýrra manna í röðum bikarmeistara HK. Bjart- ur Máni Sigurðsson hefur snúið til landsins á ný og ætlar að leika með KA eftir að hafa verið í röð- um Endingen í Sviss á síðasta vetri. Landsliðsmennirnir Sigurður Bjarnason og Gústaf Bjarnason hafa snúið heim eftir farsælan fer- il í Þýskalandi og ætla að vera við stjórnvölinn hjá Stjörnunni. Þeir hafa einnig fengið m.a. til liðs við sig Jósef Bósze frá Ungverjalandi. Þá hefur Sebastian Alexandersson, markvörður Framara undanfarin ár, tekið að sér þjálfun á Selfossi. Markahæsti leikmaður Selfoss á síðustu leiktíð, Hannes Jón Jóns- son, er kominn í raðir Framara, en hann millilenti reyndar á Spáni í vor hjá 2. deildar liði. Þröstur Helgason er kominn á ný í raðir félaga sinna í Víkingi, eftir dvöl hjá Val. Þá er Valgarð Thoroddsen kominn til FH-inga eftir að hafa verið hjá Aftureld- ingu í tvö ár, en þar áður m.a. hjá ÍBV, Víkingi og Val. Þá hefur Pálmi Hlöðversson snúið heim frá Danmörku og í raðir FH líkt og markvörðurinn, Elvar Guðmunds- son, sem einnig var í Danmörku á síðustu leiktíð. Afturelding hefur misst flesta SAMKVÆMT spá þjálfara og fyrirliða liðanna í efstu deild karla, verja Haukar Íslandsmeistaratitilinn. Röð liðanna samkvæmt spánni lítur þannig út: 1. Haukar 538, 2. Valur 495, 3. ÍR 459, 4. KA 427, 5. HK 387, 6. Fram 352, 7. FH 341, 8. Grótta/KR 313, 9. Víkingur 272, 10. Stjarnan 219, 11. ÍBV 179, 12. Þór 176, 13. Selfoss 115, 14. Aftur- elding 97, 15. Breiðablik 69. Á kynningarfundinum var tilkynnt að fasteignasalan RE/MAX verður aðalstyrktaraðili karla- og kvennadeildarinnar og mun deild- arkeppnin bera nafn fyrirtækisins. Flestir veðja á Hauka Morgunblaðið/Þorkell Dalius Rasakevicius, landsliðsmaður frá Litháen, mun styrkja lið meistara Hauka. Hér sést hann í Evrópuleiknum gegn Bern- ardo Aveiro frá Portúgal, sem Haukar unnu 37:23. Framarar leika í norðurriðlinumásamt Val, KA, Þór, Gróttu/ KR, Aftureldingu og Víkingi. Fyrsti leikur þeirra er á Akureyri í kvöld við KA. „Við þurfum að fara tví- vegis til Akureyrar en teljum það ekki eftir okkur því það er ekkert miðað við það sem liðin utan af landi þurfa að gera. Við sleppum við að fara til Eyja í vetur, altént fyrir áramót og tök- um Akureyri tvisvar í staðinn,“ sagði Heimir og sagðist ekki vita hvernig hópurinn hjá sér yrði í leiknum því nokkrir leikmenn hefðu verið meiddir og ekki alveg séð fyrir endann á því. Hann vildi sem minnst um nýja keppnisfyrirkomulagið ræða, vill gefa því tækifæri en sagðist þó ekki sjá að veigalitlum leikjum fækkaði. Samkvæmt nýja fyrirkomulag- inu taka lið með sér innbyrðis við- ureignir þannig að þegar skipt verður í úrvalsdeild og 1. deild eft- ir áramótin getur staða liða verið mjög misjöfn og ef eitthvert lið vinnur alla leiki sína í riðlakeppn- inni fyrir áramótin fer það með 12 stig með sér í úrvalsdeildina. „Það liggur ekki alveg ljóst fyrir í mínum huga hvaða lið komast áfram úr riðlunum, en mér sýnist alveg klárt að Haukar verða mjög sterkir. Þeir eru með gríðarlega reynslumikið og sterkt lið sem ég á von á að eigi mjög gott tímabil. Í suðurriðlinum held ég að HK, ÍR og FH fylgi Haukunum eftir. Mín megin held ég að þetta verði talsvert jafnara. Það eru miklar breytingar hjá nokkrum lið- um, hjá okkur, Víkingi, KA og Gróttu/KR og ef Grótta/KR verður með allan sinn mannskap heilan verður liðið mjög sterkt. Valsmenn verða sterkir í okkar riðli en síðan munu einhver lið berjast um að fylgja þeim eftir. Þetta er dálítið óráðið okkar meg- in,“ segir Heimir. Hvert lið leikur svipaðan fjölda leikja í vetur og síðasta vetur og sagði Heimir að sýnt væri að liðin í norðurriðlinum léku 14 leiki hvert fyrir áramót. „Það er svipaður fjöldi leikja og í fyrra,“ sagði Heimir og hann bendir á þann möguleika að það geti verið hag- stæðara fyrir lið að vera í 1. deild- inni, lenda þar í öðru sæti, frekar en áttunda sæti í úrvalsdeildinni. „Áttunda sætið í úrvalsdeild þýðir fall í þá fyrstu, en annað sætið í fyrstu deild gefur aukaleik við sjö- unda sætið í úrvalsdeild um sæti í átta liða úrslitunum. Raunar hlýt- ur að vera betra að vera í úrvals- deildinni, þar verða væntanlega erfiðari leikir og menn læra meira og þroskast meira við slíkt.“ Ungir leikmenn í sviðsljósið – Sérð þú einhverja unga og efnilega leikmenn setja mark sitt á veturinn? „Maður veit aldrei hvenær það gerist, en það er til fullt af ungum og efnilegum mönnum. Sumir úr átján ára landsliðinu, sem varð Evrópumeistari á dögunum, setja þegar mark sitt á deildina. Ég held að hinir komi meira og meira inn í leik sinna félaga og á næstu árum er alveg klárt að þessir ungu strákar munu setja mark sitt á ís- lenskan handbolta. Hvort einhver ný „stjarna“ skjótist upp á himininn í vetur veit ég ekki. Það eru mikil efni í mörgum fé- lögum, til dæmis Víkingi, Selfossi og fleiri félögum. Það er því mjög bjart framundan í íslenskum hand- bolta,“ sagði Heimir. „Mér líst ágætlega á veturinn,“ segir Heimir Ríkarðs- son, þjálfari Fram, um forkeppnina í handboltanum Miklar breytingar hjá mörgum liðum „MÉR líst ágætlega á veturinn og miðað við það, sem ég hef séð til liða í þeim mótum sem við höfum tekið þátt í, líst mér vel á mörg lið- anna,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram, spurður um veturinn í upphafi keppnistímabilsins. Eftir Skúla Unnar Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.