Morgunblaðið - 16.09.2003, Side 15

Morgunblaðið - 16.09.2003, Side 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 15 NEMENDUR í Valhúsaskóla fengu stórmeistara í skák í heimsókn í síð- ustu viku þegar enski stórmeist- arinn Luke McShane tefldi fjöltefli við nemendur á grunnskólamóti Seltjarnarness. Kristjana Konný Bjarnadóttir og Grímur Björn Grímsson, nemendur í Valhúsaskóla, voru meðal þeirra sem tefldu við stórmeistarann, en Luke McShane varð heimsmeistari barna undir 10 ára aldri þegar hann var 8 ára, og varð stórmeist- ari 16 ára. „Þetta var gaman en dálítið erfitt því hann veit alltaf hvað maður ætl- ar að gera næst,“ segir Kristjana. Hún er í níunda bekk og sigraði stúlknahópinn á skákmóti skólans sem haldið var í síðustu viku. Hún segist ekki tefla sérstaklega mikið en hefur þó gert það annað slagið síðan hún var ellefu ára. „Við eigum skákborð heima og ég leik mér stundum að því að tefla, oftast við pabba eða bróður minn, mamma er minna í þessu,“ segir hún. Grímur sem er í tíunda bekk og sigraði karlaflokk skólans í 7.–10. bekk um helgina segir hið sama, hann teflir helst við föður sinn og bróður. Hvorugt segjast þau tefla við vini sína sem séu ekki mikið fyr- ir skák. Þau eru sammála um að gaman sé að tefla en vita ekki alveg hvað er svona skemmtilegt við það. „Ætli það sé ekki bara að þurfa að hugsa svona mikið,“ segir Grímur og hlær. Grímur Björn Grímsson og Kristjana Konný Bjarnadóttir, nemendur í Val- húsaskóla, urðu í efstu sætum í karla- og kvennaflokki á skákmótinu. „Veit alltaf hvað maður ætlar að gera næst“ MIKILL áhugi virðist vera fyrir skákíþróttinni á Seltjarnarnesi jafnt sem annars staðar og er nú verið að skipuleggja námskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna nemend- ur í grunnskólum bæjarfélagsins í vetur. Skákfélagið Hrókurinn mun taka að sér kennslu einu sinni í viku fyrir nemendur og verða sérhópar fyrir byrjendur og lengra komna, segir Ásgerður Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness. Einn- ig kemur til greina að skipta hóp- inum fyrir lengra komna niður eftir kynjum, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það. Reynt verður að hafa skáknám- skeiðin á þeim tíma dags þegar krakkarnir geta mætt, eftir skóla og þannig að það stangist sem minnst á við íþróttir, segir Ásgerður. „For- eldrar segja okkur að börnin séu bú- in að vera að tefla við tölvurnar, en það hefur alveg vantað þennan fé- lagslega þátt, að hittast og tefla við raunvörulegan andstæðing,“ segir Ásgerður. Stefnt er að því að halda jólaskák- mót eftir mikinn áhuga á grunn- skólamóti Seltjarnarness sem fór fram í síðustu viku. Þar tóku 152 nemendur í Valhúsaskóla og Mýrar- húsaskóla þátt og var kynjahlutfallið nokkuð jafnt. Áhuginn fer vaxandi Ásgerður segist finna fyrir því að áhugi á skákíþróttinni fari mjög vax- andi: „Þetta er mjög gott í frímín- útum í skólanum, sérstaklega hjá eldri bekkjum, að geta sest niður og tekið eina skák. Það hefur verið tafl- borð í bókasafninu en skólarnir ætla að gera betur og hafa taflborð þar sem krakkarnir hafa aðstöðu. Svo hefur íþróttafélagið Grótta mikinn áhuga á þessu og er jafnvel að hugsa um að setja upp taflborð í félagsað- stöðunni hjá sér sem krakkarnir geta notað á meðan þau bíða eftir æf- ingum.“ Hrókurinn kennir nemendum í grunnskólum að tefla í vetur Morgunblaðið/Ásdís Enski stórmeistarinn Luke McShane tefldi fjöltefli við grunnskólanem- endur á Seltjarnarnesi á skákmóti grunnskólanna á dögunum. Seltjarnarnes BÍLAUMFERÐ í Reykjavík virðist vera að aukast og þegar nýlegar bráðabirgðatölur yfir umferðar- þunga eru bornar saman við tölur frá sama tíma í fyrra kemur í ljós að umferðaraukningin mælist að meðaltali um 3,4% á þeim fjórum stöðum þar sem mælingar eru alltaf í gangi. Umferðargreinar eru á fjórum stöðum í borginn; í Ártúnsbrekku, á Kringlumýrarbraut við Kópavog, á Miklubrautinni vestan við Kringlu- mýrarbraut og á Sæbraut við Höfða. „Við sáum rosalegan topp í um- ferðinni árið 2000, en svo dró úr umferðinni næstu tvö ár. Nú sjáum við svo aftur sveiflu upp,“ segir Björg Helgadóttir, landfræðingur hjá umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkur. 5,2% aukning á Sæbrautinni Á Sæbraut er talsverð aukning á umferð og fóru að meðaltali 24.200 bílar um á sólarhring í síðustu viku, samanborið við um 23.000 bíla á sól- arhring á sama tíma í fyrra, en aukningin er 5,2%. Í Ártúnsbrekk- unni fóru að meðaltali um 79.000 bílar á sólarhring í síðustu viku, en á sama tíma í fyrra voru það um 73.500 bílar og er aukningin því um 7,6%. Nokkur aukning var einnig á Kringlumýrarbrautinni þar sem tæplega 68.000 bílar fóru um á sól- arhring í síðustu viku, en voru um 66.000 á sama tíma í fyrra. Björg segir tölur frá Miklubraut vera mjög jafnar milli ára og dreg- ur örlítið úr umferð á milli ára þar. Í síðustu viku fóru þar að meðaltali um 42.500 bílar á sólarhring, sem er um 1,6% minna en á sama tíma í fyrra. „Aukningin í Ártúnsbrekkunni er eflaust að hluta til vegna fram- kvæmdanna við Stekkjabakka, fólk- ið í úthverfunum fer þá frekar Ár- túnsbrekkuna,“ segir Björg. Umferðin í borginni eykst milli ára Mesta aukning í Ártúns- brekku og Sæbraut Reykjavík Morgunblaðið/Júlíus      *7/ 7     !"#$8% & '   !"#$""  ()   $ !  +  1+     9   '     &    ) (             -     %  !                 "  //%/2%/6 $%0  01344#07344 8    %                        "  //%/2%/6 $%0  07305#/4305  ! !% ! 0    & 0  '  ! (! )  *  (! !       ! ,    39:444  ,      312444 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.