Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst eitt allra stærsta rán sem framið hefur verið hérlendis, eftir rúmlega 8 ára rannsókn. Um er að ræða hið svokallaða Skeljungsrán sem framið var í Lækjargötu hinn 27. febrúar árið 1995 en þar voru að verki þrír menn sem sluppu undan lögreglu með 5,2 milljónir króna. Fénu rændu þeir af tveimur starfsmönnum Skeljungs sem voru á leið í banka með helgaruppgjör úr bensínstöðum olíufélagsins. Annar starfsmannanna særðist í árásinni en ekki alvarlega. Þrátt fyrir mikla leit náðust ræningjarn- ir ekki og virtist sem málið ætlaði að enda sem óupplýst hjá lögregl- unni. Afar litlar vísbendingar var að hafa og var að lokum gert hlé á rannsókn málsins. Eftir áralanga óvissu tók málið hins vegar gjör- breytta stefnu þegar lögreglunni bárust nýjar vísbendingar í vetur sem leiddu til þess að tveir karl- menn og ein kona voru yfirheyrð. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, hefur stað- fest við Morgunblaðið að játning á málinu liggi fyrir að hluta og sam- ræmist sú játning þeim rannsókn- argögnum sem liggja fyrir. Rann- sókninni er að mestu lokið og verður málið fljótlega sent ákæru- valdi til áframhaldandi meðferðar. Lítum svo á að málið sé upplýst „Niðurstaða rannsóknar okkar er sú að þrír karlmenn hafi framið ránið og hafa tveir grunaðir verið yfirheyrðir,“ segir Hörður. Þriðji grunaði er nú látinn. Umrædd kona liggur undir grun um að hafa tekið við litlum hluta þýfisins. „Mjög áreiðanlegar vísbending- ar sem við fengum snemma á þessu ári leiddu til þess að nokkrir aðilar voru yfirheyrðir og liggur fyrir játning að hluta. Við lítum svo á að málið sé upplýst.“ Að sögn Harðar er ránsfengurinn uppurinn. Hinir grunuðu eru 38 og 40 ára gamlir og hafa aldrei komið við sögu rannsóknar málsins fyrr en nú. Þeir ganga lausir en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir þeim þar sem skilyrði fyrir slíkum þvingunarúrræðum voru ekki fyrir hendi. Þá var ekki talin þörf á að handtaka þá fyrir yfirheyrslurnar, heldur svöruðu þeir skilyrðislaust kvaðningu lögreglunnar um að mæta á lögreglustöð í yfirheyrslur. Ekki er vitað til þess að þeir hafi verið þekktir að brotastarfsemi fyrir ránið. Ásetningur þeirra með ráninu mun hafa verið sá að kom- ast yfir peningana sem slíka án þess að upplýst sé hvort þeir hafi ætlað að fjármagna eitthvað sér- stakt með ránsfengnum. „Það er auðvitað afskaplega mikilvægt fyrir þann sem varð fyr- ir brotinu, þ.e. þá starfsmenn Skeljungs sem í hlut áttu, og félag- ið sjálft, að málið skyldi upplýsast. Fyrir lögregluna er ekki síður já- kvætt þegar tekst að upplýsa mál af þessu tagi,“ segir Hörður. Engar haldbærar vísbend- ingar í upphafi málsins Erfiðleikarnir sem lögreglan átti við að etja í upphafi rannsóknar- innar fólust einkum í því að hún hafði engar haldbærar vísbending- ar til að fara eftir. Rækilegur und- irbúningur ræningjanna hjálpaði þeim við að hylja slóð sína, auk þess sem ránið sjálft tók mjög stuttan tíma. Auk þess voru þarna á ferðinni aðilar sem voru nær óþekktir hjá lögreglunni. Allt þetta spillti mjög rannsókn málsins, jafnvel þótt hinir grunuðu hefðu haldið sig hérlendis til þessa dags. Litlu mátti muna að sökin fyrnd- ist, en hún fyrnist á 10 árum og voru því tæp tvö ár eftir af fyrning- arfrestinum þegar málið upplýst- ist. Sátu fyrir starfsmönnum Skeljungs Ræningjarnir sátu fyrir tveimur starfsmönnum Skeljungs í Lækj- argötu, sem ætluðu að leggja helg- aruppgjör bensínstöðva félagsins í Íslandsbanka. Ræningjarnir voru tveir á ferð, hettuklæddir og létu til skarar skríða um leið og Skelj- ungsstarfsmennirnir stigu út úr fyrirtækjabílnum um klukkan 10 að morgni. Annar starfsmannanna var laminn í höfuðið með slökkvi- tæki og tókst ræningjunum síðan að komast á brott með sérstaka ör- yggistösku sem innihélt uppgjör- stöskur með 3 milljónir króna í beinhörðum peningum og rúmlega 2 milljónir í ávísunum. Að þessu loknu flúðu þeir á stolnum SAAB- bíl sem þriðji maðurinn ók. Á bílinn höfðu verið festar stolnar númera- plötur. Lögreglan í Reykjavík hóf þegar viðamikla leit að ræningjun- um, en um var að ræða eina um- fangsmestu lögregluaðgerð seinni ára. Síðar um daginn fundust upp- gjörstöskurnar og fatnaður ræn- ingjanna í fjörunni fyrir ofan Hvammsvík í Hvalfirði. Reynt hafði verið að kveikja í þessum sönnunargögnum, en lögreglan kom að þeim hálfbrunnum og tók í vörslu sína. SAAB-bíllinn fannst einnig sama dag þar sem honum hafði verið lagt við bílskúr inni á lóð við Ásvallagötu. Inni í honum var ör- yggistaskan, en í honum var þjófa- varnarbúnaður sem ekki reyndist hafa virkað þegar til átti að taka. Ránið skipulagt í þaula Ljóst var frá fyrstu stundu að ránið var þaulskipulagt. Ræningj- arnir höfðu vitneskju um ferðir peningasendlanna, útveguðu sér flóttabíl og fatnað og létu til skarar skríða á réttu augnabliki innan um fjölda fólks í Lækjargötunni á ósköp venjulegum mánudags- morgni. Má fullyrða að varla hafi nokkur átt von á því sem í vændum var. Eitt vitnið sem Morgunblaðið ræddi við sá tvo menn með lamb- húshettur ráðast á Skeljungs- starfsmennina og taldi atburðinn svo fjarstæðukenndan að helst hlyti um grín að vera að ræða. Fyrsta handtakan í málinu var gerð þremur dögum eftir ránið en þá var 31 árs maður handtekinn í Leifsstöð og úrskurðaður í gæslu- varðhald. Í fórum hans fundust 700 þúsund krónur. Honum var síðar sleppt úr haldi, enda ekki viðriðinn málið. Skeljungsránið í Lækjargötu upplýst eftir 8 ára rannsókn Játning vegna ránsins liggur fyrir hjá lögreglu Morgunblaðið/Júlíus Ræningjarnir flúðu á þessari stolnu bifreið og skildu hana eftir við Ásvallagötu. Notaðir voru leitarhundar við að rekja spor frá henni. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn fundu hálfbrunnar peningatöskur í Hvalfirði sama dag og ránið var framið. Það dugði ekki til að varpa ljósi á málið. Morgunblaðið/Júlíus Þetta slökkvitæki var notað sem barefli í ráninu og var einn starfs- maður Skeljungs laminn með því. HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 2.514 milljónum króna eftir skatta. Hagnaðurinn á sama tímabili á síðasta ári nam 1.489 milljónum. Jókst hagnaðurinn því um rúman milljarð króna milli ára, þrátt fyrir að framlag í afskriftareikning útlána hafi verið aukið úr 1.930 milljónum í 3.238 milljónir á milli tímabila. Gengishagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum þessa ári var eins og hagnaðurinn, 2.514 milljónir. Munar þar mest um gengishagnað af hluta- bréfum, sem var 1.705 milljónir. Gengishagnaður bankans á sama tímabili á síðasta ári var 51 milljón. Þá var 513 milljóna gengistap af hlutabréfum. Arðsemi eigin fjár Landsbankans eftir skatta var 21,3% á fyrstu níu mánuðum þessa árs, en var 12,8% fyrir sama tímabil á árinu 2002. Rekstrartekjur bankans á fyrstu níu mánuðum ársins jukust um 37% frá fyrra ári og voru 13.808 milljónir. Í tilkynningu frá bankanum segir að auknar tekjur megi rekja til meiri umsvifa, einkum á sviði verðbréfa- starfsemi, fyrirtækjaráðgjafar, stækkunar heildareigna samstæð- unnar og almennt batnandi stöðu á verðbréfamörkuðum. Heildareignir vaxa um 33% Heildareignir Landsbankans juk- ust um 91 milljarð króna eða 33% á fyrstu níu mánuðum ársins 2003 og námu 368 milljörðum króna 30. sept- ember síðastliðinn. Heildarútlán jukust á tímabilinu um 33% og námu 286 milljörðum og þá jukust innlán um 36% og námu 148 milljörðum króna. Stöðugildi við bankastörf í móðurfélaginu voru 915 í lok sept- ember samanborið við 907 í árslok 2002. Að auki voru 79 stöðugildi í dótturfélögum bankans. Hagsauki bankans, þ.e. ávöxtun eigin fjár umfram meðalávöxtun áhættulausrar fjárfestingar, á fyrstu níu mánuðum ársins var 14,6%. Við- mið bankans er 6–8%. Í tilkynningu Landsbankans segir að markaðsaðstæður fjármálafyrir- tækja hafi verið hagstæðar það sem af er árinu 2003. Gerir bankinn ráð fyrir að arðsemi eigin fjár eftir skatta fyrir árið 2003 verði líklega áfram yfir þeim markmiðum sem bankinn hefur sett fram, en þau eru 13–15%. Landsbankinn hagnast um 2,5 milljarða FLUTNINGSKOSTNAÐUR ís- lenskra fyrirtækja í dagvöru, sem hlutfall af veltu þeirra, er sam- bærilegur eða lægri en flutnings- kostnaður sambærilegra fyrir- tækja á Norðurlöndum og í Evrópu. Þetta er meðal niður- staðna í könnun sem IMG framkvæmdi fyrir Samtök verslunar og þjón- ustu, Samtök verslunarinnar og Samtök iðnaðarins, og greint var frá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að niðurstöður könnunarinnar bendi eindregið til að flutninga- þjónusta á Íslandi sé mjög hag- kvæm og sé ekki orsakavaldur verðmismunar á vöru milli Íslands og nágrannalandanna eða annarra Evrópulanda. Raunar bendi þessar niðurstöður til að flutningskostn- aður íslenskra fyrirtækja sé að jafnaði lægri en í nágrannalönd- unum. Samkvæmt könnuninni er flutn- ingskostnaður fyrirtækja á Íslandi í framleiðslu, heildsölu og smásölu á dagvöru að meðaltali um 3% af veltu þessara fyrirtækja, og birgðahaldskostnaður um 4,4%. Stjórnunarkostnaður er 0,5% á þessu sviði og heildarkostnaður því um 8%. 7,7% heildarkostnaður Samsvarandi tölur úr athugun A.T. Kearney hjá evrópskum fyr- irtækjum árið 1998 gaf til kynna flutningskostnað 3,1% af veltu evr- ópsku fyrirtækjanna, birgðahalds- kostnað 3,4% og stjórnunarkostnað 1,2%, eða heildarkostnað 7,7%. Í sambærilegri könnun í Noregi árið 1999 fyrir heildsala kom fram að flutningskostnaður aðspurðra fyrirtækja var að meðaltali 4,1% af veltu, birgðahaldskostnaður einnig 4,1% og stjórnunarkostnaður um 1%. Í könnun í Finnlandi árið 1999 í framleiðslu, verslun og bygging- ariðnaði voru sambærilegar tölur fyrir flutninga 4,6%, vöruhús og fjárbindingu birgða 5% og stjórnun 0,6%. Flutningsþjónusta ekki orsök verðmunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.