Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 55 MARC Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Maverick, segir við dagblaðið Star-Telegram að leikmannahópur liðsins fyrir átökin í vetur verði skip- aður 14 leikmönnum – ekki 15 eins og áður og sé það gert til þess að draga úr launakostnaði hjá liðinu. Cuban segir að forráðamenn liðs- ins muni byggja liðið á leikreyndum leikmönnum og að auki hafi liðið þrjá efnilega nýliða í röðum sínum Josh Howard, Marquis Daniels og Jón Arnór Stefánsson. „Þeir níu leikmenn sem mest mun mæða á í vetur eru mun sterkari kjarni en við höfum haft áður. Og við höfum að auki kjarna af ungum leikmönnum, Jón, Marquis og Josh en við munum einbeita okkur að því að þeir þroskist sem leikmenn á næstu misserum,“ segir Cuban. Jón Arnór lék í Sacramento Jón Arnór Stefánsson lék í 7 mín- útur með Dallas Mavericks í æfinga- leik á útivelli gegn Sacramento Kings í NBA-deildinni aðfaranótt föstudags en Dallas tapaði leiknum, 121:99. Jón Arnór skoraði 2 stig, hitti öðru af tveimur skotum sínum, gaf eina stoðsendingu, stal knett- inum einu sinni, tók eitt frákast og fékk þrjár villur. Þetta var síðasti æfingaleikur Dallas en NBA-deildin hefst þann 28. okt., aðfaranótt miðvikudags, og þá leikur Dallas gegn Lakers í Los Ang- eles. Eigandi Dallas segir að Jón Arnór verði í liðinu Fyrstu mínúturnar gáfu KR-ingarengin grið en tókst samt ekki að hemja Hlyn Bæringsson, sem skoraði 7 fyrstu stig Hólm- ara. Þá slógu heima- menn aðeins af en gestirnir úr Stykkis- hólmi voru ekki nógu góðir til að taka leikinn í sínar hend- ur. KR-ingar náðu því aftur undirtök- unum en nú voru það útlendingarnir í liði gestanna, Corey Dickerson og Dondrell Whitmore, sem komu í veg fyrir að KR styngi af. Í þriðja leikhluta vantaði alltaf herslumuninn að Snæfell kæmist yfir því alltaf þegar það var innan seil- ingar slaknaði á einbeitingunni. Þeg- ar tæpar fjórar mínútur voru eftir að þriðja leikhluta snerist taflið við og með 8 síðustu stigum þriðja leikhluta og fyrstu fjórum í fjórða náði Snæfell 66:63 forystu. Það var helst vegna þess að Snæfell breytti yfir í svæð- isvörn, sem virtist koma KR-ingum algerlega í opna skjöldu, þeir reyndu að berjast en gestunum gekk allt í haginn og KR átti aldrei möguleika. „Við áttum ekkert svar við því þeg- ar þeir fara í svæðisvörn, við förum á taugum og þeir komast yfir hægt og rólega og halda forystunni,“ sagði Steinar Kaldal, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Þeir eru að taka sóknarfrá- köst allan leikinn og halda sér þannig inni í leiknum auk þess að hitta vel fyrir utan teiginn. Við byrjuðum vel en ég veit ekkert hvort um er að kenna metnaðaleysi því það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að klúðra leiknum.“ Enginn KR-ingar átti góðan leik en Chris Woods var þeirra bestur og tók 11 fráköst en Baldur Ólafsson tók 7 og varði 3 skot. Sem fyrr segir hélt Hlynur liði sínu inni í leiknum en lenti í villuvandræð- um og fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. „Þetta var frábær sigur og í fyrsta sinn, sem flestir okk- ar vinna í KR-húsinu,“ sagði Hlynur eftir leikinn. „KR er með frábært lið en alveg eins og í fyrra skipti svæð- isvörn okkar sköpum því þeir eru með sterka menn inni í teig en þeir geta ekki notið sín þegar við spilum svæðisvörn og KR-ingar eiga ekki þriggja stiga skyttur til að bregðast við því. Við hittum mun verr en þeir í fyrri hálfleik en þegar við fórum að hitta sigum við framúr.“ Dickerson og Whitmore létu til sín taka er leið á leikinn en Hafþór Gunnarsson og Sigurður Þorvaldsson áttu góða spretti. Tindastóll valtaði yfir slaka Hauka Það var ekki nema tvær fyrstumínúturnar á Sauðárkróki sem leit út fyrir að um baráttuleik yrði að ræða, þar sem liðin skiptust á að skora. Síðan skoruðu Hauk- ar ekki í sex mínútur, Tindastóll komst í 18:5 og eftir það var raunar aldrei vafi á hvorum megin sigurinn lenti og lokatölur urðu 99:70. Ef Tindastólsliðið nær öðrum leikj- um jafngóðum þeim sem liðið sýndi að þessu sinni, eiga mörg stig eftir að safnast í sarpinn áður en veturinn er á enda, en hins ber einnig að gæta að mótspyrnan var í minnsta lagi og vilja Haukarnir örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Í liði Tindastóls fór Kristinn Frið- riksson fyrir sínum mönnum og átti stórleik, Adrian Parks og Clifton Co- ok voru góðir og Nick Boyd var firna- sterkur í vörninni en einnig góður undir körfu andstæðinganna og hirti fjölda frákasta. Hann fékk hinsvegar tvær villur í fyrsta leikhluta, sína fjórðu villu í upphafi þess þriðja og var því lítið inná eftir það. Þá áttu Helgi Rafn, Axel Kárason og Einar Örn ágæta spretti. Í liði Haukanna var Sævar Har- aldsson raunar eini maðurinn sem barðist. Mike Manciel virtist hrædd- ur við Boyd og átti slakan dag, og gamli refurinn Marel Guðlaugsson man áreiðanlega betri daga. Hamar hirti stigin gegn ÍR Hamar vann sinn fyrsta sigur í úr-valsdeildinni í vetur þegar liðið lagði ÍR með 94 stigum gegn 90. ÍR náði ekki að fylgja eftir góðum heima- sigri á Keflvíkingum í síðasta leik og var þjálfari ÍR að vonum óhress með úrslitin, tvö stig farinn í súginn. Hamarsmenn virðast hafa gott tak á ÍR-ingum en þeir unnu einnig heimaleikinn gegn þeim á síð- asta tímabili. Í hálfleik var staðan 40:48. „Þetta var góður sigur en við börð- umst í 40 mínútur og ef við gerum það aukast líkurnar á sigri. Þetta var jafn leikur frá upphafi til enda og gat sig- urinn dottið beggja megin. Við erum hins vegar erfiðir heim að sækja en þeir hafa á móti að skipa hörkuliði í ár,“ sagði Pétur Ingvarsson, spilandi þjálfari Hamars, í lok leiks. Þá sagðist Pétur hafa verið sáttur við að Hallgrímur Brynjólfsson hafi gert það sem hann getur í leiknum, en hann átti frábæra innkomu í leikinn undir lok hans þegar Chris Dade fór út af með 5 villur þegar 2 mínútur voru eftir. „Ég er einnig sáttur við að nú vorum við að taka fráköstin sem við þurftum að taka og vorum að berj- ast fyrir þeim. Næsti leikur okkar er við Breiðablik í Smáranum. Ingvar bróðir vann síðast og ég hlýt að fá að vinna núna, annars klaga ég í pabba.“ „Þetta eru alltaf jafnir leikir hér í Hveragerði en við áttum að klára en gerðum ekki. Ég er óhress með að við náðum ekki að halda haus en við vor- um með 8 stiga forskot í hálfleik og leyfðum þeim að hirða það af okkur. Við nýttum einfaldlega ekki þau færi sem við höfðum til að klára leikinn. Menn voru alls ekki með hugann við sigurinn á móti Keflavík í síðasta leik, en við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þá munar einnig um fyrirlið- ann, Eirík, og auðvitað best að geta stillt upp sínu sterkasta liði en það voru 10 leikmenn með í kvöld sem áttu að klára þetta verkefni en gerðu ekki,“ sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR. Morgunblaðið/Sverrir Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells úr Stykkishólmi, reynir að brjótast framhjá KR-ingunum Helga R. Guðmundssyni og Skarphéðni Ingasyni í leiknum í gærkvöld. Svæðisvörn Snæ- fells var banabiti KR SVÆÐISVÖRN Snæfells í þriðja leikhluta sló KR-inga rækilega útaf laginu í vesturbænum í gærkvöldi og níu stiga forystu snerist upp í níu stiga tap, 84:73. Á Sauðárkróki fengu Haukar að kenna á því eft- ir 29 stiga sigur Tindastólsmanna, 99:70, og ÍR-ingar sóttu ekki gull í greipar Hamars í Hveragerði, sem vann sinn fyrsta leik í úrvals- deildinni í körfuknattleik í vetur, 94:90. Stefán Stefánsson skrifar Björn Björnsson skrifar Helgi Valberg skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.